Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

miðvikudagur, júlí 31, 2002

 
Það er fátt að gerast þessa dagana nema vinnan náttúrulega. Núna er ég varinn að vinna í vesturbænum sem er eiginlega eins langt frá Grafarvoginum og mögulega hægt er. Það er ekki hægt að segja að ruslalífið sé eins ljúft þar og hjá stulla því fyrsta daginn minn þarna fékk ég flóabit á kálfann sem mig klæjar viðbjóðslega í. Það kom mér á óvart að það eru þokkalegar gellur í báðum vesturbæjar flokkunum...bætir upp flóabitið. Fyrsta daginn vorum við líka að taka ruslið við einhverja blokk og í einni íbúðinni á jarðhæð leit út eins og íbúðin færi algjörlega full af sjóðandi heitu vatni því gluggatjöldin voru klesst uppvið gluggann næstum því alveg upp og það flæddi heitt vatn útum gluggann. Þokkalega svekkjandi fyrir þá sem eiga heima þar. Maður var að semja við Viktor vin hans Binna um að kaupa gamla laptopinn af honum, átti að fá hann á mánudaginn því Viktor átti að fá sinn nýja á föstudaginn. Það virðist hinsvegar ekki vera að ganga upp því Nýherji er algjörlega að kúka á sig varðandi þennan nýja laptop því hann er ekki enn kominn til landsins! Djöfulsins kúkalabbar.

fimmtudagur, júlí 25, 2002

 
Hversu heimskulegar eru þessar fyrirsagnir á Séð og Heyrt? Sá nýjasta blaðið um daginn og aðal fyrirsögnin var "Ekki komin með typpi!" Hversu HEIMSKULEG er þessi fyrirsögn? Og um hvað er svo þessi "frétt", jú einhverja konu sem fór í legnámsaðgerð. Ég hef ekkert á móti þessari konu en þessar fyrirsagnir á Séð og Heyrt eru bara fáránlegastar í geimi og alltaf eitthvað ótrúlega ómerkilegt. "Ferðaðist með Atlanta!" "Hvað sagði amman!" eða eitthvað álíka fáránlegt. Ég veit um einn svolítið seinheppinn mann. Hann var staddur á bar á laugardagskvöldi þegar alræmd "slut" kemur upp að honum og fer eitthvað svona að nudda sér utaní hann og reyna við hann. Hann kannski vissi ekki um orðspor hennar en það endaði á því að hún dróg hann inná klósett þar sem hún skellti sér niður á hnéin, tók niðrum hann buxurnar og fór að totta hann. Hann var nú ekkert sérstaklega ósáttur við þetta og mótmælti ekkert. Honum fannst samt soldið undarlegt að um leið og hún var búin þá stóð hún upp og gekk beint út...þangað til hann fattaði að hún hafði stolið veskinu hans. Hollráð dagsins: passið uppá veskið ef grunsamleg kona býðst til að totta ykkur.

þriðjudagur, júlí 23, 2002

 
Orðið langt síðan maður hefur bloggað og kannski kominn tími til að breyta því. Mér far nýlega sagt frá karlmanni sem greinilega stígur ekkert rosalega í vitið. Hann fékk víst þá frábæru hugmynd að naglalakka á sér þann part kynfæra sinna sem venjulega er kallaður kóngurinn sem kannski er ekki merkilegt nema fyrir þá sök að naglalakk brennir húðina þannig að hann brann nokkuð illa á kónginum. Það getur því alls ekki talist góð hugmynd að naglalakka á sér kónginn en ég er samt viss um að 10% þeirra karlmanna sem lesa þetta munu prufa það. You kinky bastards. Annars er nú fátt að frétta, maður er bara að vinna og sofa þangað til háskólinn byrjar. Vinnan undanfarnar 2 vikur er búin að ver frekar auðveld og hafa fimmtudagarnir verið alveg með eindæmum fáránlegir. Venjulega er byrjað á því að hver bíll klárar sitt stykki og fer síðan í Grafarvoginn og þegar hann er búinn er farið í Hlíðarnar, þær kláraðar og síðan farið heim. Á síðasta ári var sett sú fáránlega regla að það væri bannað að byrja á Hlíðunum fyrir kl 13:00 þannig að síðustu 2 fimmtudaga hefur minn hópur þurft að bíða frá kl 11 til 13 og á þeim tíma gert fátt nema sofa eða sprellað með bolta. Þegar síðan allir byrja á Hlíðunum eru þær kláraðar á hálftíma þannig að maður kemst heim ca 13:40 í staðin fyrir 11:40. Fáránlegra en allt fáránlegt. Þess má svo geta að Steini flokksfélagi minn er með heimasíðu og hún er hér. Þessi maður hefur sterkar skoðanir á ýmsum hlutum og hikar ekki við að koma þeim á framfæri.

miðvikudagur, júlí 03, 2002

 
Hversu svekkjandi ætli það sé að vera í vinnusamfestingi og þurfa síðan að kúka. Koma að klósettinu en sjá að það er frekar ógeðslegt og taka því þá taktísku ákvörðun að setjast ekki á það heldur reyna að standa fyrir framan það og beyja rassinn yfir klósettið til að hitta ofan í það. Án þess að taka eftir því gerist síðan það óskemmtilega, þú hittir ekki ofaní klósettið heldur beint í vinnusamfestinginn en tekur samt ekki eftir því. Síðan ertu búinn og skeinir þig og grípur síðan í axlirnar á samfestingnum og hisjar hann uppum þig og í leiðinni smyrðu skítnum upp um allt bak. Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum heldurðu síðan áfram að vinna og allir halda að þú sért bara að prumpa svona rosalega mikið þegar þú í raun ert búinn að kúka í þig. Hversu óskemmtilegt ætli það sé að lenda í þessu? Eða þá að þú ert inná skítabar og ferð á klósettið. Þar mætiru vingjarnlegri konu sem býðst til að totta þig. Þú þiggur þetta kostaboð en þegar frúin er búin að gamna sér með vininn og yfirgefur klósettið áttaru þig á því að þig vantar veskið þitt.

mánudagur, júlí 01, 2002

 
Gaman að því að vera The Virgin Suicides sérstaklega þar sem ég á eftir að sjá þessa mynd. Mér er þó tjáð að hún sé snilld mikil þannig að maður fer að drífa í að sjá hana.


you're the virgin suicides. you're sad but pretty, and very, very dreamy.
take the which prettie movie are you? quiz, a product of the slinkstercool community.

 
Mér tókst sá merkilegi hlutur að gera ekki neitt alla helgina. Ég hélt mig innandyra allan tímann fyrir utan stuttu heimsóknina til Antons. Það er eitthvað annað en Tryggvi sem ,eins og venjulega, tókst að koma sér í hin mestu vandræði. Það er alveg ótrúlegt hvað vandræðin virðast elta þennan mann.

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?