Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

fimmtudagur, september 30, 2004

 

test

testa mobile blogg,her aetti ad sjast Edwin sem hjalpadi mer ad kaupa myndavelina.
 
Minni á bloggið hans Árna en þar er t.d. að finna helvíti netta sögu. Úff ég vona bara að Ester muni luma á einhverju svipuðu í framtíðinni :)

þriðjudagur, september 28, 2004

 
Þú munt ekki sjá eftir því Stuttu áður en ég fór hingað til Japan þá var ég á báðum áttum um hvort ég ætti að fara eða ekki. Var hræddur um að ég væri að gera stór mistök með því að hoppa uppí flugvél sem tæki mig næstum hinu megin á hnöttinn þar sem ég yrði að lifa næstu 9 mánuðina. Kannski yrði heimavistin ómöguleg og tímarnir leiðinlegir, Japanirnir leiðinlegir o.s.frv. Nú er kominn mánuður og 6 dögum betur síðan ég kom hingað og ekkert af því sem ég óttaðist hefur ræst. Heimavistin er að vísu ekkert stjörnuhótel en engu að síður mjög fín. Ég var mjög heppinn með herbergisfélaga og allt fólkið á minni heimavist er alveg frábært, búinn að eignast fullt af góðum vinum. Japönskutímarnir eru síðan mjög skemmtilegir og ekki skemmir fyrir að kennarinn í spoken japanese er alveg bráðhugguleg :) Á hverjum degi upplifir maður eitthvað nýtt og manni leiðist aldrei. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa komið hingað og held þetta sé einhver besta ákvörðun sem ég hef tekið í mínu lífi. Ég mæli eindregið með því að fólk fari út sem skiptinemar ef það hefur möguleika á því, ábyrgist að reynslan verður góð. Auðvitað getur verið að þetta sé bara nýjabrumið ennþá en ég vona að svo sé ekki :)

föstudagur, september 24, 2004

 
Myndir frá Americamura Myndirnar frá America Town komnar, hægt að skoða þær með því að smella á myndina hér til hliðar. Það var nú ekki átakalaust að komast á staðinn því stelpunum tókst að hálfpartinn villast einu sinni. Spurðu til vegar en skildu ekki alveg leiðbeiningarnar þannig að við löbbuðum bara eithvað þangað til við hittum á svæðið. Ég tók nú ekkert margar myndir þarna enda ekki svo mikið að sjá, bara endalaust mikið af fatabúðum. Hefði reyndar getað tekið myndir af nokkrum "fríks" þarna, þ.e. fólki sem klæddi sig mjög undarlega, en ég fékk mig ekki alveg til að spyrja hvort ég mætti taka mynd af þeim. Lenti svo í nokkuð undarlegu veðri í morgun. 10mín áður en ég legg af stað í skólann er þessi líka svakalega demba. Þegar ég labba út er komið sólskin og engin rigning. Svo þegar ég er nýkominn í skólann skellur á þessi líka svakalega rigning. Svona gekk þetta svo næstu klukkutímana, rigning og ekki rigning á 10mín fresti. Þegar það byrjaði að rigna var þetta líka ekkert svona eins og heima, smá dropar sem aðvörun áður en það byrjaði af fullum krafti heldur breyttist allt á einu augnabliki úr þurrt yfir í rennblautt. Stuttu eftir að ég kom í skólann alveg skraufþurr labbaði gaur inn sem leit út eins og hann hefði dottið í sundlaug á leiðinni í skólann.
 
