Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

þriðjudagur, apríl 27, 2004

 
Let the games begin Fyrsta prófið var í dag, hlustunarpróf í Framburður og Talmál II. Mér hefur aldrei gengið jafn vel á hlustunarprófi þannig að ég er bjartsýnn á góða einkunn. Vaknaði reyndar alveg helvíti stressaður en allt fór mjög vel. Það var lesinn einn mjög langur texti og 18 true or false spurningar fylgdu á eftir. Síðan var spilað samtal og 4 spurningar og 5 mismunandi svör við hverri spurningu. Á eftir því kom asnalegasti hluti prófsins: Same or Different. Þar las kennarinn upp 15 pör af orðum sem voru annað hvort ein eða...ekki og við áttum að skrifa S eða D í viðkomandi box. Hvert par var bara lesið einu sinni og ef það var einhver pínulítil breyting þá hugsaði maður "átti þetta að vera öðruvísi eða gat hún bara ekki sagt orðið 100% eins...". Nú á eftir því þurftum við að skrifa niður böns af dagsetningum, tímum, tölum og verðum sem hún las upp. Það gekk alveg ágætlega en ég er ekki alveg viss á einu verðinu. Þeir eru svo sniðugir í Japan að í staðin fyrir að skipta tölunum upp við hver 3 núll þá gerist það á 4 núlla fresti. Það ruglar aðeins tölulega hugsun hjá manni og tekur tíma að venjast. FFTA = 16klst.

sunnudagur, apríl 25, 2004

 
Kiru Biru tsu Fór fyrir nokkrum dögum á Nexus-nörda-sýningu á Kill Bill 1 & 2, kostaði mig 1.500kr en í staðin fékk maður að sjá báðar myndirnar. Þetta var í þriðja skipti sem ég sé fyrri myndina og mér fannst hún ekkert verri í það skiptið, frábær leikur, frábær saga, frábær myndataka, frábær tónlist. Ekkert sem ég get fundið að myndinni nema kannski of lítil persónusköpun. Nú mynd 2 bætir heldur betur upp fyrir það en í staðin er töluvert minna ofbeldi. Ekki að það sé neitt slæmt samt því samtölin í myndinni eru alveg bara helvíti góð. Ég veit ekki hvað Tarantino hefur horft á margar myndir en þær skipta líkast til hundruðum og hann virðist taka það besta úr þeim og hræra saman í Kill Bill, tilvísanir alveg hægri vinstri í gamlar myndir. Alls ekki slæmt mál og hefur gert mig ákveðinn í að horfa á slatta af oldschool kung-fu myndum í sumar. Ég verð nú líka að segja að hann hefði tæplega getað fengið betri mann í hlutverk Bill, alveg smellpassar í hlutverkið. Það eina sem ég get fundið að mynd 2 er að tónlistin í henni er ekki jafn góð og í þeirri fyrri, ekkert lag sem virkilega sat eftir í manni. Í sjálfu sér ekkert slæm tónlist en það hefði verið hægt að gera betur...mun betur. Ég mæli allavega með því að allir sjái báðar myndirnar og það helst í réttri röð og með mjög stuttu millibili, það margborgar sig. Þessar myndir mun ég kaupa á DVD en þó ekki fyrr en lokaútgáfan er komin í double pack. Skilst að þeir ætli fyrst að gefa út venjulega Vol 1 með litlu sem engu aukaefni, svo aðra útgáfu með fullt af aukaefni, svo Vol 2 með engu, seinna Vol 2 með fullt af aukaefni og svo báðar saman í pakka og þá væntanlega 2 útgáfur. Þeir ætla sér heldur betur að blóðmjólka. Ég vill líka nota tækifærið og þakka Svani fyrir að redda mér sæti á besta stað í salnum. Ég komst ekki í bíóið fyrr en 10 mín áður en myndin átti að byrja en akkúrat þegar ég var að labba inn í salinn hringdi Svanur í mig og bauð mér sæti. Hann var einn af þeim fyrstu inn í salinn og náði sæti fyrir miðju á besta stað. Ef það hefði ekki verið fyrir hann hefði ég líklega setið einhverstaðar út í horni og endað með massífan hálsríg. Arigatou gozaimashita!

