Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

föstudagur, júlí 30, 2004

 
beint í rassinn Fór í bólusetningu í gær, 2 sprautur. Önnur innihélt "booster" gegn Stífkrampa og Barnaveiki en hin bóluefni gegn Lifrarbólgu A. Áður en ég var sprautaður spurði læknirinn mig hvort ég væri örv- eða rétthentur og þar sem ég er rétthentur var ég sprautaður í vinstri. Þegar maður er bólusettur svona þá er stungið í öxlina á manni og það virðist vera nokkuð góð ástæða fyrir því að maður er spurður hvora höndina maður notar meira því maður verður nokkuð aumur eftirá, sérstaklega ef maður notar höndina mikið. Ég var rétt að finna smá óþægindi í ölxinni í morgun eftir töluverða vinnu meðan ákveðinn annar sem er að fara út með mér vældi eins og smástelpa: "ég er drepast í fokking hendinni" , "ég er allur dofinn og aumur". Við nefnum engin nöfn en það byrjar á 'H', 'dór' er í endann og í miðjunni er'all' :)
 
The Icelandic weather is the best weather in the world Mikið er það ánægjulegt að á einum degi skuli á sama tíma vera mesta rok sumarsins og mesta rigningin. Þegar ég fór út í morgun hafði ég ekki séð veðurspá dagsins í dag en sá að það var ágætis vindur og skýjað...vonaði að það héldist þannig. Oh how wrong I was. Rétt um 30min eftir að vinnan byrjaði fór að rigna, og þegar ég segi "rigna" þá meina ég "shit fucking motherfucker rain of death!". Ég var í sæmilegasta vindjakka sem gegnir starfi sínu ágætlega, þ.e. að halda vindi frá mér. Hvað rigningu varðar þá heldur hann ekki vatni heldur meira svona síar það í gegn þannig að ég get verið nokkuð viss um að það vatn sem kemst í gegn er sæmilega hreint. Hann heldur samt ekkert ofsalega vel á manni hita. Í öllu þessu roki var ég ekki heldur með húfu og var á tímabili farinn að finna fyrir miklum kulda djúpt í eyrunum. Nú þegar það byrjaði að rigna vorum við staðsett í Staðahverfi sem er rétt hjá Korpúlfsstöðum og má segja að vindurinn þar sé alltaf 5x það sem er í bænum. Regndroparnir sem lentu á andlitinu á manni voru eins og haglél og áður en bíllinn kom til okkar með regnfötin mín var ég orðinn gegnblautur. Það tók því þess vegna ekki fyrir mig að skipta yfir í þau. Ég ákvað nú að láta þetta ekki stoppa mig, sannur Íslendingur færi nú ekki að væla yfir smá rigningu og roki! Tveimur tímum seinna var ég orðinn kaldur inn að beini og þótt helt hefði verið yfir mig vatni þá hefði ég ekki getað blotnað meira. Fór heim í kaffinu til að skipta um föt, öll föt, var gjörsamlega eins og ég hefði hoppað í sundlaug. Mætti eftir kaffi í regnfötum dauðans og hélst þur það sem eftir var dags :) Samkvæmt veðurspá þá mun veðrið bara versna um helgina þannig að ég þakka bara fyrir að vera ekki á leiðinni til Eyja.

