Ekki skrifad mjog lengi tvi eg hef mjog takmarkadan internetadgang. Er fluttur i homestay og byrjadur ad kenna ensku. Aefi mig alveg heilmikid i japonsku med homestay fjolskyldunni. Myndi setja inn myndir en thad verdur bara ad bida thangad til eg kemst a internet kaffihus.
Eg er allavega a lifi :)
Útskrift í dag, FRÍR BJÓR! Var verulega drukkinn kl 3 í glampandi sól og hita. Þunnur kl 6. Geðveikt
Kláraði prófin á miðvikudaginn. Fagnaði með subbulegu fyllerí. Reyndar var ég alveg geðveikt góður fyrr á miðvikudaginn þegar ég hjólaði í skólann í rigningu en hélt á regnhlífinni í hægri hendi meðan ég hjólaði. Það var þokkalegt rok þannig að ég hélt regnhlífinni langt fyrir framan mig og sá þá voðalega lítið hvað var fyrir framan mig. Vegurinn ákvað líka að vera svona líka svakalega lúmskur og beygja allt í einu til hægri. Ég reyndi eftir bestu getu að bremsa og beyja en það er hægara sagt en gert þegar bremsurnar eru blautar þannig að ég í staðin fór utan í kantinn og hrundi svo ég gangstéttina.
Það merkilega við það þegar maður dettur svona eða eitthvað kemur fyrir mann er að meðan það er að gerast þá finnst manni allt vera mjög óraunverulegt. Það er eins og maður sé í draumi og þetta sé ekki að gerast í alvöru og það hægist á öllu.
Nú ég hruflaði aðeins á mér hnéið og gat ekki beint stigið fast í það eftir þetta. Mesta sárið var samt á stoltinu. Reyndar var það allra fyrsta sem ég gerði eftir að hafa runnið rúman metra á gangstéttinni að líta í kringum mig til að vera viss um að enginn hefði séð mig. Svo athugaði ég hvort það væri nú ekki alveg í lagi með mig. Hefði verið alveg hræðilegt ef ég hefði púllað þetta stunt fyrir framan hóp af japönskum stelpum.
Nýjar myndir!

Loksins búinn að drullast til að henda inn nýjum myndum. Hef ekki tíma til að skrifa um neitt núna og er í prófum fram á miðvikudag þannig að einhverntíman á miðvikudaginn skrifa ég.
Lífið er svo sannarlega búið að vera ljúft síðustu dagana. Núna er svokölluð "Golden Week" í gangi en hún samanstendur af fullt af frídögum sem er búið að þjappa öllum saman. Þetta byrjaði í síðustu viku með fríi á föstudeginum. Svo er skóli í dag, mánudag, en svo frí þriðju-, miðviku- og fimmtudag en skóli á föstudaginn. Það sem gerir þetta alveg einstaklega gott líka er að það er búið að vera alveg frábært veður þannig að maður er búinn að nýta tímann í að hanga úti og jafnvel að manni hafi tekist að ná sér í smá lit.