Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

sunnudagur, nóvember 28, 2004

 
Fyrir gamla 5-Y menn: Var ad sja tvifara Sigga Stae,stor og luralegur japani sem leit alveg eins ut og Siggi sed fra hlid.Tegar hann hnerradi leit eg upp og helt ad tarna vaeri sjalfur madurinn kominn.Hvad oskradi hann aftur a Tryggva?

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

 
Þess má svo geta í tengslum við wario leikinn á DS að hann heitir "sawaru" sem þýðir "snerta". Það er hættulega nálægt "suwaru" sem þýðir "setjast". Þegar maður spyr hvort maður megi setjast einhverstaðar þarf maður því að passa sig vel svo maður fái ekki mjög svo vafasamt augnaráð til baka. sawatte mo ii desuka? ??????????????
 
Myndir og fleira Nintendo DS var kynnt á convention fyrir þó nokkru síðan og sem sannur nördi skellti maður sér að hana í von um að geta litið tækið augum og jafnvel að spila smá. Maður gerði bæði og leit augum nokkrar fagrar japanskar dömur sem löbbuðu um nokkuð fáklæddar í von um að laða fleiri nördalinga að sér og því sem þær voru að kynna. Tók í Resident Evil 4, Sawaru (wario ware fyrir DS), Donkey Konga, Donkey Kong Jungle Beat, Yoshi's Touch & Go og svo eitthvað fleira sem ég man ekki hvað var. Resident Evil 4 var víst bara eitthvað demó sem fylgdi með Famitsu leikjablaðinu en ég hafði aldrei spilað þetta og var bara nokkuð impressed. Ég kunni samt varla á controls þannig að ég lenti í smá vandræðum...þessum klassísku. Gat ekki snúið mér nógu hratt við þegar brjálæðingur með vélsög kom aftan að mér og bútaði mig niður. Sawaru spilaði ég síðast og þurfti að bíða í litlar 40mín til að geta spilað, get sagt að hnéin hafi verið orðin nokkuð stíf eftir biðina en hún var vel þess virði, sama geðveikin og alltaf í Wario Ware leikjunum. Donkey Konga hafði ég nú prufað í leikjabúð áður en hann er alveg þrælskemmtilegur. Held maður verði einfaldlega að kaupa hann ásamt auka trommum þegar maður kemur heim. Það er bara eitthvað við það að keppa á móti einhverjum öðrum í að berja á trommur sem gerir mann mjög...æstan...somehow. Líklega svipað og DDR, sem ég verð að segja að er nokkuð skemmtilegt. Þegar maður spilar DDR þá heldur maður fyrst að þetta sé nú alveg skítlétt en kemst svo að því að þetta er alveg þrælerfitt og þá verður þetta að skemmtilegri áskorun, að gera betur næst. DK Jungle Beat var svo alveg helvíti skemmtilegur. Þetta er sidescroller með smá þrívídd hent inn for good measure. Maður hleypur til hægri með því að lemja á hægri trommuna, hraðar til að hlaupa hraðar. Klappar saman höndunum til að hoppa og lemur á báðar trommurnar í einu til að grípa/slá. Í borðinu sem ég spilaði lenti ég á hindrun í formi stórs tré en þá zoomaði myndavélin inn og ég barði eins og brjálæðingur til skiptis á hægri og vinstri trommuna til að kýla mig í gegnum tréið. Eftir að hafa svo hoppað og skoppað í gegnum borðið þá þurfti ég að sigra stóra górillu í boxi. Klappaði til að dodga högg frá honum og hamaðist svo á trommunum til að kýla hann. Mjög skemmtilegur leikur og must-have ef maður á þegar trommurnar. Á undan mér var ung móðir með lítilli dóttur sinni að prufa leikinn. Dóttirin var nú kannski helst til of ung til að skilja hvað var í gangi þannig að mamman hjálpaði henni aðeins. Það breyttist nú fljótt í að mamman tók alveg yfir spilunina og var hrópandi og hlæjandi meðan hún sló á trommurnar meðan dóttirin horfði bara á. Yoshi's Touch & Go er svo einn af DS leikjunum sem ég prufaði. Hann er kannski meira svona tech-demo heldur en leikur en í honum þarf maður að hjálpa baby Mario meðan hann svífur niður hangandi í blöðrum. Með litla pennanum strýkur maður yfir snertiskjáinn og býr þannig til röð af skýjum sem geta þá breytt staðsetningunni á Mario. Þetta gerir maður til að reyna að ná peningum sem á einhvern ótrúlegan hátt hanga í loftinu. Það eru líka óvinir þarna en til að gera þá óvirka þarf maður að teikna hring utan um þá sem lokar þá inní loftbólu og breytir þeim í pening. Svo getur maður dregið loftbóluna á hentugan stað svo Mario geti svifið