Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

sunnudagur, október 31, 2004

 
Eg,Charles og Dan erum ad bida eftir ad brasiliski veitingastadurinn opni...vorum adeins of seint tannig ad stadurinn er lokadur...til FRIGGIN 5!! Spiladi Donkey Konga adan,lofar mjog godu.Gaf mig ad sjalfsogdu 100% i leikinn fyrir framan alla budina (^-^) Naest a dagskra er ad kaupa ser Wario Ware 2

þriðjudagur, október 26, 2004

 
Skila inn take-home miðannar prófinu í Body and Communication eftir 2 tíma, miðannarpróf í Geisha, Gangsters and Samurai eftir 3.5 tíma, þarf að klára Language Lab heimavinnu innan 7 tíma, kaupa inn og svo taka til í herberginu. Eftir það er ég frjáls!!!!! Búinn að vera með helvítans kvef og hósta alla helgina en það er svo gott sem farið. Í gær fékk ég svo pakka að heiman með íslensku nammi, auka tannkremstúpum og öllum tónlistardiskunum mínum og DVD myndunum þannig að næstu dagar verða nokkuð góðir. Reyndar ljáðist að setja aukadiskana með Alien Quadrilogy með en þeir fá þá bara að fljóta með í næstu sendingu :)

miðvikudagur, október 20, 2004

 
Air - Talkie Walkie videoið. Mæli með áhorfi. edit: Linkar fyrir minni tengingar: 56 100
 
Það er ekki bara... ...á Íslandi sem veðrið er að gera eitthvað af sér því hingað stefnir enn einn fellibylur, held hann sé sá 25. á árinu. Þessar síðustu vikur hefur verið ca einn fellibylur á viku þannig að regnjakkinn hefur heldur betur komið í góðar þarfir. Þegar ég var að borða morgunmatinn í morgun þá var þessi líka suddalega demba úti, hefði sleppt því að mæta í skólann ef það hefði ekki verið fyrir skrambans vocabulary quiz. Svo þegar kemur að því að ég þurfi að leggja af stað þá minnkar rigningin allt í einu þannig að ég hugsa mér gott til glóðarinnar, hendi regnhlífinni í körfuna á hjólinu og hjóla af stað eins hratt og ég get. Þegar ég á svo um 3mín eftir að hjóla-parking svæðinu þá gat himininn greinilega ekki haldið í sér lengur og skyndilega var ég staddur í náttúrulegri sturtu. Eftir að hafa svo hlaupið að skólanum þá var þetta eins og venjulega, maður leit út fyrir að hafa hoppað í sundlaug á leiðinni í skólann. Fellibylurinn á að koma hingað einhverntíman seinna í dag þannig að það er allt útlit fyrir að eftir-hádegi tímar verði 'canceled' og allir fái frí. Það ætti að verða athyglisvert þegar hann kemur því Gummi sagði að það væri spáð temmilegu þrumuveðri með honum. Heima á Íslandi heyrði maður einstaka sinnum í þrumum, man ekki eftir neinu meira en kannski 2-3 þrumum á einu kvöldi. Ef ég miða við síðasta fellibyl sem bar með sér þrumuveður hérna þá verður allt vitlaust og maður má búast við því að aftur slái niður eldingu í húsið við hliðina. Interesting times.

þriðjudagur, október 19, 2004

 
Hvað er þetta, er allt að verða vitlaust á klakanum? Veðurguðirnir virðast vera að ganga berserksgang og ég hef barasta aldrei lesið jafn langa færlu úr dagbók lögreglunnar!

