Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

föstudagur, apríl 18, 2003

 
LAN Daginn eftir þetta frábæra fyllerí á föstudaginn skellti ég mér á LAN með Palla, Bjarna og Eiði. Eins og venjulega var Palli með einhvern áróður um að menn skyldu mæta og hafði samband við marga...en ég held þeir verði að fá sér annan áróðursmálaráðherra því Palli stóð sig enganvegin í starfinu. Kannski þeir ættu að ráða þennan íraska, hann stóð sig frábærlega í fréttaútsendingum frá Írak. Þetta var samt alveg ágætt LAN, spiluðum Ghost Recon, Rainbow Six og Generals sem eru allt mjög fínir leikir í multiplayer. Bara verst hvað mín tölva er mikill dragbítur, það hægðist alveg mikið á öllu í Generals eftir því sem leið á leikinn og hann stoppaði jafnvel alveg í 1-2 sekúndur. Þetta stendur vonandi til bóta í sumar en ég er samt a spá í að sleppa því að uppfæra og leggja frekar fyrir í sumar og jafnvel næsta sumar líka og fara síðan eitthvað til útlanda. Lýsi hér með eftir einhverjum sem hefur áhuga á að heimsækja framandi lönd næsta eða þarnæsta sumar.

fimmtudagur, apríl 17, 2003

 
Parteh Síðasta föstudag var all svakalegt partí þegar aðalfundur VÍR var haldinn. Ég man nú ekkert hverjir voru kosnir í embætti þarna enda þekkti ég ekki helminginn af fólkinu sem bauð sig fram. Árni Baldur var samt kosinn skemmtanastjóri sem er gott mál enda kann maðurinn svo sannarlega að skemmta sér...fer jafnvel örlítið yfir strikið stundum :) Það var að sjálfsögðu endalaust af áfengi þarna. Orðið á götunni er að VÍR hafi keypt 50 kassa af bjór, sterkt áfengi fyrir 90þús, eitthvað í kringum hundrað lítra af bjór og síðan einhverja pítsuræfla sem ég varð lítið var við. Ég varð hinsvegar var við allt áfengið og fékk mér vel af því. Ég held að allir þarna hafi drukkið aðeins meira en þeir gera venjulega enda var fólk orðið frekar skrautlegt undir lokin. Við tókum með okkur eina boðflennu því Sæli (sá dónalegi á myndinni) fékk að fljóta með undir því yfirskyni að hann væri Eiður, sem er hættur í Raf og Töl. Undir lokin létu síðan Nonni (held hann sé að reyna að taka sneiðina alla í einum bita) og Garðar sjá sig. Þetta var bara frábært partí og ég vorkenni hverjum þeim sem missti af því...fóru jafnvel á LAN í staðin...ussss. Svo er bara að vona að Árni Baldur sjái til þess að þetta verði enn betra á næsta ári.

fimmtudagur, apríl 10, 2003

 
Ég held ég geti fullyrt að það leiðinlegasta í heimi er að gera lokaskýrslu í eðlisfræði. Þetta tekur endalausan tíma og manni hundleiðist við þetta. Svo veit maður ekkert hvort maður er að gera rétt eða ekki þannig að gamlar skýrslur eru nauðsyn. Það eru sem betur fer einhverjir sem setja gamlar skýrslur á netið og bjarga þannig yngri nemendum eins og mér. Sara hinvegar vill ekkert styðjast við texta frá öðrum heldur skrifar allt sjálf...get rétt ímyndað mér að það hafi tekið hana langan tíma. Ég kláraði mína á 2 dögum og held það hafi farið tæpir 7-8 tímar í hana, klukkutímar sem hefðu getað farið í eitthvað annað...eins og að gera ekkert.