laugardagur, apríl 24, 2004

 
Ganondorf is teh 3vil Fékk áðan Saria's Song úr Zelda: Ocarina of Time alveg á heilann, gat ekki hætt að raula lagið. Varð hreinlega að finna það einhverstaðar og eins og við var að búast þá fann ég það á öldum internetsins. Hægt að nálgast það ]hér[ Ef þið hafið spilað leikinn og hlustið svo á lagið...nostalgíufílingur dauðans. Hægt að skoða fleiri lög úr Zelda leikjum hérna. Ég spilaði Ocarina áður en ég prufaði Wind Waker og það er kannski af hinu góða því ég kláraði Ocarina en gafst upp á Wind Waker. Flestir þeir sem ég lána Ocarina of Time gefast upp því þeim finnst grafíkin svo slöpp og allt eitthvað kjánalegt...þeir hinir sömu eru að missa af miklu því þetta er alveg frábær leikur. Byrjunin er reyndar soldill þröskuldur en eftir að maður kemst úr byrjunarsvæðinu þá taka töfrarnir við. Wind Waker náði einhvernvegin aldrei að fanga mig á sama hátt og ég hætti að lokum bara að spila hann. Geri samt ráð fyrir að byrja aftur á honum í sumar og klára hann, fínt meðan maður bíður eftir HL2 sem ég ætla rétt að vona að komi áður en ég fer út. Talandi um næsta haust þá var kennarinn okkar úti í Japan og skoðaði skólann og talaði við kennarana. Hún hafði ekkert nema gott um skólann að segja og notaði mörg stór og jávæð lýsingarorð. Hún kom líka með DVD disk sem hún spilaði fyrir okkur og ég verð bara að segja að öll aðstaða þarna er með allra besta móti og ég hlakka bara meira og meira til að komast þangað. Vona bara að ég komist í nýjasta heimavistarhúsið því það elsta er frá því einhverntíman um 1960-70. Tónlistin sem spilaðist meðan eitthvað var talið upp í videounum var alveg stórkostleg, svakalega dramatískur píanóleikur eins og úr sápuóperu og svo í næsta þá var eins og einhverju ofurmenni hefði verið hleypt á midi-hljómborð og gjörsamlega tapað sér í öllum fídusunum. Inn á milli kom svo tónlist eins og maður heyrir oft í "shops" í japansk-ættuðum RPG leikjum. Svo voru auðvitað allir brosandi og hlæjandi í videounum, rosalega skemmtilegt hjá þeim. Hvað sem því líður þá er greinilega alveg stórkostleg aðstaða við skólann og Háskóli Íslands bliknar í sambanburði við hann.
 
Djöfull er fáránlega óþægilegt að sjá alltaf hvað maður er búinn að spila lengi um leið og maður savear....er að verða kominn með 12 klukkutíma í FFTA og finnst það bara scary.

föstudagur, apríl 23, 2004

 
Tók þá sniðugu ákvörðun að fara að spila Final Fantasy Tactics Advance og ég ætla að hér með að vara alla við honum því réttast væri að flokka hann sem dóp...maður getur ekki hætt að spila og meðan maður er ekki að spila hann þá finnur maður löngunina í maganum til að spila hann. Hættulegur andskoti. Spilaði hann í gær þangað til GBA varð batteríslaus og ég ætla ekkert að hlaða hann í bráð... Maður sér líka við save-slots hvað maður er búinn að spila lengi og ég er kominn með hátt í 9 klukkutíma á 5 dögum...mest allt á síðustu 3 dögum. Held ég sé samt ekki eins illa staddur og palli sem fékk þá frábæru hugmynd að sækja EVE Online og notfæra sér eitthvað páskatilboð á hugi.is. Alltaf gott að fara að spila vanabindandi online tölvuleiki þegar maður er í læknisfræði og prófin eru að nálgast. Var annars að koma úr 2 klukkutíma löngum göngutúr (hljómar kellinga lega já) með strumpinum. Alveg merkilega hressandi en um leið finn ég hvað ég er gjörsamlega búinn eftir þetta labb. Gott merki um að maður megi alveg hreyfa sig meira.

