Kominn heim
Jæja ég kom heim á klakann þann 5. ágúst. Búið að vera nokkuð kalt hér á klakanum síðan ég kom heim.
Síðustu dagarnir í Japan voru alveg frábærir. Skemmti mér mjög vel í Hokkaido, Kyoto og svo Tokyo. Langar helst að stökkva út aftur. Nenni ekki að skrifa um allt sem ég gerði þarna heldur læt bara myndirnar tala. Það eru komin 4 ný albúm í
Homestay myndamöppuna. Endilega skoðið það bara og skrifið ykkar eigin ferðasögu.
Ísland er gott en full kalt. Mætti vera soldið heitara og almennt bara betra veður. Búinn að vera einn sólskinsdagur síðan ég kom heim. Er það samt ekki satt sem þeir segja, heima er best? Allavega ágætt að skilja alltaf all sem allir eru að segja í sjónvarpinu.
Lidid um post. Er nuna i Hokkaido. Nakvaema stadsetningu ma, thokk se google maps,
sja her
gef ferdasoguna seinna. Buid ad vera rosalega gaman fram ad thessu.
Jæja kominn tími til að bæta einhverju á þessa blessuðu síðu. Búinn að vera reglulega upptekinn síðustu 2 vikurnar. Veit ekki hvort ég var búinn að segja frá því eða ekki en ég er að kenna ensku í einkatímum (tutoring) 3 í viku og fæ fyrir það ágætis pening. Meðan ég er ekki að kenna þá er ég í heimsóknum hér og þar eða að fara eitthvað með núverandi homestay mömmunni eða hinni úr fyrri fjölskyldunni. Fór í gær í fyrradag í Universal Studios Japan í annað skiptið nema hvað núna var farið með homestay mömmunni, vini hennar og svo Englendinnum Colin. Helvíti fínt bara þótt það hafi rignt aðeins.
Síðasta sunnudag var ég svo með þokkalega stóra kynningu á Íslandi þar sem tæplega 20 manns mættu til að hlusta á mig rambla um Ísland á Japönsu og horfa síðan á nokkur vel valin atriði af DVD disknum sem fæst á Aichi Expo. Þetta heppnaðist allt saman alveg frábærlega þótt maður hafi einstaka sinnum stamað á japönskunni þegar maður las orð eins og "lífslíkur" og "ferkílómetrar".
Ég er líka að fara að senda heim hvorki fleiri né færri en 3 kassa. Allt verður sent með skipi og ætti að komast á klakann einhverntíman í október. Nú þegar er einn kassi á leiðinni og ég ætla rétt að vona að þetta allt komist á leiðarenda. Í einum kassanum sem ég er að fara að senda eru eiginlega bara bækur, og megnið af þeim japanskt manga sem ætti að halda japönskunni góðri. Megnið af því fékk ég líka gefins frá homestay fjölskyldunum en ef einhver vissi það ekki þá lesa Japanir óhemju magn af teiknimyndasögum. Sú sem hefur verið lengst í gangi er komin á bók nr 150 og fjallar um lögreglumann. Það eru til manga bækur fyrir alla í þjóðfélaginu, smábörn, grunnskólakrakka, stelpur í gaggó og stráka í gaggó, háskólanema, skrifstofufólk, heimavinnandi húsmæður, íþróttafrík, bara jú neim it.
Jæja þarf að fara að troða meiru í kassana áður en ég sendi þá.
Ég hef séð vegi í Japönskum stórborgum. Þeir hræða mig mjög mikið því þeir eru svakalega mjóir og fólk ekur hratt í báðar áttir meðan gamlar konur hjóla báðu megin.
Vegir í fjallaþorpum eru jafnvel verri. Þá er ég að tala um vegi sem eru í fjallshlíðinni með þverhnýpi öðru megin og fjallshlíðina hinu megin. Þeir eru mjóir, mjórri en vegirnir á Íslandi, og fólk ekur hratt þar. Ég upplifði þessa vegi í Shikoku nema hvað þá sat ég í framsætinu í fólksbíl. Það var mjög svo sérstök upplifun og mér leið illa þannig að ég einbeitti mér bara að því að lesa bók svo ég þyrfti ekki að horfa á veginn og sjá margra tonna trukka næstum strjúkast upp við bílinn.
