Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

 
Nýjar myndir Búinn að henda inn myndunum frá Kyoto, wheeeeeeee Fékk mér svo hjól í dag. Var búinn að vera helvíti lengi að skoða 2 hjól í litlu hjólabúðinni hérna rétt hjá þegar aðvífandi koma 2 jakkafataklæddir og eilítið furðulegir gaurar. Annar var á litlu hjóli sem honum líkaði ekki vil og var kominn til að kaupa sér stórt hjól. Hann þurfti því að losa sig við litla hjólið og bauð mér að kaupa það af sér á 1000 yen. Ég prufukeyrði hjólið og ákvað svo að taka þessu boði. Eftir að hafa talað aðeins meira við gaurinn og þeir búnir að ræða við kallinn sem á búðina og aðstoðarkonuna hans þá ákvað hann að gefa mér hjólið. Ég gat náttúrulega ekki sagt nei við því og er því kominn á fínt hjól sem kostaði mig ekki krónu. Þegar þessir furðulegu en hressu gaurar voru farnir sagði kallinn sem á hjólabúðina mér að þetta hefðu verið yakuza gaurar. Fyrir þá sem ekki vita þá er yakuza japanska mafían :) Ég er þá kominn á nýtt hjól sem ég fékk gefins frá yakuza gaurum. Vona bara að það sé ekki stolið en ég er allavega búinn að registera það á mig með tilheyrandi tonni af límmiðum.
 
Stormviðvörun Í gær kom starfsmaður skólans inn í tölvuverið í CIE (Center for International Education) og kallaði yfir hópinn að allir ættu að fara heim, "tyhpoon" væri að koma, það yrðu engir tímar í dag og tölvuverinu yrði lokað eftir 20mín. Þegar ég leit út um gluggann var léttskýjað og smá gola en ég nennti nú ekki að slóra og lenda þá í einhverri heví rigningu og roki og hata sjálfan mig fyrir að hafa ekki farið strax heim...þannig að ég fór heim. Kom við í búð og keypti mér regnhlíf svona ef það skyldi verða rigning á morgun. Þetta var kl 3 um daginn. Klukkan 10 um kvöldið var komið smá rok en engin rigning en rétt um miðnætti var komið helvíti öflugt rok og rigning, minnti mann á Ísland...nema hvað það var um 30 stiga hiti. Ég varð ekki var við neitt yfir nóttina og þegar ég fór út kl 8:30 í morgun var sól og blíða. Meira óveðrið eða hittþó heldur.... Næstu helgi er stefnan svo sett á að hitta Helga og Tomoko í Osaka og fara á sveitt djamm með þeim. Maður verður að hitta einu sinni á Helgann áður en hann fer aftur til Íslands.
 
Myndir Já með hjálp Binna er ég kominn með smá myndasíðu sem þið getið gluggað í. Það á mikið meira eftir að bætast í þarna, þar á meðal Kyoto ferðin.

sunnudagur, ágúst 29, 2004

 
Það er víst einhver typhoon á leiðinni hingað með tilheyrandi vindi og rigningu...vona bara að það verði ekki of blautt á morgun því ég þarf að fara í skólann og á enga regnhlíf. Ekki heldur búinn að kaupa mér hjól og 25mín labb í heví rigningu getur ekki endað vel...
 