mánudagur, júlí 26, 2004

 
Japönskunemar hittust enn á ný á föstudaginn til að drekka sig svívirðilega full og hreyfa sig á þá vegu sem sumir kalla "dans" en ég veit ekki hvað væri hægt að kalla. Óskipulögð og tilviljanakennd hreyfing útlima með það markmið að gera sig að fífli í hópi fífla? Ég skal ekki segja. Þetta var hinsvegar alveg ágætis skemmtun. Það kemur mér samt alltaf jafn mikið á óvart hvað sumt fólk getur orðið endalaust fullt því líklega helmingurnn af fólkinu sem ég sá í bænum var fyllra en svo að geta gengið óstutt, öskrandi og hlæjandi. Í staðin fyrir að labba heim þá tók ég leigubíl og kom við í 10/11 til að kaupa mér samloku og Magic. Samlokurnar voru búnar og það bara bara til rauður Magic sem ég get nú fullyrt að sé viðbjóðslega vondur á bragðið. Ég mætti á að öllum líkindum síðasta LAN ársins um helgina, þurfti ekki einu sinni að koma með mína eigin tölvu heldur fékk að vera í tölvunni hans Höska því hann var fastur í brúðkaupi og fögnuði eftir það. Þarna spilaði ég Quake 3 í fyrsta skipti í mjög langan tíma og ég verð bara að segja að hann er fjári skemmtilegur. Miklu hraðari en allir þessir leikir sem maður er venjulega að spila og alveg kemur adrenalíninu af stað. Battlefield Vietnam er hinsvegar ekkert spes en ég sá svo 1vs1 í StarCraft og það vakti upp minningar um góðan leik. Helgin endaði svo á ferð á I, Robot sem var bara ekkert eins slæm og einhverjir segja. Ég hef að vísu ekki lesið bókina en þetta er heldur ekki byggt 100% á henni heldur gaf bókin bara hugmyndina að myndinni. Ég skemmti mér bara nokkuð vel á henni og þær efasemdir sem ég hafði um Will Smith í hlutverki steríótípíska hipp & kúl svertingjalöggunnar hurfu því hann virkaði bara helvíti vel í því hlutverki. Það allra besta við myndina var svo að í henni er engin rómantík :)

fimmtudagur, júlí 22, 2004

 
Endalaust hressandi Í dag varð ég svo heppinn að hundur gerði heiðarlega tilraun til að drepa mig. Ég slapp með tvær skrámur á læri og er að fara í stífkrampasprautu einhverntíman fyrir helgi. Þetta gerðist einhverstaðar í Grafarholtinu en þegar ég er að ganga að einu raðhúsinu þar sé ég að tunnan er við útidyrahurðina og þar er maður á hækjum sér að mála hurðina. Hann sneri baki í mig þannig að til að bregða honum ekki geri ég mig tilbúinn til að segja hið yfirborðskennda "góðan daginn". Ég tók samt ekki eftir því að u.þ.b. 3m fyrir framan mig er alveg hressilega stór og grimmilegur hundur sem sprettur upp með svakalegu gelti og stekkur á mig. Hann var að vísu bundinn og eigandinn var leiftursnöggur að grípa í hann en ef ég hefði ekki hoppað létt afturábak þá hefði ég líklega fengið eitthvað meira en bara skrámur eftir klærnar hans á lærið. Ætli það hafi ekki líka hjálpað eitthvað að ég var með vind í bakið sem þandi út vestið og peysuna þegar ég hoppaði afturábak því kjafturinn á hundinum hvarf inn í vestið. Maður var náttúrulega í nettu sjokki eftir þetta enda brá mér alveg þokkalega mikið, hafði ekki komið auga á hundinn. Eigandinn reyndi eitthvað að afsaka þetta, "hann stekkur svona á alla". Yeah, ef þetta er vinaleg kveðja hjá honum þá langar mig ekki að sjá hann í vondu skapi. Spurning um að kæra? Setja rottueitur í kjötstykki og skilja eftir fyrir utan hjá honum? Klæða sig upp sem ninja og drepa hundinn? Held ég fari a.m.k. fram á það við vinnuveitandann minn að þau borgi fyrir stífkrampasprautu sem ég fer í á næstu dögum. Komst nú líka að því að maður þarf að endurnýja stífkrampasprautuna á 10 ára fresti og við vorum víst síðast sprautuð þegar við vorum 12 ára þannig að það er kominn tími á þetta. Nota líka tækifærið og fæ mér sprautu gegn heilahimnubólgu. En talandi um Grafarholtið þá hefur orðið engin smáræðis uppbygging þarna á síðustu...tjah..3 árum. Ég man í gamla daga þegar rauðu vatnstankarnir voru "lengst í burtu" og maður þurfti að keyra langt til að komast í Reynisvatn. Núna eru komin hús töluvert lengra en þessir vatnstankar og það eru hús svo nálægt Reynisvatni að eigendurnir geta næstum því rennt fyrir fiski frá lóðinni sinni.

