Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

fimmtudagur, júní 26, 2003

 
Gaming madness Amazon.co.uk er með alveg ótrúlega freistandi tilboð á Legend of Zelda: Wind Waker + Metroid Prime...það er svo freistandi að ég ákvað að fá mér kreditkort til að geta pantað að utan. Miðað við upplýsingarnar sem ég fékk frá kidda þá mun ég spara tæplega 2500kr á að panta þá frá þeim. Ekki slæmt það. Bjarni var líka að gerast svo grófur að kaupa sér Xbox á tilboði hjá Expert þannig að nú á ég GameCube, Eiður á Playstation 2 og Bjarni á Xbox. Það er nokkuð ljóst að um næstu helgi verður hist í Sökkli og allir gripirnir spilaðir til helvítis! Tryggvi er einmitt að spá í leikjatölvum þannig að ég bauð honum að kíkja til okkar um helgina en hann getur það ekki því hann lofaði að fara til...GRUNDARFJARÐAR! Vei! Vonandi að hann skemmti sér vel þar.

laugardagur, júní 21, 2003

 
Leikjakubbur Gerðist svo grófur að kaupa mér GameCube a.k.a. Leikjakubb a.k.a. Krakkakubb. Hann var hræódýr í BT sem varð til þess að Jón Pétur og Kiddi keyptu sér...og þeir smituðu mig þannig að ég keypti mér líka. Ég get ekki sagt að ég sjái eftir þessum kaupum því þessi tölva er snilld. Hún getur að vísu ekki spilað DVD en ég er með DVD drif fyrir tölvuna og við eigum DVD spilara frammi...hef ekkert við það að gera. Ég keypti mér annan stýripinna, minniskort og 2 leiki líka. Leikirnir sem ég keypti eru Mortal Kombat: Deadly Alliance [ign|nintendo] sem er mikil snilld. Það þýðir ekkert að vera button masher í honum því þá gengur manni ekkert (annað en í t.d. Tekken 4), eina leiðin er að stúdera bardagastíla hvers og eins...sem er ekkert smáræði því allir eru með 3 bardagastíla. Mér tókst að klára hann með Subzero með því að mastera bara einn af þremur bardagastílunum hans og nota u.þ.b. 20 continue...I've got a long way to go. Hinn leikurinn er Sega Soccer Slam [ign|nintendo] sem er arcade fótboltaleikur í anda gamla góða Nintendo World Cup. Hvert lið er með 3 kalla, völlurinn er pínulítill og maður má berja andstæðingana eins mikið og maður vill. Svo eru súper-spörk sem hvert lið er með og allskonar litlir skemmtilegir fídusar eins og death-kick og spotlight kick (spotlight sem færist um völlinn og ef maður nær að fara í það og skjóta þá kemur matrix-bullet-time effect). Sérstaklega skemmtilegur í multiplayer. Jón Pétur á Metroid Prime [ign|nintendo] sem maður fær lánaðan einhverntíman og svo á hann líka MK:DA. Kiddi á Super Smash Bros. Melee [ign|nintendo] sem er SNILLD! og NBA Street Vol. 2 [ign|nintendo] sem er líka frábær. Næst á dagskrá hjá mér er að kaupa Legend of Zelda: The Wind Waker [ign|nintendo] sem er, miðað við reviews, einn besti leikur í heimi. Mann langar nú líka í Super Smash Bros. Melee en þá þyrfti maður eiginlega að eiga 4 pinna því þessi leikur nýtur sín best í 4-player chaos. Eternal Darkness: Sanity's Requiem [ign|nintendo] lofar líka mjög góðu ef maður fílar scary leiki. Best að athuga hvort Kiddinn sé ekki búinn að unlocka fleiri kalla í SSBM...væri vel til í að taka smá mayhem í honum núna :)

fimmtudagur, júní 12, 2003

 
Djöfull meika ég ekki fólk sem afneitar þróunarkenningunni og trúir því sem biblían segir um það mál. Biblían er eins og íslendingasögurnar, eitthvað af staðreyndum og spunnið heilmikið í kringum þær. Fólk sem heldur því fram að allt sem stendur í biblíunni sé satt og rétt ætti að taka og hrista þangað til það kems til vits.

