Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

mánudagur, febrúar 28, 2005

 
Á laugardaginn var ég á leiðinni út úr heimavistinni með slatta af gaurum þegar gegnum hliðarhurðina kom eitthvað stórt, bleikt fyrirbæri. Augun á mér voru ekki alveg að móttaka það sem þau sáu og heilinn neitaði að taka á móti því sem var sent, hélt því fram að þetta gæti einfaldlega ekki verið. Í smá stund hélt ég að ég væri að fá einhver Absinthe aftereffects eftir drykkjuna daginn áður en hægt og rólega áttaði ég mig á að þetta var raunveruleikinn. Sjá mynd

laugardagur, febrúar 26, 2005

 
Absinthe Í gær fórum við á Absinthe bar sem einn kennarinn okkar sagði okkur frá. Hann teiknaði stórt kort á töfluna í tíma til að sýna okkur hvar barinn er. Það var nokkuð sérstök lífsreynsla að drekka Absinthe, maður varð nokkuð fljótt fullur af því. Veit ekki hvort fullur sé rétta orðið, allavega var tilfinningin ekki alveg sú sama og venjulega. Fyrst fengum við okkur ódýrt "skot" sem heitir 'Absinthe 52' eða eitthvað þannig. Þetta er framkvæmt þannig að ofan á glasinu mans er götóttur spaði og sykurmoli á honum. Absintheinu er helt yfir sykurmolann og síðan kveikt í molanum sem bráðnar ofan í Absintheið. Svo er heitu vatni helt yfir spaðann og drykkurinn þannig þynntur. Smakkaðist eins og lakkrís og fór soldið undarlega í magann. Þegar við ætluðum svo að panta annað round horfði bardaman á okkur með "eruð þið hálfvitar?" svip og sagði "you know, if you really want to experience Absinthe you should try drinking this one or this one". Við basically sögðum yes mam og pöntuðum sterkustu útgáfuna. Þessi djöfull var gerður á sama hátt og hinn nema hvað þetta lyktaði eins og tannkremsóbjóður og smakkaðist alveg hræðilega illa. Þegar þetta kom niður í magann á manni fór líka eitthvað mjög undarlegt að gerast. Nokkrum mín seinna var maður orðinn vel "buzzaður" og í góðum fíling. Maður fór nú ekki að sjá neinar ofsjónir eins og gerðist í gamladaga með hardcore Absinthe en planið er, þegar allir hafa borðað hrísgrjón í lengri tíma til að safna fyrir ferðinni, að fara og fá sér 3-4 staup og sjá hvað gerist. Etir þetta fóum við í svokallaðan Triangle Park í Shinsaibashi. Hann er staðsettur rétt hjá einhverjum svaka fansí klúbb þannig að það er heill hellingur af fríki fólki þar í kring. Við versluðum okkur nokkra bjóra og gott í gogginn og sátum þarna og tsjilluðum í klukkutíma eða svo. Sáum fullt af flottum og ekki svo flottum bílum krúsa framhjá, fáránlegt fólk og enn fáránlegra fólk og svo fólk sem var svo fáránlegt að maður varð bara kjaftstopp. Skemmtilegasta atvikið var samt pottþétt þegar útúr pimpaður bíll stoppaði og út steig gömul kona með lítinn hund í bandi. Þarna stóð hún svo með hundinn og spjallaði við útúr fríkaða liðið meðan hundurinn gerði heiðarlega tilraun til að hafa samfarir við afturdekk á reiðhjóli. Við héldum svo áleiðis til Yodoyabashi þar sem við fundum einhverja random 'convenience store' (íslensku?) við hliðina á lestarstöðinni og versluðum meira áfengi og eitthvað til að japla á. Þarna rétt hjá er banki og Dan og Tom ákváðu að það væri sniðugt að fá sér að pissa á járnhliðið sem var búið að setja niður fyrir framan innganginn. Um leið og þvag lenti fyrir innan hliðið fór eitthvað svakalegt viðvörunarkerfi í gang og þeir hlupu einhvern svaka hring, fundu okkur og við hlupum svo allir niður í lestarstöðina þar sem við rétt náðum allra síðustu lestinni heim. Helvíti fínt kvöld og sem betur fer engin þynnka

föstudagur, febrúar 25, 2005

 
Stefnan er sett á áfengi og rugl í kvöld. Förum örugglega ágætlega stór hópur til Shinsaibashi þar sem við munum sitja í Triangle Park með bjóra og glápa á fáklæddu japönsku stelpurnar sem fjölmenna í klúbbana þarna í kring. Ætla rétt að vona að við verðum ekki það ruglaðir að við missum af síðustu lestinni. Nenni ekki beint að sofa í lestarstöðinni.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

 
Jahérna Ég gerðist núna sekur um eitthvað sem ég hélt ég myndi aldrei gera, og hef oft og mörgu sinnum skammað mömmu fyrir að gera. Í miðri bíómynd yfirgaf ég sjónvarpsherbergið og fór að taka þvott úr þvottavélinni og setja í þurrkara.
 