sunnudagur, október 17, 2004

 
Myndir og fleira Hef verið soldið latur að setja inn myndir og skrifa á síðuna en það mun breytast núna. Miðsvetrarprófin næstum því búin og hlutirnir að fara í sitt gamla góða horf aftur. Ég flutti svo allar "myndir teknar með gemsanum" yfir í "Hitt og þetta" galleríið því þær eiga nú eiginlega heima þar. Nú áfram með smjörið: kjöt kjöt kjöt Fyrir nokkrum vikum fórum ég, Charles, Dan og Adam á brasilískan veitingastað í Kobe. Ástæðan fyrir því var að á þessum veitingastað er boðið upp á all-you-can-eat hlaðborð þar sem hægt er að borða endalaust af gómsætu kjöti. Við kjötþyrstu útlendingarnir gáum auðvitað ekki látið þetta framhjá okkur fara og skelltum okkur. Áður en það gerðist fórum við þó örstutt í Den Den Town þar sem Charles keypti sér rafræna orðabók og myndavél. Merkilegasta við þá ferð var samt að setjast í nudd-hægindastól en svo virðist sem starf einnar konunnar í búðinni þar Charles keypti myndavélina sé eingöngu að fá hugsanlega viðskiptavini til að setjast í nuddstólana. Ætli það sé ekki gert til að gera fólkið afslappaðra og þar með líklegra til að kaupa eitthvað. Virkaði allavega á okkur. Svo voru líka gaurar á nokkrum stöðum á gangstéttinni að selja sjóræningjaútgáfur af hinum ýmsu forritum og nokkrir voru líka að selja það sem virtust vera DVD útgáfur af myndum sem er enn verið að sýna í bíó. Allavega, við mættum á brasilíska veitingastaðinn, borguðum 1700 yen og sátum svo í 1.5 klukkutíma og borðuðum. Af þessum 90mín eyddum við um 70 í að borða. Maður tróð endalaust í sig af kjöti og engu nema kjöti. Við þurftum ekki einu sinni að standa upp til að ná í meira því brasilískur gaur gekk á milli borðanna með það sem leit út eins og stórt sverð með fullt af kjöti á. Á borðunum var svo sér auka diskur hjá öllum sem hann skellti sverðinu niður og skar svo af því kjöt með lítilli sveðju. Ég held ég hafi örugglega prufað allar gerðir af kjöti sem til eru í heiminum þarna og þegar við loksins gátum ekki borðað meira og þurftum að fara þá gátum við varla staðið í lappirnar. Það var líka mjög sársaukafullt að hlægja og við þurfum að labba mjög hægt því annað var bara sárt. Eftir þetta hófst svo dauðaleit að western-style klósetti því Charles og Dan þurftu virkilega að losa sig við eitthvað stórt út líkamanum. Sú leit tókst nú ekki þannig að þeir urðu að sætta sig við japönsk squatting-style klósett. Nara Í Nara eru alveg hundgömul búddahof. Þarna standa byggingar sem eru eldri en öll saga Bandaríkjanna og það kom soldið flatt upp á suma kanana sem voru þarna. Nú allavega, ég og Aki laumuðum okkur með Aisuru í vettvangsferð bekkjarinn sem er að læra um Zen Búddisma þannig að maður gat skoðað þessi gömlu hof og hlustað á kennarann þylja upp alveg heilan helling af fróðleik um þau og það sem í þeim er. Kennarinn er mjög skemmtileg kona þannig að manni leiddist ekkert að hlusta á hana tala um það sem fyrir augu bar og það sem maður sá þarna var nú bara alveg helvíti flott. Næstum hver einasta bygging á svæðinu er flokkuð sem þjóðargersemi Japan og það má líta svo á að þetta svæði sé eitt það merkilegasta í landinu. Þegar vettvangsferðinni var lokið fórum við á rölt um bæinn og skoðuðum það sem fyrir augu bar. Það var nú ekki mikið og þessi bær virðist vera eins og lítið sveitaþorp, nákvæmlega ekkert um að vera þar. Engu að síður mjög fallegt um að litast og mjög friðsælt....og leiðinlegt til lengdar. Íslendingadjamm Í gær komu Ester og Ragga til Osaka frá Tokyo. Þessi ákvörðun var tekin án nokkrar fyrirhyggu, eina planið þeirra var að koma í bæinn og djamma með okkur hinum íslendingunum. Það tókst alveg frábærlega þótt ekki hafi allir getað verið með okkur til enda. Viðstaddir voru ég, Siggi, Gummi, Dóri, Ester og Ragga, en við örum öll úr hópnum sem lærði Japönsku við HÍ í fyrra. Við strákarnir erum að læra við Kansai Gaidai meðan Ester er við Gakushuin í Tokyo. Ragga er bara eitthvað að leika sér hérna og að leita sér að vinnu líka. Hún er kominn með gráðu í ensku en það virðist litlu skipta þegar maður leitar sér að vinnu við að kenna ensku, mestu máli skiptir víst að vera frá enskumælandi landi...jafnvel þótt maður hafi enga