Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

föstudagur, janúar 28, 2005

 
Registration gekk fínt fyrir sig, komst að vísu ekki í tímann sem mig langaði mest í en er í staðin á biðlista til að komast í hann. Kennarinn sagði að það séu alltaf einhverjir sem skrái sig úr tímanum þannig að ég held bara í vonina að 2 hætti svo ég og Charles komumst í tímann. Fyrir utan þetta er bara búið að vera partístuð alla daga :)

miðvikudagur, janúar 26, 2005

 
Jeij! Í dag var hið svokallaða "registration lottery" en þar er ákveðið númer hvað maður er í röðinni til að velja hvaða kúrsa maður vill fara í. Því lægri tölu sem maður fær því meiri möguleikar eru á að maður geti skráð sig í þá kúrsa sem mann langar í. Á fyrri önninni fékk ég númer 165 og rétt áður en kom að mér fylltist einn kúrsinn sem mig langaði í og ég þurfti að velja annan í staðin. Núna tókst mér að fá númer þrjúhundruð fjurtíu og átta. Í skólanum eru þrjátíu og þremur fleiri nemendur þannig að ég fékk mjööög slæmt númer og nokkuð ljóst að ég kemst ekki í þá kúrsa sem mig langar. In other news þá er námslánið ekki enn komið í gegn þannig að ég þurfti að taka tímabundið lán frá skólanum til að ég geti borgað fyrir heimavistina. Eins gott að þetta lið í Aljóðaskrifstofunni og HÍ fari að drullast til að vinna úr þessu. Gummi fékk það svar frá Alþjóðaskrifstofunni að einkunnirnar okkar væru komnar...fyrir nokkrum dögum. Þetta er að taka alveg grunsamlega langan tíma. edit: leiðrétti að lánið er frá skólanum. Auk þess er það vaxtalaust.

þriðjudagur, janúar 25, 2005

 
Fyrirlesturinn gekk alveg frábærlega þótt hann hafi tekið lengri tíma en ég bjóst við. Kennarinn var með alveg shitload af spurningum en ég kom vel undirbúinn. Þegar ég bjó til slideshowið kom það mér á óvart hvað grunnskólarnir hafa breyst mikið, farið að kenna einhver allt öðruvísi fög en þegar ég var krakki. Samræmdu prófin líka orðin mun fleiri og núna getur maður valið hvaða próf maður tekur. Vetrarfríinu er lokið og því miður þurfti ég að færa mig niður á jarðhæðina aftur. Ótrúlega skemmtilegt að pakka öllu draslinu og færa sig AFTUR niður í sama herbergi og maður var í fyrir vetrarfríið. Sérstaklega vekkjandi því hitt herbergið er mjög gott og stöku sinnum skín sólin actually á gluggann og svalirnar. Í herberginu sem ég er núna sér maður aldrei sólina og eina sem maður sér á svölunum er vatnstankurinn hjá heimavistinni við hliðina. Nú er "orientation" tími sem þýðir að maður þarf að hafa 3 herbergisfélaga í heila viku eða svo. Einmitt núna er fjórði gaurinn sofandi (klukkan er rétt tæplega 10) en hann kom til landsins frá kanalandi í dag. Charles verður herbergisfélaginn minn þessa önnina og hann kom í kvöld. Í morgun var ég vakinn af sænskum gaur sem verður með okkur í herbergi næstu dagana. Það sérstaka við sænska gaurinn er að hann er extreme grænmetisæta, þ.e. hann borðar ekki kjöt og ekki "seafood" (alveg stolið úr mér hvernig það er sagt á íslensku). Hann borðar því engan fisk...eitthvað sem á eftir að vera mjög erfitt fyrir hann í Japan. Í þokkabót þá verður hann hjá fjölskyldu (homestay) en ég veit ekki hvernig fjölskylda á eftir að fara að. Charles þarf að vera á heimavistinni þessa önnina því hann er með ofnæmi fyrir seafood en það var orðið frekar erfitt fyrir fjölskylduna hans að hafa alltaf mat sem væri ekki með neinum sjávarafurðum. Ég skil ekki hvernig þessi gaur á eftir að þrauka heila önn :)