sunnudagur, júlí 18, 2004

 
Spurði Svan aðeins út í greiðslukortanotkun í Japan. Hún virðist vera eilítið öðruvísi en hér á klakanum. --------- Kristófer says: hvernig er annars með greiðslukort þarna Kristófer says: ekkert mál að borga með visa/atlas/whatever í búðum? Svan San says: nei Svan San says: alls ekki Svan San says: nánast hvergi Svan San says: gleymdu því :) Svan San says: (ekkert djók) Kristófer says: þannig að maður á bara að hafa fokking BUNKA af seðlum á sér alltaf? Svan San says: nei, gjaldmiðillinn hérna virðist vera klink --------- Greinilega mjög skemmtilegir tímar framundan þar sem ég þarf að venja mig af því að borga allt með debetkorti.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

 
Art of War Ég er að lesa bókina The Art of War - The Denma Translation og í introduction hluta bókarinnar er útskýrður nokkuð athyglisverður hlutur, sérstaklega ef tekið er mið af nýlegum hernaði í Afghanistan og Írak. Þetta er kallað "taking whole" og útskýringin er svona:

"Taking whole means conquering the enemy in a way that keeps as much intact as possible - both our own resources and those of our opponent. Such a victory leaves something available on which to build, both for us and for our former foe. This is not merely a philosophical stance or altruistic approach. Destruction leaves only devestation, not just for those defeated, their dwellings and their earth, but also for conquerors attempting to enforce their "peace" long after battle has passed. True victory is victory over aggression, a victory that respects the enemy's basic humanity and thus renders further conflict unnecessary."


þriðjudagur, júlí 13, 2004

 
    "Flargemghh grroghmoghm hreeegloomargrl"                      -Friðrik Þór Friðriksson Japönskunemar hittust aftur á laugardaginn með partí í huga. Að venju var það Davíð sem sendi foreldrana í sumarbústað og fórnaði íbúðinni fyrir okkur. Umezawa-sensei mætti líka og ekki nóg með það heldur kom hún með mömmu sína með sér. Já. Ég var landi og þjóð til sóma þegar Svanur greip mig í fangið á sér og hélt á mér fram á svalir, svo tók hann mig inn og hélt mér á hvolfi. Eflaust gert gott impression með þessu. Eins og venjulega voru allir skemmtistaðir útúr troðnir og ógeðslegir...nema Þjóðleikhúskjallarinn. Þar voru bara örfáar hræður og DJ að spila ömurlega tónlist. Þar eignuðum við okkur dansgólfið í klukkutíma. Ég bíð eftir að fá senda ákæru fyrir glæpi gegn mannkyni eftir þessi dansmúv. Um hálf 6 fórum við á einhvern skemmtistað sem ég man ekkert hvað heitir en hann var á 2 hæðum og á neðri hæðinni var allt pakkfullt af fólki og tónlistin spiluð svo hátt að mann verkjaði í eyrun. Héngum á efri hæðinni í smá tíma áður en við tróðumst í gegnum neðri hæðina og út. Fyrir utan staðinn stóð Friðrik Þór Friðriksson með einhverjum útlenskum vini sínum. Fribbi var svo pissfullur að í staðin fyrir að maður skildi með herkjum hvað hann sagði þá skildi maður gjörsamlega ekki neitt. Hann tók samt vel á móti okkur og faðmaði okkur öll. Hann sagði alveg heil ósköp við okkur en enginn skildi neitt. Að lokum sagði hann eitthvað rosalegt, hló svakalega og labbaði svo 5 skref burt en hljóp svo til baka og setti vísifingur á ennið á félaga Esterar, öskraði eitthvað og hljóp svo burt. Ég þakka bara fyrir að 10/11 í Hamrahverfinu skuli vera opið 24/7, alveg ágætt að koma við þar og kaupa sér eitthvað að éta fyrir svefninn. Alveg bjargar hausnum á manni. Annars virðist blogger kerfið vera eitthvað royally fucked up, skrifaði slatta fyrir nokkrum dögum en svo fuckaðist það bara og ekkert var posted.