Opnunarhátíðin Já opnunarhátíðin var á föstudaginn og eins og við var að búast þá tóku nokkrir aðilar til máls. Áhugaverðustu ræðurnar áttu forseti Asian Studies deildarinnar og svo einn kennarinn. Ég nenni nú ekki að fara yfir hvað forsetinn sagði en hann talaði við okkur á japönsku en við hliðina á honum stóð japanskur gaur sem túlkaði. Þessi japanski gaur hafði greinilega lært ensku einhverstaðar í suðurhluta Bandaríkjanna því hann talaði með alveg fullkomnum hreim. Það var í rauninni hálf hlægilegt að hlusta á hann tala því hann hljómaði nákvæmlega eins og einhver gaur frá texas. Ræðan hjá kennaranum var síðan áhugaverð því hann var að gefa okkur góð ráð um að hvað við ættum að gera til að njóta dvalarinnar en aðal ráðið hans var að við ættum að týnast. Hann sagðist týnast hérna a.m.k. einu sinni í viku og það væru skiptin sem allt það skemmtilegasta gerðist. Hann lenti t.d. einu sinni í því að borða mat með hópi af súmóglímugaurum og í annað skipti fór hann inn í pínulítið veitingahús þar sem hann fékk besta hamborgara lífs síns. Maður þarf s.s. að fara að gera eitthvað af því að taka lest einhvert út í buskann og villast. Það var nokkuð athyglisverð staðreynd sem kom frá í þessari opnunarhátíð en það var fjöldi nemenda frá hverju landi. Bandaríkin eru alveg laaaaang efst á listanum með 246 nemendur....total fjöldi nemenda er 424 þannig að þeir eru meira en 50%. Næst á lista er Svíðþjóð með 20, Ástralía með 18, U.K og Kanada með 13. Flest hin löndin eru með á blilinu 1-5 nemendur. Eftir hátíðina var okkur boðið í hlaðborð í mötuneytinu þar sem var (eins og við var að búast) alveg frábær matur. Meðan ég og Gummi vorum að borða stóðu 2 gaurar frá Bandaríkjunum fyrir aftan okkur og voru eitthvað að heimskast. Þeir voru ekki sáttir með að það væri verið að telja upp öll "litlu" löndin á blaðinu sem við fengum heldur hefði bara átt að vera Bandaríkin=246 og Everópa=blabla. Gerðu sér greinilega ekki grein fyrir því að hin löndin eru ekkert öll úr evrópu og í þokkabót er þetta bara fáránlegur hroki. Til að toppa þetta þá voru þeir líka ósáttir við fánana sem voru hengdir upp fyrir ofan sviðið á hátíðinni því þótt bandaríski fáninn héngi þarna þá vantaði fánann frá Texas og hinum fylkjunum. Svo héldu þeir áfram að trash-talka önnur lönd en maður nennti ekki að hlusta á þá lengur. Slæm eintök því hér eru fullt af öðrum könum sem eru ekki hrokafullir og leiðinlegir. Beint eftir opnunarhátíðina fórum við svo í ferðina til Kyoto sem ég er búinn að skrifa um.

laugardagur, ágúst 28, 2004

 
Kyoto Í gær bauð Kansai Gaidai upp á ferð til Kyoto. Eins og með ferðina til Osaka þá virkaði þetta þannig að fullt af japönskum nemendum úr skólanum skráðu sig í þetta og svo skráðu skiptinemar sig, svo áttu japönsku nemendurnir að vera guides fyrir okkur heimsku útlendingana. Þar sem það voru alveg fáránlega margir sem fóru í ferðina til Osaka daginn áður þá hefur skólinn kannski búist við því að það yrðu álíka margir í ferðinni til Kyoto en sú var nú ekki raunin. Það var líklega samblanda af því að þeir sem eiga að búa í "off-campus" íbúðum fluttu þangað á sama tíma og ferðin var og svo að fólk virtist almennt vera nokkuð þreytt eftir Osaka ferðina en hún samanstóð eiginlega bara af endalausu labbi. Þetta varð allavega til þess að röðin með japönsku nemendunum var ca 4x lengri en röðin af skiptinemum. Þetta þýddi að þegar það kom að mér , Oskari (sænskur), Mikhael og einhverjum kana í röðinni þá var okkur splittað upp. Ég og Oskar fórum tveir með 5 japönskum stelpum og af þessum 5 þá voru 4 alveg gullfallegar. Myndir koma seinna :) Þessar stelpur voru líka alveg mjög hressar og töluðu alveg heilmikið við okkur, öfugt við stelpurnar sem fóru með okkur til Osaka. Skemmtileg staðreynd er svo að þær eru allar fyrsta árs nemar, þ.e. að fara að byrja í skólanum núna 10. september, og þar með allar 19 ára. Nú allavega þá voru þetta mjög skemmtilegar stelpur og við skemmtum okkur mjög vel í ferðinni til Kyoto. Skoðuðum einhver eldgömul temples þar sem við börðum í einhverskonar gong, drukkum vatn sem á að lengja líf okkar alveg heilmikið og auk þess að uppfylla óskir okkar (ef við óskuðum okkur um leið og við drukkum vatnið). Svo voru líka 2 steinar sem voru þannig að ef maður gæti labbað klakklaust á milli þeirra með lokuð augun þá myndi maður fljótlega finna hina einu sönnu ást, annars myndi maður þurfa að bíða lengi og leita lengi að henni. Eftir hið endalausa labb í Kyoto þá skelltum við okkur á veitingastað þar sem við borðuðum alveg frábæra máltið. Ég man þó enganvegin hvað það sem ég borðaði heitir enda var það allt á japönsku. Þar sem ég er ekki beint góður með prjónana þá var ég ágætis skemmtiatriði. Þegar ég loksins náði að stilla þá rétt af hélt ég svo fast um þá að þegar ég kláraði voru eldrauð för í hendinni :) Ferðin stóð frá kl 2 til rétt rúmlega 9 um kvöld og við Oskar enduðum með gsm-email og símanúmer frá þeim öllum. Við vissum af Kansai Gaidai partí um kvöldið og buðum þeim að kíkja með okkur sem og 2 þeirra gerðu (hinar vildu koma líka en 2 eiga heima í 2 klukkutíma fjarlægð og hin var með önnur plön en sagði að við yrðum að láta hana vita af næsta partí). Ég vill nú nota tækifærið hér og nú og segja að þessar 2 sem mættu eiga báðar kærasta so don't get the wrong ideas. Þær eru samt eldhressar og alveg gullfallegar. Við skemmtum okkur alveg ágætlega þótt við höfum nú ekki fundið neinn stað með dansgólfi...virðist ekki vera mikið um þannig staði hér í í þessum bæ. Þær ætla samt að fara í það verkefni að finna þannig stað. Í gær var líka Opening Ceremony, segi frá henni næst.