föstudagur, janúar 21, 2005

 
Jæja þá situr maður hérna og bíður eftir því að klukkan slái 4. Þá mun ég hitta mann að nafni Watanabe á registration skrifstofunni og hann mun fara með mér að hitta Dr. Amikura. Frá skrifstofu Amikura er svo förinni heitið í tíma hjá Amikura þar sem ég mun gefa 30mín langan fyrirlestur um "The Educational System in Iceland". Byrjaði allt fyrir 2 vikum síðan þegar ég, ásamt 4 öðrum Evrópuplebbum, fékk póst frá Watanabe þar sem þess var óskað að við kæmum í tíma og flyttum fyrirlestur um menntakerfið í okkar landi. Ég held ég hafi verið sá eini sem svaraði póstinum og þáði boðið. Heimskur? Kannski. Eftir þetta allt saman fer maður til baka í heimavistina og kemst að því hvort maður þurfi aftur að skpta um herbergi eða ekki. Er ekki beint að nenna að pakka öllu aftur og flytja í annað herbergi þannig að ég held í vonina um sama herbergi. Eftir þetta allt verður svo farið og spilað pool eitthvað fram á nótt í Fujiyamaland.

þriðjudagur, janúar 18, 2005

 
Heimskulegar Reglur Í gærkvöldi voru allir sem eru með laptop í heimavistunum aftengdir. Þurftum að fara með tölvurnar í skólann í dag til að láta re-registera þær fyrir networkið. Það sem áður fyrr tók rétt rúman hálftíma tók núna meira en 4 klukkutíma. Ástæðan fyrir því er að einhver fékk vírus á fyrri önninni og það orsakaði að networkið hrundi allt saman. Þess vegna er þess nú krafist að hver einasta laptop tölva sé með vírusvörn og vel uppfærð. Jafnvel fólkið sem er með Apple laptop þarf að vera með vírusvörn. Ég veit bara ekki um einn einasta Apple notanda sem hefur fengið vírus. Nú ástæðan fyrir því hvað þetta tekur langan tíma er að gaurarnir þarna þurfa SJÁLFIR að keyra vírusvörnina á tölvunni mans og SJÁLFIR að keyra windows update fyrir mann. Þessir kjánar fundu svo ekki vírusvörnina á minni tölvu þannig að þegar ég loksins kom eftir meira en 4 klukkutíma bið höfðu þeir rétt sett skannið í gang fyrir 10mín. Ég útskýrði nú fyrir þeim að ég væri alltaf með auto-protect á og vírusvörnin væri alveg up-to-date. Þá létu þeir mig bara fá tölvuna því annars hefði ég þurft að bíða þangað til á morgun til að fá hana til baka. Af einhverjum ástæðum þurftu þeir líka að vita hvenær vírusvörnin mín yrði útrunnin. Ég sagðist nú bara ekki vita betur en hún yrði aldrei útrunnin. Kom eitthvað skrýtinn svipur á þá en ég fékk allavega tölvuna mína til baka. Get samt ekki tengst fyrr en annað kvöld af einhverjum ástæðum. Verð að sætta mig við tölvuherbergið hérna á heiamvistinni þangað til. btw, er að spá í mp3 spilurum. Fyrst langaði mig í iPod en nú hafa fleiri en einn bent mér á Iriver sem betri kost. Any thoughts? Kostar mig nákvæmlega 3.522kr meira að kaupa Iriver :)

sunnudagur, janúar 16, 2005

 
Wired 13.01: The BitTorrent Effect "The Pirate Bay is a BitTorrent tracking site in Sweden with 150,000 users a day. In the fall, it posted a torrent for Shrek 2. Dreamworks sent a cease-and-desist letter demanding the site remove it. One of the site's pseudonymous owners, Anakata, replied: "As you may or may not be aware, Sweden is not a state in the United States of America. Sweden is a country in northern Europe [and] US law does not apply here. … It is the opinion of us and our lawyers that you are fucking morons." Shrek 2 stayed up." :)

föstudagur, janúar 14, 2005

 
Fátt heyrst frá manni í langan tíma, búið að vera alveg þrusu stuð í Tokyo. Því miður þurfti ég að fara aftur til Hirakata. Hérna kemur svo ferðasagan. Við skrifin áttaði ég mig á því eftirá að sumt gerðist aðra daga, en það skiptir ekki máli nema lesandinn hafi verið með mér í för. Þetta er ennfremur í 5 hlutum en fyrsti hlutinn er sá sem ég skrifaði meðan ég var enn í Tokyo, þarna einhverstaðar lengst fyrir neðan. Hluti 1 -|-|- Hluti 2 -|-|- Hluti 3 -|-|- Hluti 4 -|-|- Hluti 5 Svo er hægt að smella á titilinn á hverri færslu eða myndina við topp hennar til að fara á myndasíðu þess hluta en myndunum er líka skipt í 5 hluta. Ég skrifaði ennfremur 13 póstkort í Tokyo. Það tók alveg svaðalegan tíma. Þegar ég kláraði það 13. á síðasta deginum mínum í Tokyo var búið að loka öllum pósthúsum. Póstkortin verða því send frá hinni stórmerkilegu Hirakata city en þeir sem fá kort vita allavega að þau voru skrifuð í Tokyo :)
 