Blöh Um leið og ég fer að tala um hvað veðrið sé nú að verða ágætt þá auðvitað snarkólnar og fer að rigna daginn eftir :) Að vísu er ég orðinn helvíti laginn við að halda á regnhlífinni meðan ég hjóla þannig að ég blotna lítið. Í dag var ég ekki með regnhlíf
 
Las þetta post á Vitleysingasíðunni. Ég held að þetta sé kallað "positive feedback" þegar það smellur svona í tökkum þegar þú ýtir á þá. Allsráðandi í lyklaborðum og músum. Mér er persónulega mjög illa við þetta positive feedback á flestöllum tækjum og vill hafa mitt lyklaborð og mús eins hljóðlát og mögulegt er. Maður verður sérstaklega var við þetta í tölvuherbergjum þar sem hljómurinn af endalausu pikki á lyklaborðin yfirgnæfir allt. Það sem er öðruvísi hérna í Japan er þó að allir nýrri farsímar eru algjörlega hljóðlátir þegar kemur að þessu positive feedback. Það er líka eins gott því ekki myndi ég vilja heyra í öllum sem eru að senda e-mail á símanum sínum á bókasafninu... Asskoti líst mér vel á hvernig veðrið er að þróast hérna. Á síðustu 3 dögum er búið að hlýna heilmikið og það liggur við að maður geti farið út jakkalaus með kók í annari og pítsu í hinni. Sólin braust líka fram úr endalausum skýjabökkunum sem hafa umlukið okkur síðustu vikurnar og yljaði mér um hjartaræturnar og gerði mann einhvernvegin ofsalega glaðlan og bjartsýnan. Ef það hefði ekki verði fyrir nokkuð sterkan vind þá hefði ég skellt mér einhvert út úr borginni og í strjálbýlið.

mánudagur, febrúar 21, 2005

 

Gemsarnir í Japan eru alveg stórkostlegir. Í dag get ég ekki lifað án símans míns, ef ég gleymi honum heima þá líður mér illa og eins og það vanti einhvern part af mér. Eitt það besta við símana er myndavélin. Síminn minn er með alveg fína myndavél sem getur tekið myndir í: 120x160 (fyrir e-mail) 240x320 (fyrir bakgrunn í símanum) 640x480 (VGA) 1280x960 (SXGA) 1600x1200 (UXGA) 1224x1632 (2M) Gæðin eru alveg þrælfín þótt þetta sé náttúrulega ekkert á við alvöru myndavélar. Þetta þýðir samt að maður er með myndavél á sér ALLTAF, sem getur komið sér vel við hin ýmsu tækifæri. Svo gott sem allir símarnir eru flip-open með lítinn skjá að utan og risastóran að innan. Ég man ekki eftir að hafa séð neinn svona flip-open síma á Íslandi... Þetta gerir suma símana að vísu soldið stóra en ég get ekki kvarað yfir stærðinni á mínum. Það eina slæma við símana er að rafhlaðan endist nokkuð stutt eða rétt um 3 daga. Það skiptir í sjálfu sér ekki miklu máli því það tekur ekki nema svona 1 til 1.5 tíma að full-hlaða þá. Ég get líka tengst á netið gegnum svokallað "vodafone live!" og fengið allar upplýsingar sem ég get valið úr hópnunum "what's new, news & weather, ringtones, games, wallpaper, fortune telling, lifestyle & info, transportation og vodafone info" eða slegið inn mitt eigin URL til að skoða einhverja síðu á internetinu. Þetta kerfi var alveg einstaklega þægilegt meðan ég var í Tokyo því ég gat farið í "Transportation" hlutann og slegið inn lestarstöðina sem ég var staddur á og lestarstöðina sem ég vildi komast á og fékk þá til baka nokkrar lausnir þar sem mér var leiðbeint hvernig væri best að komast þangað sem ég vildi. Kerfið sýndi mér samtals verð, klukkan hvað ég ætti að taka lestirnar og hvaða lest á hverri stöð, hvað það myndi kosta að fara með hverri lest, hvað ég myndi þurfa að bíða lengi á hverri stöð eftir lestinni og svo klukkan hvað ég yrði kominn á áfangastað. Þeir sem eru með aðeins þróaðri síma eru svo heppnir að vera með GPS. Einn strákurinn hérna sýndi mér hvernig þetta virkar á sínum síma. Hann tengdist inná GPS service og fékk þá upp kort af svæðinu í kringum hann með hverri einustu litlu götu og göngustíg, staðsetningin hans sjálfs var einkennd með litlum bláum punkti. Á þessu korti gat hann svo zoomað inn og út eða fært lítið "X" um kortið. Þannig gat hann fært þetta X á einhvern annan stað á kortinu, ýtt á takka og þá var teiknuð besta leiðin frá staðnum sem hann var og að þessu X. Hann gat líka slegið inn símanúmerið hjá t.d. vini sínum og þá var aftur teiknuð á kortið besta leiðin þangað. Sé fyrir mér að þetta myndi koma sér virkilega vel fyrir fólk eins og mig sem á auðvelt með að villast í stóru völundarhúsunum sem þeir kalla borgir í Japan. Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að skoða samanburð á nýjustu símunum hérna en það eru 3G símar.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

