Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

fimmtudagur, mars 31, 2005

 
Fyrst ég er eitthvað að skrifa hérna þá ætla ég að mæla með 2 vefsíðum sem hafa stytt mér stundir síðustu dagana. slowbeef.com er síða gagnrýnir tölvuleiki á mjög...öðruvísi hátt. Hann er líka með mjög fyndið guide fyrir Metal Gear 2: Solid Snake sem ég mæli eindregið með að fólk lesi. Ruthless Reviews er svo síða þar sem maður getur lesið frekar fyndnar gagnrýnir á bíómyndir en á síðunni mæli ég mest með The Ruthless Guide To 80's Action Peace out
 
Djöfull hata ég blogger stundum, skrifaði nokkuð langt post hérna í gær en svo ákvað blogger að deyja þegar ég reyndi að posta því. Allavega. I am the biggest! Woot! Fyrir um 2 vikum síðan voum við nokkrir plebbarnir staddir í Triangle Park í Shinsaibashi að drekka bjór og spjalla í skítakulda. Vorum allir vel klæddir með húfur, bjór-hanska og allan pakkann meðan japönsku gellurnar sprönguðu um í mini-skirts og pínulitlum jökkum án þess að kvarta. Þær eru greinilega hardcore. Við höfum oft verið þarna áður en í þetta skiptið var óvenjulega mikið af Japönum í garðinum og það skeiterar sem flestir virtust vera high á einhverju öðru en áfengi. Eftir því sem leið á kvöldið fjölgaði bara í hópnum og það færðist í aukana að starað væri á okkur á mjög undarlega. Með þessum Japönum var svo einn útlendingur sem ákvað að koma og spjalla við okkur. Þessi Svíi var greinilega í annarlegu ástandi en var samt nokkuð hress bara. Meðan hann spjallaði við okkur hópuðust svo gott sem allir í kringum okkur og voru alveg upp við okkur. Manni var hætt að lítast á blikuna og ég bjóst við því að við yrðum skyndilega upplýstir um að í dag væri drepum-helvítis-útlendingana dagurinn. Át off ðe blú hljóp þá fram í sviðsljósið kviknakinn Japani á hjólabretti. Hann tók hálf misheppnað stökk fram af tröppum í garðinum, lenti hlaupandi og hljóp að járn-grindverkis-thingy og notaði það sem boost til að hoppa mjög hátt upp í loftið. Svo hoppaði hann og skoppaði til baka og tók nokkur handahlaup á leiðinni. Hinu megin við götuna horfðu þrjár löggur á þetta allt saman en gerðu ekki neitt. Eftir þetta performance kom gaurinn svo til okkar til að spjalla eitthvað á ofur-bjagaðri ensku. Þegar við spurðum hann hvers vegna hann hefði gert þetta lá ekki á svari hjá feita vini hans með brotnu tönnina: "Because he is the BIGGEST!" Við þetta öskraði hann sjálfur: I AM THE BIGGEST! og kyppti svo niður nærbrókunum og dansaði. Stuttu eftir þetta ákváðum við að drulla okkur burt en til að toppa kvöldið þá var karaoke-monsterið í húsinu á móti heimavistinni að blasa karaokegræjurnar sínar í botn þegar við komum til baka. Ég veit ekki hvort þetta er karl eða kona en það er alveg ljóst að viðkomandi hefur sönghæfileika í mínus en lætur það þó ekki stoppa sig heldur gjörsamlega öskrar í mækinn. Vægast sagt absúrd kvöld.