sunnudagur, apríl 06, 2003

 
Wayne's World 2, Bill & Ted og Clerks Wayne's World 2RÚV gerðust svo djarfir að sýna Wayne's World 2 í kvöld mér til mikillar ánægju. Það eru margir búnir að segja að Wayne's World eldist ekki vel en ég blæs á þær fullyrðingar því ég skemmti mér bara helvíti vel yfir þessari mynd. Hún tekur sig sem betur fer ekkert alvarlega og það lekur af henni húmorinn allan tímann. Hvernig er hægt að láta sér detta í hug að weird naked indian komi til mans í svefni og taki mann á fund Jim Morrison? Það er bara snilld. Verst að rúv skyldi ekki fyrst sýna mynd númer 1, það hefði verið skemmtilegra að horfa á þær í röð. Ég ætla allavega að horfa á fyrri myndina einhverntíman bráðlega því ég man algjörlega ekkert eftir henni. Önnur mynd sem maður ætti að kíkja á aftur er Bill & Ted's Excellent Adventure sem ég man að mér fannst algjör snilld þegar ég var krakki. Hélt nú reyndar að það hefði bara verið gerð ein mynd en það var gert framhald og líka tvær teiknimyndaseríur.




Eins og margir aðrir snillingar byrjuðu Mike Myers og Dana Carvey í Saturday Nigth Live þar sem Wayne's World byrjaði sem smá scetchar. Ég er búinn að horfa á SNL: Best of Mike Myers og horfði nýlega á Best of Dana Carvey og Chris Farley og ég verð að segja að þetta eru allt snilldar spólur. Mér finnst reyndar Mike Myers slöppust af þeim en Dana Carvey og Chris Farley fannst mér svipað góðar en Farley samt betri, enda var maðurinn ótrúlegur snillingur. Kom mér líka á óvart að Carvey er helvíti góður á trommur. ClerksEn talandi um teiknimyndaseríur byggðar á bíómyndum þá verð ég að nefna teiknimyndirnar Clerks sem eru alveg frábærar. Það voru því miður bara gerðir 6 þættir sem voru bara til að promota hugmyndina. Þeim sem áttu að ákveða hvort það yrði gerð heil sería líkaði öllum við þættina...nema einum sem var hæst settur þannig að ekkert varð af þessu. Það er samt hægt að kaupa þættina á DVD og ég held þeir hafi verið sýndir einvherstaðar í sjónvarpi. Ef þér fannst myndin Clerks skemmtileg þá muntu elska þessa þætti.



now go watch

föstudagur, apríl 04, 2003

 
Cowboy Bebop SpikeÞeir eru nokkrir félagar mínir sem hafa mátt þola röflið í mér um hvað Cowboy Bebop séu frábærir þættir þannig að ég ákvað að fara að röfla um það á bloggsíðunni minni líka. Eins og glöggir hafa eflaust tekið eftir þá eru þetta teiknimyndir. Einhverjir stimpla það kannski sem vondan hlut en það eru líklegast þeir sömu og segja að eitthvað sé vont áður en þeir smakka það. Það sem kannski fælir enn fleiri frá er sú staðreynd að þetta eru japanskir þættir, japönsk teiknimyndasería. Eru allir þeir þröngsýnu hættir að lesa? Gott, þá held ég áfram. Ég get ekki sagt annað en að þetta séu með bestu sjónvarpsþáttum sem ég hef séð, það er allt sem maður getur hugsað sér í þessum þáttum, guns, comedy, action, drama o.s.frv. Flestum góðum genres er þarna þjappað saman í eina þáttaröð og það tekst frábærlega. Þættirnir eru líka teiknaðir mjög vel og allt animation óaðfinnanlegt sem og persónusköpun. Þættirnir gerast árið 2071 og aðalpersónurnar eru bounty hunters sem gætu varla verið ólíkari. Það er allt morandi í hasar og flottum bardagasenum og þar að auki er söguþráðurinn í hverjum þætti mjög góður. Allavega voru þættirnir nógu góðir til þess að gerð var bíómynd sem sonypictures standa fyrir að sýna í USA. Nú er bara að vona að myndin komi hingað á klakann...þótt það sé mjög ólíklegt.