 
Osaka KINKI Soccer Byrjaður að læra svokallaða honorary japönsku, öðru nafni "keigo". Þessa útgáfu af tungumálinu á maður að nota þegar maður talar við plebba sem eru æðri en maður sjálfur. Maður sýnir þeim "virðingu" með því að tala við þá með orðaforða sem gerir lítið úr manni sjálfum en smjaðrar fyrir plebbanum. Þeir tala hinsvegar aldrei við mann með keigo. Officially þá á keigo að vera eitthvað sem maður notar til að halda ákveðinni fjarlægð frá hinum aðilanum og þannig vera kurteis. Japanir eru svo bilaðir með þessa kurteisi sína. Eitt það óþægilegasta sem þeir gera er að taka í höndina á einhverjum eða faðma. Þegar maður tekur í höndina á Japana þá er handabandið mjög veiklulegt og það er víst ókurteisi að taka alveg þétt í höndina. Ef handabandið nær inn fyrir puttana, þ.e. í lófann sjálfan, þá er það óþægilegt fyrir þá og maður kominn inn fyrir "the comfort zone". Ég er ekki að segja að allir Japanir séu svona en margir þeirra eru svona. Þetta er hálf fyndið þegar maður fer á stað eins og McDonalds. Afgreiðslumaðurinn/konan talar við mann á svakalega kurteisan hátt...common ég er bara að kaupa hamborgara! Þú ert á lágmarkslaunum og þarft allan daginn að tala við viðskiptavinina eins og þú sért ekki meira virði en kúkur! Kjánalegt finnst mér og tilfinningin sem ég fæ fyrir þessu öllu er að þetta sé arfur frá fyrri öldum þegar samfélagið var allt öðruvísi og stéttaskiptingin mjög skýr. Í dag eru breittir tímar, nýtt þjóðfélag og nýtt fólk. Ungt japanskt fólk kann líka varla að nota keigo lengur og það er orðið til þess að ríkisvaldið er að setja í gang eitthvað svaka prógram til að gera unga fólkið meðvitaðra um rétta notkun á keigo. Þá er nú þessi afslappaða menning í vesturlöndunum mun betri. Ekki svo mikið stress eða óþarfa formlegheit þótt maður sé að tala við yfirmanninn sinn. Ef maður er verða of seinn á fund þá er það ekki heimsendir, maður hringir á undan og lætur vita af sér og fær svarið "já blessaður vertu, hafðu ekki áhyggjur af þessu". Í Japan færðu skilaboðin "ef þú kemur 3 of seint í vinnuna þá verður þú REKINN!". Það skiptir engu máli þótt þú komir 1mín of seint, það er samt of seint. Held það væri mjög svekkjandi að vera rekinn fyrir að mæta þrisvar sinnum 1-5mín of seint í vinnuna á einu ári.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

 
Þá er loksins komið að því að ég hendi inn myndunum fyrir tónlistarnördana
The Shins að spila live í Osaka
Ég með Shonen Knife :D Nýji diskurinn frá The Shins, áritaður og fínn
Myndir!!! Hér gefur að líta fullt af myndum sem voru teknar síðustu mánuðina, flestar teknar með gemsanum. Sumar þeirra eru svo gamlar að þær ná til ferðarinnar til Hiroshima. Í fyrradag skellti ég mér í bíó og sá Howl's Moving Castle sem var auðvitað sýnd án texta því þetta er japönsk mynd. Seinni helming myndarinnar leið mér eins og ég væri á sýrutrippi því ég botnaði hvorki upp né niður í því sem var að gerast. Mjög flott mynd og frá native speakernum heyrði ég að hún hefði verið mjög góð. Eftir bíóið fórum við á veitingahús sem er hálfgert Izakaya, fengum okkur alveg stórkostlegan mat sem kostaði rétt um 600kr á mann. Í gær horfði hálf heimavistin svo á Napoleon Dynamite. Ég linka ekki á myndina hérna því ég vill að þið farið beint út á næstu leigu og takið hana á DVD. Eftir að þið horfið á hana þá endilega látið mig vita hvernig ykkur fannst. Jæja best að drullast til að læra eitthvað....