Hluti 2 (miðað við myndirnar á myndasíðunni): Frá Árna fór ég til Jónasar frænda sem býr við stöðina Omorimachi, um 15mín með lest frá Shinagawa. Jónas, Akiko (konan hans) og Ásta (dóttir þeirra) þurftu að þola mig í eitthvað um 10 daga og fá þau hinar allra bestu þakkir sem völ er á fyrir það. Daginn eftir fór ég svo og hitti Ester og við fórum saman á röltið um Tokyo. Kíktum meðal annars í Kinokuniya bókabúðina þar sem ég gat loksins keypt mér lesefni á ensku. Fjárfesti í upphaflegu Dune bókinni, The Hogfather og Witches Abroad ásamt bók um japanskar sagnir og annari sem flokkast sem "point and speak phrasebook". Fórum svo líka á svæði nálægt Shibuya þar sem er næstum ekkert nema hin víðfrægu Love Hotel. Þetta eru s.s. hótel þar sem er annað hvort hægt að gista í nokkra klukkutíma, kallað "rest", eða þá að gista til morguns sem er þá ?stay?. Hentugt fyrir pör því í Japan er svo gott sem ekkert privacy í litlum heimilum þar sem herbergi eru aðskilin með þunnum veggjum og jafnvel bara rennihurðum úr tré. Þarna voru líka klúbbar fyrir dömurnar. Í Japan er það oft þannig að ef kona vill ná frama í starfi þá giftist hún ekki heldur er einhleyp. Giftingu fylgja oft börn sem þýðir að konan þarf að taka sér frí frá vinnu = slæmt fyrir fyrirtækið þannig að það ræður ekki konur í fullt starf með framtíðarmöguleika nema hún geri samning um engin börn eða ekkert frí. Nú allavega þá vilja þessar ríku konur nú stundum fá eitthvað dekur frá (homma-/stelpulegum) karlmönnum og þá mæta þær á þessa klúbba. Þar borga þær offjár fyrir að fá ákveðinn karlmann til að dekra við þær og tala við þær en þær borga líka fyrir allar veitingar á meðan á þessu stendur. Það sem mér finnst fyndið við þetta er að þær borga fyrir það að karlmaður þykist hafa áhuga á því sem þær segja og þeim sjálfum :) Löbbuðum svo alveg ótrúlega langt í vitlausa átt í leit okkar að litlu Shinto shrine í nágrenni Shibuya. Löbbuðum svo til baka og fundum það loksins. Fyrir framan göngustíginn að því er breiðgata og allt í kring eru háhýsi og tonn af fólki. Þegar maður labbar inn göngustíginn og að hofinu er maður kominn í svo gott sem algjöra þögn. Nokkuð sérstakt. Þaðan var förinni heitið til Yoyogi park sem er í nágrenni Harajuku, þar sem hvern einasta dag (en þó aðallega á sunnudögum) er freakshow. Þar hittist þetta fólk sem hefur þörf á að ?tjá sig? á mjög sérstakan hátt með því að klæða sig upp eins og goth/vampírur/nasistar/furries/whatever og pósa svo. Gera þetta náttúrulega vitandi að túristar koma þarna í tonnatali að taka myndir af þeim en þykjast svo ekkert hafa áhuga á ljósmyndurunum og snobba þá jafnvel. Lét það ekki stoppa mig í að taka myndir af þessum fíflum þótt það sé mun meira um þær í hluta 5. Yoyogi park er alveg helvíti stór og í honum er síðan ágætis hof, hvort það var shinto eða ekki man ég ekki. Ég bjóst nú við að sjá meira af...landslagi í honum en það eina sem hann hefur eru endalaus tré. Það er eins og maður sé að labba gegnum skóg. Kannski skoðuðum við bara ekki allan garðinn en þetta var tilfinningin sem ég fékk þar Fórum svo aftur til Shibuya og ég kemst bara ekki yfir hvað það svæði er flott. Endalaust áreyti fyrir augun hvert sem litið er og á kvöldin er þetta alveg ótrúlegt, öll ljósaskiltin, risaskjáirnir og háhýsin hafa bara einhver undarleg áhrif á mig. Það er líka alveg hellingur af einhverskonar búðum þarna þar sem maður getur keypt allt sem maður girnist. Án nokkurs vafa uppáhalds svæðið mitt í Tokyo.
 
