Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

miðvikudagur, desember 29, 2004

 
Ferðin til Tokyo gekk mjög vel. Vaknaði kl 05:15, hress eftir 4 tíma svefn sem einkenndists af því að vakna á 10mín fresti því ég var skíthræddur um að sofa yfir mig. Henti mér í sturtu, borðaði og reyndi svo að ná draslinu mínu úr herberginu eins hljóðlega og ég gat til að vekja ekki herbergisfélagann. Tók nú reyndar eftir því þegar ég kom inn að hann var búinn að velta sér á hina hlðina, tók þá upp símann minn og áttaði mig á að ég gleymdi að slökkva á snooze þannig að hann hefur fengið að njóta hringingarinnar minnar í góða mínútu meðan ég var frammi. Nú alltaf þegar maður reynir að gera eitthvað hljóðlega í herberginu meðan herbergisfélaginn er sofandi þá auðvitað tekst manni að vera með óþarfa hávaða með því að reka sig í borðið, stíga á plastpoka og missa drasl á gólfið. David sagði mér frá því einu sinni þegar hann var að reyna að athafna sig rosalega hljóðlega í herberginu sínu, en fyrr um daginn var afmælisveisla í eldhúsinu og hann hafði tekið eina blöðru inn í herbergið sitt. Þegar hann læddist um herbergið í rökkrinu tókst honum að sparka í blöðruna sem sveif upp í loftið og lenti á andlitinu á herbergisfélaga hans. Ótrúlega smooth. Ég var kominn út á strætóstoppistöð kl 06:15, góðum 7 mín áður en strætóinn kom. Þetta var upphafs/enda stöðin þannig að ég sá strætóinn þarna rétt hjá. Sá bílstjórann labba um í strætóinum og án djóks þá var hann að dansa, a.m.k. þá var hann að hreyfa sig á mjög undarlegan hátt. Loks keyrði hann af stað en á leiðinni að Hirakata lestarstöðinni sat líklega andfúlasti maður Japans fyrir aftan mig, slíkur var óþefurinn. Þegar hann svo hóstaði sortnaði mér fyrir augun. Frá Hirakata tók ég lest til Kyobashi og þaðan til Osaka og svo til Shin-Osaka. Þegar ég kom á brautarpallinn í Kyoto var alveg helvíti mikið af fólki þar. Þegar lestin kom tróðust svo allir inn en ég var aftastur. Hugsaði með mér að þetta væri nú bara rugl, gæti alveg beðið eftir næstu lest og vonað að það yrði færra fólk. Leit þá aðeins lengra til hægri og horfði á eftir konu hoppa inn í vagn sem var nokkuð tómur. Stökk inn á eftir henni. Reyndar voru engin sæti laus en ég þurfti allavega ekki að húka eins og í sardínudós. Ein gömul kona horfði undarlega á íslenska ferðamanninn með risa bakpokann og litlu ferðatöskuna en maður er nú orðinn nokkuð vanur því að fólk stari á mann enda er ég mjög svo glæsilegt eintak. Ákvað að vera sniðugur og starði bara til baka á hana þangað til hún leit undan. Leit þá gegnum gluggann á hurðinni sem skildi vagninn að frá vagninum á undan og sá að hann var þétt pakkaður af fólki. Leit þá á vagninn fyrir aftan, sá að hann var líka þétt pakkaður. "Af hverju er svona lítið af fólki í þessum vagni?" hugsaði ég. Það fóru að renna á mig tvær grímur þegar ég leit yfir vagninn minn og sá að það voru eingöngu konur í honum. Leit þá á spjaldið við hliðina á hurðinni: "Ladies Only until 9 o'clock". Hahemm. 