sunnudagur, apríl 18, 2004

 
Loksins búinn með Far Cry Loksins kláraðist þessi leikur! Hann er búinn að endast mér í nokkuð marga daga og er örugglega lengsti skotleikur sem ég hef spilað. Undir lokin var ég orðinn fáránlega ákveðinn í að klára hann og það dróg mig í gegnum borðin sem sum hver eru alveg öfga-erfið. Það er ekki hægt að nota quick-save eða save-whenever-the-hell-you-want heldur er bara um auto-save að ræða þannig að maður getur orðið mjög stressaður ef maður er nýbúinn að ná að klára erfiðan bardaga í 5. tilraun og ekkert virðist ætla að saveast. Verður stundum til þess að maður er búinn að læra nákvæmlega hvar allir óvinirnir eru og læðist bara um og plaffar í hausinn á þeim í stað þess að ráðast inn og deyja í 20. skipti. Þökk sé mjög góðu AI er nú samt ekki eins og hver bardagi verði eins í hvert skipti sem maður lodar. Maður var stundum gjörsamlega böttaður af óvinunum þegar þeir unnu skipulega saman en ég var í normal erfiðleikastiginu (að vísu með stillt á "AI auto balance"). Erfiðasta stigið heitir því skemmtilega nafni "Realistic". Held maður fengi nú bara magasár af að spila á því. Grafíkin er líka alveg mjög flott og þetta er flottasti leikur sem ég hef spilað á PC. Það þarf líka ekkert litla tölvu í þetta beast því 2.8GHz, 512mb, Radeon 9800 pro vélin mín réð engan vegin við mestu grafík og ég varð að tjúna hana niður til að fá almennilegt framerate. Smellið hér eða á myndina til að sjá nokkur skjáskot. Ekkert sem ég tók sérstaklega fyrir þetta heldur bara random myndir. Female modelið slær auðveldlega við því úr Max Payne 2 :p Þá er bara að finna nude patch... Það frábæra við leikinn er líka að stór hluti hans gerist á yfirborði hitabletiseyju og svæðið sem maður hefur er helvíti stórt. Ef þú sérð hæð þarna lengst í burtu þá getur þú labbað að henni og upp á hana. Þéttur skógurinn og gróðurinn er mjög sannfærandi og maður fer oft í ótrúlegustu leiðangra bara til að sjá meira af þessari endalaust flottu eyju. Það var líka oft sem maður fór í gegnum borð og sá síðan nokkra aðra staði eða áttaði sig á öðrum möguleikum sem maður hefði getað notað til að klára það og lodaði aftur bara til að prufa. Þótt leikurinn sé mjög skemmtilegur, AI í flesta staði mjög gott, langur og alveg ágætur b-movie söguþráður þá er eitthvað sem vantar. Þetta er ekki epísk snilld eins og Half-Life, það er ekkert sem situr eftir og fær mann til að hugsa "já þetta var geðveikt". Það vantar eitthvað aðeins uppá. Mér sýnist á öllu að Half-Life 2 og Doom 3 verði báðir leikir sem maður mun muna vel eftir, strider videoið úr HL2 er gott dæmi um það. Leikir sem maður mun eflaust geta spilað aftur bara því þeir eru svo...góðir. Ég sé mig ekki fara aftur í Far Cry nema kannski til að leika mér á móti AI soldiers, ekki fyrir söguþráðinn eða borðin. Miðað við hvað grafíktækninni er að fleygja fram þá væri ég til í að sjá annan Aliens vs. Predator leik. Ég er mikill aðdáandi beggja myndaflokka og á báða skotleikina á PC. Maður gat orðið alveg ótrúlega hræddur í þeim og stundum hætti maður bara því taugarnar voru ekki að þola álagið. Ég væri til í að sjá nýjan leik því miðað við hvað grafíkin í komandi leikjum er orðin góð og AI þróað þá væri eflaust hægt að hræða úr manni líftóruna með nýjum leik. Ég veit að það er AvP bíómynd í vinnslu og þrátt fyrir að leikstjórinn hafi ekki gert margt gott (fyrir utan Event Horizon) og handritshöfundarnir tveir séu ekkert til að hrópa húrra fyrir þá vona ég að myndin verði góð. Ég held samt í vonina að samfara myndinni verði ekki gerður einhver lélegur og ljótur multiplatform console leikur sem verður eins lélegur og ókláraður og allir movie-tie-in leikir so far. Ég vona að FOX líti á báða AvP leikina og geri sér grein fyrir hvað þeir eru góðir og hafa stórt fan-base og ákveði að gera annan góðan í stíl við þá. Ég vill a.m.k. enga helvítis PS2 grafík á PC tölvuna mína. Ég vill flottan og intensive fyrstu persónu skotleik sem gerir mann fölan af hræðslu og fær mann reglulega til að tæma úr byssunni í eintómu panic fire áður en maður slekkur á honum til að róa taugarnar.