Hluti 3: Áramótadjammið var með Gumma og Árna, byrjuðum á að fara í túristabælis-bar og svo temple með einhverjum kana-vini Árna þar sem nýja árið var barið inn með stórri trommu en um við fyrsta höggið hentu allir japanirnir pening í þar til gert box, klöppuðu saman höndunum tvisvar og fóru með bæn. Ekki alveg jafn skemmtilegt eða tilkomumikið og flugeldarnir á Íslandi. Þaðan fórum við svo á nokkurskonar veitingahús þar sem við drukkum af miklum móði. Staðurinn setti nú algjört met í fullum japönum því þeir ultu um allt of fullir til að standa. Inni á klósettinu var svo búið að æla alveg svakalega í eina pissuskálina og það var svo mesta furða að japanirnir gætu staðið í lappirnar meðan þeir voru að spræna, svo fullir voru þeir. Í seinni ferðinni á klóið sá ég eina stelpu sem sat þarna rétt hjá haldandi vasaklút yfir munninum, greinilega með æluna alveg í kokinu. Út af klósettinu komu svo 2 japanir sem héldu á þeim þriðja. Svo misstu þeir hann og það var eins og að horfa á crash-test dummy detta, hann gjörsamlega hrundi í gólfið. Svo lá einn dauður á ganginum og inní herbergjunum hálfgerðu, sem hvert borð hafði, voru allir líklega að setja met í að vera fullir. Eftir þetta fórum við eitthvað út í leit að klúbbum, man nú svosem ekki nákvæmlega hvað við fórum en einhverstaðar enduðum við og komumst inn á 1000 yen (600 kjéall). DJarnir þar byrjuðu helvíti vel en svo slagaði það út í sökkið. Staðurinn var líka troðfullur af útlendingum, fullum útlendingum. Samt alveg ágætt bara. Eftir klúbbinn vildi Gummi annað hvort finna nýjan klúbb eða finna eitthvað að éta. Hann var með hálflokuð augu, slagaði þegar hann stóð kjur og þvoglumæltur. Við ákváðum að slútta þessu bara :) Kom heim rétt um kl 7:30 og átti von á að Jónas myndi vakna fljótlega til að horfa á áramótaskaupið í beinni þannig að ég settist í svefnsófann og fór að lesa. Alltaf gaman að lesa fullur því morguninn eftir mun maður ekki muna neitt af því sem maður las. Nú Jónas vaknaði ekki þannig að ég fór bara að sofa. Þessa daga vorum við bara einir í íbúðinni því Akiko og Ásta voru í heimsókn hjá tengdaforeldrunum í sveitinni. Tækifærið virðist Jónas hafa notað til að fara út hvert einasta kvöld að innbyrða bjór og annað áfengi :) Morguninn eftir ætluðum við svo að horfa á áramótaskaupið en NEI af einhverjum ástæðum setur RÚV það ekki á netið! Þvílík og önnur eins heimska. Sem betur fer var það komið á netið einhverstaðar annarstaðar 2-3 dögum seinna þannig að við gátum horft á það. Cut to: Ferð á fótboltabar. Fór ásamt Jónasi að hitta nokkra íslendinga á fótboltabar þar sem horft var á leik Liverpool og Chelsea sem Chelsea vann mjög óverðskuldað. Fátt annað um það að segja. Fékk mér í fyrsta skipti Guinnes bjór á bar og hann var nú bara nokkuð sérstakur. Þarf að prufa hann aftur áður en ég get myndað mér skoðun á honum en fólk virðist annað hvort hata hann eða elska. Cut to: Akihabara og Ginza með Árna og Gumma Stoppuðum stutt í Akihabara því Árni virtist engan vegin nenna að hanga