föstudagur, ágúst 27, 2004

 
Osaka og Kyoto Í gær fórum við til Osaka og í dag var farið til Kyoto. Báðar ferðirnar voru skipulagðar af Kansai Gaidai og virkuðu þannig að nokkir skiptinemar voru settir með nokkrum japönskum nemendum sem voru guide-ar. Þess má geta að ALLIR japanskir nemendur við þennan skóla virðast vera stelpur...og það fallegar stelpur. Ferðin til Osaka var samt frekar dull. Vorum 8 gaurar(íslendingar: ég, Siggi, Gummi og Mikhael) með 3 stelpum en ein þeirra var mjög yfir meðallagi heit. Á leiðinni til Gotenyama station þá fór hún beint að tala við Gumma...veit ekki hvort hún hafi bara vorkennt honum eitthvað eða þótt hann svona heitur. Kannski sitt lítið af hvoru. Nú þessi stelpa fékk óskipta athygli karlpeningsins út alla ferðina og 2 af strákunum virtust vera að kasta út öllum veiðafærum að reyna að húkka hana. Veit ekki hvort það tókst en hún virtist alveg hafa gaman af athyglinni. Ferðin sjálf var í sjálfu sér ekkert ofsalega merkileg. Fórum jú að skoða Osaka castle sem er alveg helvíti merkilegt fyrirbæri, alveg huuuuuuuges. Tók fullt af myndum þar sem þið fáið að sjá seinna. Ferð að registera lappann á morgun, ef það er ekki hægt þá fer ég á mánudaginn þannig að myndir ættu að koma online á þriðjudag/miðvikudag. Nú við fórum þarna á toppinn á Osaka castle og voða flott útsýni og allt það en ekkert svosem merkilegt stuff að gerast. Klukkan var síðan orðin alveg helvíti margt, við hundsvangir og þreyttir. Stelpurnar fóru svo með okkur á Hirakata station og sögðu bless. Þá höfðum við ekki hugmynd um hvaða átt við áttum að fara í því enginn hafði verið þarna áður...ever. Ein miskunaði sig þá yfir okkur og sýndi okkur strætó sem við gátum tekið til Kansai Gaidai. Þar sem við fórum úr strætó er "Ramen 180 Yen" staður sem við borðuðum á. Þetta er algjör snilldar staður sem maður á pottþétt eftir að borða á aftur seinna. Keypti mér eitthvað "chicken" eitthvað sem bragðaðist alveg bara fjári vel. Náði líka að auka færnina með prjónana upp úr ca 20% í 50%. Allt að koma. Eftir þessa alveg hreint fíííínu máltíð löbbuðum við að heimavistinni gegnum campusinn...ca 25min gangur, bara hressandi. Maður sem ég hef ekki minnst á (held ég) er Edwin. Hann er einn af herbergisfélögunum mínum, Canada djöfull þar á ferðinni. Hann er hinn allra fínasti gaur og spurði mig hvort ég væri til í labb með sér og stelpu frá Ástralíu í 7/11 til að kaupa eitthvað að éta. Ég var nú alveg bara til í það en þess má geta að umrædd búð er um 10m frá Ramen staðnum sem við íslendingarnir borðuðum á áður. Þar sem þá var búið að loka hliðunum að skólanum urðum við að fara lengri leið. Sú lengri leið lá í gegnum ÞÉTTA íbúðarbyggð og innifól margar beygjur, hlykki og "vinstri eða hægri?". Þetta gekk nú bara vonum framar og við komumst á réttan stað og versluðum okkur einhvern anskotan þarna...get sagt að í Japan eru til mun fleiri tegundir af drykkjum en á Íslandi...og sumt af þessu er bara crazy. Á leiðinni til baka mættum við 2 stelpum sem spurðu okkur hvort við vissum hvar Heimavistin væri því þær væru algjörlega týndar. Heldur betur sögðum við og buðum þeim að slást í hópinn þangað. Um 15 mínótum seinna vorum við villtari en allt. Ég og Edwin leiddum þennan hóp týndra kinda en okkur tókst t.d. að labba í risastóran hring. Hálftíma eftir að við lögðum af stað til baka vorum við allt í einu komin á veg sem við könnuðumst við nema hvað við vorum þá að labba hann í áttina frá Heimavistinni. Þessi stutta ferð í 7/11 endaði á að taka okkur 3x meiri tíma en hún átti að taka. Jæja skil ekki hvað ég er að babbla hérna, ekkert pláss fyrir report frá Kyoto ferðinni en hún var alveg hreint mögnuð! Meira um hana og (vonandi) myndir næst.