Í dag upplifði ég þetta sama frá sjónarhorni farþega í rútu. Fór til Ishiyama og einhvert upp pínulítið fjallaþorp með rútu. Á leiðinni hélt ég 3 sinnum að rútan myndi lenda í árekstri við vörubíla eða aðra stærri trukka en alltaf sluppum við og trukkurinn keyrði framhjá með svo litlu bili að ég hefði getað kysst bílstjóra trukksins ef ekki hefðu verið tvær rúður á milli okkar.
Ég ætla aldrei að keyra bíl, eða nokkuð annað ökutæki, í Japan.
Nú þarna fékk ég svo dýrindis Japanskan bentou mat þar sem hver einasti hlutur var eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður og bragðaðist ýmist vel, ágætlega, furðulega eða illa. Svo fékk ég tækifæri til að búa til Japanskt "nammi" sem engum finnst gott nema Japönum sjálfum. Flest þetta nammi þeirra bragðast alveg ferlega illa og maður fær liggur við í magann við að borða það. Lét samt ofan í mig eitt þannig þegar ég tók þátt í Te seremóníu þar sem ég þurfti að sitja á hnjánum í lengri tíma. Teið reyndar bragðaðist rosalega vel eftir að ég borðaði nammið, sem ég verð að viðurkenna að var ekki svo slæmt. Kannski vegna þess að ég bjó til þennan tiltekna bita sjálfur. Svo er ég búinn að drekka þetta græna te svo oft að mér er farið að finnast það gott.
Eitt af því ótrúlegasta sem hefur gerst hér í Japan er að mér hefur tekist að bæta á mig smá fitu. Ekkert til að hrópa húrra yfir en engu að síður verður þetta að teljast alveg ótrúlegt. Fæðið sem ég hef verið á síðan ég byrjaði í homestay er búið að vera alveg frábært. Flestar japanskar konur lista eitt af aðal áhugamálunum sínum sem eldamennsku og heimavinnandi húsmæður hafa nægan tíma til að æfa sig. Ég er því að borða á mig gat af frábærum heimaelduðum mat hvern einasta dag. Maginn á mér er farinn að standa út.
Það virðist loksins ætla að rætast úr veðrinu hérna og fara að rigna. Hið svokallaða rigningartímabil er búið að standa yfir í tæpar 2 vikur núna án þess að það hafi rignt neitt. Eitthvað voru úrhellisrigningarský að fara framhjá landinu og stoppa suð-austan við landið í staðin fyrir að sleppa sér á Japan. Þetta hefur orðið til þess að sumstaðar hafa ár þornað upp og hrísgrjónauppskeran er í mikilli hættu nema það fari að rigna bráðlega. Það væri mjög slæmt fyrir Japani ef uppskeran brestur því það er lítill 400% tollur á innfluttum hrísgrjónum. Svo segja þeir allir að japönsk hrísgrjón séu betri en önnur hrísgrjón.
Núna er staðan þannig að maður svitnar og svitnar hvar sem maður er þannig að þegar maður kemur heim þá fer maður beint í sturtu. Þegar maður er að þurrka sér eftir sturtuna þá byrjar maður að svitna aftur. Þetta er hið versta mál fyrir vestrænt fólk því svitinn þess lyktar illa þannig að maður þarf að passa sig að setja nóg af lyktarefnum undir handargrikana. Japanir vita varla hvað "svitalyktareyðir" er því svitinn þeirra einfaldlega lyktar ekki. Lucky bastards.
(Afsaka lengdina á þessari færslu. Kannski betra að ná sér í mjólk og smákökur áður en lesturinn byrjar)
Sá um daginn Kínverks-Japanska Doraemon orðabók. Doraemon er sellout dauðans.
Nú loksins henti ég inn myndum og alveg nóg af þeim. Ef Windows hefur rétt fyrir sér þá var ég að setja inn yfir 200 myndir, sem ætti að næjga í bili.