miðvikudagur, apríl 14, 2004

 
Hvað skal gert í haust? Ég hef velt því mikið fyrir mér í vetur hvað ég ætli eiginlega að gera í haust. Ég er búinn að vera á báðum áttum með hvort mig langi raunverulega að halda áfram í verkfræðinni en ég var svo herfilega latur í henni fyrsta árið sem það kom til vegna ógurlegs skólaleiða. Ég var búinn að fá mig fullsaddan af endalausri stærðfræði en ef þannig er ástatt hjá manni þá er rafmagns- og tölvuverkfræði ekki rétti staðurinn til að chilla. Náði nú flestum prófum en það var bara með því að rífa mig upp á rasshárunum nokkrum dögum fyrir próf og læra. Ákaflega sniðugt að finna það út nokkrum dögum fyrir próf að fag sem maður nennti aldrei að læra heima í er alveg bráðskemmtilegt...stupid stupid! *bangs head against wall* Nú þetta hefur verið alveg heilmikill höfuðverkur, ég skoðaði allar deildir háskólans í leit að einhverju sem ég hefði áhuga á að stúdera en sá ekker sem heillaði mig sérstaklega. Eina sem ég hugsaði með mér að ég hefði gaman af að skoða var sálfræðin, eflaust skemmtilegt að læra aðeins þar en ekki áhugavert til lengdar. Það var mér því mikið gleðiefni þegar ég sat sveittur á Þjóðarbókhlöðunni í dag að læra að síminn hjá mér hringdi. Mér sýndist fyrst á númerinu að þetta væri frá prospective vinnuveitandanum en var ekki alveg viss. Ætlaði að hlaupa fram í stigann og svara en það var eilítið langt þannig að ég stökk á milli bókahilla og svaraði. --------------------- Ég: Halló. Rödd: Halló, er þetta Kristófer? Ég: Já þetta er hann. Rödd: Komdu sæll Kristófer, þetta er Guðný frá Alþjóðahúsinu. Ég: Já heyrðu....ég er á Þjóðarbókhlöðunni...ertu til í að hinkra augnablik meðan ég hleyp fram? Guðný: Já ekkert mál. *hleyp fram á gang* Ég: já sæl aftur. Guðný: Sæll. Ég get hér með fært þér þau gleðitíðindi að þú hefur fengið inngöngu í Kansai Gaidai. ---------------------
ÉG ER AÐ FARA TIL JAPAN!! *dansar gleðidansinn*
Þetta eru án efa bestu fréttir sem ég hef heyrt á árinu. Þetta verður í gegnum stúdentaskipti milli Háskóla Íslands og Kansai Gaida þannig að maður þarf ekki að borga nein skólagjöld nema þessi hér heima. Í upphafi þá bjuggust þær í Alþjóðahúsinu ekki við að koma nema einum nemanda út en þegar leið á urðu þær nokkuð bjartsýnni og veðjuðu á að 2 kæmust. Svo undir lokin voru þær orðnar helvíti borubrattar og ætluðu að reyna að troða 3 úr. Þær sendu fyrirspurn til skólans og spurðu hvort það væri nokkuð möguleiki á að koma fleirum út því japanskan væri nú kennd í fyrsta skipti við Háskólanum og því væri áhuginn í ár líklega með mesta móti. Þegar þær loksins fengu svar kom á daginn að skólinn ætlar að taka við 5 nemendum! Þeir heppnu eru ég, Dóri og Mikhael, Gummi og Sigurður. Það finnst kannski einhverjum ótrúlegt að 5 vitleysingar hafi sótt um út en einhverjum var sagt að þau hefðu þurft að hafna 5 öðrum umsóknum þannig að 10 manns reyndu víst að sækja um. Mér finnst það reyndar alveg ótrúleg tala þannig að ég sel þessar upplýsingar ekki dýrari en ég keypti þær...and I got them for free. Svo er ekki verra að Árni komst inn í Waseda sem er einmitt einn af virtustu áskólum Japan. Við verðum því 6 sveittir að læra þarna næsta haust. Mesta snilldin er samt að fyrr í vetur komu nokkrir krakkar frá Iceland-Japan hóp og kynntu fyrir okkur hvað þau gera. Basically fá japanska krakka í heimsókn og fara síðan sjálf út. Voru að reyna að lokka fólk úr japönskunni til að mynda hóp næsta árs. Eftir kynninguna fór síðan ein stelpan að spjalla við okkur og þar sem hún var búin að sækja um í Waseda þá fór hún að forvitnast um hver af okkur ætlaði að sækja um"sjá hver samkeppnin er". Það er nefnilega bara einn íslendingur sem kemst í Waseda gegnum stúdentaskipti Háskóla Íslands. Úúúúúúúúúúúúúú, tough luck að vera svona cocky og KOMAST SÍÐAN EKKI ÚT!! HAHAHAHAHA! Ahrehehemmm. Held það sé þessi hérna með sjalið (úú hversu menningarsnobblegt er að vera með sjal? Jú kannski að halda á vínglasi í annari líka :)) Lokahnikkurinn á þessu ferli er svo að fylla út nokkur eyðublöð fyrir skólann úti en þau eru það mörg að það slagar í litla bók. Djöfull get ég ekki beðið eftir haustinu :)