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

 
Það tekur mann u.þ.b. 25mín að labba frá heimavistinni og inn í miðjan campusinn þegar maður fer ákveðna "shortcut" leið en hún liggur eftir vægast sagt þröngum vegi. Fyrst hélt maður að þetta væri nú bara einstefna en þvert á móti þá er tvístefna á þessum blessaða vegi en þegar bíll kemur framan/aftan að manni þá verður maður að víkja alveg út í vegg svo hann komist framhjá manni. Ég er líka búinn að sjá að ég verð að kaupa mér hjól ef ég ætla ekki að eyðileggja skóna mína fyrir áramót á stöðugu labbi. Sparar manni líka alveg sjúklega mikinn tíma og svita að hjóla. Einu hjólin sem eru samt á þægilegu verði eru alveg old-school hjól með körfu og bögglabera eins og maður sér í kvikmyndum frá 6. áratugnum. Gummi var eitthvað að væla yfir að það væru engin almennileg hjól með gírum til sölu...en hver þarf á þannig að halda hér :) Hitinn virðist líka ætla að verða alveg þokkalegur hérna en maður er samt ekkert þjakaður vegna hans. Sumir hérna eru alveg að deyja úr hita meðan ég er alveg svona...temmilegur bara. Maður svitnar náttúrulega þokkalega þegar sólin ákveður að skína á mann um leið og maður er að flýta sér í skólann en annars er þetta bara ágætis veður. Myndirnar ættu að fara að láta sjá sig bráðum, gæti verið að maður þurfi að plögga einhverju forriti hérna inná en ég er að vonast eftir að Gummi geti lánað mér usb minnislykil svo ég gæti fært myndirnar af tölvunni minni og á netið gegnum einhverja tölvuna hérna í dorminu þangað til ég kem lappanum mínum online.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