þriðjudagur, mars 29, 2005

 
Tricks are for kids! Síðustu vikurnar hef ég rekist á nokkra góða leiki sem hafa stytt mér stundir. Þar sem maður spilar þessa leiki mest í hléum í skólanum á skólatölvunum þá eru þetta engir súper grafík-intensive leikir heldur bara einfaldir pick-up-and-play leikir. Reyndar eiga þeir það allir sameiginlegt að vera gerðir af japönum.
Fyrst ber að nefna Warning Forever sem er alveg frábær leikur að mínu mati. Nafnið kemur til því maður berst ekki við neitt nema endakalls-ish óvini. Svo ég steli bara Engrish overview af leiknum af síðunni: A shooting game with vertical scroll. In this game, there are only you and the boss ship. The more you beat a boss, the more next boss becomes strong. You have 180 seconds in first time, and it decreases. Time will increase, if a boss is beaten, and if you die, it will more decrease. Beat more bosses, before time is lost. Gerist varla einfaldara. Reyndar er smá trick að ná að mastera miðið. Annað hvort hefur maður venjulegt mið þar sem skipið manns skýtur bara beint upp og nokkuð vítt mið eða þá að maður stjórnar miðinu. Það virkar þannig að meðan maður heldur skottakkanum inni þá hreyfist miðið ekki meðan maður hreyfir skipið en ef maður sleppir skottakkanum og hreyfir skipið þá breytist miðið. Ef maður færir sig nær miðjunni þá víkkar miðið og minnkar svo ef maður færir sig fjær miðjunni. Hægri/vinstri hreyfir svo miðið til vinstri/hægri. Temmilega vanabindandi leikur. Næst er svo grúppa sem kallar sig ABA Games sem gera alveg frábæra oldschool leiki sem eru mjög...MJÖG ávanabindandi. Torus Trooper er leikur í anda F-Zero, mjög hraður og mikið action. Reynir að forðast skot óvinanna og drepa þá meðan þú ferð eftir brautinni á ofurhraða. "Drive a ship forward and destroy enemies. When time runs out, game is over."
TUMIKI Fighters Stick more enemies and become much stronger. Segir í raun allt sem segja þarf. 2D scrolling skotleikur. Drepur stöff og lætur það svo festast á skipið þitt og breytast í byssur. Allt sem festist við mann breytist í byssur. Getur þannig orðið alveg fáránlega stór.
PARSEC47 Ekki spilað þennan en skilst að hann sé mjög góður og í anda Ikaruga, sem ég spilaði aldrei. 2D skotleikur.
Síðast ætla ég svo að nefna Flash leik sem ég varð húkked á í smá tíma. Hann minnir soldið á gamla mörgæsarleikinn þar sem maður reyndi að slá mörgæsina eins langt og maður gat. Nanaca Crash Klessið með hjóli á gaur eins fast og þið getið (smella og halda til að velja hornið, sleppa til að velja kraft). Meðan gaurinn skoppar þá eru stafir vinsra megin sem eru annað hvort gráir, bláir eða rauðir. Fyrir neðan sjást bláar og rauðar örvar. Meðan stafirnir eru í sama lit og örvarnar þá getið þið smellt með músinni og þá kýlt gaurinn upp eða niður, en upp spörkin eru bara 3. Nú hann skoppar framhjá fólki en ef hann lendir á því þá gerir það eitthvað. Gaurarnir hægja á manni eða hækka/lækka hornið sem maðu skoppar. Stelpurnar kýla mann flestar áfram og við sumar kemur "SPECIAL" og sem verður að combo ef maður nær að smella með músinni. Ein stelpan stoppar mann og önnur hleypur fram fyrir mann og blokkar næstu stelpu sem maður lendir á. Tom náði yfir 7000m. Sjálfur náði ég bara 3400m. On a sidenote þá var ég að fá StarCraft ásamt BroodWar expansion pakkanum sent að heiman. Good times. Í sama pakka fékk ég líka slatta af íslensku súkkulaði og AUÐVITAÐ nóa síríus páskaegg, stærð 6 :D Búinn að gefa útlendingunum hérna að smakka íslenskt gæða-súkkulaði við mjög góðar undirtektir. Jæja, nóg í bili. Jæja nóg í bili

föstudagur, mars 25, 2005

 
Já hæ kominn heim, nenni ekki að skrifa, bendi bara á myndaalbúmin. Komin 3 ný. Kyoto, Útskrift og Okinawa. Nennti heldur ekki að skrifa neitt undir myndirnar því þetta er á annað hundrað myndir. Læt þær bara tala sínu máli sjálfar.

mánudagur, mars 21, 2005

 
Farinn til Okinawa í 3 daga, eftir þá ferð hrekkur bloggið aftur í gang með yfir 100 myndum. Þangað til þá mun ég njóta hitabeltisveðurs og sitja í sólinni með bjór í annari og stærri bjór í hinni.

þriðjudagur, mars 15, 2005

 
Miðsvetrarprófin að byrja hjá mér á morgun þannig að ég læt það dragast enn lengur að uppfæra bloggið. Þangað til ég drullast til að skrifa eitthvað og bæta inn myndum getið þið skoðað þessa síðu: My Klukkan og Tíminn from Ísland by TAkashi

fimmtudagur, mars 10, 2005

 
Ekkert nema leti undanfarna daga og því ekki búinn að skrifa neitt. Búinn að púlla fyrstu veikindin mín síðan ég kom til Japan, nett háls-kvef sem kvaldi mann í 2 daga. Undanfarið hefur veðrið líka batnað alveg svakalega, maður þarf ekki einu sinni að vera í jakka lengur heldur getur bara sprangað úti léttklæddur og í hörku stuði.

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?