w00t fékk nýju myndavélina í gær en gat því miður ekki tekið hana með mér út því fyrst þurfti að hlaða batteríið. Hvert var förinni heitið? Jú í stað í Kyoto sem kallast America Town (americamura). Það er í sjálfu sér ekki mikið um að vera þar en ef mann langar að kaupa sér föt þá er þetta einhver besti staður sem hægt er að fara í því 90% af búðunum þarna eru fatabúðir. Minnti mig soldið á Laugarveginn nema hvað þetta var margfalt stærra og betra. Ég sá alveg fullt af hlutum sem mig langaði að kaupa en ég hélt aftur af mér enda búinn að eyða slatta af pening í þessum mánuði. Fjárfesti bara í einni derhúfu. Upphaflegt plan var að fara þangað með Oskari og tveimur af stelpunum sem fóru með okkur til Kyoto en það breyttist því djammkóngurinn Oskar var búinn að ákveða að fara á klúbbarölt daginn áður þannig að kvennabósinn ég var einn á ferð með tveimur stúlkum. Ég mótmælti heldur ekkert þegar við fórum inn í mini-mall sem innihélt eingöngu gellu-fatabúðir því "útsýnið" í þessum búðum var ekki af verri endanum. Það er ótrúlega mikið af fallegu kvenfólki hérna á Osaka svæðinu og rjóminn af þeim virtist staðsettur í þessu mini-mall. Ég tók nokkrar myndir í ferðinni en sú eina sem er kominn á vefinn er tekin með símanum mínum og er í nýrri möppu á myndasvæðinu, Myndir teknar með gemsanum Bætti líka inn nokkrum myndum frá heimavistinni, á eftir að setja meira þangað seinna.

þriðjudagur, september 21, 2004

 
Hér sé stuð Djöfull hittum við Oskar í lukkupottinn í gær! Hann var með blað þar sem talað var um nokkur live-show sem voru hér og þar um Osaka. Við ákváðum að skella okkur bara út í lest og reyna að finna eitt þeirra. Við villtumst aðeins eftir að við komum úr lestarstöðinni en römbuðum á endanum inn á random veitingahús. Eins og venjulega voru plastútgáfur af matnum í glugganum fyrir utan en öll nöfn voru bara runa af kanji þannig að við bentum afgreiðslumanninum bara á hvað við vildum borða. Ódýrt og gott. Svo villtumst við aðeins meira en fyrir einhverja ótrúlega heppni hittum við á staðinn. Þetta reyndist vel þess virði því staðurinn var bara snilld. Pínulítill og mikil hrúga af japönum þar inni og við Oskar einu útlendingarnir...enda var talsvert starað á okkur. Tónlistin þarna var frekar misjöfn en góð var hún nú að mestu. Helvíti mikill kraftur í sumum þótt áhorfendur hafi ekki verið að hreyfa sig neitt að ráði fyrr en að síðustu hljómsveitinni kom. Það er alveg ljóst að maður fer á fleiri svona samkundur enda var þetta mesta stuð sem ég hef upplifað frá því ég lenti hér í Japan. Ég tók bara eina mynd (Hitt og þetta), rest voru video. Yfir 100mb af videoum sem mig langar nú að encoda á einhvern nýjan hátt áður en ég set þau á vefinn því samtals eru þau ekki nema um 6mín...en yfir 100mb. Ef einhver lumar á góðu forriti sem brúka má í þetta þá endilega senda mér línu. kristoh hjá gmail punktur com.

mánudagur, september 20, 2004

 
Club Spiral Fórum í gær á næturklúbb sem er hérna rétt hjá heimavistinni. Klúbburinn ber heitið Club Spiral og er í kjallara háhýsis. Í gærkvöldi var hann með "Gaidai Night" sem átti að laða nemendur Kansai Gaidai á staðinn. Öfug mismunun var svo á þann hátt að japanskt fólk þurfti að borga 2000yen til að komast inn meðan "foreigners" þurftu bara að borga 1000yen. Ég og Óskar ásamt fleirum ákváðum að kíkja á þetta. Þegar á staðinn var komið var einhver danssýning í gangi, nokkrar grúppur að sýna listir sínar. Þessar grúppur reyndust nú vera alveg helvíti margar og dansinn ætlaði bara aldrei að taka enda. Loks kl 00:15 kláraðist þetta rugl og dansgólfið var opnað. Það sem þá tók við kom mér nokkuð á óvart því tónlistin sem var spiluð var rólegt reggae! Við ætluðum varla að trúa okkar eigin eyrum. Skruppum á barinn í smá tíma og kíktum svo aftur inn. Reyndar var músíkin þá orðin örlítið hraðari en engu að síður reggae. DJinn var líka alveg að kúka á sig þarna, á 10 sekúndna fresti fann hann sig knúinn til að öskra eitthvað í mækinn og baða út höndunum. Frekar ömurlegt. Svo eftir um klukkutíma fóru 3 japanskir gaurar á sviðið og fóru að syngja....reggae...á japönsku að sjálfsögðu. Þarna stóðum við því íslendingur, svíi, nokkrir ítalir og bandaríkjamaður umkringd japönskum karlmönnum sem voru klæddir eins og svartir gangsterar og japönsku kvenfólki sem var klætt eins og svartar gellur úr tónlistarmyndböndum svartra gangstera og hlustuðum á japanska gaura syngja reggae. Það gerist ekki mikið súrrealískara. Myndir og video frá atburðinum má svo finna í Hitt og þetta, þökk sé Oskari