2 stoppum og 10 vandræðalegum mínútum seinna (nenti ekki að skipta um vagn á stoppunum) var ég kominn til Osaka og passaði mig svo vel á að fara ekki í ladies only vagninn til Shin-Osaka. Shinkansen ferðin gekk svo klakklaust fyrir sig. Lagði af stað 08:10 og var kominn til Tokyo 10:46. Konan við hliðina á mér svaf allan tímann í óþægilegustu stellingu sem ég hef séð. Einhverstaðar á leiðinni settust svo 4 "duuude...duuude! Look at this beeeeer duuuuude!"-kanar fyrir aftan mig. 2 strákar og 2 stelpur. Þau áttu mjög svo innihaldslaus og hávær samtöl og gerðu mikið af því að hlæja hátt. Drukku líka bjór á leiðinni sem ég veit ekki alveg hvort er leyfilegt eða ekki. Drap tímann á leiðinni með því að glugga í túristabók um Japan og hlusta á Boards of Canada. Drullaðist svo frá Tokyo station til Komagome þar sem Árni tók á móti mér. Hann er alveg helvíti heppinn með íbúðina því hún er örstutt frá lestarstöðinni sem á Yamanote line sem fer hring í Tokyo og stoppar á öllum helstu stöðvunum. Hann er líka með "mellu góða" íbúð þótt manni verði alveg skrambi kalt á tánum þar. Loftkælingin virkar ekkert svo vel og kostar auk þess of mikinn pening þannig það er bara slökkt á henni. Lítill space heater hitar á manni tærnar meðan maður glápir á sjónvarpið. Ég var ekki með neitt sérstakt planað svona fyrsta daginn þannig að Árni dróg mig með sér nokkra staði í miðhluta Tokyo þar sem við löbbuðum um allan daginn og skoðuðum hitt og þetta í og við Shibuya. Undir lokin fórum við svo á alveg "mellu góðan" revolving sushi stað. Staðurinn sjálfur er frekar lítill og færibandið gengur í kringum kokkana sjálfa þannig að maður getur horft á þá útbúa alla réttina og kallað og pantað sér rétti ef maður vill. Helvíti gott andrúmsloft þar inni líka. Ég var alveg virkilega impressed yfir öllu á þessu svæði og mun pottþétt kíkja þangað aftur við tækifæri. Nenni ekki að segja frá of miklu heldur læt bara myndirnar tala...hvenær sem ég get uplodað þeim. Um kvöldið chilluðum við svo bara í íbúðinni og gláptum á myndina Cellular. Alveg ágætis ræma þarna á ferð og betri en ég bjóst við...enda bjóst ég svosem ekki við neinu. Hann sýndi mér líka nokkra þætti með breskum vitleysingum sem gera hluti sem eru jafnvel hálfvitalegri en það sem Jackass gaurarnir gera. Algjör fífl sem er fyndið að horfa á meiða sjálfa sig. Fóru t.d. í paintball naktir. Nóttin var í einu orði sagt köld. Ég lá á undirdýnunni hans Árna með flíspeysuna mína sem kodda og lopapeysuna undir mér. Var líka í stuttermabol, rúllukragabol, 2 pörum af sokkum og með 3 teppi ofan á mér. Vaknaði um nóttina og þurfti á klósettið en dróg það eins lengi og ég gat því um leið og maður tók teppin af sér var alveg drullukalt. Drulluðumst ekki á fætur fyrr en kl 1 og sáum að það snjóaði úti. Það var hugsanlega 2 gráðum heitara inni en úti. Fórum og fengum okkur dálætis ramen sem hitaði manni vel og svo hoppaði ég í 2 lestir og hitti Jónas frænda og sit heima hjá honum núna að skrifa þetta. Á morgun ætla ég svo að vera tilbúinn með eitthvað smá ferðaplan og taka lestirnar á eitthvað svæði þar sem ég ætla bara að labba um og villast aðeins. Besta leiðin til að skemmta sér. Tek með mér myndavélina og reyni að taka eins mikið af myndum og ég get. Jæja þetta er orðið einum of langt og leiðinlegt. Hendi inn myndum seinna ef það er mögulegt (býst ekki við því). kveðja frá Tokyo