 
hér er svo hluti 3, víííí 23. ágúst Tókum hraðlest til Kyoto þar sem "pick-up service" átti að taka á móti okkur. Þessi service samanstóð af einum sveitt-stressuðum gaur sem sagði okkur að "stay here, stay here, stay here". Öllum var hægt og rólega smalað saman en í staðin fyrir að leggja af stað kl 3 þá fórum við ekki fyrr en kl 4. Því var um að kenna einhverjum skiptinemum sem tókst að villast alveg hrikalega á lestarstöðinni og því að keisarinn var rétt ókominn í heimsókn á lestarstöðina. Þannig að eitt af því fyrsta sem við sáum eftir að við komum til Kyoto var sjálfur keisarinn. Kallinn var nú orðinn helvíti gamall en hann tók þetta venjulega kónga-veif til mannfjöldans. Myndi sýna einhverjar myndir en jú, ekki enn getað tengt lappann við netið. **** Bjóst við rútu frá lestarstöðinni og í skólann en neiiiii, okkur var skipað að kaupa lestarmiða því nú átti svo sannarlega að lestast. Tókum hvorki fleiri né færri en 3 lestir sem þýddi að maður dröslaðist með allan farangurinn sinn (tæp 40kg) upp og niður rúllustiga og og venjulega stiga í þessum líka sjúklega raka og hita. Hægt að segja að maður hafi orðið sveittur við átökin já. Að lokum fórum við út undir bert loft en það rigndi alveg hressilega á okkur. Nú þurftum við að taka leigubíl alla leiðina í Seminar House II. Ekki kalla ég þetta merkilega "pick-up service". Nú enginn af þeim sem á að vera í leiguhúsnæði gegnum skólann fékk að fara þangað heldur er öllum (nema þeim sem eru á eigin vegum) holað niður í Dorm 1, 2 & 3 þannig að það eru 4 í hverju herbergi. Ég er currently með 2 öðrum í herbergi, Canadískum asískum gaur sem heitir Edwin og svo einhverjum ítala sem ég veit ekkert hvað heitir. Ég og Edwin fórum saman frá Kyoto station, fínasti gaur. Nú ítalinn kom eitthvað á eftir okkur og ákvað að fara bara beint að sofa...við þurftum að laumast inn til að ná í bækurnar okkar því við komumst að því að kl 10 á morgun er stöðupróf! Fun fun fun. Báðumst afsökunar á að þurfa að vekja hann og flýttum okkur eins mikið og við gátum. Gátum ekki farið aftur í herbergið fyrr en við ætluðum að fara að sofa og læddumst eins og við gátum þegar kom að því. Nú þessi ítalski hálfviti vaknaði auðvitað um miðja nótt því hann fór svo fucked-up snemma að sofa. Hann leysti þetta vandamál með því að fara á fætur og vera með mikinn umgang í herberginu, fór svo í sturtu frammi og kom til baka og ákvað að taka svona helminginn uppúr töskunni sinni og raða í skápinn. FÍFL!! Hann fór loksins fram um kl 05:30 og það var nokkuð ljóst að maður myndi ekki sofna aftur eftir þetta. Drulluðum okkur í sturtu og svo út að leita að mat. **** Fundum þetta líka fína bakarí í um 15mín labbjarlægð frá dorminu. Nokkuð ljóst að maður verður að kaupa sér hjól. Löbbuðum svo í skólann til að taka placement prófið, góðar 20mín þar...langar í hjól. Hitinn á leiðinni var minna en þægilegur. **** Skoðuðum hitt og þetta í skólanum, gekk svo alveg ágætlega á þessu prófi...hefði samt viljað vera búinn að læra betur fyrir það. Fengum tour um language lab, notum eitthvað forrit þar sem spilar samtal og svo spilar það það aftur og tekur upp á tölvuna meðan við endurtökum. Svo eigum við víst að senda þessa upptöku okkar til kennarans...ætti að verða áhugavert. **** Yes! Á morgun þarf ég að opna bankareikning, borga öll gjöld, skrá mig í fög, skrá mig í speaking-partner program, fylla út öll form og skrá mig í kúrsa. Ætti að verða skemmtilegur dagur. Spurning um að reyna að finna sér hjól í leiðinni. Við erum ennþá bara 3 í herberginu en í dag ætti að bætast við einn kani.
 