sunnudagur, september 19, 2004

 
Nipponbashi og Danjiri Bætti fyrst inn 3 videoum á síðustu síðu Kobe síðunnar. Nú! Farið var á Danjiri hátíð síðasta þriðjudag. Hópurinn samanstóð af mér, Oskari og Satomi-san. Við mættum reyndar frekar seint á staðinn þannig að það hættulegasta var búið. Það flest í því að risastór trévagn uppá 5 tonn er dreginn á fullri ferð niður ákveðna göttu. 500 manns draga vagninn en þeir skiptast í 2 hópa, fyrir framan og fyrir aftan. Á hverri einustu hátíð gerist það að einhverjir deyja, detta og verða undir vagninum eða eru trampaðir niður. Vagninn sjálfur getur líka dottið á hliðina og þá ofan á áhorfendur. Fjölmargir slasast líka á hverju ári. Ég veit ekki hver dauðatalan var í ár. Nú þegar við komum var þetta stuð búið en í staðin komin carnival stemmning. Tugþúsundir manns á götunni og í kring að fylgjast með minni danjiri vögnum dregna um göturnar. Allstaðar voru sölubásar að selja hinn ótrúlegasta varning eða bjóða upp á leiki sem gáfu manni möguleika á að vinna allt frá tölvuleikjum til lifandi kjúklingaunga. Það var nú bara alveg helvíti impressive að sjá þetta allt saman, mjög góð stemmning hjá fólkinu og engin sjáanleg vandræði. Reyndar voru löggur líka á hverju strái að passa upp á að enginn færi að hálfvitast þarna enda voru ófáir mjög drukknir þarna. Sérstaklega er dælt bjór í þá sem eru að draga vagnana og við sáum einn góðan halla sér fram og kúgast hvað eftir annað í tilraun til að æla. Svo hélt hann bara áfram að draga. Eins og ég skrifaði síðast fórum við Edwin á laugardaginn í Nipponbashi eða Den Den Town eins og flestir útlendingarnir þekkja það. Þarna keypti hann sér meðal annars TV-Capture Box svo hann geti horft á sjónvarpið í lappanum en þetta box convertar beint yfir í DivX ef hann vill taka eitthvað upp. Ég keypti mér nýja myndavél, hátalara, minniskort og fjöltengi. Það er svo hrikalega auðvelt að sleppa af sér öllum hömlum þarna, endalaust mikið af flottum gizmos og ódýru stöffi. Allt það nýjasta er fáanlegt þarna og alveg helmingi ódýrara en heima á klakanum. Því miður er stranglega bannað að taka myndir inni í búðunum og þar sem vígalegir öryggisverðir eru fyrir utan flestar þeirra þá sleppti ég því munda vélina inni. Hinsvegar laumaðist ég til að taka nokkrar myndir á símann en ég þarf bara að kaupa mér kapal svo ég geti komið þeim yfir á tölvuna án þess að þurfa að minnka þær um helming. Það er allavega alveg öruggt að ég mun kíkja oft aftur í Nipponbashi og það sérstaklega rétt áður en ég held aftur heim á klakann :) Hver veit hvað verður komið þarna eftir 8 mánuði :D
 