gráðu. Hún verður þá bara að fara að selja sig á götunni, eflaust margir japanskir pervertar sem væru til í eina ljóshærða, bjróstgóða valkyrju :) Með okkur í hóp voru svo 2 japanskar stelpur, Tomoko og svo manekkihvaðhúnheitir sem er vinkona Dóra. Tomoko var skiptinemi við HÍ í fyrra og er kærasta Helga...sem var einmitt í japönskubekknum við HÍ. Við byrjuðum kvöldið á brasilískum veitingastað þar sem við fengum litlar, dýrar en bragðgóðar máltíðir. Svo villtums við eitthvað um áður en við tókum lest til Shinsaibashi þar sem við röltum inn á karaoke-bar. Þegar þar var að komið ákváðu Siggi og Gummi að beila á okkur því það var ekki svo langt í að lestirnar hættu að ganga og þeir nenntu ekki að vera alla nóttina. Gummi var líka eitthvað svo "þreyttur" og þurfti eflaust að fara heim að raka á sér fótleggina, borða ís og gráta yfir Húsinu á Sléttunni. Dóri og vinkonan slátruðu nokkrum lögum með okkur áður en þau fóru burt...í íbúðina hennar...þar sem Dóri fékk gistingu yfir nóttina...*hóst* *hóst* Þá var það bara ég og 3 stelpur eftir. Við héldum áfram að slátra og nauðga frægum slögurum en á meðal fórnarlamba minna voru David Bowie, Presidents of The USA og The Doors. Karaoke er bara alveg helvíti skemmtilegt ef maður er með nógu mikið af alkóhóli í blóðinu. Eftir þetta röltum við um og reyndum að ákveða hvaða klúbb við myndum eyða næstu klukkutímum á. Fundum loks klúbb á nokkrum hæðum sem spilaði Hipp Hopp / einhverskonar danstónlist. Keyptum okkur að éta þar, drukkum og dönsuðum. Við vorum ekkert að slá af dansmúvunum heldur sveifluðum okkur eins og við gátum. Á tímabili tróð einhver útlendingur sér í hringinn okkar og var svo hrikalega töff að hann tók "the robot" í gríð og erg. Svo reyndi hann að dansa við Tomoko og eitthvað að færa sig inná hennar "comfort zone", þegar það gekk ekki fór hann til Röggu og loksins þegar hann fór burt sá ég ekki betur en hann stryki hendinni eftir bakinu á henni. Hressandi gaur. Færðum okkur um set og héldum áfram að hreifa okkur eins og spassar í góðan klukkutíma þangað til Ragga og Ester þurftu að setjast niður. Við Tomoko héldum eitthvað áfram þangað til við fórum til Esterar og Röggu á efri hæðinni (allt í allt var þessi klúbbur á 5 hæðum). Ester var orðin eitthvað þreytt og ákvað að leggja sig upp við vegginn þangað til við fórum af staðnum...eitthvað um kl 5 um morguninn. Röltum á lestarstöðina og tókum fyrstu lest heim. Þegar ég stóð einn á brautarpallinum í Hirakata-shi kl 6:15 varð mér litið á brautarpallinn á móti en þar stóð hrúga af Kansai Gaidai nemendum sem voru á leiðinni í helgarferð til Hiroshima. Beint á móti mér í biðklefanum sat Aisuru ásamt finnskri stelpu héðan úr heimavistinni. Ég stóð því bara og starði á þær þangað til þær tóku eftir mér. Tók þá lítinn dans fyrir þær og pósaði. Þetta uppskar sjáanlegan hlátur og handapat hjá þeim. Já gott fólk, í Japan hefur fæðst nýr Kristófer. Ég veit ekki hvernig það er með Reykjavíkina núna en það er farið að vera helvíti kalt á nóttunni í Japan og á þessu djammi var ég klæddur í stuttermabol og Henson íþróttajakka. Þegar ég hjólaði heim frá Makino lestarstöðinni um kl 6:35 þá var alveg ískalt. Allir sem ég mætti á leiðinni voru klæddir í úlpur eða þykka jakka meðan ég brunaði framhjá í gerfiefnisjakka með frosið hor úr nefinu og glamrandi tennur. Skil núna hvers vegna allir Japanirnir voru svona vel klæddir í Osaka. Þegar ég kom svo heim fór ég í heita sturtu því ég lyktaði eins og risastór sígaretta af stekustu gerð. Fór ekki að sofa fyrr en um kl 9 og var það vel rotaður að ég rumskaði ekki þegar herbergisfélaginn umturnaði herberginu í leit að lyklunum sínum áður en hann fór út. Þegar ég vaknaði og leit á klukkunna fékk ég nú létt sjokk því við mér blasti 16:45. Um það bil heill dagur horfinn og sólin 2 tímum frá því að setjast. Jæja hætti þessu blaðri, komið alveg nóg Slatti af nýjum myndum komin í 'Hitt og þetta' ásamt 2 nýjum myndagalleríum. Gemsamyndir sameinaðar í Hitt og þetta og fullt af nýjum myndum bætt þar inn: Nara íslendingadjamm í Osaka Hitt og þetta Á næstu dögum er svo von á fleiri myndum, þar á meðal munuð þið loskins fá að sjá Yakuza hjólið mitt.