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

 
Loksins búinn að finna snúruna til að tengja myndavélina í tölvuna. Var farinn að örvænta og búa mig undir að kaupa nýja. Þetta þýðir að seinna í kvöld get ég loksins hent inn myndunum sem ég lofaði fyrir nokkru síðan :) Skráði mig úr kúrsinum "Japan-China" í dag. Talaði við kennarann því maður þarf að fá undirskrift frá honum. Hann sagðist oft og mörgu sinnum hafa komið til Íslands á árum áður, þegar Icelandair var ódýrasta leiðin til að fljúga milli Bandaríkjanna og Evrópu. Hann nefndi Keflavík og Reykjavík, Vigdísi Finnbogadóttur, fólksfjöldann, Alþingi sem elsta þing í heimi og að Ísland væri alltaf hlunnfarið þegar það væri verið að tala um elstu þing í heimi. Eitthvað nefndi hann fleira sem ég man ekki því ég var einfaldlega svo hissa á hvað hann vissi mikið um Ísland.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

 
Komst inn í Making The News In Japan þannig að ég þarf að droppa annað hvort Japan-China: Problems In Historical And Cultural Interactions eða The Struggle For Justice. Erfitt val svo ekki sé meira sagt. Djöfull þarf ég að finna enskan pöbb sem sýnir frá enska boltanum...

föstudagur, febrúar 04, 2005

 
Úbbs Var geðveikt sniðugur í gær og steig óvart á gleraugun mín. Þau skekktust alveg hressilega en mér tókst að rétta þau að mestu. Þarf samt að fara með þau einhvert til að láta rétta þau betur því þau sitja örlítið skakkt og brúin milli glerjanna sjálfra skekktist. Hef komist að því í gegnum árin að efnið sem er notað í þessi gleraugu er mesta drasl í heimi! Þau mega ekki fá á sig minnsta högg og þá beyglast þau eins og mjúkur leir í heitum höndum. Alveg fáránlegt.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

 
Skelli inn 2 myndum um helgina sem útskýra það sem ég sagði í postinu á undan um tónlistardót fyrir tónlistarlúða. Skólinn byrjaður og maður er strax kominn með tonn af heimavinnu. Ég var á waiting list fyrir einn kúrsinn, Making The News In Japan, og sem betur fer skráði einhver sig úr þeim kúrsi þannig að ég komst inn. Nú þarf ég bara að ákveða hvort ég skrái mig úr Japan-China kúrsinum eða The Struggle For Justice.
Fólk gat skráð sig aftur í 'speaking partner program' en ég gerði það ekki, sá eiginlega ekki tilganginn með því. Gummi ákvað að skrá sig aftur í þetta og í gær hitti hann svo partnerinn í fyrsta skipti. Fyrsti hittingurinn er skipulagður af skólanum, allir hittast í stórri skólastofu þar sem maður labbar að borðinu með sínu númeri. Gummi var með alla fingur krosslagða og tærnar líka í þeirri von að spjall-félaginn væri sæt stelpa. Komst að því sér til gríðarlegarar ánægju að hún er u.þ.b. 150kg. Ég gat ekki annað en hlegið illkvitnislega inní mér þegar hann sagði mér frá þessu. Hún er líklega eina japanska stelpan í öllum skólanum sem er yfir kjörþyngd, allar hinar eru undir kjörþyngd. Til hamingju Gummi, líkurnar á þessu voru einn á móti trilljón! Ég er ekki með neina fordóma en ég giska á að ástæðan fyrir því að gummi skráði sig í þetta spjall-félaga program hafi verið að hitta sæta stelpu en planið stakk hann illilega í bakið :D

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

 
Skrambans, var búinn að senda hingað 2 post gegnum e-mail í símanum mínum en eitthvað virðist blogger ekki vera að taka á móti því. Stórfrétt fyrir lúðalega áhugamenn um tónlist bráðlega. Annars helst í fréttum að þessa stundina snjóar alveg hressilega og það er rok í þokkabót. Minnir mann bara soldið á gamla góða Ísland. Get nú loksins notað síðu undirfötin sem mamma sendi mér fyrr á árinu en hlakka samt ekki til að hjóla í skólann á eftir. Tek hita fram yfir kulda hvenær sem er.

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?