þriðjudagur, apríl 13, 2004

 
PáskaLAN Mætti í 2 daga á LAN sem var haldið hér í Hamrahverfinu. Helvíti góð aðstaða, strákurinn sem á heima þar býr í kjallaranum sem er pretty much mini útgáfa af efri hæðinni...sem er huges. Alveg helvíti langt "herbergi" of some sorts er með röð af borðum sem er notuð sem LAN aðstaða. Í þessu "herbergi" eru engir gluggar og það eina sem þeir höfðu til að bæta loftið var pínulítil vifta. Það sem gerði þetta enn betra var stöðugur ótti um að rafmagnið myndi slá út. Þegar ég kom, 2 dögum eftir að lanið byrjaði, var það versta yfirstaðið en þá fyrr um daginn hafði slegið út mörgu sinnum í röð, þ.á.m. þrisvar meðan mamma stráksins var að reyna að blása á sér hárið. Eflaust verið mjög hress. Þeir fengu rafvirkja til að kíkja á þetta og hann fann 2 fjöltengi sem leiddu út en sagði að þeir þyrftu annan lekaliða til að styðja betur þennan fjölda af tölvum (10 talsins) og hann gætu þeir ekki fengið fyrr en eftir páska. Hressandi. Nú við spiluðum Unreal Tournament 2004 bæði í CTF og Onslaught. Onslaught er einhver mesta snilld sem ég hef spilað og mér fannst það vera hápunktur veru minnar þarna. Við spiluðum líka Battlefield: Vietnam en mér leist ekkert á hann. Kannski hafði það einhver áhrif að hinir strákarnir kunnu greinilega nokkuð vel á hann og þar af leiðandi lifði ég sjaldan lengi. Við vorum líka bara 9 að spila og það virkar ekkert voðalega vel á risastórum borðum...sérstaklega ekki ef maður er í 4 manna liðinu. Síðan var ákveðið að taka Counter-Strike sem ég hafði ekki snert frá því ég var þarna síðast...fyrir ca 6 mánuðum. Litli Kristófer hafði greinilega engu gleymt því hann tók sig til og domineraði bæði borðin sem voru spiluð. Menn höfðu á orði að þegar þeir mættu honum liði þeim eins og höfuðið á þeim væri á stærð við ísskáp, slíkur var fjöldi höfuðskotanna. Þetta var ótrúlega hressandi enda langt um liðið frá því ég mætti á LAN síðast. Þetta var líka ólíkt betra en Sökkuls-lönin þar sem meðalfjöldi þáttakenda er 4.5 á góðum degi. Við náðum að spila heilmikið og það var alveg bara fjandi skemmtilegt. Mæli með þessu.

laugardagur, apríl 10, 2004

 
Banani!!! Suddafyllerí í gær. Endaði með ferð á Devitos Pizza og var það í fyrsta skipti sem ég borða á þessum nýja (?) stað þeirra. Pítsan var góð en eilítið þunn og hafði mjög góð áhrif gegn þynnku því núna er ég það sem gæti kallast "þægilega þunnur". Eftir pítsuna var tekið stutt spjall sem endaði með að öll fóru heim en þó ekki fyrr en búið var að hlægja hressilega að því hvað ég ætti heima langt í burtu...damn them! Á leiðinni heim þurfti ég að hafa mig allan við til að halda niðri pítsunni og greip ég til þess ráðs að raula lögin sem við nauðguðum fyrr um kvöldið í "karaoke" (það var enginn mic þannig að við stóðum bara í hóp fyrir framan sjónvarpið og pretty much öskruðum lögin). Ég veit ekki hvernig leigubílstjóranum leist á þessa tilburði mína en ég efast ekki um að hann hefði orðið óhress ef ég hefði tekið hressa ælu í bílnum...sem ég var alls ekki langt frá því að gera. Fékk mér svo töframeðalið Magic þegar ég kom heim, virkar alveg frábærlega gegn því að maður verði þunnur.

fimmtudagur, apríl 08, 2004

 
waaaarrrrrrggghhhhhh aaaaaaaaarrrrrgghghhhhh pppllleeeeerrtggghhhhhh....ég fæ bara gæsahúð og ógeðistilfinningu í augum við að horfa á þetta.
 
