Stafrænn Kristófer
Ekki pota í mig
miðvikudagur, apríl 27, 2005
Hápunktur dagsins í dag var að hjóla heim frá skólanum. Það sem gerði þetta öðruvísi í dag en alla daga er að á leiðinni var nokkuð gamall kall að basla við að opna hurðina á því sem var líklegast húsið hans. Þegar ég hjólaið framhjá honum þá prumpaði hann alveg rosalega hátt og lengi. Ég hló alla leiðina að heimavistinni.
Fór að fordæmi
Gumma og bætti inn á hliðarlínuna upplýsingum um veðrið hér í Japan fyrst það er nú farið að vera svona gott veður hérna. Múha.
þriðjudagur, apríl 26, 2005

Mjög undarlegur sjónvarpsþáttur sem ég sá í gær. Þátturinn snerist um það að stjórnendurnir, maður og kona, fengu par í þáttinn og spjölluðu svo við parið. Ég er ekki alveg viss en kannski snýst þessi þáttur um að fá undarleg pör í viðtal því parið sem ég sá var 38 ára gamall gaur og 18 ára stelpa. Þau voru búin að vera saman í 5 mánuði og þau voru farin að íhuga giftingu. Áður en einhver fer að fussa og sveia þá telst það mjög eðlilegt í Japan að giftast eftir að hafa bara verið saman í 1 ár. Vinkona Aki er að plana giftingu með kærastanum sínum en þau eru bara búin að vera saman í 5 mánuði. Ég sagði henni að mér þætti 5 ár vera algjört lágmark en hún leit þá á mig nokkuð sjokkeruð, 5 ár þótti henni mjöööög langur tími.
Áfram með þáttinn. Parið virtist vera nokkuð hamingjusamt og sambandið var búið að ganga mjög vel fram að þessu. Gaurinn er samt tvískilinn þannig að ég skil ekki hvernig hún getur verið sallaróleg. Þá var komið að bobunni! Við sjáum video frá því stjórnendur þáttarins tóku viðtal við foreldra gaursins. Allan tímann er lítill gluggi uppi í horninu sem sýnir andlitið á stelpunni meðan hún horfir á það. Þegar aðeins er komið inn í viðtalið er ákveðið að kynna nýjan aðila, inn kemur sonur gaursins. Andlitið á stelpunni breyttist eins og hún hefði rekist á lík í baðkarinu heima hjá sér. Henni var greinilega mjög brugðið, þ.e.a.s. gaurinn hafði aldrei sagt henni að hann ætti son.

Til að gera þetta aðeins meira sjokkerandi fyrir hana þá komumst við að því að strákurinn er 14 ára, verður 15 seinna á árinu. Stelpan er 18 ára. Það þýðir að aldursmunurinn er minni en 4 ár. Gellan er að fara að giftast manni sem er tvífráskilinn og á son sem er rétt rúmlega 4 árum eldri en hún, og hún vissi ekki einu sinni að hann ætti son.
Nú er köttað og við sáum parið sitja inní herbergi að ræða málin. Stelpan var greinilega í miklu uppnámi og gaurinn var eitthvað að reyna að róa hana. Ég skil bara ekki hvers vegna hann gerði stelpunni þetta, að segja henni frá þessu í SJÓNVARPSÞÆTTI! Hefði haldið að svona lagað ætti frekar heima innan veggja heimilisins, þar sem engar myndavélar eru.
Allavega þá fór parið til Hiroshima og þar sem stelpan og sonurinn hittast í fyrsta skipti og spjalla. Strákurinn virtist nú vera mjög þroskaður miðað við aldur. Sagði að hann vildi ekki þurfa að horfa uppá annan skilnað og spurði soldið probing spurninga um sambandið. Þarna fór ég nú aðeins að missa þráðinn og gafst svo upp.
Fucked upp þáttur en samt er einhvernvegin áhugavert að hnýsast svona í einkalíf annars fólks.
mánudagur, apríl 25, 2005