á hana. Það sem gerir þetta tricky er að mario er á eftri skjánum meðan allt sem maður getur gert er á neðri skjánum. Ef maður er ekki nógu snöggur að teikna þá horfir maður með angist á efri skjáinn þar sem Mario lendir kannski á óvini meðan maður reynir frantically að bjarga málunum á neðri skjánum. Þegar hann kemst svo alla leiðina niður lendir hann á Yoshi sem byrjar síðan að labba með hann. Með pennanum getur maður svo potað í Yoshi og þannig fengið hann til að hoppa, potar aftur og aftur í hann meðan í loftinu og þá framkvæmir hann sitt trademark fótaflug. Með því að pota á skjáinn lætur maður hann líka kasta eggjum í óvini. Maður getur svo teiknað ský eins og þegar Mario var að svífa niður og þannig hjálpað Yoshi að komast yfir stórar holur og þessháttar. -------------------- Nú úr einu yfir í annað. Aki, RA heimavistarinnar sem ég er á, átti afmæli þann 8. nóvember og í tilefni af því tóku flestallir íbúarnir sig saman og gerðu eitthvað matarkyns, blésu upp blöðrur og festu í eldhúsinu, bökuðu köku, keyptu partý-sprengju-thingy og komu Aki alveg mjög skemmtilega á óvart með veislu. Hvert tækifæri sem gefst til að borða öll saman og spjalla er notað til hins ýtrasta og þetta var engin undantekning. Menn og mýs skemmtu sér vel og borðað var þangað til allir þurftu að leggjast niður og melta. ------------------- Þetta post er ekki orðið nógu langt því ég ætla líka að skrifa um heimsókn í grunnskóla. Bekkurinn minn ásamt 3 öðrum bekkjum fór í heimsókn í grunnskóla hér í Hirakata. Minn bekkur hitti 5. árs nema og við eyddum góðum 2 klukkutímum með þeim. Í byrjun var okkur útlenginunum stillt upp í röð og einn í einu labbaði svo að stóru landakorti, kynnti sig á japönsku og sagði hvaðan hann/hún kæmi og benti á landið sitt á landakortinu. Svo settist viðkomandi niður hjá einhverjum af japönsku nemendunum. Við vorum svo tekin inn í skólastofuna þeirra þar sem við spjölluðum aðeins saman um hitt og þetta og maður kenndi þeim nokkra einfalda frasa á íslensku. Svo var farið fram í salinn aftur og spilaður leikur að nafni "fruit's basket"...að ég held. Gengur þannig að allir sitja á stólum í hring og einn stendur í miðjunni. Þessi í miðjunni segir eitthvað eins og "allir strákar", "allir sem eru klæddir í svart", "allir!" og þá þurfa þeir sem þetta passar við að stökkva upp og finna sér nýtt sæti sem er ekki við hliðina á því sem þeir sátu í. Þá er alltaf einn eftir í miðjunni. Helvíti skemmtilegt og nokkuð mikið chaos. Tekið smá hlé og pósað með nemendunum. Eftir það fórum við öll niður með krökkunum að ná í matinn. Krakkarnir voru klætt í sloppa, húfur og grímur eins og skurðlæknar þannig að maður átti helst von á að dregnir yrðu upp skurðarhnífar og einhver líffæri fjarlægð úr okkur. Maturinn var svo alveg barasta ágætur nema hvað mjólkin smakkaðis eitthvað undarlega. Alveg vel drekkanleg þrátt fyrir það en ég hef aldrei smakkað mjólk með eins undarlegu bragði. Spjölluðum meira, föndruðum og bjuggum til penna-stadíf einhverskonar og fórum svo í salinn aftur þar sem krakkarnir sungu í kór eitthvað lag fyrir okkur. Eftir það var bara chaos og myndarugl. Ef maður gerðist svo djarfur að taka upp myndavélina var 2-3 sekúndum seinna komin hrúga af krökkum fyrir framan mann í von um að það yrði tekin mynd af þeim. Ég prufaði tvisvar að hlaupa burt haldandi á myndavélinni en þá einfaldlega hljóp hópurinn á eftir manni eins og brjálaður hópur af zombies í leit að ferskum heila. Eitt sem ég tók svo eftir þarna er að einhjól virðast vera kúlið í dag. Allir kúl krakkarnir voru að leika sér á einhjólum á leiksvæðinu fyrir framan skólann. Ef ég myndi einhverntíman prufa að setjast á þetta þá yrði mitt fyrsta múv líklega að detta fram fyrir mig og brjóta í mér allar framtennurnar. ----------------- Læt þetta gott heita í bili. Er með fullt af myndum frá Hiroshima líka en ég á eftir að laga þær til í Photoshop. Lofa engu en vona að þær komi fyrir helgina. Bætti líka helling af myndum í "Hitt og Þetta" möppu Nóvembers. Nýjar myndir frá og með þessari síðu.