mánudagur, desember 27, 2004

 
Joint Astronomy Centre - World's most powerful infrared camera opens its eyes on the heavens
Þetta eru alveg þrælmagnaðar myndir sem sjást þarna en þessar 3 eru bara zoomed in myndir af þeirri upprunalegu. Helvíti öflugt apparat þessi sjónauki.

sunnudagur, desember 26, 2004

 
Jóla jóla jól Já jólin eru víst komin og næstum farin án þess að maður hafi fundið fyrir svo miklum jóla-anda. Universal Studios voru samt, eins og áður sagði, jólin mín og ég skemmti mér alveg helvíti vel þar. Þessa síðustu daga hef ég lítið verið að gera af viti nema taka því rólega, glápa á myndir í sjónvarpsherberginu, éta fullt af nammi, fara út að skemmta mér með fólkinu hérna og undirbúa ferðina mína til Tokyo. Sem sagt, nokkuð gott :) 28. þessa mánaðar fer ég til Tokyo og verð þar í einhverja daga. Fyrstu nóttina fæ ég að gista hjá Árna öðlingi en eftir það fæ ég að gista nokkrar nætur hjá Jónasi frænda meðan konan hans og dóttir eru í heimsókn hjá tengdaforeldrunum. Þegar mér verður hent út þaðan fæ ég að vera a.m.k. eina nótt hjá Ester englabossa. Áður en að því kemur ætla ég að vera búinn að gera upp við mig hvort ég ferðast eitthvað meira eða kem aftur heim. Ég veit að Gummi verður á svæðinu þannig að það er aldrei að vita nema maður geti platað hann í eitthvað ferðalag. Annars skoðar maður bara farfuglaheimilin á netinu og bókar sér eitthvað á einu slíku. Ætti allavega að vera áhugavert að upplifa áramótin í Tokyo. Búinn að henda (loksins) upp fullt af nýjum myndum í nýja möppu, myndir í desember en þar er hægt að skoðar myndirnar úr ferðinni til Hiroshima, ferð sem ég fór til Nagaokakyoshi og svo loks ferðinni til Universal Studios Japan. Hiroshima
Nagaokakyoshi
Universal Studios Japan
Verst að fjölskyldumeðlimir skildu skrifa jólakomment við síðustu færslu því hún var helvíti leiðinleg og ó-jólaleg meðan þessi færsla er mun hentugri :D

föstudagur, desember 24, 2004

 
Stundum þurfa hlutirnir bara að vera flóknir Fór í skólann í morgun í þeim tilgangi að registera hjólið hans Oskars sem mitt því hann seldi sér mitt áður en hann fór héðan. Það var nú ekki svo ofur-einfalt. Hann fór ekki fyrr en í gær (23. desember) þannig að hann vildi geta notað hjólið sitt fram að því, t.d. til að fara í skólann. Ef hann hinsvegar vildi fá tryggingarféið sitt frá skólanum endurgreitt þá varð hann að skila inn registration-sticker af hjólinu þann 15. desember. Við þurftum að tala við alveg flokk af fólki og enduðum á einhverjum mjög háttsettum gaur sem ákvað að gefa Oskari stimpil á miðann sinn svo hann fengi endurgreitt og í staðin varð ég að ábyrgjast að ég kæmi með miðann af hjólinu hans. Nú í dag fór ég svo til að skila registration stickernum mínum og Oskars og fá nýjan fyrir hjólið sem nú er orðið mitt og svo líka miða þannig að ég geti geymt hjólið við heimavistina yfir vetrarfríið. Það er erfiðara en allt að ná blessuðum miðunum af og þess vegna tekur skólinn á móti "parts of the sticker". Náði rétt pínulitlum bútum af miðunum og mætti á svæðið hress með eindæmum og sýndi stoltur afrakstur um 20mín af kroppi. Þá var nafnið mitt auðvitað ekki á listanum yfir fólk sem á hjól, talað við 2 yfirmenn og nafnið mittog númer bara krotað inn á listann. Fékk miða fyrir registrationið sem ég átti að fylla út en eitt af því sem þurfti að setja á hann var bicycle number sem er eitthvað númer á hjólinu sjálfu og til að borga fyrir þetta allt skyldi ég fara í aðalbyggingu skólans og kaupa mér einn 100 yen miða en þessir miðar koma í öllum stærðum og gerðum og eru eina leiðin til að borga fyrir sumar skólabækurnar og svona registration rugl. Ég rölti alla leiðina til baka að hjólinu til að finna þetta blessaða númer, finn það og labba svo í aðalbygginguna. Set 1000 yen í miðavélina en hún ælir seðlinum út aftur. Reyni hina vélina en sama gerist. Lít á peninginn og sé að þetta er einn af nýju seðlunum sem af einhverjum ástæðum á að taka við af þeim gömlu en flestir sjálfsalar taka ekki við þeim. Þurfti þá að fara í aðra skrifstofu í skólanum og skipta þessum seðli út fyrir annan, fara til baka og kaupa 100 yen miða og svo aftur í CIE bygginguna til að klára þetta. En nei, þá þurfa þeir líka "Registration number for Crime Prevention" sem er víst á límmiða sem er einhverstaðar á hjólinu. Labbaði því aftur að hjólinu, fann helvítis númerið, aftur í CIE og kláraði helvítis registrationið. Þetta er ekkert einsdæmi, hvert sem maður fer í Japan getur maður átt von á einhverju svona. Eins tækniþróuð og þessi þjóð á að vera þá eru tölvur lítið sem ekkert notaðar á stöðum eins og bönkum. Bankarnir eru í staðin með svona 15 manns í vinnu við að stimpla á hin og þessi blöð allan daginn. Tekur litlar 20mín að skipta út ferðatjékkum í dollurum fyrir yen.
 