Svakalegt lestarslys sem varð í Japan í morgun. [
mbl.is][
MDN]
Það er mjög sjaldan sem eitthvað svona gerist í Japan og þess vegna verður þetta pottþétt að "headline news" í flestum fréttatímum allstaðar í heiminum í dag. Slys eins og þetta stangast nefnilega svo á við þá ímynd sem fólk hefur af Japan sem landi sem er svo rosalega langt á undan öllum hvað tækni varðar og að allt gangi eins og vel smurð vél þar, sérstaklega þegar kemur að lestarkerfinu.
Það er kannski hálf kaldhæðnislegt að það sem virðist hafa orsakað slysið var að lestin sem um er að ræða stoppaði ekki á réttum stað á lestarstöðinni þannig að það varð að bakka henni á réttan stað, sem olli 1mín seinkun. Vegna þessarar 1mín seinkun þá virðist lestarstjórinn hafa ákveðið að keyra lestina mjög hratt að næstu stöð. Í krappri beygju þaut lestin svo af sporinu með þeim afleiðingum að a.m.k. 37 eru látnir og yfir 200 slasaðir. Hámarkshraði í þessari beyju er 70km/klst en upp að 130km/klst á lestin ekki að geta farið af sporinu þarna. Það er því nokkuð ljóst að hún var á svakalegum hraða.
Þessi hraði olli því líka að þegar lestin þaut af sporinu þá fór hún beint á íbúðarbygginu sem stendur við teinana og einn vagninn varð gjörsamlega hluti af byggingunni. Hann þeyttist á hornið á byggingunni og eins og sést á myndinni að ofan þá er hann nokkuð flatur eftir höggið. Síðast þegar ég leit á sjónvarpið fyrir um 40mín síðan var verið að basla við að gera göt á vagninn svo það væri hægt að bjarga einhverju af fólkinu sem er í honum. Verð nú samt að segja að það séu ekki miklar líkur á að neinn sé á lífi þar.
Úr einu í annað, öllu minna mál en samt nokkuð áhugavert. Talaði við japanska stelpu áðan sem fer í skiptinám á næsta ári. Hún ætlaði upphaflega að fara til USA en henni var neitað um vegabréfsáritun. Ástæðan? Hún er svo heppinn að bera sama nafn og einhver japönsk gella sem fór til USA og gerði eitthvað nógu alvarlegt af sér til að vera komin á svartan lista yfir fólk sem fær ekki að koma inn í landið. Heppinn.
miðvikudagur, apríl 20, 2005
Feit heimavinnuturn mun ljúka á fimmtudaginn. Verst hvað það er búið að vera gott veður úti undanfarið, maður nennir ekkert að húka inni og læra heldur fer út að spóka sig í blíðviðrinu. Það er officially orðið "stuttbuxur og stuttermabolur" veður núna.
Búinn að fylla iRiverið mitt að hálfu, gjörsamlega elska þetta tæki og mun skrifa meira um það seinna. Gjörsamlega rústar samkeppninni. Eins og margir segja: "iPod is for fucking tools". Tool þarna í merkingunni "someone who is useless and idiotic in all aspects at any given time" og/eða "a person who is impressionable, easily used by others. A loser; a wanna-be". Flestir 'average joe' kaupa sér iPod af því...af því bara. Kaupa hann því það voru svo kúl auglýsingar eða vegna þess að í dag er iPod orðinn stöðutákn. Ef þú átt iPod þá ertu kúl. Reyndar er kannski líka hægt að segja að ef þú átt iPod þá ert þú sjálfkrafa orðinn mjög fýsilegt fórnarlamb þjófa.
Jæja, kanji próf á morgun, best að læra eitthvað fram á nótt. Spáð rigningu á morgun.
sunnudagur, apríl 17, 2005
Það er ekkert smá hvað veðrið hérna er orðið gott. Síðustu vikuna búið að vera meira en 20 stiga hiti og bara fáránleg blíða. Heyrði að veðrið á klakanum væri algjör kúkur, varla 5 stiga hiti :)
Í gær var fótboltamót í skólanum og það hefði varla verið hægt að biðja um betra veður. Sól, smá gola og ekki of heitt. Mætti gallvaskur til að læra eitthvað en í staðin horfði ég á allt fótboltamótið, sem var bara helvíti spennandi. Liðið "The Latino Vikings", með Dóra og Sigga innanborðs, komst í úrslitin en tapaði þar í bráðabana vítaspyrnukeppni. Svekkjandi. Sérstaklega þar sem liðið sem vann hét O.C.
Í dag er líka alveg rugl gott veður en ég þarf að húka inni og læra undir próf sem verður á morgun. Bömmer.
föstudagur, apríl 15, 2005
Cherry blossoms og ég veit ekki hvað og hvað