þriðjudagur, júní 10, 2003

 
Frábær helgi Vá hvað þessi helgi hafði mikinn potential. Tryggvi kom heim á laugardaginn og þá átti að fara að drekka/flippa eitthvað með honum..en af einhverjum ástæðum var síðan ekki haft samband við mig í tengslum við það. Höski hringdi síðan í mig á laugardagskvöldið og bauð mér á 10 manna LAN sem var hérna rétt fyrir neðan húsið mitt og á sunnudaginn hélt Raggi partí. Allt leit vel út. Ég sagði samt við höska að ég kæmist ekki á laugardagskvöldið því ég var eitthvað hrikalega slappur og fór snemma að sofa...vakna um nóttina og þá orðinn alveg drullu veikur. Drullu veikur er rétta orðið því það gekk uppúr og niðrúr mér í alla nóttina og allan sunnudaginn. Það varð úr því sem annars leit út fyrir að verða hin fínasta helgi. Svo kemst ég ekki í vinnuna á morgun því ég er að fara til tannlæknis kl 10. Það er alveg fáránlegt með þessa vinnu að ef maður þarf að taka sér smá frí fyrir eða eftir kaffi þá bara má maður ekki mæta fyrir eða eftir kaffi og þar sem kaffið er frá 10-11 og þessi tími er kl 10 þá verð ég að taka mér frí allan daginn! Heimskulegt kerfi dauðans!

föstudagur, júní 06, 2003

 
Matrix Reloaded Lét loksins verða af því að sjá þessa blessuðu mynd. Bölvað klúður og aftur klúður varð til þess að ég sá hana ekki fyrr en núna...ætlaði upphaflega að fara með Kidda og félögum hans og ætlaði Kiddi einmitt að láta Jón Pétur kaupa miða fyrir mig því hann á visa og visakorthafar fengu afslátt. Jón Pétur þurfti að kaupa fyrir 4 aðra og var svo pirraður yfir því að Kiddi þorði ekki að byðja hann um að kaupa miða handa mér...sveitt bögg. Palli, Eiður og Bjarni voru þá þegar búnir að kaupa sér miða í þeirri trú að ég ætlaði með Kidda. Touch luck, ég var eftir einn :/ Þá fór ég að skjóta því að Jóanum hvort hann væri til í að kíkja á hana en það virkaði ekki betur en svo að drengurinn fór á hana sjálfur. Svo loksins í dag fór ég og skráði mig í háskólann (helvítis net-skráningin klikkaði!!!) og fór eftir það í kringlubíó að sjá Matrix. Það var eins með þessa og þá fyrri að ég sá hana ekki í aðalsal viðkomandi bíós heldur í sal 2...sem er ömurlegt. Það hafa verið skiptar skoðanir um þessa mynd en mér fannst hún bara fjári skemmtileg. Heilinn á mér var samt ekki alveg að skilja sumt ruglið sem var sagt og sérstaklega ekki þegar Neo hittir gamlan, hvíthærðan og hvítskeggjaðan mann sem fer að útskýra ýmislegt fyrir honum...maður hefði þurft að vera á sterkri sýru til að skilja þann part. Action atriðin voru líka alveg fáránleg og ég hef bara aldrei séð nokkuð þessu líkt. Ég ætla ekki einu sinni að velta fyrir mér hvernig þeir fóru að því að gera sumt af þessu. Ef ég á að nota stolinn einkunnaskala sem ég veit ekkert hver byrjaði á þá fær Matrix Reloaded F10 í einkunn frá mér. edit: Eftir að hafa hugsað meira um myndina þá gef ég henni F8 í stað F10. Og hananú.

mánudagur, júní 02, 2003

 
Óvirkir verða virkir Enginn annar en Anton hefur tekið upp blogg-pennann á ný. Hann flokkast því ekki lengur sem óvirkur í linkunum hjá mér. Hann er þó ekki einn um það því Krissa hefur aftur tekið upp þennan ósið eftir heimkomu frá Frakklandi. Sigurgeir er þó hættur að blogga sem verður að teljast mikill missir. Svo er bara að sjá hvað fólkið heldur þessu lengi úti.
 