Já síðasta færlsa var án nokkurs vafa skrifuð undir áhrifum mikils magns áfengis... Anyway. Ég þurfti að pakka saman öllu dótinu mínu og flytja upp á 2. hæð því yfir vetrarfríið er hæðum 1 og 4 lokað...af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Ég er nú alveg nokkuð ánægður með að fá þetta herbergi því hérna skín sólin a.m.k. á svalirnar. Ég hélt hálfgerð jól í gær með því að fara í Universal Studios Japan. Þetta er víst hálfgerð kópering á Universal Studios í USA nema bara ekki eins tilkomumikið. Það er eins og að stíga inn í nýjan heim þarna, húsin (leikmunirnir) rosalega flott og fólk í hinum og þessum búningum út um allt. Húsin eru líka mörg hver eins og hús úr ákveðnum þekktum bíómyndum. Það sem dregur flesta í þennan skemmtigarð eru náttúrulega allar þessar rides sem eru allar með þema úr einhverri bíómynd. Sú nýjasta er Spiderman og ég verð nú bara að segja að hún var ofur töff. Við sátum í litlum vagni og bárum 3D gleraugu því meðan við ferðuðumst um brautina voru kvikmyndatjöld um allt og maður var í miðju svakalegs hasars þar sem Spiderman barðist við fjöldan allan af óvinum. Þetta leit allt út eins og teiknimynd nema þökk sé þessari 3D tækni var eins og maður gæti teigt fram hendina og snert Spiderman þegar hann hoppaði uppá vagninn okkar. Ég gekk allavega mjög sáttur út eftir þessa ride. Annað sem maður kíkti líka á var 4-D adventures of Shrek og svo annað 4-D með prúðuleikurunum. Þetta var með 3-D effects þannig að maður var með ofur töff 3D gleraugu. Fjórða víddinn er svo eitthvað sem maður finnur þannig að t.d. þegar einhver af prúðuleikurunum asnaðist til að taka brunaslöngu og sprauta þá frussaðist vatn úr litlum stúti á sætinu fyrir framan mann...á andlitið á manni. Undir stólunum var svo eitthvað blástursdót þannig að þegar köngulær tóku á rás í Shrek þá var eins og einhver andskotinn væri að hlaupa við fæturna á manni. Sitt hvoru megin við eyrun á manni voru svo blástursstútar sem blésu út lofti með hávaða stundum. Síðasta stuðið var svo að sætin gátu hreyfst þannig að þegar Shrek var í æsilegum eltingaleik á hestakerru hristist allt og skalf hjá okkur. Aðrar rides sem eru þess virði að nefna eru t.d. Back To The Future, Waterworld, Jaws...og eitthvað fleira sem ég man ekki eftir. Stemmningin þarna var líka mjög fín og þarna fann ég í fyrsta skipti fyrir smá jólaanda. Það var náttúrulega jólaskraut um allt, verið að blasta gömul amerísk jólalög á fullu og nokkur risastór jólatré á svæðinu, þar á meðal stærsta jólatré í Japan. Kl 7 fylgdumst við svo með svakalegri jólahátíð við stærðarinnar vatn sem er í miðju garðsins. Í því er einhverskonar kastali þar sem prúðuleikararnir og fleiri sungu og dönsuðu sem óð væru og risastórir bátar brunuðu um. Það sem gerði þetta hvað eftirminnilegast voru þó upplýstu gosbrunnarnir á bakvið og flott flugeldasýning sem bunaði á milli atriða og endaði á svakalegu show-i í lokin. Ég skemmti mér a.m.k. alveg konunglega á þessari jólahátíð minni.