"I'm afraid to stand up...I might burst" Vá hvað ég fékk mikinn og góðan mat í dag! Fyrir okkur kokkaði enginn annar en Davide en hann matreiddi ekta ítalkst spagettí. Hann var svo góður í sér að kokka ofan í mig, Aki, Alex og að sjálfsögðu sjálfan sig. Alex (herbergisfélagi Davide) varaði okkur við því að það væri mikil ókurteysi að klára ekki af disknum og þar sem Davide eldaði alltaf mikið þá væri eins gott fyrir okkur að koma í "your eating shoes". Þetta reyndust engar ýkjur hjá stráknum því ég hef sjaldan orðið eins saddur og eftir þessa frábæru máltíð. Þótt ég gæti ekki með nokkru móti komið meiru niður eftir að ég kláraði þá langaði mig samt í meira...þegar ég stóð upp og labbaði um hélt ég að maginn myndi bara gefa sig og ég spýja öllu á gólfið. Mér hefur sjaldan liðið eins vel eftir máltíð. Meðfylgjandi er einmitt mynd af kokknum að undirbúa máltíðina. Eilítið blörrí enda tekin á farsímann af skjálfhentum manni. Ég nenni ekki að skrifa neitt um Kobe ferðina. Það var bara helvíti skemmtilegt og margt sem við skoðuðum. Aki var leiðsögumaðurinn okkar en það getur oft verið helvíti gott að hafa japanskan guide á ferðum sem þessum. Fyrir þá sem ekki vita þá er Aki svokkaður RA í heimavistinni okkar. Ég veit ekki hvað RA stendur fyrir en hún aðstoðar a.m.k. húsvörðinn (sem nota bene býr í heimavistinni, er með eigin íbúð á jarðhæðinni). Hún hefur líka það hlutverk að aðstoða okkur sem búum þarna ef eitthvað bjátar á og tjékka á því kl 10 hvort allt sé ekki orðið hljótt í húsinu en frá 10pm-7am eru "silent hours". Þetta var í þriðja skipti sem hún fer með hóp úr heimavistinni í ferð í einhverja af nálægu borgunum. Hún er soldið lagin við að villast í lestarstöðunum en hún hefur allavega ekki leitt okkur í neina vitleysu enn sem komið er :) Maður er líka búinn að sjá það að ég er einn af eldri nemendunum hérna en ég veit bara um einn sem er eldri en ég og það er Oskar en hann er fæddur 1980. Nokkur eru svo 1981 og 82 eins og ég og Aki en flest hin eru rétt að skríða í 20 árin. Ég fór svo til Den Den Town (Nipponbashi) í dag og fjárfesti mér í hátölurum, myndavél, minniskorti og fjöltengi. Myndavélin er af gerðinni Panasonic FX7 og gefur mér gæsahúð því þetta er svo frábært lítið tæki. Þessi vél er svo heit hér í Japan að hún rýkur úr öllum hillum og allar stóru búðirnar hafa klárað byrgðirnar sínar. Þetta þýðir að ég fæ hana ekki í hendurnar fyrr en á mánudag/þriðjudag þegar hún verður deliveruð hingað. þetta er svo kjánalega lítill djöfull að þið getið búist við mikilli aukningu á myndum hérna því mín gamla er soddan hlunkur að ég nenti aldrei að taka hana neitt :) Jú svo var víst farið á einhverja Danjiri hátíð en það kemur seinna með myndum, ásamt myndum frá den den town.

miðvikudagur, september 15, 2004

 
Nýjar myndir Búinn að henda inn myndum frá Kobe og síðan 2 nýjar myndir í hitt og þetta, teknar á veitingastað með Oskari og Satomi-san. Hendi svo inn á morgun videoum sem ég tók í Kobe og svo myndum frá Danjiri hátíðinni ásamt frásögnum af báðum atburðum. Þess má svo geta að ég fór ásamt Oskari og Juhann (líka sænskur) að borða á kínverskum veitingastað sem er stutt frá skólanum. Þar fékk ég besta mat sem ég hef í mig látið frá því ég kom til Japan. Hvað kostuðu herlegheitin? Jú rétt rúmlega 470kr íslenskar takk fyrir.
 