Fyrst er það
ferð til Nara, þar sem ég sá hvorki meira né minna en stærstu tré byggingu í heimi. Þetta er svakalegt hof tileinkað Búdda og í því er risastór gullstytta af Búdda. Reyndar þurfti svo mikið gull og aðra málma í hana að Japan varð næstum gjaldþrota þegar hún var loksins tilbúin...ca árið 750.
Það er ekki hægt að segja annað en maður hafi verið gjörsamlega orðlaus þegar maður sá þessa svakalegu byggingu. Þvílíkt og annað eins. Á sama tíma varð ég hálf svekktur yfir því að Íslendingar skuli ekki hafa getað skilið neitt eftir sig á Íslandi nema rotnaða moldarkofa og hálfétin handrit, en það er önnur saga.
Nara er ótrúlega hrein borg. Reyndar sá ég bara þá hluta sem eru sögulega mikilvægir þannig að það getur verið að þeim sé haldið ótrúlega hreinum vegna hins stöðuga straums af ferðamönnum sem kemur þangað. Þennan daginn voru ferðamenn í algjörum minnihluta því það virtist sem allir grunnskólar Japan hafi ákveðið að fara í vettvangsferð til Nara því það var allt út í stórum hópum af grunnskólakrökkum.
Inni í hofinu sá maður svo þennan risastóra Búdda. Hann stóð undir væntingum og var alveg risastór. Fátt meira um hann að segja. Reyndar er þetta ekki lengur sama útgáfa og var fyrst gerð því syttan hefur oft skemmst í jarðskjálftum. Nokkuð til hliðar við hann var svo búið að gera holu í einn af trjádrumbunum sem halda byggingunni uppi. Þessi hola er jafn víð annari nös styttunnar og ef fólk getur troðið sér í gegnum hana þá á það að boða lukku fyrir viðkomandi. Ég sá lítinn feitan krakka næstum því festast í gatinu, það þurfti tvo kennara til að toga hann í gegn.
Ég mæli eindregið með því að fólk fari til Nara og tjékki á þessu hofi. Það væri einfaldlega heimska að fara ekki. Maður gleymir þessari ferð ekki í bráð.
Ég fór síðan í
ferð til Shikoku með Hiroko (yngri homestay systurinni), Onishi (kærastanum hennar) og Reiko (vinkonu hennar). Gerðist svo frægur að fara yfir lengstu brú í Japan sem var í einhvern tíma lengsta hengibrú í heimi. Við fórum lengst út í sveit og gistum í húsi sem er stendur í fjallshlíð, hálfa leið upp fjallið. "Sveitin" í Japan er soldið öðruvísi en sveitin heima á klakanum því það er örugglega fjöllóttara í Japan en Íslandi og sveitaþorpin eru stundum alveg umkringd skógi-vöxnum fjöllum sem gefa kannski ekker allt of mikið pláss til að byggja þannig að það er byggt í fjallshlíðunum líka. Skógurinn þarna var líka ekkert lítið þykkur og tréin há. Það eru engir svona skógar á Íslandi þannig að ég enn hálf óvanur trjám og verð alltaf jafn hissa þegar ég stíg nokkur skref út fyrir bæina hérna og er kominn inn í risastóran skóg með stærri trjám en ég hef nokkurntíman séð. Ef það er eitthvað sem ég mun sakna þegar ég fer heim til Íslands þá er það skógi-þakið landslagið hérna í Japan.
Nú allavega þá vorum við þarna komin í gamalt hús sem afi stráksins átti meðan hann var nógu hress til að vinna. Ég vissi nú ekki alveg við hverju maður átti að búast þarna en það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég steig úr bílnum og beygði mig niður til að binda skóreimarnar var að jörðin var gjörsamlega öll á hreyfingu. Maurar hvert sem litið var. Mér leið ekkert allt of vel því þeir einu maurar sem ég hef séð eru í sjónvarpinu þegar ég horfi á National Geographic og hugsa "djöfull er gott að engin svona kvikindi eru á Íslandi". Ég fór því strax að ímynda mér þá klifrandi upp leggina á mér og bítandi mig í tætlur.