þriðjudagur, desember 21, 2004

 
sit her a bar tar sem allir drykkir eru a 250kr...ad hlusta a Britney Spears...tad er eitthvad rangt vid tetta. Nu var DJinn ad skipta yfir i Bob Marley.Greinilega madur sem veit sinu viti. Jaeja,nuna house of pain med jump around...veit varla hvad skal segja...help me...at least the alcomohol is cheap.

mánudagur, desember 20, 2004

 
Ef það er eitthvað sem mig vantar meira en nokkuð annað núna þá er það Discworld bók. Ég hef engar bækur lengur til að lesa á kvöldin og mig alveg dauðlangar í aðra Discworld bók. Mig grunar hinsvegar að það verði hægara sagt en gert að finna þær hér í landi þar sem gjörsamlega allt er gert til að vernda borgarana frá því að heyra nokkuð annað en þeirra eigið tungumál. Vill þó benda á að Þýskaland, Ítalía og Frakkland (og mörg fleiri) beita sömu taktík á sína borgara, þ.e. að gera allt til að vernda tungumálið. Góð taktík í sjálfu sér en slæmt þegar útlendingurinn þarf að finna sér bækur á ensku.

sunnudagur, desember 19, 2004

 
Maður verður víst að láta aðeins í sér heyra. Það er óttalega lítið að gerast hérna þessa dagana. Prófin eru búin fyrir nokkru síðan og vetrarfríið tekið við. Það sem 95% allra nemenda hérna gera í vetrarfríinu er að fara heim, staðreynd sem mér finnst nokkuð ótrúleg. Heimavistin er orðin frekar tómleg, bara nokkrar hræður eftir og þeim á eftir að fækka á næstu dögum. Það þýðir nú samt ekki að það sé eitthvað drepleiðinlegt hérna, þau sem sitja eftir eru flest öll mjög gott fólk sem getur alltaf fundið sér eitthvað að gera. Svo er ekki verra að Dave lét mér efir X-Boxið sitt meðan hann er í USA en það er moddað alveg til andskotans þannig að við höfum slatta af X-Box leikjum og alla þá emulators sem mann gæti dreymt um auk þess sem við getum horft á DVD. Alls ekki slæmt. Hjálpaði Tom að flytja í "íbúð" í Kuzuha. Þetta er nú ekkert svakalegt, rétt stærra en single room hér á dorminu en hann hefur þó sinn eigin stað þarna. Leigan er samt hærri en á dorminu og húsráðandinn (landlord?) er víst mjög strangur...sumir eru meiraðsegja vissir um að hann kíki inn í herbergin þeirra til að sjá hvort það sé vel tekið til og snyrtilegt. Á móti kemur að það má hafa gesti eins lengi og maður vill og það má drekka áfengi í herbergjunum. Á heimavistinni þurfa allir gestir að vera farnir kl 10 og allt áfengi er stranglega bannað. Að auki mega gestir ekki borða í eldhúsinu eða snerta neitt af áhöldunum. Þeir mega standa þar inni, sitja og tala en ekkert annað. Frekar kjánalegt. Svo varðandi skrif Gumma um það þegar við gláptum á Aliens. Það er ekki hægt að búast við því að þegar 5+ manns koma saman að horfa á bíómynd haldi allir kjafti allan tímann. Fólk kemur auðvitað með athugasemdir, það er ekki annað hægt. Auk þess er Aliens gömul mynd og það sést mjög vel á henni að hún er komin til ára sinna. Allt tölvudót í bæði henni og fyrirrennaranum er hræðilega hallærislegar hugmyndir um hvernig framtíðin yrði og því miður fyrir Aliens er hún gerð á þeim tíma sem ljótasta tíska sem mannkynið hefur alið af sér var allsráðandi og sú tíska lak yfir í myndina. Commentið um skrýmslahljóðin frá stelpunni átti líka alveg rétt á sér...öll skrýmsli í bíómyndum hljóma einmitt svona. Auk þess er hún algjör hryllings/retro/sci-fi mynda nörd þannig að hún hefur fínan sambanburð. Svo er hún frá Finnlandi en ekki USA. Ef þú villt horfa á myndir í stóru breiðtjaldssjónvarpi með frábæru hljóðkerfi, myrkri og fólki sem gefur ekki frá sér eitt einasta múkk yfir alla myndina þá verður þú að gera það í "controlled environment", þ.e.a.s. einn. Svo lofa ég að fara að drulla upp myndunum frá Hiroshima.