mánudagur, nóvember 22, 2004

 
Þegar ég vaknaði í nótt eftir heilmiklar draumfarir velti ég mér bara á hina hliðina, eins og ég er vanur að gera. Þá fannst mér nú soldið undarlegt að finna að ég var enn fullklæddur. Fór að hugsa til baka um hvað ég var að gera rétt áður en ég fór að sofa og áttaði mig á að 45mín langi blundurinn sem byrjaði kl 2 hafði ekki verið rofinn á réttum tíma. Síminn var stilltur á 'manner mode' og náði ekki að vekja mig og kl 5 er þegar komið niðamyrkur þannig að ég hélt það væri mið nótt. Dreymdi allavega algjöra sýru þannig að þetta var ekki alslæmt. Þess má svo geta að á morgun er frídagur, múhahaha! Var að lesa bloggið hans Binna og ég er nú bara feginn því að þáttur Gísla Marteins skuli missa af mér þetta árið því hann virðist vera mun verri en þegar ég yfirgaf landið. Myndavélin mín er orðin troðfull en ég get ekki sett fleiri myndir á tölvuna fyrr en ég hef losað mig við eitthvað af þeim gömlu á geisladiska. Svo skemmtilega vill til að Lawsons (sem eru næstum á hverju götuhorni) selja víst dúnka af skrifanlegum geisladiskum þannig að þetta ætti að reddast fljótlega :)

laugardagur, nóvember 20, 2004

 
Madur var eitthvad farinn ad threytast en ta kemur toripuru esupresso manni til bjargar. Vorum ad koma fra Miyajima eyju sem er an nokkurs vafa einn fallegasti stadur sem eg hef sed i minu litla lifi.Nuna er forinni heitid i war museum tar sem vid faum vonandi ad sja eitthvad ahugavert.Svo er bara ad vona ad vid hofum tima til ad skoda minnisvardann um sprengjuna.
 
For a fyllery i gaer,kom heim um kl 1 eftir toluvert of mikla drykkju a reykfylltum stad.Svaf i naestum tvi 3 tima og nuna,4 timum eftir ad eg kom heim,sit eg i lest sem er fyrsta skrefid i att til Hiroshima. Ja strakurinn for i gaer og fjarfesti ser i bullet-train mida til Hiroshima. Eini gallinn er ad af teim 6 sem eru i hopnum eru bara 2 sem eg get umgengist i meira en 15min an tess ad verda orlitid gedveikur. Tetta aetti samt ad verda ahugaverd ferd,tau eru med eitthvad uber plan fyrir daginn tannig ad vid aettum ad geta sed allt tad helsta adur en vid forum heim. Maetur madur sagdi svo ad tessir bullet-train midar vaeru "the bomb" hohoho...