þar þannig að ég tók bara tvær myndir þar. Löbbuðum til Ginza þar sem við sáum alveg billjón fatabúðir og enduðum á litlu torgi þar sem Árni sötraði bjór og ég tók mynd af gamalli lest. w00t w00t!!11 Daginn eftir fórum ég og Gummi til Harajuku og svo til Akihabara. Það er mest af fríks í Harajuku á sunnudögum en þetta var á mánudegi þannig að það var eitthvað takmarkað af þeim. Tók samt nokkrar myndir. Það var einhver svakalegur fagnaður í gangi útaf áramótunum því þegar ég fór út úr lestarstöðinni fór ég út um exit sem lá beint í Yoyogi park og hann var ótrúlega troðinn. Þetta var eins og 17. júní í sextánda veldi. Gummi var þá kominn til Harajuku og beið eftir mér akkúrat hinu megin við stöðina þannig að einhvernvegin þurfti ég að komast til hans. 50/50 chance að ég myndi velja rétta leið og ég valdi þá vitlausu. Labbaði alveg heillangt inn í garðinn og í þokkabót á móti mannfjöldanum, labbaði svo til baka og þegar ég loksins komst burt frá öllu þessu fólki var ég við það að verða geðveikur. Fann loksins Gumma og við fórum og fundum fríkin á brúnni og fórum svo eitthvað inn í borgina. Römbuðum á litla búð sem heitir Condomania og selur einungis smokka. Eins og sést á myndinni sem ég tók var búðin gjörsamlega pakkfull af fólki. Við löbbuðum í smá hring þarna og þegar við komum til baka var komin röð útúr búðinni. Ég ætla að giska á að þessi búð sé svona vinsæl því ef þetta er ekki keypt þarna þá er það í lyfjabúð þar sem maður getur fengið undarlegar störur frá öðru fólki sem er þar kannski að kaupa sjampó og plástur, eða frá afgreiðslufólkinu. Á svona stað eru allir í sama tilgangi þannig að vandræðatilfinningin er engin. Allavega hef ég sjaldan séð jafn pakkaða búð. Minnti á grand opening á nýrri BT búð. Þaðan fórum við svo til Akihabara þar sem ég fjárfesti mér í rafrænni orðabók. Mér finnst Akihabara ekki vera næstum því eins flott svæði og Den Den Town í Osaka. Svo er þetta líka svo mikið rugl, hver einasta búð er með nákvæmlega sama verð á öllu. Allavega fjárfesti ég mér í orðabókinni og Gummi keypti sér DVD. Á þessu svæði er rosalega mikið af ?hobby? búðum, þ.e. búðum sem eru bara með über nördalegt stöff eins og módel sem maður málar, t.d. róbota og anime. Mikið um þessar anime búðir og sumar með mjög svo....dúbíus vörur til sölu. Ég er kannski bara undarlegur en teiknimyndaklám höfðar bara ekki til mín. Né stór módel gerð eftir teiknimyndapersónum, nema hvað þau hafa næstum engin föt á sér. Mikið líka um að búðir pósi sem venjulegar dvd/leikjabúðir en eftir að hafa tekið 3 skref inn í búðina þá sér maður að það er bara coverup því hvert sem litið er er einugis um erótískt efni að ræða. Eftir Akihabara ákváðum við að fara einhvert og finna okkur veitingastað...í nágrenni Tokyo station. Stór mistök. Þarna eru ekkert nema skrifstofubyggingar og svo geðsjúkt dýr veitingahús. Gummi fékk lítilræði af fiski og eitt bjórglas á 1500 yen meðan ég fékk örlítið meira af kjöti og vatn fyrir 1000 yen. Svo pillaði maður sér bara heim.
 