sunnudagur, desember 12, 2004

 
staddur i bio ad fara ad horfa a The Incredibles,eda Mr.Incredible eins og hun er kollud herna.Tetta er annad skiptid sem eg kem hingad og tad kemur mer aftur jafn mikid a ovart hvad tad er hreint herna.Ekki nokkur madur hendir rusli a golfid tannig ad tad er blessunarlega ekkert klistrad. Jaeja,myndin ad fara ad byrja

föstudagur, desember 10, 2004

 
Prófum lokið! Þá er ég loksins búinn með öll próf og ritgerðir og get farið að taka því rólega. Í kvöld er mér svo boðið í mat hjá homestay-fjölskyldu Charlie þar sem verður smá kveðjupartí því hann er að fara til Bandaríkjanna á morgun. Hann kemur aftur hingað fyrir næstu önn en hann verður einmitt nýi herbergisfélaginn minn. Núna get ég loksins farið að drulla Hiroshima myndunum upp ásamt öðrum myndum sem ég hef tekið. Líka búinn að senda heim pakka með nokkrum glaðningum, vonandi að hann komist til skila fyrir jól. Er einmitt líka að vona að pakkinn sem var sendur frá Íslandi komi í dag, nenni ekki að bíða eftir honum fram á mánudag eða lengur. Jæja nóg komið af þessu drolli, þarf að koma mér aftur á heimavistina, henda frá mér töskunni og kannski ná mér í nokkra bjóra.

mánudagur, desember 06, 2004

 
Búinn að kaupa Nintendo DS sem litli bróðir minn fær í jólagjöf. Keypti með japönsku útgáfuna af Wario Ware DS sem kemur ekki fyrr en einhverntíman í febrúar eða mars í USA. Nógu einfaldur til að maður þurfi enga japönskukunnáttu. Spilaði hann náttúrulega alveg heilmikið sjálfur og næstum búinn að klára ófétið. Verð að segja að hann er alveg þrælskemtilegur og það að nota stylus er svo ótrúlega öðruvísi...að ég veit varla hvernig ég á að lýsa því. Það er allavega mjög þægilegt. Ég hef ekki prufað þetta thumb-strap enda hef ég engan leik til að prufa það með. Meðan ég hef DS liggur GBA tölvan bara á borðinu ósnert því leikirnir eru svona 3x skýrari í DS því skjárinn er einfaldlega miklu betri hvað lýsingu varðar, allir litir alveg miklu skýrari. Búinn að spila Metroid: Fuzion á fullu í henni og mér finnst nú bara mjög fínt að halda á gripnum, finn ekki fyrir neinum óþægindum. Einhverjir voru víst að væla yfir því að takkarnir hægra megin (a,b,x,y) væru óþægilega staðsettir, sérstaklega ef maður væri að spila GBA leiki sem nota bara tvo takka. Verð nú bara að segja að það er algjört kjaftæði í mönnum sem eru greinilega að reyna eins og þeir geta að finna eitthvað neikvætt. Hef ekki fundið fyrir neinum óþægindnum whatsoever. Svo er bara að sjá til hvort maður fjárfesti sér í einni seinna í mánuðinum. Það sem heldur soldið aftur af mér er að það eru engir almennilegir must-have leikir að koma fyrr en einhverntíman í mars eða svo á næsta ári. Ómögulegt að þurfa að bíða svo lengi eftir góðum leikjum. Nintendo þóttust ekki ætla að gera sömu mistök og með GC, þ.e. að gefa tölvuna út með lélegum launch-leikjum og svo bara ekkert í nokkra mánuði, en sagan virðist vera að endurtaka sig núna. Að þeir skuli ekki hafa verðið með Zelda, Metroid eða Mario leik tilbúinn um leið og hún kom út er skammarlegt. Eina sem þeir hafa er endurgerð á Mario 64. Það er í sjálfu sér ekkert slæmt fyrir mig því ég spilaði aldrei originalinn :p Samt, bara 2 leikir sem er eitthvað varið í fyrir DS hér í Japan núna, Mario 64 DS og Sawaru. Þess má geta að verðið á DS í Japan er 15000 yen = 9600kr. á bt.is kostar GBA 9.899kr :)