miðvikudagur, október 13, 2004

 
Helgin var alveg helvíti góð, skruppum í Den Den Town á föstudaginn þar sem einn gaur þurfti að versla sér nýja myndavél og litla rafræna orðabók. Það er alltaf jafn áhugavert að fara á þennan undrastað því hann er bara í einu orði sagt dásamlegur. Þar sem gaurinn keypti myndavélina var líka verið að selja nudd-hægindastóla þannig að við settumst niður þar í um 15mín og létum stólana nudda úr okkur alla þreytu. Fékk nú reyndar smá Lost in Translation moment þegar ég reyndi að minnka kraftinn á nuddinu og jók hann í staðin sem orsakaði nokkurn sársauka og hlátur frá viðstöddum þangað til starfsmaður kom að og minnkaði fyrir mig kraftinn. Sú kona virðist einmitt hafa þann einn starfa að fá fólk til að setjast í stólana og taka við smá nuddi, líklega í þeirri von að manni líði það vel að maður kaupi eitthvað í búðinni. Nú eftir Den Den Town fórum við svo á Oktoberfest í Umeda sky tower. Ég myndi setja inn mynd af honum ef ég hefði munað eftir að setja batteríið í helv. myndavélina. Anyway, byggingin er alveg helvíti flott, basically tveir skýjakljúflar sem eru tengdir saman á toppnum og allt voða fancy. Oktoberfest var haldin á milli þeirra en hún var nú ekkert í líkingu við Oktoberfest sem maður sá á klakanum heldur var þetta meira alþjóðleg hátíð með skemmtiatriðum frá löndum eins og Tælandi og Indlandi. Ólíkt klakanum var fólk heldur ekki að skilja flöskur/glös eftir hér og þar heldur var öllu hent samviskusamlega í þar til gerðar ruslatunnur. Sem dæmi um hvað Japaninn virðist obsessed af því að henda í réttar tunnur þá var japanskur gaur tvístígandi alveg heillengi við 2 tunnur því hann vissi ekki í hvora hann ætti að henda flöskunni sinni því eitthvað hafði fólk verið að henda í vitlausar tunnur. Ekki fyrr en við bendum honum á aðra tunnuna að hann loksins henti flöskunni, brosti og labbaði burt. Þarna drukkum við heilan helling af dökkum, þýskum bjór og borðuðum alveg dásamlegan indverskan mat. Hittum líka slatta af fólki þarna og þar á meðal var brjálaður redneck frá suðurhluta bandaríkjanna. Hann stóð varla í lappirnar og var að taka í höndina á öllum og öskra á þá "BREAK THAT HAND! BREAK IT!!!" og maður var hræddastur um að hann myndi skalla mann at any moment. Oktoberfest var s.s. mjög skemmtileg eins og við var að búast. Daginn eftir fór ég svo til Kyoto þar sem maður skellti sér í bíóhús til að sjá einhverja góða ræmu. Bíóið er hvorki meira né minna en 5 hæðir en það er kannski vegna þess að á hverri hæð eru bara 2 salir eða svo. Það sem kom mér líka skemmtilega á óvart var að salurinn sjálfur var mjög hreinn, gólfið var ekki klístrað og ekkert drasl á gólfinu. Þegar myndinni lauk tók maður svo eftir því að allir tóku sitt rusl og hentu því. Reyndar gerðist það ekki fyrr en credits voru búin að rúlla í gegn, svo virðist vera sem japaninn horfi alltaf á það helvíti...þakka fyrir að hafa ekki horft á Lord of The Rings þarna. Myndin sem við horfðum á heitir Devilman og er argasta sorp. Á leiðinni niður rúllustigana í bíóinu var hópur af reiðum Japönum fyrir aftan okkur og mér var sagt að þeir væru reiðir yfir því hvað myndin hefði verið léleg. Basically þá er þetta mynd um gaur sem verður að djöfli en fullt af fólki er að breytast í einhverja mad djöfla sem drepa venjulegt fólk og hann er svona að stoppa það. Að sjálfsögðu er þetta 15-16 ára strákur. Nú allir leikararnir eru ömurlega lélegir og þegar eitthvað sorglegt gerist og maður sér closeup af þeim að væla þá finnur maður ekki til með persónunni heldur hugsar maður bara um hvað þetta er illa leikið. Special effects voru í líkingu við eitthvað úr 3 ára gömlum tölvuleik en þar sem þessi mynd er ca 50% tölvuteiknuð atriði þá var maður stöðugt minntur á að special effects deildin hefði ekki fengið nægan pening. Eftir myndina var förunautur minn algjörlega sammála, léleg mynd. Mér fannst hún bara verri því hún var öll á japönsku og enginn texti til að hjálpa manni :) Allavega, mæli ekki með Devilman, stay away from it like serial killers.

fimmtudagur, október 07, 2004

 
Ekkert skrifað hér í soldið langan tíma...of langan tíma. Það er búið að vera alveg nóg að gera í millitíðinni og núna er maður að sigla inn í miðannapróf í öllum fögum þannig að tími til skrifa verður eitthvað takmarkaður. Læt það þó ekki stoppa mig en von er á að maður kíki á oktoberfest á laugardaginn og svo til Kyoto á sunnudaginn en næsta helgi er þriggja daga helgi.

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?