Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

þriðjudagur, júlí 29, 2003

 
Rakst á þetta test á blogginu hennar Krissu sem virðist öðru hverju vera að vakna úr dauðadáinu sem það var komið í...you can do it! revolver
Revolver

Which Beatles Album Are You?
brought to you by Quizilla Held ég geti ekki annað en verið mjög sammála þessum niðurstöðum ;) Minni síðan á postið hér fyrir neðan! Ennþá nægur tími til að skrá sig!
 
Bíófélagi/ar óskast Ef einhver les þessa síðu þá óska ég hér með eftir fólki til að fara með mér á Terminator 3, Hulk og/eða Charlie's Angels 2. Ég býst við að kommentakerfið floodist út vegna áhuga en það er áhætta sem ég er tilbúinn til að taka.

sunnudagur, júlí 27, 2003

 
DVD drykkja Drakk bjór og horfði á video hjá Bjarna í gær, þáttakendur voru ég, Eiður og Bjarni. Upphaflega planið var að horfa á Top Secret, Brain Donors (veit ekkert hvaða mynd það er) og síðan einhverja kung-fu mynd en Eiði tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að gleyma að byðja um kung-fu mynd þegar hann tók Top Secret á Laugarásvideo og svo var Brain Donors ekki inni. Það reddaðist samt því Eiður tók með sér 28 Days Later og Poltergeist. Við enduðum á að horfa á Top Secret og 28 Days Later. Eftir það horfðum við á Omega og Popp TV ásamt því að skipta yfir á ofur softcore stöðvarnar Sýn og Adult Channel sem voru báðar ruglaðar. Myndatökumennirnir þar hljóta að fara í sérstakar æfingarbúðir þar sem þeir læra að láta dela og píku aldrei sjást því þeir sýndu ótrúlega hæfileika á því sviði. Maður svaf svo af sér áfengisvímuna í sófa sem verður að teljast mest bak-unfriendly sófi sem ég hef sofið í. Fínn sófi.

föstudagur, júlí 25, 2003

 

Sjáðu hvaða týpa þú ert
 
Sá fyrirtækisbíl í dag sem var með fullt af vörumerkjum á sér. Eitt þeirra var KUMHO.

miðvikudagur, júlí 23, 2003

 
Annað sveitt SSBM session Í gær var SSBM session heima hjá Tryggva og tóku þátt ég, Kiddi, Tryggvi og Jói. Við ákváðum að vera þarna því Tryggvi er stoltur eigandi 32" breiðtjaldssjónvarps...the bastard. Það var einhver sænsk fjölskylda búin að vera í heimsókn hjá þeim í nokkra daga og mörg þeirra sváfu í herberginu hjá Tryggva þannig að sjónvarpið var fært yfir til systur hans sem leiddi til þess að þessi ofur-sveitta session var þar. Þetta var ótrúleg snilld en endaði með því að Jói trónaði á toppnum með yfir 100 K.O. meðan ég kom næstur með tæp 80. Tryggvi og Kiddi háðu mikla baráttu um næsta sæti sem endaði með naumum sigri Tryggva en það munaði bara 1 K.O. á þeim. Þetta var sko ekkert smá sveitt session og ég hálf vorkenndi systur hans Tryggva að þurfa að sofa í herberginu eftir það því lyktin var vægast sagt slæm...enda skapaði einn pínulítill gluggi ekki mikið loftflæði. Það er alveg ljóst að við verðum að ná fleiri SSBM sessions heima hjá Tryggva áður en hann fer aftur til Svíðþjóðar með 32" sjónvarpið.
 
Dúx hagfræðideildar Hún Þóra frænka náði þeim merkilega áfanga að verða dúx hagfræðibrautar Háskóla Íslands. Hún var með 9.0 í meðaleinkunn og í verðlaun fékk hún 200.000kr...sem er alls ekki slæmt. Það var svo viðtal við hana í mogganum um daginn með fyrirsöginni "Dansandi hagfræðidúx" eða eitthvað í þá áttina. Stuttu fyrir útskriftina fluttu hún og Bjössi kærastinn hennar líka í nýja íbúð í Hafnarfirði og morguninn sem útskriftin var þá keppti Bjössi á golfmóti þar sem utanlandsferð var í vinning. Rétt áður en síðustu menn komu inn var hann í efsta sæti en ég veit ekki hvort það endaði þannig. Það hefði allvega verið helvíti fínn dagur fyrir þau, 200þús + fullt af gjöfum + utanlandsferð = frekar gott fyrir einn dag.