föstudagur, desember 03, 2004

 
Ég var að uppgötva nýjan fídus á símanum mínum. Það er innbyggður pedometer í hann en það er ekki nóg með að hann telji bara skrefin sem ég tek, ó nei, heldur fæ ég ákveðið mörg stig fyrir skrefin og ef ég safna nógu mörgum stigum þá unlocka ég NÝJUM ICONS! Ójá! Þvílíkt og annað eins, hættulegt fyrir fíkil eins og mig að komast að svona löguðu. Ég hef því verið duglegur að hrista símann minn því þannig platar maður pedometerinn sem heldur að maður sé að labba. Í gær hristi ég hann 10.000 sinnum og í dag er ég kominn í hátt á 20.000. Ég ætla líka ekkert að sofa í nótt heldur bara hrista símann á fullu því ég VERÐ að fá þessi icons. Ég er tilbúinn til að mínu daglega lífi til að fá öll iconin sem síminn býður upp á. Eða ekki. Ég hef samt alltaf kveikt á pedometernum og maður tjékkar á honum rétt áður en maður fer að sofa og verður nú soldið hissa á að maður hafi tekið 4.000 skref þann daginn.

fimmtudagur, desember 02, 2004

 
Hjalti, ef thu lest thetta kiktu tha a postinn thinn!
 
Nú er staðan hjá manni svipuð og hjá mörgum öðrum heima, maður er uppteknari en allt. Á morgun þarf ég að skila inn ritgerð og taka 2 próf, annað sem felur í sér að lesa bút af texta sem er troðfullur af kanji en í hinu þarf ég að tala við kennarann minn á japönsku í 5 mín eins og ég sé að gangast undir atvinnuviðtal. Ætti ekki að vera svo erfitt ef ég get lært eins og geðsjúklingur í dag. Svo í næstu viku kemur restin af prófunum sem enda svo þann 10. des og þá er ég officially kominn í jólafrí til loka janúar :D Á sunnudaginn fór ég í ferð í bæinn Nagaokakyoshi sem er hálfgert úthverfi Kyoto því borgirnar liggja alveg upp við hvor aðra. Þar skoðaði maður alla helstu merkilegu staðina í bænum og fékk svo mat hjá japanskri fjölskyldu. Það var alveg merkileg upplifun, ekki hvað sýst vegna þess að japanskt fólk virðist vera mikið fyrir alveg sjóðandi heitan mat. Fékk þarna að bragða á sjóðheitu udon sem maður skolaði niður með enn heitara te. Ég varð á endanum að biðja um miskun og fá glas af köldu vatni. Nú meira seinna, tók fult af myndum sem bíða, eins og Hiroshima myndirnar, eftir að vera settar upp. þar sem maður er eilítið upptekinn þessa dagana þá veit ég ekki hvenær það gerist... l8er

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?