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

 
Skráð útlandanotkun þín (stofer@simnet.is) frá 01.11.2004 til 14.11.2004 er 512 MB. Innifalið gagnamagn er 100 MB. Umframmagn er nú 412 MB. Bestu kveðjur, Starfsfólk Símans Einhver heima virðist vera að klikka á að HALDA SIG VIÐ HÍ TENGINGUNA! Skiptir mig náttúrulega ekki máli því ég fæ ekki reikninginn :)

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

 
Klappstýrur og fleira Já þá eru þær loksins komnar klappstýrurnar í allri sinni dýrð. Hægt að nálgast video af þeim og fleiru hérna. Kom þessu ekki upp í gær því netið var af einhverjum ástæðum óendanlega hægt, uplodaði á HI svæðið á rétt rúmum 1.47 KB/sek og disconnectaðist á 10mín fresti. Lét þetta rúlla í nótt. Minniskortið í myndavélinni er líka orðið nokkuð þétt skipað þannig að ég létti af því og uploda eftir því sem þessi déskotans tenging best getur. Já ég verð nú að segja að maður var orðinn létt pirraður á að heyra þær alla daga öskra "go go go" og fleira rugl úr salnum þar sem þær æfa sig en eftir að hafa séð þetta performance ber maður aðeins meiri virðingu fyrir þeim. Já þær kalla sig "Pyrates". Hérna eru svo nokkrar myndir frá Kansai Gaidai hátíðinni. Frekar lítið um hana að segja og þessar myndir líka. Spiderman var samt góður. Fujiyamaland er svo draumastaðurinn. Staðurinn er á 2 hæðum. Maður verður að kaupa sér meðlimakort til að geta leikið sér þarna en það kostar rétt um 300yen. Svo skellir maður sér á eitthvað eins og 3 tíma pakka fyrir um 1100yen og eftir það getur maður gert svo gott sem hvað sem er. Staðnum er skipt í 2 hæðir. Á hæð 1 eru soft-drink machines sem maður getur drukkið eins mikið og maður vill úr, heill hellingur af spilakössum sem þarf ekkert að borga í, borðtennisbort, skvass herbergi, hafnabolta-eitthvað og svo lítill bar þar sem er hægt að kaupa áfenga drykki og mat. Á 2. hæð eru svo fleiri borðtennisborð, pool borð, karaoke herbergi, lítið bókasafn, lesbásar, básar sem hver og einn innihalda lítinn sófa + sjónvarp + PC tölvu með háhraða interneti + PS2 tölvu. Svo er líka shower room þarna fyrir þá sem eru eitthvað að svitna mikið. Þetta er í einu orði sagt draumaland. Búinn að fara þangað þrisvar og á eftir að fara þangað mun oftar í framtíðinni :D

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

 
Var i fyrsta skipti a aefinni ad fa mer triple expresso, drekk venjulega aldrei kaffi. Finn nuna fidring fyrir aftan tennurnar og er haettur ad blikka augunum. Good times. Set inn myndir af klappstyrunum i dag, lofa :)
 
Svona líka rosalega hressandi MID-TOKYO MAPS : Archives Fékk þessa síðu reyndar ekki til að virka rétt í Firefox heldur varð að nota IE. Fékk alltaf eitthvað rugl í Firefox um að "shockwave plugin not found". Allavega, smellið á kortin til að sjá hinar ýmsu upplýsingar og almennan fróðleik.

laugardagur, nóvember 13, 2004

 

i Osaka

sa rett i tessu virdulegan midaldra japanskan karlmann klaeddan i fina kvenmannsdragt

föstudagur, nóvember 12, 2004

 
hmmm ég veit að ég lofaði klappstýrum en ég er í smá vandræðum varðandi það. Ég tók mestmegnis bara upp video af þessum atburði en diskaplássið mitt hjá HÍ leyfir mér ekki að koma upp svo miklu af þeim, einungis með um 50mb laus. Ég er líka bara almennt búinn að vera latur að skrifa á þessa síðu þannig að ég er með slatta af myndum sem ég á eftir að setja upp og á eftir að skrifa um eitthvað fleira sem hefur gengið á hérna, eins og Nintendo DS conventionið sem ég fór á. enívei, hendi vonandi einhverju af þessu drasli upp á morgun...ef ég nenni :)

föstudagur, nóvember 05, 2004

 
það er gott að vita hvað skiptir mestu máli áður en maður kýs Bush sigraði kosningarnar mér til mikillar ánægju. Vinstirmaðurinn J. Kerry fékk þau skilaboð að velferðarsóslíalismi er ekki eitthvað sem Ameríka telur ráðlegt. - FOK