LAN dauðans Þetta var svo sannarlega LAN dauðans og það í vondri merkingu. Þegar best lét vorum við 4 þarna en 80% tímans vorum við 3...ekki gott. Menn sem ætluðu að mæta beiluðu og menn sem ætluðu kannski að mæta mættu auðvitað ekki. Þetta var ömurlegt. Það er ekki hægt að skipta í nein lið þegar það eru bara 3 að spila....við spiluðum mest Ghost Recon en vorum samt eiginlega of fáir til þess. Generals var líka spilaður en tölvan mín er orðin svo gömul og lúin að hún ræður varla við hann sem leiddi til þess að það hægðist á leiknum hjá öllum öðrum þannig að hver leikur tók óratíma. Næsta LAN verður ekki svona slæmt, það SKAL VERÐA BETRA! Páll hefur samþykkt að nauðga hverjum þeim sem mætir ekki á næsta LAN og það ætti svo sannarlega að vera nógu mikil ógnun fyrir hvern sem er. Það er fátt að gerast nema vinnan og þar sem ég er sóttur á stað sem allir bílarnir keyra framhjá á morgnana þá get ég lent hvar sem er og hef fengið á síðustu dögum að prufa leiðinlegasta flokkinn og síðan auðveldasta svæðið. Leiðinlegasti flokkurinn er í Bústaðarhverfinu (allavega þangað til sumarstelpan byrjar að vinna..já stelpan) en þar er einn sem fer í gegnum allar tunnurnar í leit að einhverju sem hann getur hirt...gott dæmi er poki fullur af tómum krukkum sem hann sagðist geta notað undir skrúfur og eitthvað þannig. Annar er oft með perrasólgleraugu, er pervert og reykir pípu. Sá þriðji er eldgamall og var veikur þegar ég var þarna og ég þekki ekkert til hans. Sá fjórði er alveg með eindæmum furðulegur og hljóðlátur...hálf scary. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vinna ótrúlega hægt og vera óendanlega latir...algjört helvíti að vinna með þeim. Auðveldasta svæðið er í Grafarvogi. Ekkert stress, allir rólegir og tunnurnar allar á augljósum stöðum við húsin. Það besta er samt að það eru engir leiðinlegir kjallarar við blokkirnar, flest allar tunnugeymslurnar á jarðhæð eða því sem næst. Líka fínir gaurar að vinna þarna þótt sumir séu greinilega búnir að vinna of lengi í ruslinu og orðnir snar-geðveikir. Maður hefur heldur ekki farið varhluta af góða veðrinu því maður var að deyja úr hita alla vikuna. Það sem er kannski undarlegast er að sumir af föstu starfsmönnunum eru í vinnu-samfestingum sem eru alveg temmilega heitir...og þeir fara aldrei úr þeim sama hvað það er heitt. Einn í breiðholtshópnum (hópnum mínum) er ágætlega þykkur og svitnar alveg hressilega þótt það sé ekki heitt í veðri..og er alltaf í samfestingnum. Á miðvikudaginn, sem var sjúklega heitur, þegar við fórum uppí bíl í lok dagsins settist Óli (sá trúaði) við hliðina á honum afturí...og það er frekar þröngt afturí þannig að menn sitja þétt saman. Eftir smá stund segir Óli við gaurinn "svitnaðiru soldið mikið Guðmundur...alveg í gegnum gallann?" Þá gallinn orðinn rennblautur í gegn af svita og Óli var í hlýrabol alveg þétt uppvið hann...ekki beint geðslegt. Enda notaði Óli tækifærið um leið og fyrsti maður fór út til að fara í framsætið...og þá lenti Gummi við hliðina á mér. Ég eyddi restinni af ferðinni í að einbeita mér að því að snerta gallann hans ekki.

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?