Hluti 4: Ayako er stelpa sem býr í Chiba prefecture, rétt fyrir utan Tokyo. Við höfum þekkst í góð 2 ár eða meira. Byrjuðum á e-mail, svo messenger og að lokum notuðum við töfra Skype. Núna loksins hitti maður hana svo og við eyddum 2 dögum í að flakka um Tokyo og almennt fyllerí. Eftir fagnaðarfundi í Shinagawa héldum við í Ueno park þar sem leiðin lá í dýragarðinn. Ég veit ekki hverju ég átti von á þar en eftir að hafa skoðað garðinn vorkenndi ég dýrunum frekar mikið. Öll í allt of litlum búrum og höfðu ekkert annað að gera en labba í litla hringi. Greinilega flest orðin andlega þroskaheft. Það sem stendur uppúr er þegar stærsti fíllinn staðsetti sig með afturendann í áttina að fólkinu, víkkaði bilið milli afturfótanna og skeit alveg svakalega. Þetta vakti mikla kátínu meðal krakkanna og ég lærði hvernig á að segja ?kúka? á japönsku. Eftir blessaðan dýragarðinn hittum við svo Chihana, vinkonu Ayako, og kærastann hennar, Doug frá Kanada. Hann er frekar steiktur gaur steiktur á góðan hátt. Hann býr í Tokyo og er að kenna Ensku í litla 4 tíma á virkum dögum og aðeins lengur á laugardögum fyrir meira en 200.000 yen á mánuði. Feikinóg fyrir leigunni. Nú við fórum til Roppongi sem var nú bara nokkuð fallegt svæði, allavega sá hluti af því sem við skoðuðum. Enduðum á mjög fansí veitingahúsi þar sem við borðuðum alveg gómsætan mat. Útlitið á staðnum minnti mig mjög á Yakuza og ekki minnkaði fílingurinn þegar maður sá þjónana, ungir, háir og grannir gaurar sem lúkkuðu mjög svo...mafíulegir. Datt a.m.k. ekki til hugar að fara eitthvað að rugla í þeim. Mjög töff veitingahús sem ég myndi mæla með ef ég vissi nákvæmlega hvar það er og hvað það heitir. Inná klósetti var síðan stærðarinnar mynd af Marilyn Monroe þar sem hún brosti fallega til manns meðan maður pissaði. Eftir matinn röltum við aðeins um Roppongi og við Ayako mæltum okkur svo mót daginn eftir. Eftir að hafa kíkt aðeins á háskólann hennar og farið upp á billjónustu hæð í húsinu þar sem efribekkingar hafa lestraraðstöðu skelltum við okkur til Asakusa. Þarna er að finna stærðarinnar verslunargötu sem liggur að búddahofi. Áður en við fórum þangað inn fórum við á veitingahús þar við ákváðum að fá okkur Moja-yaki. Rétturinn sést á myndum í galleríinu og minnir mest á ælu en er helvíti góður. Það eina sem setti strik í reikninginn var að við urðum að sitja við svona lág borð þar sem Japanir sitja auðveldlega á hnjánum en stirður íslendingur verður að sitja mjög kjánalega. Það tók nú reyndar alveg svakalegan tíma að borða þetta en rúmum 2 tímum eftir að við löbbuðum inn vorum við búin. Löbbuðum þá niður verslunargötuna og ég verslaði mér nokkra minjagripi. Við löbbuðum síðan inn fyrir hliðið að búddahofinu þar sem Japanir voru í óða önn að blaðka heilögum reik á hausinn á sér. Tók nokkrar myndir og héldum svo til baka. Þegar við vorum hálfnuð til baka þá komum við að götu sem liggur þvert yfir verslunargötuna og þar, hornrétt frá vinsti, kom Gummi. Ég aldrei upplifað eitthvað eins óvænt og þetta. Líkurnar á þessum fundi hljóta að hafa verið alveg svakalega litlar. Gummi kallinn var þarna alveg rammviltur þannig að við hjálpuðum honum að næstu lestarstöð þar sem leiðir okkar lágu í sitthvora áttina. Hann á leið í Tokyo Tower en við á leið til Akihabara þar sem við ætluðum að hitta vin hennar á Izakaya stað. Ég man því miður ekki hvað gaurinn heitir en hann var alveg þrælskemmtilegur. Hann talar litla sem enga ensku þannig að maður flexaði japönskuna alveg á fullu, helvíti góð æfing. Við fengum okkur hinn fínasta mat, drukkum ótal marga bjóra og spjölluðum langt fram á kvöld. Það var nú reyndar ágætt að hafa Ayako sem túlk því kunnáttan manns í japönsku er nú varla meiri en þroskahefts 4 ára barns. Eftir matinn tókum við lest...einhvert og fórum í pool í minnsta pool stað sem ég hef séð en þar voru hvorki fleiri né færri en 4 borð. Fengum reyndar stúdentaafslátt sem var helvíti gott. Borguðum eitthvað um 300kr á mann fyrir klukkutíma. Frá því við yfirgáfum Asakusa og þangað til eftir poolið tók ég því miður engar myndir en við fengum unga dömu til að taka mynd af okkur fyrir utan lestarstöðina rétt áður en leiðir okkar skildust. Alveg bara hinn fínasti dagur.
 