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

 
Kobe, matsuri, Urufurusu, Puffy, Fujiyamaland og ég veit ekki hvað Húffum púff! Það er ekki bara í Bandaríkjunum sem allt er að verða vitlaust því það er alveg helvíti mikið að gerast hérna líka. Síðasta föstudag fórum við Dan og Charles á hinn víðfræga brasilíska veitingastað í Kobe þar sem stefnan var sett á að troða í okkur eins við gætum af kjöti. Reyndar vissum við að hádegishlaðborðið væri búið þannig að verðið væri búið að hækka um 1000yen þannig að við skelltum okkur fyrst í hina japönsku útgáfu af "Toys R Us" þar sem við skoðuðum fullt af einhverju dóti og tölvuleikjum. Charles fjárfesti í stærðarinnar Godzilla leikfangi meðan Dan fór beint í Gundam módelin. Það var reyndar alveg svakalega mikið að sjá þarna inni þannig að ég tók slatta af myndum. Sá þarna nokkur Alien og Predator módel og "leikföng" sem mig langar alveg helvíti mikið í. Vantaði heldur ekki tölvuleikina þarna og þar sem þau buðu upp á að prufa Donkey Konga þá tók maður 2 lög og gjörsamlega rústaði þeim með tilheyrandi tilþrifum og öskrum. Svo loksins héldum við til veitingahússins og komumst að því að það var lokað til kl 5. Röltum um í soldinn tíma, fengum okkur ís og skoðuðum okkur um í 2 tíma þar til veislan loksins hófst. Við vorum einu viðskiptavinirnir þarna til að byrja með þannig að við fengum óskipta athygli eigandans. Honum líkar líka alveg einstaklega vel við Charles því hann getur étið heil helvítis ósköp af mat. Meðan ég og Dan vorum að ströggla með háldan disk af kjöti var hann gjörsamlega að sleikja síðustu dropana af sínum disk. Náði líka loksins mynd af gaurnum þegar hann kom með kjöt til okkar, því miður var hann búinn að skera flesta bitana af þessu sem hann er með en oft var teinninn fullur upp að haldfanginu af kjöti. Þarna nutum við líka einhvers besta Gin & Tonic sem við höfum nokkurntíman smakkað. Hann var nokkuð dýr en ójá hann var þess virði. Fengum þetta líka í stærðarinnar glösum og með einhverskonar skrauti. Drukkum aðeins meira því allt var í boði Charles en hann fékk þennan líka myndarlega styrk sem hann er að reyna að klára áður en næsta önn byrjar...og hann fær annan jafn háan styrk. Helts dýrið. Við vorum því orðnir nokkuð góðir þegar við yfirgáfum veitingahúsið en fyrir utan þessa litlu verslunarmiðstöðu tók á móti okkur... ...heil hrúga af skólakrökkum sem voru saman komin við höfnina í einhverjum tilgangi. Hópuðust öll í kringum einhvern gaur sem var að spila á gítar og næstum kæfðu hann. Reyndar var einhver gaur með stærðar videocameru að taka upp þannig að þetta var kannski skipulagt fyrir krakkana en Þegar hann var búinn að spila ætluðu stelpurnar gjörsamlega að kæfa manngreyið. Hann þurfti að láta taka af sér svona milljón myndir með þeim. Svo fengu nokkrir strákar að láta taka mynd af sér með honum...sad little bastards. Verð að segja að þær voru sumar stelpurnar með pilsin sín alveg skuggalega stutt. Stelpur stunda það upp til hópa að rúlla upp pilsunum á skólabúninunum sínum í einhverju mótmælaskyni. Þannig sýna þær alveg sem mest þær geta af lærunum og virðast bara hafa gaman af. Reyndar beita þær því bragði að klæðast stuttbuxum með upprúlluðum skálmum undir pilsinu þannig að ef eitthvað skyldi nú blása upp þá er ekkert að sjá nema stuttbuxur. Já, he-hemm, áfram. Á laugardaginn hófst síðan Kansai Gaidai Festival þar sem allir klúbbarnir settu upp sölubás á græna svæðinu á campusnum og reyndu að selja eitthvað. Varð reyndar hálfgerð plága því ef maður labbaði þarna um reyndu svona 50 japanskar stelpur að stoppa mann og fá mann til að kaupa eitthvað í básnum þeirra. Flestir japanirnir eru náttúrulega í einhverjum klúbb og vilja því ekki versla við neina aðra meðan útlendingarnir eru fæstir í klúbbum. Maður var farinn að lyfta bara upp hendinni og horfa eitthvað annað þegar stelpur með skilti um hálsinn nálguðust mann. Umfram allt varð maður að forðast augnsamband. Meira um hátíðina í næstu færslu, til að halda mönnum heitum upplýsi ég að þá munu fljóta inn margar myndir af klappstýru ásamt videoum af klappstýrum að gera hinar ýmsu listir. Ójá, bíðið bara. Þá hendi ég líka inn myndum af Fujiyamalandi en ég nenni einfaldlega ekki að skrifa um þann ótrúlega stað núna. Á laugardaginn fór ég svo á tónleika á kampusnum með bandi sem heitir Ulfuls eða "urufuruzu" ????????sem er alveg helvíti hressir strákar. Langt frá því að vera slæm tónlist en því miður voru þetta ekki eiginlegir tónleikar heldur fengum við að vera áhorfendur að upptöku á sjónvarpsþætti. Nemendur sendu mánuði áður inn bréf og svo voru hepnir einstaklingar dregnir út og fengu miða fyrir 2 og ég var svo heppinn að vera boðið á þennan viðburð. Fyrst tóku Ulfuls 5 lög, fóru svo af sviðinu meðan því var gjörbreytt yfir í svið fyrir spjallþátt. Svo sátum við þarna í góða 2.5 tíma og hlustuðum á japönsku. Ég skildi mest lítið enda var talað á kansai mállýsku sem er nokkuð frábrugðin þessari akademísku japönsku sem við erum að læra. Allavega, Ulfuls voru fjandi góðir og ég mun pottþétt kaupa mér einhvern disk með þeim og reyna að koma lögum á netið. Tónleikunum var ekki lokið því á mánudaginn fór ég að sjá Puffy. Einhverjir myndu halda að þar væri um að ræða sjálfan Puff Daddy en svo var ekki heldur eru þarna á ferðinni 2 tæplega fertugar konur sem klæða sig eins og táningar og hafa verið að gera það gott í meira en 10 ár eða svo. Tónlistin var þannig að fyrst "sungu" þær smá með pínu undirspili en svo setti hljómsveitin allt í botn þannig að maður heyrði varla neitt og svo öskruðu konurnar lög í mækana. Inn á milli tók svo annar hvor gítarspilaranna einhver svakaleg gítarsóló eins og um væri að ræða late 80's rokkband. Mér leið óttalega kjánalega í þessa tæpu 3 tíma sem tónleikarnir stóðu yfir. Jæja þetta er orðið nógu langt. Endurskipulagði aðeins myndaalbúmið, hendi öllu sem ég er búinn að taka yfir í nýtt albúm sem ég titla Ágúst, september og október og bjó svo til nýtt með hið frumlega nafn Myndir í nóvember. Go wild. and remember...næsta post, KLAPPSTÝRUR!