Rautt, hvítt og blátt
Pabbi var að segja mér frá þætti í ríkisútvarpinu þar sem var talað við hjón sem bjuggu í Bandaríkjunum í nokkur ár. Þannig var að árið 1996 fara þau til Bandaríkjanna í nokkrar vikur og fá til þess fullt leyfi. Þau voru að skoða mál í tengslum við húsnæðiskaup og ræða við viðskiptafélaga sína. Nú þau tefjast og fara heim 8 dögum of seint, en það þótti ekkert tiltökumál og þau lentu ekki í neinum vandræðum í tengslum við það. Þau flytja síðan út nokkru seinna og búa þarna í nokkur ár. Síðan nokkru seinna, eða árið 2002, ákváðu þau að flytja aftur heim til Íslands en þau þurfa samt oft að fara til Bandaríkjanna í viðskiptaerindum. Ekkert athugavert við það. Fyrir stuttu lenda þau svo í því að við komuna til Bandaríkjanna eru þau stoppuð og tekin til yfirheyrslu...í 4 klukkutíma...í sitthvoru lagi. Ástæðan fyrir því voru þessir 8 dagar sem þau voru of lengi í kanaveldi árið 1996. Það vildi líka svo ótrúlega skemmtilega til að maðurinn hafði sagt upp græna kortinu sínu þann 11. september 2002, nákvæmlega ári eftir hryðjuverkaárásirnar. Eftir að hafa verið yfirheyrð stanslaust í 4 klukkutíma var þeim sleppt en þau fengu ekki að fara inn í landið heldur var þeim vísað aftur til Íslands og þau voru heppin að þurfa ekki að dúsa í fangelsi á flugvellinum þangað til þau kæmust í flugvél heim því það var akkúrat flugvél að fara til Íslands þegar þeim var sleppt. Greinilega um stórhættulega íslenska hryðjuverkamenn að ræða. Það besta er svo að þau munu líklega aldrei fá að fara inn í Bandaríkin aftur vegna þess að þeim var vísað heim en útaf því eru þau komin í kerfið þarna úti. Fínt kerfi...ekkert að þessu kerfi. Önnur íslensk kona sem var að fara út á hjúkrunar-ráðstefnu sem er haldin á hverju ári lenti svo í því að hún var valin at random af tölvu og tekin til hliðar, yfirheyrð í ræmur og gerð ítarleg leit á henni. Engin ástæða gefin fyrir þessu, hún var bara svo heppin að tölvan valdi hana. Þetta virkar örugglega mjög hvetjandi á hugsanlega ferðamenn. Kaninn er greinilega orðinn alveg endanlega klikkaður, hver einasti ferðamaður er greinilega hryðjuverkamaður í þeirra augum fyrst þeir sjá sig knúna til að taka mynd og fingraför af öllum túristum. Mér finnst að öll lönd ættu að taka þetta upp gagnvart bandarískum túristum. Veit að Brasilía er byrjuð á því og það ætlaði þá allt að verða vitlaust. Er s.s. allt í lagi að það séu teknar ljósmyndir og fingraför af brasilískum ferðamönnum en brassarnir megi ekki gera það við kanann? Ég sé engan mun á þessu. Íslendingar, þessi mikla hryðjuverkamannaþjóð, hefur bæst í hópinn og þegar Eysteinn frændi og kærastan hans komu út þá voru tekin af þeim fingraför og ljósmyndir, farið með þau eins og fanga. Halldór Ásgrímsson ætlar bara að beigja sig niður og opna rassinn fyrir Bandaríkjamenn og leyfa þeim að komast upp með hvað sem er. Reynir eitthvað að verja þessa ákvörðun Bandaríkjanna með því að segja að í Leifsstöð séu líka teknar myndir af öllum ferðamönnum sem koma í landið. Well Mr. Smarty Pants ferðamennirnir hér eru ljósmyndaðir af eftirlitsmyndavélum sem eru að bera andlitin saman við þekkta glæpamenn auk þess sem ferðamennirnir eru ekki beðnir að stilla sér upp fyrir myndatökuna eins og fangar og við tökum ekki fingraför af þeim. Maður er ekki lengur saklaus uns sekt er sönnuð heldur sekur uns sakleysi er sannað.
 