Hluti 5: Tók nokkrar myndir út um stofugluggann hjá Jónasi áður en ég yfirgaf íbúðina hans með helstu nauðsynjar til tveggja daga dvalar hjá Ester. Eitt það fyrsta sem hún sýndi mér voru sjálfsalar með klámi og notuðum kvenmannsnærfötum. Næsta skref var að fara út að borða. Hávaxinn hálf-þjóðverji að nafni Stefan var með okkur í för á veitingastað þar sem í boði var sterkt ramen sem var mælt í formi eldbolta á matseðlinum. Þangað hefðum við farið ef það hefði ekki verið minnst klukkutíma bið í að komast að þar. Löbbuðum í staðin sem leið lá um 57km inn í borgina og enduðum á KFC. Við hliðina á þessum KFC er reyndar Mr. Donut búð þar sem við gæddum okkur á gómsætum kleinuhringjum eftir óhollustuna á KFC. Við tók videogláp hjá Ester þangað til maður lognaðist útaf. Nú kemur nýr aðili inn í söguna. Nokkrum dögum áður en ég fór til Esterar fékk ég mér síðbúinn þynnkumat á revolving sushi stað sem er staðsettur rétt hjá íbúð Jónasar. Það var nú eitthvað lítið um manninn þar þannig að kokkurinn gerði bara rétti eftir pöntun, þ.e. maður kallaði hvað mann langaði í. Allur matseðillinn var á Japönsku með fullt af kanji sem ég skildi ekkert í þannig að ég gat lítið verið að panta mér. Eftir að ég er búinn að horfa á matseðilinn í smá tíma í von um að líta ekki út eins og hálfviti þá kemur inn japanskur gaur að nafni Hiroshi, en honum er bent á að setjast einum stól frá mér. Nú eftir að hann var búinn að panta sér 4 rétti og ég búinn að slefa útúr mér einni pöntum spurði ég hann hvað hvernig ákveðið kanji væri lesið. Hann var hinn hjálpsamasti og aðstoðaði mig við að lesa nöfnin á nokkrum réttunum þannig að ég gæti pantað mér eitthvað. Við spjölluðum alveg heilmikið, um tónlist, íþróttir, bíómyndir og fleira en öll samskipti fóru fram á japönsku því Hiroshi talar svo gott sem enga ensku. Hann er að læra einhverskonar læknisfræði í Toho University í tokyo og vinnur með því á sjúkrahúsi rétt hjá Omorimachi. Hann var svo helvíti hress eitthvað að hann krafðist þess að borga fyrir matinn. Hann væri jú vinnandi maður með tekjur meðan ég væri bara fátækur námsmaður. Eftir matinn ákváðum við að hittast aftur nokkrum dögum seinna. Sá dagur reyndist vera dagur 2 af dvölinni hjá Ester. Reif mig því á lappir eldsnemma og mætti til Shinjuku þar sem Hiroshi hringdi en eftir smá samskiptaörðugleika fattaði ég hvaða exit á stöðinni hann var að tala um. Við löbbuðum um Shinjuku og sem leið lá til Harajuku. Kíktum í nokkrar búðir á leiðinni og svo á þetta líka helvíti flotta veitingahús til að borða hádegismat. Tók einmitt mynd af hádegismatnum áður en ég hófst handa við að borða hann. Skrambi góður líka. Við fórum svo áfram til Harajuku þar sem við löbbuðum inn nokkuð þrönga verslunargötu þar sem fríkin sem pósa nálægt lestarstöðinni virðast kaupa öll fötin sín. Þar vildi svo ótrúlega til að ég rakst á Mikhael. Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri á ferðalagi í Tokyo en þarna var hann kominn strákurinn. Nú búinn að rekast á tvo Íslendinga af algjörri tilviljun. Eftir að hafa verið hissa og spjallað í smá tíma héldum við Hiroshi áfram ferðinni og í þetta skiptið skyldi sko taka myndir af fríkunum á brúnni við lestarstöðina. Vorum þarna komnir á sunnudegi og fríksjóið var í hámarki. Fullt af túristum þarna að smella af myndum ásamt einhverjum furðulegum japönskum ljósmyndurum. Löbbuðum svo aðeins um Harajuku áður en við tókum lestina til Omorimachi þar sem átti að taka hressilega til drykkju með vinum Hiroshi. Við byrjuðum að éta og drekka en ekkert bólaði á vinum Hiroshi. Drukkum í klukkutíma og mér fannst japanskan mín stöðugt batna á þeim tíma. Svo loksins komu vinir hans en þetta reyndust vera stelpur sem eru að læra sama námsefni og hann, Mina og Toshi. Þær tala örlítið betri ensku en Hiroshi en við urðum samt að tala nær eingöngu á Japönsku. Gekk bara helvíti vel. Við drukkum og borðuðum þarna langt fram á kvöld og enduðum á að drekka enn meira í íbúð Hiroshi. Þau eru öll svo heppilega staðsett þarna að önnur stelpan býr í íbúð í sömu byggingu og Hiroshi og hin býr tvær götur í burtu. Eftir þetta svakalega hressa fyllerí fékk ég svo að krassa í íbúðinni hans Hiroshi. Ef ég hefði ekki fengið það hefði ég þurft að yfirgefa partíið og taka lest fyrir