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

 
Fundum himnaríki í gær í formi Fujiyama land, meira þegar þynnkan fer...

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

 
Vaskarnir hérna í sturtuherberginu og inná klósetti (og öllum almenningsklósettum) eru þannig úr garði gerðir að þú skrúfar ekki frá vatninu heldur er nemi sem skynjar það þegar þú setur hendina undir og hleypir þá vatninu á. Maður stillir heldur ekkert hitann á þessu. Það tók mig smá tíma að venjast þessu en núna er ég þeirrar skoðunar að þetta kerfi sé mun þægilegra en að þurfa að skrúfa frá sjálfur. Sparar manni tíma og sparar auk þess vatn. Þegar ég er búinn að bursta tennurnar þá set ég svona lítinn "haus" einhverskonar á toppinn á tannburstanum mínum, hlífir hárunum á burstanum við að óhreinkast. Nú áðan þegar ég kláraði að bursta tennurnar þá missti ég þennan haus niður í vaskinn, teigði mig eftir honum og BLAM vatnið fór af stað og stór hluti af erminni á flíspeysunni minni er nú rennandi blautur. Er búinn að setja fullt af myndum á netið, á eftir að færa þær yfir í gallery forritið og skrifa komment og tilheyrandi langa færslu hingað. Kemur á morgun.

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?