Úff kominn með alveg helvítis helling af myndum sem ég á eftir að setja upp og á eftir að segja frá ferðinni to Kobe og svo ferðinni í dag á Danjiri festival...því miður var ég bara að koma heim núna úr Danjiri festival og á eftir að gera heimavinnuna fyrir morgundaginn en klukkan er um 00:50 :) Sjáum til hvort maður geri ekki eitthvað í þessu á morgun.

sunnudagur, september 12, 2004

 
This is a mosquito bite, and THIS is a mosquito bite! -ég ég er með moskítóbit á hægri framhandlegg sem er eitt það stærsta í heimi held ég. Virðist hafa fengið einhverja skemmtilega sýkingu í það þannig að allt svæðið í kringum er hressilega rautt. Fór í dag og fékk eitthvað smyrsl til að bera á svæðið en ef það verður ekki orðið eitthvað skárra á sunnudaginn þá kíki ég til litla læknisins sem er á háskólasvæðinu. Á morgun er ferðinni svo heitið til Kobe þannig að þið getið átt von á fullt af nýjum myndum á næstu dögum :)

laugardagur, september 11, 2004

 
Because you said... Einn strákurinn sem býr hérna á dorminu heitir Tom. Hann er 20 ára og frá USA, er að taka level 5 í japönsku og að öllu leyti mjög fínn strákur. Hann er með japanska kærustu og þau hafa verið par í 2 ár og óska ég honum allt til lukku í því. Fyrir 2 dögum var hann í soldið mjög fúlu skapi því bank-card sem við sóttum um var ekkert að komast í gegn og hann var orðinn nær algjörlega auralaus og í alveg heilmiklu stressi útaf því og vegna þess að heimavinnan í level 5 var soldið að sliga hann...eða það er allavega afsökun hans fyrir framkomu sína í sögunni sem ég er að fara að koma að. Fyrir 2 dögum var Tom á leiðinni í skólann og í frekar fúlu skapi. Á leiðinni þá labbar maður yfir frekar stórt svæði sem er lagt með einhverskonar gerfigrasi og hugsað sem útivistarsvæði. Meðan hann er að labba yfir það tekur hann eftir 4 japönskum stelpum sem standa svona soldið til hliðar og fara svo að elta hann. Eftir smá stund kalla þær á eftir honum. Japönsku stelpurnar: konnichiwa, hello! Tom: Já...? Japönsku stelpurnar: Hæ! Hvaðan ert þú? Tom: Ég er frá Bandaríkjunum. Japönsku stelpurnar: EEEEEEE! Vá! Geðveikt! Hvað ertu gamall?? Tom: 20 ára. Japönsku stelpurnar: Hvað ertu búinn að læra japönsku lengi? Tom: Þetta er 3. árið mitt Japönsku stelpurnar: Vá geðveikt! Áttu kærustu? Tom: ehh....já ég á kærustu. Japönsku stelpurnar: nú er það....þekkiru einhverja stráka sem eru að leita sér að kærustu?? Tom: errr...eruð þið þá að meina einhverja Ameríska eða? Japönsku stelpurnar: jájá! Vill taka það fram núna að við allir strákarnir sem höngum saman erum lausir og liðugir fyrir utan Tom sjálfan. Tom: Nei Um leið og hann sagði nei sneri hann sér við og labbaði burt. Ég veit ekki af hverju hann sagði okkur frá þessu, kannski vegna þess að eftir á að hyggja er þetta soldið fyndið en hann er búinn að fá ófá högg í axlirnar fyrir þetta. Aðspurður sagði hann að 2 stelpnanna hefðu verið soldið sætar og 2 mjög sætar. baka! Hann er í opinberu banni út vikuna og má officially ekki gera grín að neinum. Ef hann segir eitthvað þá er gripið fram í honum með "NO! And you know why?? Because you said NO!!"