kl 11 til að ná til Esterar í tæka tíð. Þetta var nú líka hálf kjánalegt því ég var í 10mín labbfjarlægð frá íbúð Jónasar en þar sem síminn minn var batteríslaus náði ég ekki sambandi við hann. Vaknaði blessunarlega 100% laus við þynnku. Reyndar var heilastarfsemin eitthvað hæg til að byrja með og það tók nokkrar tilraunir að starta japönsku-málstöðvunum. Japanirnir voru hinsvegar alveg næpuþunnir og ælandi inná klósetti. Ég lýsti því yfir við lítinn fögnuð þeirra að ég væri nú bara í helvíti góðum fíling, hvort ég mætti nú ekki setja ryksuguna í gang og hlusta á háa tónlist. Þau brögguðust nú alveg helvíti fljótt, sem var eins gott því ég átti pantaðan tíma í klippingu kl 1 þennan dag. Pantaði mér tíma í Hollywood Hair í Omorimachi þannig að það tók bara 5mín að labba þangað. Kvaddi fólkið og hélt inn. Þarna tók við mín fyrsta klipping í Japan. Kona tók á móti mér og leiddi mig að svona hárþvottarvaski þar sem lubbinn á mér var skolaður. Svo tók önnur kona við sem klippti mig. Þetta var nú töluvert öðruvísi en á klakanum, mun meira verið að hálfpartinn nudda á manni höfuðleðrið meðan á klippingunni stóð, alveg mjög þægilegt bara. Hárið á manni var svo skolað aftur og klippingin hélt áfram. Spjallaði næstum allan tímann við stelpuna sem var að klippa mig en hún er fyrsti japaninn sem ég lendi í sem skilur ekki stakt orð í ensku. Hún er 27 ára og lærði enskuna einhverntíman fyrir mörgum árum og löngu búin að gleyma öllu. Við áttum alveg stórskemmtilegt spjall saman þótt eitthvað hafi nú örlað á misskilningi. Gekk alveg helvíti vel fyrir sig og ég var bara ánægður með afraksturinn þegar klippingunni lauk. Maður fékk samt ekki að standa upp fyrr en það var búið að gefa manni herða- og hálsnudd, alveg skrambi gott að enda klippinguna þannig. Fyrir herlegheitin borgaði ég um 1.900yen, eða sem samsvarar 1.149kr. Drullaðist á McDonalds þar sem ég borðaði 2 sveitta borgara sem fyrstu máltíð dagsins. Fékk einnig stóran skammt af vatni með miklum klaka og smávegis af kóki. Hélt svo rakleitt til Esterar til að ná í draslið mitt, kvaddi hana og hélt aftur til Omorimachi í íbúðina hans Jónasar til að ná í ferðatöskuna mína. Uppúr klukkan 9 hélt ég svo á lestarstöðina með allt draslið mitt og ætlaði að reyna að ná nætur-rútunni til Osaka í Shinjuku kl 10:30. Ég var eitthvað annars hugar í lestinni og stökk út stöð of seint því ég heyrði bara lestargaurinn segja einhvern helling sem endaði á Shinagawa, leit út um gluggann þar sem blasti bara við mér veggur, leit út um hinn gluggann þar sem var ekkert nema svört nóttin. Stökk því út með farangurinn í þann mund sem hurðin lokaðist. Sá þá að ég fór út stöð of snemma og þurfti að bíða eftir næstu local lest...í 10mín. Kominn til Shinagawa kl 10 og það átti eftir að taka 20mín að komast til Shinjuku, þaðan sem ég þurfti að taka rútuna kl 10:30. Vissi hvað útgangurinn í Shinjuku lestarstöðinni hét og hljóp þangað eins og fætur toguðu, út og beint að rauðu gönguljósi sem ætlaði aldrei að breytast í grænt. Hljóp svo eitthvað áfram og móður og másandi stoppaði ég einhvern gaur, benti á kortið mitt og spurði hvar þetta væri. Þakka guði fyrir að ég var búinn að læra að skilja leiðbeiningar eins og ?beint áfram að gula bílnum, beigðu þar til vinstri og alveg að horninu, svo aftur til vinstri og þá ertu kominn?. Hljóp að rútunni og náði inn rétt áður en hún fór af stað. Við tók einhver óþægilegasta rútuferð sem sögur fara af. Maður svaf eitthvað á leiðinni en vaknaði inn á milli með alveg hrikalega verki í hálsinum. Á móti kemur að þetta var alveg dirt cheap, 4.300 yen meðan ég borgaði tæp 13.000 fyrir ferðina með hraðlestinni. Kominn til Osaka kl 6 um morguninn, lest til Hirakata og svo strætó að heimavistinni. Sturta og svo svefn kl 7:30. Vaknaði um 12, fór í skólann og borðaði hádegismat með Aki og Sachi. Þar með var ferðinni til Tokyo officially lokið og ég kominn aftur í gráu Hirakata. Get ekki neitað því að Tokyo sé miklu skemmtilegri staður og mig langar barasta aftur þangað sem fyrst.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

 
Kom heim í morgun eftir alveg einstaklega tæpa rútuferð. Er að vinna í að koma myndunum upp og uppfæri svo hérna. l8er

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?