þriðjudagur, júlí 22, 2003

 
Mín versta martröð... ...er orðin að veruleika. Það er búið að færa mig yfir í vestubæinn og þar á ég að vera þangað til ég hætti. Þetta er nú engin venjuleg færsla því ég á að vera í hópunum tveimur "eftir hentugleika" eins og bílstjórinn sagði. Þetta er alveg óhemju slæmt mál því: 1) Ég hata að vinna í vesturbænum, það eru ekkert nema gömul og ógeðsleg hús þarna og allir garðar í niðurníðslu 2) Þetta er langt að fara þannig að ég þarf að mæta miklu fyrr út og kem miklu seinna heim 3) Ég kann ekkert á svæðið þannig að ég þarf að læra á allt upp á nýtt...í fjórða skiptið í sumar 4) Sumir vinnufélagarnir eru ekkert sérlega áhugaverðir.. Það er alveg öruggt að ég mun nota mína veikindadaga ef þetta fyrirkomulag helst. Þessa stundina hata ég Garðar (yfirmaðurinn sem stjórnar þessu) meira en allt. Kiddi hefur líka ekkert sparað skotin á mann yfir þessu og í aðdragandanum gerði hann ekkert lítið grín að manni. Það eina góða við vesturbæinn er....tjah...það er EKKERT gott við vesturbæinn. Það ætti bara að njúka hann.

þriðjudagur, júlí 15, 2003

 
sveitt SSBM session Fyrir þá sem ekki vita þá stendur SSBM fyrir Super Smash Bros. Melee...tengist ekkert BDSM.. Í gær tókum ég, Jói, Tryggvi og einhver sænskur gaur sem er í heimsókn hjá Tryggva feitt session í SSBM. Þetta reyndist líka mjög sveitt session og á tímabili átti maður erfitt með að halda á stýripinnanum vegna þess. Loftið í sjónvarspholinu hjá Jóa var líka mjög slæmt. Þessi sænski strákur talar enga íslensku og takmarkaða ensku en það breytti engu, eða eins og Jói sagði: "Do you speak Nintendo?". No comment on that. Super Smash Bros. Melee er framhald á Super Smash Bros sem kom út í N64. Stærsti hluti leiksins gengur út á multiplayer en þar velur maður sér einhvern af þessum vel þekktu characterum sem Nintendo hefur skapað í gegnum tíðina. Örfáir eru Mario, Luigi, Link, Zelda, Star Fox, Pikachu, Princess Peach, Samus og Donkey Kong (allt í allt eru 25, sjá lista hér). Leikurinn spilast í tvívídd en þó í 3D borði, sem er eins gott því þetta yrði allt of flókið ef maður gæti stjórnað í 3D. það sem maður á að gera í leiknum er að reyna að berja andstæðingana meira en þeir berja mann sjálfan og ná að beja þá sem ofast út úr borðinu. Hver einasti character hefur einstakan bardagastíl og það sem á yfirborðinu virðist vera button-masher leikur dauðans hefur í raun frekar mikla dýpt. Nest á skjánum sést hvað hver og einn er búinn að hljóta mikið damage, því meira damage sem maður er með því lengra er hægt að smasha manni og auðveldara að ná að smasha manni alveg úr borðinu. Maður stjórnar köllunum með analogue stickinu, Left og Right Shoulder Buttons eru báðir til að kalla fram skjöld, A er venjulegt attack, B er special attack ,guli analoge stick (C-stick) er fyrir smash-attacks, X og Y eru síðan báðir til að hoppa en með því að ýta tvisvar á þá er hægt að ná double-jump sem er mjög mikilvægt að nota ef maður er að detta fram af borðinu. Svo er hægt að ná fullt af items eins og sveppum sem gera mann miklu stærri...eða miklu minni, sleggjum sem maður hleypur um með berjandi allt og alla, lightsabers, eldvörpu-blóm, basúkkur og svo mætti lengi telja. Þetta er nú ekki svo einfalt því með því að ýta bara á A gerir maður eina tegund árásar en áfram+A gerir annað, upp+A og niður+A líka. Sum þeirra er hægt að hlaða upp með því að halda þessum tökkum inni og sleppa síðan. Það er eins með B+{upp, niður, áfram} og með C-stick gerir maður smash attack í þá átt sem maður ýtti. Með því að gera skjöld og ýta á áfram er síðan hægt að rúlla sér áfram og þanni dodga attack og koma sér fyrir aftan þann sem er að berja mann. Ef maður ýtir á hinsvegar á niður þá dodgar maður bara á staðnum...lítur út eins og gaurinn halli sér aftur á bak. Ef maður er í loftinu og ýtir á L eða R takkana þá gerir maður svo loft-dodge. Það eru líka alveg fullt af skemmtilegum borðum sem eru öll úr gömlum Nintendo leikjum og með tónlistinni úr viðkomandi leik sem er algjör snilld. Þetta er án nokkurs vafa einn besti multiplayer leikur sem gerður hefur verið og nýtur sín lang best þegar fjórir spila því þá verður algjört chaos. Það er líka hægt að skipta í lið og taka allskonar special melee eins og giant melee, tiny melee og invisible melee. Skyldueign fyrir alla sem eiga GameCube.