Áfram heldur ruglið. Þó mun minna en í færslunni fyrir neðan...en þið ættuð að lesa hana fyrst ef þið hafið einhvern áhuga á að lesa þetta rugl í réttri röð. 21. & 22. ágúst Lentur í Tokyo. Hiti Hiti! HITI!!! **** Hótel í 2 daga með Gumma og Sigga. Ég og Gummi vorum í double herbergi meðan Siggi var í single. Sem betur fer hraut Gummi ekki...mikið. Hann hraut nokkuð hátt en virtist alltaf vakna við hroturnar í sjálfum sér. Hittum Jónas sem kíkti með okkur um svæðið. Aðspurður hvers vegna það væru eiginlega engir Japanir í stuttbuxum og sumir jafnvel í peysum þá sagði hann að í dag væri í raun ekkert svo heitt. Við vorum að leka niður af hita. Jónas kíkti með okkur í Ginza og sáum t.d. þessa víðfrægu Apple búð en hún er alveg HUGES. Það sama verður ekki sagt um McDonalds þarna en þar er um að ræða minnsta McDonalds stað sem ég hef nokkurntíman séð..eflaust sá minnsti í heimi. Myndi linka á mynd sem ég tók af honum en ég hef ekki enn getað tengt lappann minn við netið hérna.
 