föstudagur, september 10, 2004

 
Fáum okkur bara þetta...hvað sem það er Búinn að gera smávægilegar breytingar, kominn linkur á myndasíðuna mína hérna uppi til vinstri, tók burt óvirka linka og bætti inn tenglum á Gumma og Dóra sem eru báðir í Kansai Gaidai Eftir þessa blessuðu jarðskjálfta og fellibyli er bara ósköp lítið að gerast hérna. Reyndar dreymdi mig að það hefði orðið annar jarðskjálfti í nótt og þegar ég vaknaði kom það á daginn að þetta var enginn draumur heldur hafði jörð titrað um nóttina. Þetta helvíti virðist aldrei ætla að hætta. Eitt sem ég gleymdi að taka með mér er skordýra-bits-áburður eða hvað sem það kallast. Ef það er eitthvað sem Japan mætti vera án þá eru það moskítóflugur, hata þessi kvikindi. Það er ekkert lítið hvað mann klæjar eftir að þessar flugur bíta mann. Maður veit að það er slæmt að klóra sér í þessu en það er bara svoooooo gooooott! Ég er samt bitinn á óttalega kjánalegum stöðum, er með eitt á ilinni (hversu þykk er húðin þar...sú flugan hefur verið hörkutól) og svo eitt á sitthvorum olnboganum. Ein fluga felur sig einhverstaðar í herberginu og á nóttunni gerir hún sér svo sérstaka ferð til að stinga mig. Síðustu 3 nætur hef ég alltaf vaknað með eitt nýtt bit. Ég ætlaði að sjá við henni síðustu nótt og breiddi sængina yfir mig alveg upp að hálsi í þeirri von að hún myndi hörfa yfir á Richard, herbergisfélaga minn. Ég vaknaði með þetta líka svakalega bit á aftanverðum hálsinum. Heppinn. Já svo eru komnar nokkrar nýjar myndir í 'Hitt og þetta' möppuna. En að því sem tengist titlinum. Oskar höstler pikkaði upp 3 japanskar stelpur sem við töluðum við í student lounge í CIE eftir tíma. Við skelltum okkur svo út að borða á kínverskan veitingastað en með okkur fór einhver Peter frá USA. Ákaflega huggulegar stúlkur þarna á ferðinni en Peter er "einn leiðinlegur gaur" svo ég leyfi mér að sletta aðeins úr ensku. Hann gjörsamlega talaði út í eitt um eitthvað rugl eins og hvað hann eldaði sjálfur og sósur sem hann gerði og hvað það væri 'oishii' (gott á bragðið), hvað honum þætti gaman í rússíbanagörðum og svo aftur um hvað hann væri að elda. Svo pöntuðum við okkur eitthvað að borða en fyrir þá sem hafa ekki farið á kínverskt veitingahús (þetta var fyrsta skiptið hjá mér) þá er maturinn borinn fram á stórum diskum og maður fær sér bara eins og maður vill af hverjum disk. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var á þessum menu en við pöntuðum á endanum 6 diska af einhverju dóti sem reyndist allt vera alveg ákaflega bragðgott. Það kostaði nú alveg slatta að borða þarna eða um 800yen (520kr). Maturinn var samt alveg þess virði og félagsskapurinn mínus Peter var mjög góður. Spái því að maður fari aftur á kínverskt veitingahús í framtíðinni. Ein mynd frá veitingastaðnum í "Hitt og þetta".
 
Tæknilegir örðuleikar Tæknin er eitthvað að stríða okkur hérna....blogger helvítið ákvað að þurka út allan body hluta af blogginu þannig að um stundarsakir var síðan ekkert nema linkarnir. Bráðabyrgðalausn komin á þetta helvíti og ég nenni ekki að pæla meira í því fyrr en á morgun að koma henni í betra form. Góðar stundir.

þriðjudagur, september 07, 2004

 
Classes are canceled, go home! Öllum "afternoon" tímum var aflýst í dag vegna þess að fellibylurinn er farinn að nálgast og búið að gefa út viðvörun. Þetta var fyrir 3.5 tímum síðan og núna er ekkert sérlega mikill vindur úti, man eftir að hafa unnið í töluvert meiri vindi en þetta. Þessi fellibylur á víst að vera nokkuð sterkari en sá sem kom síðast þannig að það er aldrei að vita hvað gerist. Hann fer þó nokkuð langt frá okkur en engu að síður förum við í "rautt" svæði en eins og staðan er núna þá erum við í "gulu" svæði. Ofan á þetta má svo búast við nokkrum jarðskjálftum af stærðargráðunni 5 í kjölfarið á þessum sem á undan eru komnir. Þriðji jarðskjálftinn var einmitt núna í morgun.