mánudagur, júlí 14, 2003

 
Halo tekinn og buffaður Ég og Bjarni höfum nú afrekað að klára Halo í co-op. Það hefur verið mikið skrifað um hvað Halo sé frábær leikur í co-op og eftir að hafa farið í gegnum hann sjálfur með Bjarna get ég verið sammála þeim skrifum. Þessi leikur er algjör snilld. Maður var náttúrulega með efasemdir fyrst varðandi að spila án músar og lyklaborðs en maður vandist double-analogue kerfinu á pinnanum alveg ótrúlega fljótt. Það er skotið með Right-shoulder takkanum og kastað handsprengju með Left-shoulder takkanum, A er til að hoppa, X er reload og til að fara í farartæki eða stationary guns, B er til að berja frá sér með byssunni sem maður heldur á og Y skiptir um vopn. Síðasta borðið í leiknum er með time limiti og maður þarf að keyra í gegnum vægast sagt erfitt svæði til að komast á áfangastað. Eftir að hafa reynt það 6 sinnum án þess að takast þá tókst það í 7. skiptið (þökk sé mínum m4d driving skillz) en síðasta spölinn þarf maður að hlaupa meðan fullt af óvinum bauna á mann...ég dó en Bjarni lifði á einhvern ótrúlegan hátt og tókst að komast á áfangastað þegar 2 sekúndur voru eftir af tímanum. Vægast sagt tæpt...sérstaklega þegar handsprengja lenti við hliðina á Bjarna þegar 7 sek voru eftir. Við prufuðum síðan eitthvað smá split-screen deathmatch sem var nokkuð skemmtilegt þó svo það sé soldið óþægilegt að óvinurinn geti alltaf séð hvar maður er og hvað maður er að gera og öfugt. Bottom line: Frábær leikur sem allir ættu að prufa að spila í co-op. Ég get allavega ekki beðið eftir Halo 2 :)

föstudagur, júlí 11, 2003

 

sunnudagur, júlí 06, 2003

 

laugardagur, júlí 05, 2003

 
Aulalegir loftfimleikar Í gær (föstudag) var unnið stutt að vanda en þó svo vinnudagurinn væri bara 3 klukkutímar þá náðu tveir aðilar að sýna annarsvegar ótrúlega fokking heimsku og hinsvegar aulaskap. Sá heimski er íbúi í Hraunbæ 22 (blokk) sem kom út, fór inn í ruslageymsluna og fór síðan bandbrjálaður til bílstjórans því allar tunnurnar höfðu ekki verið tæmdar. Í þessari geymslu eru 7 tunnur og voru 5 þeirra það sem ég kalla "þess verðugar að draga þær út", ein var tóm og í þeirri síðustu var svartur ruslapoki með dagblöðum og neðst eitthvað smárusl. Ég tók svarta pokann úr henni og setti í eina "hinna verðugu". Þessi fáviti í blokkinni varð síðan alveg brjálaður því tunnan með smáruslinu var ekki tekin! Hún var í mesta lagi 1/5 full og ekki möguleiki á að hún ylli vandræðum. Hann kom með rökin "ykkur er borgað fyrir að tæma tunnurnar og þess vegna eigið þið að taka þær allar út". Ef ég hefði verið þarna þegar kallinn kom bandbrjálaður þá hefði ég sagt mann anskotanum að halda kjafti og gera eitthvað betra við sinn tíma en að röfla yfir að tunna með 2 pokum var ekki tekin. Greinilegt að svona fólk á ekkert líf og hápunktur vikunnar hjá því er þegar ruslakallarnir koma og það getur farið að röfla í þeim. Nú aulaskap dagsins átti enginn annar en Arnþór. Við vorum í síðustu ruslageymslu dagsins þar sem er u.þ.b. 200cm lofthæð. Ég tók eina vel þunga tunnu og rendi í áttina til Arnþórs sem tók þá snilldarlegu ákvörðun að ætla að hoppa yfir hana eins og þegar fólk hoppar yfir hest í fimleikum. Ég tók nú ekki eftir því hvort hann rak hausinn upp í loftið (fór þá ca 10cm til hliðar við ljósaperu) en honum mistókst herfilega að komast yfir tunnuna því hann rak fæturna í lokið og steyptis fram fyrir sig og yfir tunnuna, lenti með hendurnar á undan í gólfinu og hlunkaðist síðan niður á hlið og lá þar hlægjandi. þetta var án efa það fyndnasta sem ég hef séð út alla vikuna. Ég get ekki notið ótrúlegra uppátækja þessa frænda hans Garðars mikið lengur því það koma 2 gaurar í Árbæjarflokknum úr sumarfríi í næstu viku og þá verð ég sendur eitthvert annað. Vonandi ekki flokkana í vesturbænum....ugh.

þriðjudagur, júlí 01, 2003

 
Vond lykt? Hversu fyndið er að finna svo vonda lykt í vinnunni að maður þarf að fara heim veikur og að lokum á sjúkrahús með eitrun? Það er allavega það sem kom einhverntíman fyrir Arnþór frænda hans Garðars. Hann hefur nú líka afrekað það að detta framfyrir sig meðan hann er að draga 2 tunnur í einu upp steina-brekku. Ekkert merkilegt nema fyrir þær sakir að hann setti annað hnéið fyrir sig og var frá vinnu í 3 vikur :) Það verður að segjast að í ættinni hans garðars er steikta-genið greinilega mjög sterkt því bæði Garðar og Arnþór eru með eindæmum steiktir einstaklingar.

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?