Á milli þess sem maður lærði eins og brjálæðingur fyrir miðsvetrarpróf þá naut maður góða veðursins sem er loksins farið að hellast yfir okkur. Síðustu vikuna búið að vera um 20 stiga hiti, sólskin og blíða. Einmitt um síðustu helgi fórum við og stunduðum svokallað
hanami þar sem setið er undir fallegum cherry trjám (
sakura), fengið sér eitthvað gott í mallakút og drukkið áfengi. Reyndar er bara eitt alsherjar partí hjá japönum á þessum tíma. Fara í næsta cherry blossom garð og drekka frá sér allt vit og skemmta sér. Sem var nákvæmlega það sem ég gerði síðasta föstudag og aftur á sunnudeginum. Myndir frá laugardeginum
héééééér

Sunnudagsferðin var samt soldið spes því þá fór ég með home-visit-family systur minni ásamt vinum hennar. Skráði mig í upphafi annarinnar í home-visit program og er búinn að heimsækja þessa fjölskyldu nokkru sinnum. Helvíti fínt að kíkja til þeirra, spjalla eða fara eitthvað út og koma svo heim og borða alvöru eldaðan mat. Líka alveg frábær æfing í að tala japönsku. Allavega, myndir frá því
hééééééér

Eitt annað albúm frá því þegar ég kíkti til Kyoto á flakk í einu af úthverfunum. Datt inná einhverja hátíð í temple. Þarna voru fánar strengdir um allt og kom mér skemmtilega á óvart að finna íslenska fánann þar. Það var ekki verra að sitt hvoru megin við hann voru annarsvegar S-Kórea og hinsvegar Kína. Við eigum ótrúlega margt sameiginlegt með þessum löndum. Allavega, myndir frá ferðinni
héééééér

sunnudagur, apríl 03, 2005
Pjéningar
Það er alveg temmilega margt sem mig langar að fjárfesta mér í núna. Var að fjárfesta í 3 bókum af netinu og 2 leikjum í GBA (því dollarinn er jú svo lágur!). Svo langar mig alveg heví mikið í
MP3 spilara (iPod er bara fyrir consumer-whores).
Svo langar mig líka í
Nintendo DS ásamt
Touch!Kirby og
Meteos
Eins og með flest allt sem maður gerir í lífinu þá er vandamálið bara peningar, þ.e. skortur á þeim.
Ef ég legg verðið á þessu öllu saman þá fæ ég þessa líka skemmtilegu niðurstöðu:
yen: 0,57kr
MP3: 39.800yen = 22.686kr
DS: 15.000yen = 8.550kr
Kirby: 4.800yen = 2.736kr
Meteos: 5.400yen = 2.873kr
Samtals: 64.640yen = 36.845kr
Ef þið viljið gefa mér pening þá endilega hafið samband á kristoh hjá gmail.com =)
Archives
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
nóvember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
september 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
nóvember 2005
janúar 2006