Linkar Búinn að bæta við enn einum link hér til vinstri. Nú bættist við drengur að nafni Vilhelm en fyrir stuttu síðan lenti hann í Japan þar sem hann verður sem skiptinemi í heilt ár. Hann er ekki á heimavist heldur í svokölluðu "homestay" þar sem hann býr hjá fjölskyldu. Það ætti að vera fróðlegt að fylgjast með síðunni hans. Ég segi nú ekki alveg strax skilið við Japan því eins og flestir sem lesa Penny-Arcede hafa væntanlega tekið eftir þá linka þeir á gaur sem vinnur sem Enskukennari í Japan. Hann tók nokkrar strips frá penny-arcade, strokaði út textann og fékk nemendur til að skálda eitthvað inn í staðin. Niðurstöðurnar setti hann svo á vefinn og sumar þeirra eru alveg helvíti fyndnar. Ég fór nú að skoða síðuna hans aðeins betur og rakst á helvíti skemmtilega sögu frá því þegar hann reyndi að registera bílinn sinn í Japan. Ég er nokkuð viss um að þessi saga sé 100% sönn því útlendingar lenda í hinum ótrúlegustu hlutum í Japan. Svan lenti t.d. í því að vera meinað að versla í búð því hann var útlendingur. Gunnella, þegar hún var í Japan á sínum unglingsárum, lenti í að það var hringt á lögregluna þegar hún fór út í videoleigu eftir kl 9 um kvöld. Eitthvað þótti það meira en lítið grunsamlegt að útlensk stelpa skyldi vera ein á ferð þetta seint um kvöld, greinilega um stórhættulegan glæpamann að ræða.

miðvikudagur, apríl 07, 2004

 
Þökk megið þér hafa fyrir oss að fræða Það er alveg merkilegt hvað sumt fólk veit lítið um sögu mannkyns eða jafnvel síns eigin lands. Nýlega var gerð könnun í Bretlandi þar sem fólk ("average adult") var spurt um atburði í sögunni, fólk úr sögunni, fólk sem var aldrei til nema í kvimyndum og atburði sem gerðust aldrei nema í kvikmyndum/útvarpi. Niðurstöðurnar voru vægast áhugaverðar og er hér smá brot af þeim:
The study raised new questions about the teaching of history after it found that 11 per cent of the British population believed Hitler did not exist and 9 per cent said Winston Churchill was fictional. A further 33 per cent believed Mussolini was not a real historical figure. 42 per cent believed Mel Gibson's Braveheart was an invention. More than 60 thought the Battle of Helms Deep in the Lord of the Rings trilogy actually took place.
Lesa alla fréttina Ég gæti nú trúað því að góður partur þessa fólks sé fífl, samanber 'the fuck you effect' sem gengur út á að ákveðinn hluti svarar spurningum í svona könnunum viljandi vitlaust til að fokka upp niðurstöðunum. Spurðir voru rétt yfir 2000 og ég á allavega erfitt með að trúa því að fólk sé virkilega svo vitlaust að trúa: Að eftirfarandi fólk hafi verið til
  • Conan the Barbarian - 5 per cent
  • Edmund Blackadder - 1 per cent
  • Xena Warrior Princess - 1 per cent
Að eftirfarandi atburðir hafi átt sér stað:
  • Battle of Endor , The Return of the Jedi - 2 per cent
  • Planet of the Apes , the apes rule Earth - 1 per cent
  • Battlestar Galactica , the defeat of humanity by cyborgs - 1 per cent
Ef þetta er ekki the fuck you effect in action þá er breskur ungdómur greinilega á hraðri leið með að verða fáfróðari en kaninn. Ég hef nú reyndar sterkan grun um að ungt fólk á Íslandi sé á líka hraðri niðurleið hvað þetta varðar þannig að það er mér mikið gleðiefni að bræður mínir hafi báðir tveir mikinn áhuga á sögu jafnvel þótt sá áhugi takmarkist að mestu við WWI og WWII. Það má nú telja Íslendingum til varnar að saga Íslands er með eindæmum óáhugaverð frá 11. öld og uppúr og alveg hrútleiðinlegt að lesa bækur sem reyna að fegra eða hylma yfir hvað Íslendingar voru endalaust miklir aumingjar. Þeir sem vilja svo halda uppá og minnast þess á góðan hátt að Danir hafi ráðið yfir okkur mega svo fara út í næsta skurð og drekkja sér í skolpi og skít. Við eigum þeirri þjóð lítið sem ekkert að þakka.
 