Hér fara nokkrir bútar af því sem fólk hefur sagt um þættina á IMDB

JetCowboy Bebop is really amazing. I have not seen any show like it. i know people who are not even into anime, but they like Cowboy Bebop. In my opinion, it's probably the best anime that has ever came out. It has great characters, great plot, great action, great comedy, also plenty of great jazz music. This show absolutely delivers pure entertainment. if you have not watched it, check it out and prepare to be amazed.




Jetif you ever meet one of those people with the compulsive need to put Anime down, just sit them down and make them watch this series. you can pretty much guarantee a conversion. right through this series, you will be astounded at the wry humour, the intense action and brilliant characterisation.





Jet"OK, what's the fuss about?" is what I thought when I saw the first couple of episodes. Well let me tell tell you now... after episode 5 you're hooked! It's funny, it's dark, it's childish humor but it's definately not for kids, it's sexy, it's cool.... IT'S EVERYTHING!




s.s. gúddsjitt þættir. Now go watch.

miðvikudagur, apríl 02, 2003

 
Stríðsyfirlýsing Öll merki eru um að Kiddi ætli ekki að taka skotárásum mínum frá því í gær þegjandi og hljóðalaust. Í dag er það ég sem sé um keyrsluna í og frá bókasafninu og nú þegar við erum komnir á safnið dregur Kiddi upp vænan lakkríspoka...hann er greinilega að hlaða skotvopnið. Ég er orðinn nokkuð smeikur því þetta er ágætis magn sem drengurinn er með þarna. Það er nokkuð ljóst að styrjöld er í vændum og í þessu stríði verður ekki hikað við að nota efnavopn. Ætli það sé ekki best að halda áfram að klóra sig í gegnum floating-point útreikninga en þeir eru einmitt stjarnfræðilega leiðinlegir enda segir í upphafi þess kafla: Before we go any further we have to admit that floating point arithmetic is not one of the great fun-subjects of computer science. Although the basic idea behind floating point arithmetic is simple, the exact way in which floating point arithmetic is implemented is rather involved. Þar hafið þið það

þriðjudagur, apríl 01, 2003

 

Which Trainspotting Character Are You?
Djöfull var Trainspotting góð, verð að horfa á hana aftur við tækifæri
 
Prump á bókasafni Átti bráðskemmtilegt kvöld á bókasafninu í VRII með Kidda í kvöld. Maður sat þarna og reyndi að halda sér vakandi yfir gattinu...gekk alveg sæmilega nema hvað ég skil two's compliment í samlagningu og frádrætti ekki alveg nógu vel. Það lífgaði óneitanlega upp á grámygluna þarna þegar einhver á efri svölunum prumpaði svo hressilega að heyrðist um allt safnið. Eflaust verið mjög vandræðalegt moment fyrir hann...en hvað getur maður gert í svona stöðu? Myndi maður standa upp og segja "tek þetta á mig!" eða bara sitja sem fastast og láta sem ekkert sé? Ég veit ekki hvað ég myndi gera en commentið endilega á þetta. Ég veit svo ekki hvort þessi aftansöngur á svölunum kveikti í einhverjum glæðum hjá mér en í bílnum hjá Kidda á leiðinni heim fór ég að losa um uppsafnaðan þrýsting og vakti það mikla lukku hjá lyktarfrumunum í nefi Kidda og lífgaði óneitanlega upp á keyrsluna heim. Það má deila um hvort það sé ósiðlegt að sleppa bombum í viðurvist annara en ég tel það bara vera karlmannlegan tjáningarmáta sem á sér rætur að rekja í menningu mannfólksins. Og ef þetta er svona ógeðslegt af hverju er þá prumpuhúmor alltaf jafn vinsæll? Ég er allavega á því að fátt vekji eins mikla lukku þegar maður er í viðurvist annara karlmanna en að reka við hátt og snjallt...enda á ég sælar minningar úr 5-X í versló þar sem við vorum 15 strákar og 1 stelpa. Þar var í þokkabót tekinn upp sérstakur súkkulaðirúsínudagur þar menn remdust við að prumpa sem allra mest. Þess má þó geta að af öllum stofum skólans var víst verst lykt í stofunni okkar. Democracy is dead!

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?