laugardagur, júlí 10, 2004

 
Spider-Man 2, jöööö Mjájá fór að sjá þessa ágætu mynd um daginn. Af 10 mögulegum fær hún um 7 frá mér, þessir dómar sem hún hefur fengið finnst mér vera full háir. Ég leit aðeins á imdb.com og held ég verði að vera sammála dómi Stephan Johansson um að hún sé "Vastly Overrated Summerflick at the Right time". Söguþráðurinn er ekki uppá marga fiska en mér var alveg sama um það enda hrikalegur Spider-Man fan frá því ég var smákrakki, ég var sko kominn til að sjá köngulóarmanninn sparka í rassinn á Doc Ock! Það sem tók á móti mér var eeeeeeeendalaus væmni! Ég hélt það væri ekki hægt að hafa svona mikla væmni í hasarmynd en mér skjátlaðist heldur betur því næstum helmingur myndarinnar fer í ömurlega og ógeðslega væmni. Átti að fá mann til að væla yfir því að Peter Parker vill ekki segja Mary Jane að hann sé ástfanginn af henni en svo gráta af gleði þegar Spider-Man sparkar í nokkra rassa? Þetta var samt góð mynd, ég er ekki að segja að hún sé slæm en hún hefur sína veiku punkta...mikið af þeim *hóst*script*hóst* Engu að síður var ég sáttur þegar ég gekk úr bíóhúsinu og var strax farinn að gæla við að kaupa myndina á DVD. Eina sem heldur aftur af mér með að kaupa fyrri myndina er, you guessed it, endalausa væmnin. Það þarf einhver að tala við þá sem stjórna öllu í Hollywood og segja þeim að slaka aðeins á í væmninni. Hann þarf ekki alltaf að vera að bjarga stelpunni. Kommon þetta er í annað skiptið sem það gerist að hann þarf að bjarga henni úr einhverju rosa situation. Lokadómur: fín mynd en takið vasaklút/ælupoka með ykkur.

mánudagur, júlí 05, 2004

 
NNNNEEEEEIIIII!!!!! Grikkir eru evrópumeistar í knattspyrnu. Mjög slæmt mál þegar leiðinlegasta lið keppninnar sigrar hana. Ég ætla rétt að vona að engin önnur lið fari að taka uppá þessari sömu leikaðferð, þ.e. að pakka í vörn og hugsa "ef ég fæ ekkert mark á mig þá þarf ég bara eitt til að vinna". Að sjálfsögðu virkar þessi taktík en hún skilar bara knattspyrnu sem er hundleiðinlegt á að horfa! Fjandakornið! Ég hefði innilega viljað sjá Portúgal - Tékkland í úrslitum, hélt með þeim báðum. Þá er bara að byrja upp á nýtt og ég hyggst geta það með hjálp leiksins Pro Evolution Soccer 3 (einnig þekktur sem World Soccer Winning Eleven 7). Þessi litli leikur á að vera allra raunverulegasti fótboltaleikur sem gerður hefur verið. Fyrst hann er raunverulegur þá er hann líka með heljarinnar controls og ef maður hyggst nota lyklaborðið þá þarf maður meira en helminginn af því til að geta stjórnað. Það er einfaldlega ekkert voðalega hentugt. Ég gerðist því grófur mjög og fjárfesti mér í "USB Dual PS2 to PC Convertor XP". Þetta tæki á að virka fullkomlega og er alveg hræódýrt. Þá er bara að finna sér hentug fórnarlömb til að fá lánað hjá PS2 pinna....dúmm dí dúmm...

föstudagur, júlí 02, 2004

 
Sorgardagur fyrir evrópska knattspyrnu þegar leiðinlegt lið eins og Grikkland kemst í úrslitin. Allir þeir leikir sem ég hef séð með Grikklandi hafa verið einstaklega tilþrifalitlir og leiðinlegir. Grikkirnir hanga bara allir í vörn og gjörsamlega drepa niður leikinn. Þeir spila að vísu vörn, eflaust með einhverja sterkustu vörn í heiminum í dag en þeir eru líka ALLIR Í VÖRN! Fjandinn hafi það! Þá er bara að vona að Portúgalir pakki þeim saman í úrslitaleiknum. Held við eigum samt von á leiðinlegasta úrslitaleik í sögu EM :(

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?