mánudagur, september 06, 2004

 
Allt að gerast Já það er heldur betur búið að vera mikið að gerast hérna síðustu dagana, þrumuveður, fellibylir og jarðskjálftar alveg hægri vinstri. Fyrst kom þessi blessaði fellibylur sem í sjálfu sér gerði ekkert á mínu svæði nema gefa smá vind og rigningu. Í gær var svo alveg svakalegt þrumuveður og úrhellisrigning um miðbik dagsins en svo um kl 8 þegar ég var ásamt fleirum í eldhúsinu að elda (lesist: hita vatn til að setja í instant noodles) byrjaði byggingin allt í einu að sveiflast fram og til baka. Maður vissi nú alveg hvað var að gerast enda upplifað svipaða hluti á Íslandi en sumt fólkið þarna var að upplifa jarðskjálfta í fyrsta skipti og var frekar skelkað. Meðan ég var pirraður yfir að þessi hristingur truflaði mig við að hella heitu vatni í núðluskálina mína þá var sumt af hinu fólkinu hálf æpandi og vissi bara ekki hvað það átti að gera. Ég leit í kringum mig á fólkið til að sjá viðbrögðin þeirra og stóð svona aðeins með þeim...kláraði svo að hella vatni í mínar núðlur og stóð svo áfram með fólkinu. Það sem þið ættuð að geta lesið úr þessu er að skjálftinn var alveg þokkalega langur, eflaust í 30sek eða meira. Þetta hús sem við erum í er mjög traust og vel byggt þannig að ég hef engar áhyggjur af að byggingin hrynji. Mér stóð nú samt ekki alveg á sama þegar seinni skjálftinn reið yfir rétt um miðnætti í gær. Hristingurinn var alveg þokkalega mikill (það kom samt enginn titringur á undan eins og maður upplifði í suðurlandsskjálftanum heima) þótt ekkert hafi fallið úr hillum hjá mér en ég er jú bara á jarðhæð. Þessi skjálfti var styttri en sá fyrri en mun kröftugri. Maður var samt ekkert að panikka neitt heldur sat bara rólega í gegnum hann og ýtti DVD diskunum mínum aðeins innar í hillunni því þeir litu út fyrir að vera líklegir til að geta dottið niður. Þegar skjálftanum lauk fór ég fram á gang og sá að basically allir á ganginum höfðu troðið sér undir stærstu dyragættina í ganginum og voru sumir augljóslega í miklu uppnámi. Rólegi víkingurinn fór svo með þeim að kíkja á sjónvarpið en þeir eru sko ekki lengi að hlutunum hérna í Japan því rétt nokkrum mínútum eftir skjálftann voru komnar fréttir af honum og video. Þá er bara að vona að næstu dagar verði jafn action packed og þessir :) btw kominn með nýjan tölvupóst, kristoh hjá gmail punktur com. Sit þar á 5 invites þannig að ef einhvern langar í gmail account þá látið mig vita.
 
Nokkrar nýjar myndir komnar í Hitt og Þetta.

sunnudagur, september 05, 2004

 
Þrumur og eldingar Shit maður hefur greinilega ekki orðið vitni að nógu miklu svona á klakanum, núna eru svo svakalegar þrumur og eldingar að ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins. Heyrði þessar líka svakalegu drunur úti og fór út á svalirnar til að athuga hvað væri í gangi, sé þá ljósblossa á himninum og stuttu seinna kemur svakaleg þruma. Ég ákvað þá að fara SHIT MOTHERFUCKER! Það var að slá niður eldingu í svona 100m fjarlægð by the sound of it...ach...suð í öðru eyranu... Nú ég ákvað að fara að aðalhurðinni á þessari byggingu og kíkja út. Þá sé ég að það koma svona smá dropar, "huh að byrja að rigna já" hugsaði ég. 10sek seinna var komið mesta úrhelli sem ég hef nokkurntíman séð. Ég bara ætlaði ekki að trúa að það gæti ringt svona mikið, allt svæðið fyrir framan húsið var orðið að polli á innan við mínútu. Japanskt fólk hjólaði framhjá með regnhlífar í vonlausri baráttu gegn rigningunni. Hjálpar þeim lítið núna því það er komið hífandis rok...svona punkturinn yfir i-ið. update: 2 stelpur fóru í verslunarleiðangur soldið langt í burtu...hvorugar á hjólum. Þær litu út eins og þær hefðu dottið í baðkar á leiðinni til baka.
 