Ég er með svona pínulitla vasabók sem ég hef hripað eitthvað í síðustu daga þegar ég hef haft tíma til að setjast niður. 90% virðist vera frá því áður en ég fer í flugvélina til Japan, sýnir bara hvað maður hefur haft lítinn tíma úti :p Föstudagur, 20. ágúst Dagurinn byrjaði alveg ágætlega, vaknaði á undan klukkunni um 03:30 og lá andvaka til 4. Þetta var góður 3,5 tíma svefn. Komst að því kvöldið áður að British Airways taka taka ekki þyngri tösku en 32kg þannig að ef þessi eina taska mín væri meira en það þá væri ég í vondum málum. Þar sem vigtin heima er búin að vera biluð í marga mánuði þá var ómögulegt að komast að því hvað taskan væri í raun þung. Við tókum nú enga áhættu og tókum eitthvað úr henni og settum í aðra tösku. **** Kominn á flugvöllinn kl 5:25 og sem betur fer var lítið af fólki... sem betur fer því stuttu eftir að við mættum þá hrundi tölvukerfið á flugvellinum þannig að check-in time alveg þrefaldaðist. Ég var með 6kg í yfirvigt sem þýddi 22þús kr rukkun!! Apparently þá rukka þeir vel í Japan. Töskurnar komast allavega alla leið þannig að ég þarf ekkert að sækja þær þegar ég lendi á Heathrow. Þegar ég kom út eftir að hafa borgað þessa fáránlega háu upphæð var komin þessi líka svakalega þykka stappa af fólki við check-in...þakka bara fyrir að hafa mætt eins snemma og ég gerði. Þetta er í fyrsta skipti síðan í útskriftarferðinni með Versló sem ég kem í fríhöfnina og mér finnst nú bara frekar lítið til hennar koma **** Rakst fyrir ótrúlega heppni á Gumma en ég ætti að hitta hann aftur á Heathrow en ég er ekki 100% viss um það. Flugfreyjan í flugleiðavélinni sagði að það væri svo mikil örtröð á Heathrow núna að við ættum í raun ekki að leggja af stað fyrr en eftir 1-2 tíma, það þýðir að Iceland Express væri alveg líklegt til að seinka lendingunni sinni eitthvað í skiptum fyrir ódýrara lendingargjald. Þótt flugfreyjurnar hjá Flugleiðum hafi nú allar verið sætar þá var maturinn nú ekkert spes. Veit ekki einu sinni hvað það var sem ég borðaði. Fallegar konur í þröngum búningum bæta það þó mjög upp. **** Heathrow. Labbaði eitthvert og eitthvert, ætti að vera á réttum stað og vona að töskurnar mínar séu það líka. Labbaði í gegnum þessa "fríhöfn" þeirra sem virðist samanstanda af rándýrum búllum, 1/4l af kóki á eitt pund, madness I tell you! 2:45 í að vélin taki á loft og Gummi hvergi sjáanlegur, hann hefur allavega ágætis tíma til að koma sér hingað. Búinn að versla mér soldið að éta hérna, hef samt eiginlega enga tilfinningu fyrir því hvað neitt kostar heldur borga bara með MasterCard og brosi. Fyrsta skipti sem ég sé svona mikið af "ekki hvítt" fólki og fólki sem hefur greinilega ekki sömu trúarbrögð. **** 14:05 að staðartíma í London, klukkutími í að maður komi sér í vélina. Lítið að gera hérna nema sitja á rassinum, spila GameBoy og horfa á brjóstin á gellunum hérna. Ég kvarta ekki yfir útsýninu. Til vinstri við mig er einhverskonar hátæknibúð og gaur er búinn að setja viðvörunarkerfið þrisvar í gang á síðustu 2 mín með því að fikta í einni og sömu myndavélinni sem er fest með öryggissnúru. Auglýsing sem rúllar í gegn á skjám hérna "sit down, log on, hit the web without wires". Tek upp lappann og reyni að tengjast en þetta virðist vera eitthvað mínus að virka. Fæ reyndar upp að ég sé með tenginu við "RU-wireless" sem mig grunar að sé háskólatengingin. Þá hafa þeir í háskólanum nú eitthvað verið að bæta búnaðinn hjá sér ef ég get tengst á Heathrow. Gummi hvergi sjáanlegur, kannski vegna þess að ég er ekki á staðnum sem við ætluðum að hittast á....því ég hef ekki hugmynd um hvar sá staður er. **** Nota tækifærið og óska sjálfum mér til hamingju með afmælið. Til hamingju gamli.+ **** Kominn í vélina og Gummi skilaði sér. Dýrið beið eftir mér fyrir utan gate-ið sem nota bene er númer 56...síðasta gate í Terminal 1 og þar af leiðandi lengst frá staðnum sem ég var á :) Tók stutt stopp þegar ég var hálfnaður og settist í mjúkan sófa og horfði á widescreen sjónvarp sem sýndi einhverja BBC fréttastofu. Greinilega alltaf sama stuðið í Írak. Öllum miðum er rent í gegnum vél sem merkir eitthvað á þá. Miðinn hans Gumma var skemmtilega "lítið" krumpaður og við fengum X-Treme paperjam í tækinu. Japanirnir fyrir aftan okkur létu frá sér einhverjar stunur meðan konan opnaði tækið og baslaði við að ná restinni af miðanum úr því en hann var í nokkrum hlutum. Eftir reynsluna hjá Icelandair þá flýtti ég mér í vélina og í sætið mitt, tók svo allt sem ég gæti mögulega þurft á leiðinni og henti töskunni upp í hólf fyrir ofan sætið því hún er of feit til að komast undir sætin. Útaf því varð ég að missa hana í lengri tíma fyrir og eftir flugtak hjá Icelandair á bakvið sætin hjá einhverjum plebbanum á Saga-Class. Þegar ég fékk hana loksins til baka eftir flugtak var ég nú glaður yfir því að plebbinn þarna hafði hallað sætinu sínu afturábak og þurfti að setja það upp svo ég gæti fengið töskuna mína aftur :) Nú þessi ótti reyndist ástæðulaus hjá BA því ég var einn með 3 sæti. Út um gluggann sé ég einn stóran væng og 4 risastóra hreyfla. Ekki beint glæsilegt útsýni en maður sér þó eitthvað. Fyrir aftan mig sitja svo 3 japanskar gelgjur, this should be interesting...

mánudagur, ágúst 23, 2004

 
djöh það er alveg helvítis hellingur búinn að gerast síðustu daga og núna er ég kominn í skólann og dagskráin næstu 5 daga verður geðveiki. Endalaust mikið sem maður þarf að gera. Verð þess vegna að bíða með að tjá mig hérna þangað til seinna.

sunnudagur, ágúst 15, 2004

 
5 dagar til stefnu Úff maður fær smá í magann við tilhugsunina...á föstudagsmorguninn fer ég til Japan og kem ekki aftur í 9+ mánuði. Annaðhvort það eða þá að þetta helvítis Skittles sem ég borðaði í gær er enn að angra mig...helvítis ógeð...