Djöfull ætlar maður alltaf að læra mikið um páskana en kemur bara engu í verk. Það er alltaf sama sagan, ár eftir ár. Maður ætlar sér rosalega hluti og vera heví duglegur en það eina sem gerist er að maður snýr sólarhringnum við. Nú í ár ætla ég að gera breytingu á þessu! Ójá! Just look at me changing things. Stefnan er sett á þjóðarbókhlöðuna frá 9 til ca 2-3 á hverjum degi. Þá á maður a.m.k. seinni part dags og kvöldið í frí sem er eins gott því maður lærir aldrei neitt á kvöldin. Ég gerðist svo hrikalega grófur að kaupa mér Alien Quadrilogy. Það hefur ekkert verið til sparað í þessu setti, allar myndirnar í frábærum gæðum og búið að endurbæta allt sem hægt er að endurbæta. Þetta er meiraðsegja svo flókið eitthvað að það notar "seamless branching" en ekki eru nú allir dvd spilarar sem höndla þann andskota. Spilarinn hér heima er einn af þeim. Ég horfði á Alien í gær með Strumpinum og það gerðist ca 15 sinnum að myndin stoppaði í 1-2 sekúndur. Hjóðið hélt samt áfram en maður sá á spilaranum að sekúndutalningin stoppaði um leið og síðan til að vinna upp rammana þá spólaðist annað hvort hratt þangað sem myndin átti að vera eða þá að það skippaði bara þangað. Það eru ekki allir spilarar sem ráða við að spila myndirnar án þessara hökta og það er allt morandi í fólki á netinu sem er í sömu vandræðum. Þannig að ef ég vill spila myndirnar án þess að lenda í þessu helvítis böggi þá verð ég að spila þær í tölvunni. Sem betur fer er skjákortið mitt með on-board dvd decoder og AC3 tengi þannig að ég get horft á þær í surround. Meiraðsegja fjarstýring með þannig að ég þarf ekki annað en færa kassann inn i bílskúr og taka lyklaborð með og þá get ég horft á þetta í fullkomnum gæðum. Samt alveg með eindæmum pirrandi að lenda í þessu. Búið að leggja nógu andskoti mikið í að gera þetta, hefðu getað gert betur en að testa bara á EINUM spilara.

sunnudagur, apríl 04, 2004

 
Rangt! djöfull eruð þið vitlausir! Gettu betur kláraðist í gær með sigri Verzlunarskóla Íslands, gamla skólans míns. Get nú ekki sagt að ég hafi haldið með þeim, leist miklu betur á lið Borgarholtsskóla og hélt með þeim frá upphafi. Sérstaklega var það góð tilfinning að sjá þá slá út lið MR og ég játa að ég fagnaði með þeim sitjandi heima í stofu. Versló átti þetta kannski skilið en bara vegna þess að þetta er hundgamall skóli og hefur aldrei áður unnið keppnina. Gerir kannski ekki gott fyrir þessa egómeiníaks að þeir unnu líka morfís í ár þannig að þetta var tvöfaldur sigur hjá þeim. Borgó hefur komist einu sinni áður í úrslit og þá töpuðu þeir fyrir MR í bráðabana. Í ár tókst þeim að vinna MR en töpuðu aftur í bráðabana. Þetta hlýtur að takast hjá þeim á næsta ári, ég vona það.

fimmtudagur, apríl 01, 2004

 
w00t w00t ye! Mikið rosalega er endalaust frábærlega skemmtilegt að lesa undir bókmenntapróf! Ég fæ varla ráðið við mig því ég fyllist óstjórnelgri kátínu alveg fram í fingurgóma. Það er skemmtilegt að lesa góðar bækur eða smásögur, margar smásagnanna sem við eigum að lesa eru líka mjög skemmtilegar og góðar. Hinsvegar er það að spá í frásagnarhætti og minnum og svoleiðis kjaftæði alveg með eindæmum leiðinlegt. Það er einmitt það sem ég er að fara í próf úr á morgun. Eina ástæðan fyrir því að ég held mig í þessum kúrs er til að ná 30 einingum úr þessu námi og þar með útskrifast úr japönskum fræðum. Það verður nú helvíti gott að klára þetta próf á morgun því þá er kúrsinn búinn og ég kominn í páskafrí. Planið í páskafríinu er að sjálfsögðu að læra (ahemm...yeah) og spila eitthvað af þeim tölvuleikjum sem ég hef ekki getað skoðað. Hinsvegar er plan helgarinnar að taka smá Akira Kurosawa maraþon en ég er með í höndunum myndirnar Seven Samurai og Ikiru ásamt því að vita af Kagemusha í Nexus. Eflaust hægt að finna Readbeard líka. Ef einhverjir (nú eða einhverjar *blikk blikk*) hafa áhuga á að taka þátt í þessu maraþoni þá er ykkur frjálst að hafa samband.

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?