Djamm í Osaka í gær....byrjuðum kl 6 um kvöldið....lestir hættu að ganga kl 12....byrjuðu aftur að ganga kl 05:20....kom heim kl 07:30....var að vakna...of ónýtur til að skrifa meira.

föstudagur, september 03, 2004

 
Setti í fyrsta skipti ever í þvottavél í gær, gríðarlega stórt stökk fyrir mig. Það gekk nú alveg bara ágætlega, henti fötunum inn, setti þvottaefni í og svo 200yen í vélina og as if by magic þá fór vélin í gang. Ótrúleg þessi tækni í dag. Fór líka á veitingahús með Oskari, Dan (USA) og Aki. Aki er nemandi í Kansai Gaidai en "starfar" sem eftirlitsmaður á heimavistinni okkar (Seminar House II) og fær í staðin að búa þar frítt. Anyway, veitingahúsið sem við fórum á er eins og svo mörg önnur með plastmódel af réttunum sínum í glugga utan á húsinu þannig að maður getur séð hvað þau bjóða upp á áður en maður fer inn. Mjög hentugt fyrir fólk sem skilur enga japönsku. Þetta var í þriðja skipti sem ég borða á þessu veitingahúsi og alltaf er maturinn jafn góður. Skemmir ekki fyrir að hann er ódýr, 670yen fyrir þessa frábæru máltíð = 440kr.

miðvikudagur, september 01, 2004

 
Færibands sushi Fór út að borða með 7 svíum í kvöld. Þar sem ég var eini útlendingurinn þá fór ekkert á milli mála hvert yrði mest notaða tungumálið þetta kvöldið. Ég held ég hafi skilið u.þ.b. 7% af því sem fólkið sagði og þegar þau hlógu að einhverju brosti ég bara aðeins svo ég liti ekki út fyrir að vera algjörlega úti á þekju. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer á svona færibands-sushi stað. Helvíti sniðugt fyrirkomulag á þessu, öll borðin eru við færiband sem hlykkjast um allan staðinn og á færibandinu eru diskar með hinum og þessum réttum og maður bara tekur þann sem mann langar í. Diskarnir eru með ákveðnum litakóða sem ákvarðar hvað rétturinn kostar en flest þarna var á 105yen. Svo var líka einhverskonar kallkerfi en með því að ýta á takka fékk maður samband við einhverja konu. Einn svínn ætlaði að panta sér bjór og ýtti á takkann en eftir smá stund kom rödd svipuð og þegar fólk er að gera grín að hljómgæðunum í draslinu fyrir utan McDonalds sem maður talar í og pantar mat nema hvað þarna var verið að tala á japönsku. Það eina sem aumingja svíinn gat sagt var "ehh...ehh...konbanwa" sem þýðir "góða kvöldið" og svo gafst hann upp. Svo var einhverskonar bjalla við hliðina á þessu sem við vorum ekki alveg að fatta hvað gerði en eftir að hafa ýtt á takkann á þessu talstöðvardóti og svo á hina bjölluna þá kom mjög myndarleg ung japönsk dama til okkar og sagði einhvern helling á japönsku við gaurinn sem hann svaraði með því að setja upp einhvern svakalegasta spurningamerkissvip sem ég hef nokkurntíman séð. Þá sagði stelpan bara enn meira og brosti. Gaurinn benti þá á bjórinn og sagði "biiru". Það virkaði. Ég er alveg helvíti ánægður með matinn sem ég fékk þarna og nokkuð ljóst að maður mun kíkja þangað aftur við tækifæri. Borgaði ekki nema 525yen fyrir máltíðina sem eru um 342kr, helvíti góður díll. Já búinn að bæta inn nýju gallerí sem ég kalla Hitt og þetta en þar eru 2 myndir frá staðnum. Ágætar sænskar kjötbollur þarna á ferðinni.

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?