Sá ótti hvarf nú fljótt þegar við fórum inn í húsið og á móti okkur tók stór fljúgandi kakkalakki. Þetta var officially í annað skiptið á ævinni sem ég sá kakkalakka og ég þurfti mikið átak til skrækja ekki. Þetta kvikdini flaug á vegg og datt niður með skemmtilegu "splat" hljóði. Þau neituðu að drepa hann og hentu honum frekar út þar sem hann plottði eflaust að hrekkja mig meira meðan ég væri þarna.
Eftir kakkalakkann var komið að priority 1, finna klósettið. Það reyndist auðfundið og var í formi lítils báss að bakatil þar sem klósett stóð ofan á djúpri holu. Til hliðar var svo pissuskál. Sem betur fer þurfti ég aldrei að kúka þarna heldur terrorizaði klósett í baðhúsi í bænum. Meira um það seinna.
Hreinsuðum eitthvað til í nágrenni hússins þar sem ég fékk tækifæri til að munda ágætis sveðju og hakka trágreinar í spað. Elduðum svo kurry-rice um kvöldið og var borðað úr diskum sem við bjuggum til úr bambú. Maður var bara kominn hálfa leið í bóndann þarna. Eftir matinn var farið í onsen þar sem ég skrapp á klósettið. Eitthvað var þetta nú vanmáttugt klósett því það réði ekki við að sturta niður trefjaríku hægðunum mínum (trefjarík fæða => allt kemur út í einum löngum klumpi) sama hvað ég reyndi. Ég stólaði svo bara á að enginn væri að bíða eftir að komast að og hljóp burt. Eftir sturtu og sjónvarpsgláp yfirgáfum við svo Onsenið en á leiðinni burt sá ég tvo starfsmenn standa við klósetthurðina með hendur á mjöðm og áhyggjusvip. Þegar við löbbuðum framhjá kom sá þriðji að, leit inn á klósettið og sagði það sem best myndi þýðast sem "neih djöfull er hann stór þessi marr!". Ég reyndi að halda inni hlátrinum svo það yrði ekki gjörsamlega augljóst að ég var sökudólgurinn.
Nú við fórum til baka í húsið og undirbjuggum smá flugeldaskemmtun. Reyndar voru engir flugeldar heldur bara blys. Engu að síður skemmtilegt, sérstaklega þar sem það var algjört kolniðamyrkur þarna. Eftir þetta var svo tekið hressilega á því í drykkjunni, farið að sofa og vaknað alveg eldhress morguninn eftir. Kom sjálfum mér á óvart með því að vakna þynnkulaus. Hefði verið vægast sagt óskemmtilegt að framkvæma næsta verkefni bjagaður af þynnku: taka upp kartöflur. Sýndi að það er eitthvað íslenskt bændablóð í mér og tók upp heilan helling af kartöflum. Það var ekki heiglum hent að taka upp kassann sem við fylltum af kartöflum en Onishi, stórreykingarmaðurinn sjálfur, vippaði honum upp á aðra öxlina og arkaði með hann að húsinu. Drengurinn er byggður eins og ísskápur af stærstu gerð. Hann æfði íshokkí í mörg ár sem leiddi til þess að kálfarnir á drengnum eru á þykkt við læri.
Svo fórum við bara heim eftir að hafa stoppað og étið udon á "do it yourself" veitingastað. End of story.
Ég er samt ekki alveg búinn því næsti myndaflokkur er
ferð með Baba-san sem er einn af þeim sem ég hef verið að tutora í Ensku. 62 ára eldhress gaur. Fórum á hina og þessa staði í Kyoto sem ég man ekkert hvað heita en voru alveg þrælflottir. Útsýnið sumstaðar er alveg magnað. Það er náttúrulega alveg svakalega fjöllótt hérna og búddahofin eru flest byggð uppá fjöllum eða í hlíðum þeirra þannig að það er ágætis æfing að fara að skoða hof. Príluðum langleiðina upp fjall þennan næst heitasta dag sumarsins og nutum frábærs útsýnis. Það er allt út í hofum í Japan, þau eru út um allt og öll eru þau falleg. Af hverju í andskotanum hefur Ísland ekkert svipað? Kannski vegna þess að ef það væri eitthvað þessu líkt á Íslandi myndu heimskir unglingar í tilvistarkreppu eflaust eyðileggja það allt.