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

 
Omega var af einhverjum ástæðum að senda út bandaríska sjónvarpstöð í gærkvöldi og í þessu hrikalega ástandi sem ég var í í gær fór ég að horfa á hana. Þetta var einhverskonar fréttastöð með 2 gaurum með massíf comb-over og einni heldri konu. Þær fréttir sem ég horfði á þarna voru allar að dásama Bush og ríkisstjórnina og gagnrýna Kerry. Eftir hverja frétt var svo einn þulurinn sem tjáði sig heilmikið um fréttina. Lengsta fréttin var um menn sem eru að segja að Kerry sé að ljúga um allt sem gerðist í Vietnam og segja að Kerry sé aumingi. Þetta var rosalega löng frétt og eftir hana talaði þulurinn vel og lengi um hana og sagðist svo ekki vera að reyna að segja fólkinu hvað það ætti að gera "but I think the American people have to think long and hard if this is really the person they want as the next president of America". Auðvitað var ekkert talað um veru Bush í "hernum". Það var nú bara hálf kjánalegt að horfa á þessa stöð og hvað hún var hrikalega hlutdræg. Kosningahernaður á hæsta stigi. En svona er víst kosningabaráttan í USA, ekkert nema skítkast. Ef þú pissaðir einhverntíman útfyrir þegar þú varst 5 ára þá komast þeir að því og nota gegn þér.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

 
9 dagar í brottför...shit hvað það er stutt. Ég hálfvitaðist til að týna símanum mínum í gær. Var að vinna í Bryggjuhverfinu þegar það gerðist og það vildi svo heppilega til að hann var næstum því batterýslaus þannig að þegar ég fékk síma lánaðan til að hringja í hann þá dó hann alveg. Needless to say þá fann ég hann ekki aftur. Pínulítið slæmt að missa þannig öll friggin símanúmer. Lét bara loka á símann í gær og fæ nýtt símkort með sama númeri í dag. Skelli því í gamla 2kg símann hennar mömmu og nota þangað til ég fer út. Fór í síðustu bólusetninguna í gær, sprautaður við japanskri heilabólgu. Þarf reyndar að fara í sprautu nr. 2 daginn áður en ég fer út. Þessi sprauta varð líklega til þess að um kvöldið varð ég alveg óeðlilega slappur. Hélt fyrst að Bjarni hefði náð að smita mig af einhverri pest en svo virðist sem betur fer ekki vera. Var ennþá svo slappur í morgun að mér tókst að klæða mig í vinnufötin og leggjast svo í rúmið á hlið með vegginn minn sem kodda...og sofna. Vaknaði nokkru seinna og þá með ógeðslegan hálsríg og allt of seinn í vinnuna. Gat ekki hringt og látið vita því númerin voru í gemsanum.

laugardagur, ágúst 07, 2004

 
Mikið dásamlega er það nú skemmtilegt þegar móðurborðið í tölvunni mans bara drepst. Lenti einmitt í því og varð vægast sagt skelkaður. Þegar það sloknar á tölvunni mans og ekkert gerist þegar maður reynir að kveikja aftur þá stendur manni ekki á sama. Borðið var sem betur fer enn í ábyrgð og tölvuvirkni skipti því út fyrir annað á einum degi. Fyrsta sem ég gerði eftir að ég kom henni í gang var að installa Doom 3 og ég get vottað um að sá leikur er nokkuð scary. Einungis vika eftir af vinnunni og innan við 3 vikur þangað til ég fer til Japan. Búinn að gera flest það sem þarf að gera fyrir ferðina # fara í hagstofuna og breyta aðsetri yfir í japan # fara í tryggingastofnun og fá vottorð frá þeim um að ég sé tryggður meðan ég er úti # breyta skráningunni í HÍ í "skiptinemi" # sækja um framfærslulán hjá LÍN # fá vegabréfsáritun frá japanska sendiráðinu # fara í bólusetningu við öllu því helsta í augnablikinu man ég ekki eftir neinu fleiru sem ég þarf að gera...vonandi að það sé flest komið bara.

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?