Eftir að hafa næstum gengið gat á skóna mína og tekið fullt af myndum enduðum við heima hjá Baba-san þar við gæddum okkur á dýrindis vatnsmelónu með konunni hans. Hún notaði síðan oldschool reiknistokk og rústaði mér í stærðfræði meðan ég reyndi að nota vasareikni. Verkefnið var að leggja saman 5 tveggja stafa tölur sem hún kláraði á tæplega 5 sek meðan ég rétt náði að slá inn 2 tölur.
Annar sonur þeirra býr við hliðina á þeim og kom í heimsókn með 2 dætur sínar. Það vill svo skemmtilega til að hann á bar og ef ég hef tíma þá get ég kíkt til hans og drukkið þangað til ég missi alla hreyfigetu.
Svo er annað albúm frá
pabba-deginum þar sem gefur að líta gömlu homestay fjölskylduna mína. Síðast er svo "
hitt og þetta 2" með random myndum.
Fluttur til nýrrar homestay fjölskyldu. Heimilið hérna er vopnað þunnu high-definition plasma sjónvarpi en eldgamalli tölvu sem keyrir á Win 98 og hefur heil 37mb laus á harða disknum. Gott stuff.
Búinn að vera heví busy undanfarið við að kenna ensku, sem er alveg ágætis business. Í næsta mánuði fer ég svo í brúðkaupið hans Magga einhverstaðar manekkihvar.
Hef alveg helling af myndum sem ég þarf að ráðast í að velja úr og resiza áður en ég get sett þær á netið. Ætti að drullast inn bráðlega ef tölvan leyfir. Hún er búin að vera að frjósa óþægilega oft undanfarið. Líklega vegna þess hvað það er orðið ógeðslega heitt hérna. Ísland virðist ekki vera eina landið þar sem það verður heitara með hverju árinu því fyrir 10 árum síðan var ekki svona heitt í Japan. Nú verður alltaf heitara og heitara eftir því sem árin líða.
farinn að fá mér ís-te
Það er stöðugt að verða heitara og heitara hérna í Japan en hitinn núna er víst ekkert miðað við það sem koma skal á næstu vikum. Ástandinu má best lýsa með orðinu "swamp-ass" sem ameríkanarnir notuðu talsvert á fyrri önn meðan það var sjúklega heitt.
Það var svo heitt í dag að ég sat í stuttbuxum og stuttermabol fyrir framan sjónvarpið og svitin lak af tánum á mér. Ógeðfellt. Á sama tíma kom það mér á óvart hvað Resident Evil 1 og 2 voru bara alveg fínar bíómyndir. Host-systirin og vinkona hennar eru aðdáendur myndanna en enn meiri aðdáendur leikjanna. Go figure.
Búinn að vera að taka smá retro fíling fyrrnefndri host-systur og spila Nintendo Super Famicom leiki. Reyndar er sá leikur sem við höfum spilað mest Tetris. Tölvan er svo gömul að þegar mamman lét litla bók detta á gólfið nálægt henni, þá resettaðist tölvan. Stúlkan á litla 19 leiki fyrir blessaða tölvuna. Ef það er eitthvað sem er gjörsamlega öfugt við Evrópu/Ameríku þá er það að ótrúlega margar japanskar stelpur hafa gaman af tölvuleikjum og/eða eiga leikjatölvu. Play Station 1 eða 2 tölva virðist næstum vera skyldueign í hverri fjölskyldu.
Ef það er eitt sem ég verð að reyna að gera þá er það að taka upp video meðan ég er í bíl í Japan. Vegirnir hérna eru svo svakalega þröngir og fólkið keyrir hratt um þá jafnvel þótt það sé fullt af fólki að hjóla þar líka. Það er náttúrulega ekkert pláss fyrir gangstéttar þannig að allir labba og hjóla á sama vegi og bílar eru keyrðir. Vegirnir eru oft svo þröngir að þegar tveir bílar mætast þá verður annar að fara eins langt til hliðar og hann kemst og stoppa svo hinn komist framhjá. Vægast sagt scary stundum að sitja í bíl í Japan.