Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

laugardagur, maí 29, 2004

 
Say what!? Á svæðinu þar sem ég vinn í sumar býr raðrúnkari. Hann hefur nokkru sinnum pantað sér pítsu og þegar pítsusendillinn kemur færandi hendi þá tekur gaurinn á móti honum nuddandi á sér bjúgað. Fyrir stuttu síðan tók hann svo á móti ruslaköllunum með bjúgað í báðum og nuddaði sem óður væri. Ég held að pítsusendlarnir hafi kært gaurinn og ruslakallarnir ákváðu að kæra hann í sameiningu. Þessi raðrúnkari, sem er btw rússi sem hefur búið hér í nokkur ár, er alveg kolruglaður. Hann vill meina að þetta sé samsæri pítsasendlanna og ruslakallanna gegn sér, þeir séu að reyna að koma honum á kné fyrir eitthvað sem hann gerði aldrei því að sjálfsögðu neitar hann öllu. Ég veit nú varla hvernig maður myndi bregðast við ef þessi gaur kæmi út á móti manni kviknakinn að nudda bjúgað. "Hei...þú gleymdir að klæða þig í buxur" "Is that a sausage in your hand or are you just happy to see me?" Kannski heilsast þeir bara svona í Rússlandi, í staðin fyrir að takast í hendur rúnka þeir sér. Maður veit ekki.

föstudagur, maí 28, 2004

 
Work day 2 Hælsærin á báðum fótum stækkuðu um helming, sokkarnir greru hálfpartinn fastir við hælana útaf storknuðu blóði, gríðarlega hressandi. Sá að öllum líkindum 2 handrukkara í "útkalli" en stóra trékylfan sem annar þeirra reyndi að fela undir jakkanum sínum kind of gave them away. Fór að rugla í einum gaurnum í öðrum vesturbæjarflokknum. Lokaniðurstaðan var sú að ég væri úrhrak og gagnslaus aumingi fyrir að búa í Grafarvogi, fyrir að vita ekki hvað hver einasta gata í bænum heitir og fyrir að kunna ekki á miðbæjarstykkið sem ég er á. Ég er btw að vinna þar í fyrsta skipti. Ótrúlega hress gamall kall sem var færður um hóp því hann var alltaf að lenda í slagsmálum við annan í hópnum sínum :) Ég hef sjaldan verið jafn þreyttur og þegar ég kom heim í dag. Þurfti reyndar að labba hálf kjánalega til að minnka óþægindin á hælunum sem mest og það gæti hafa spilað inní. Svaf frá 16-19 og var skemmtilega úrillur í kvöldmatnum. On another note þá er pakkinn frá amazon.co.uk LOKSINS kominn til landsins en ég fæ hann ekki í hendurnar fyrr en "sennilega" á morgun. Ég verð að fá þetta fyrir helgina, friggin 3 daga helgi...me NEEDS the stuff! Miðað við það sem konan sagði mér þá er pöntunin föst í tollinum en hún spurði mig líka hvort ég ætti reikning sem sýndi hvað allt kostaði. Ég sagði nei enda það haldbæarasta e-mail frá amazon sem er ekki beint trúverðugur ef ég prenta hann út. Kiddi benti mér svo á að inní hverri einustu amazon sendingu er blað sem sýnir hvað allt kostaði...íslenskir tollverðir stíga greinilega ekki í vitið ef þeir geta ekki afgreitt þennan eina pakka á SÓLARHRING! Ég held í vonina að pakkinn verði keyrður til mín seinna í kvöld. Ég er syfjaður, úrillur og í slæmu skapi...eins gott að það verði stelpa sem kemur með pakkann og að hún sé megabeiba.

fimmtudagur, maí 27, 2004

 
Fyrsti vinnudagur í dag...hefði átt að vera búinn að ganga skóna mína aðeins til og venjast þeim betur, hælsæri á báðum fótum. Hreyfingarleysi síðustu mánaða sagði líka til sín því ég er gjörsamlega búinn í fótunum. Er að vinna í miðbænum, fínn hópur og ágætis svæði. Labbaði Mímisveg í fyrsta skipti. Spái mikilli þreytu á Pixies í kvöld.

miðvikudagur, maí 26, 2004

 
23.08.04 - 07:45, þegar allt gerist Fór og bókaði farið mitt til Japan. Ég þarf að vera mættur út á bilinu 21. - 24. ágúst og eina sem var eitthvað laust var 23. ágúst. Ég verð þá kominn til Japan 24. eftir 17 klukkutíma flug, þarf að koma mér í skólann með lest og strætó sem tekur eitthvað í kringum 5 klukkutíma og svo skóli daginn eftir. Ég spái ekki miklum hressleika fyrsta skóladaginn. Keflavíkurflugvöllur - 06:45 Flogið af stað - 07:45 Millilent í Köben - 12:45 Flogið frá Köben - 15:45 Lent í japan - 09:35 Veit reyndar ekki hvort þessi tími er staðartími eða ekki...ef ekki þá mun þetta ferðalag taka skuggalega langan tíma.

mánudagur, maí 24, 2004

 
Sendiráðsheimsókn Kíkti í sendiráðið til að fá nýtt viðurkenningarskjal úr ræðukepninni því mitt var með nafnið mitt vitlaust skrifað (yay!). Japanska sendiráðið er á 6. hæð risastóru glerbyggingarinnar sem þið sjáið ef þið keyrið suðurlandsbrautina en öll 6. hæðin er með skotheldu gleri. Þegar maður kemur upp á 6. hæð þarf maður að hringja dyrasíma og ræða við dyrasímadömuna um það hvaða erindi maður hefur hérna áður en manni er hleypt inn. Hún vísar manni svo í hálfgerða setustofu og hringir svo í þann sem maður þarf að tala við. Áður en maður kemst í setustofuna þarf maður að ganga í gegnum málmleitarhlið en við það stendur öryggisvörður. Þurfti að láta hann fá lyklana mína og símann áður en ég gat gengið í gegnum það. Vá hvað þetta hlýtur að vera tilgangslausasta starf í heimi. Sýnist á öllu að hann og dyrasímakonan hafi lítið annað að gera á daginn en spjalla saman...ef það verður ekki einhver rómantík á milli þeirra skal ég hundur heita. Meðan ég beið þarna inni horfði ég á CNN sem var með sýnt beint frá yfirheyrslum yfir bandarískum hershöfðingjum varðandi pyndingarnar í Írak. Pifffff auðvitað játuðu þeir ekkert en ég held að hver einasti heilvita maður viti að það er beitt pyndingum og öðrum aðferðum til að láta fólk tala, ekki bara bandaríkjaher heldur allar leyniþjónustur/herir í heiminum. They need the information and are prepared to go pretty far to get it. Algjört klúður að láta þetta komast upp, skemmdi ímynd þeirra í arabaheiminum alveg hrikalega og hún var nú nógu skemmd fyrir. Anway, fékk allar þær upplýsingar sem ég þurfti í sendiráðinu og gott betur. Þegar ég gekk út úr þessari setustofu pípti auðvitað hliðið en ég fullvissaði vörðinn um að ég væri óvopnaður og var hleypt út. Pretty exciting stuff, hélt hann myndi taka upp skotvopn og skjóta mig í tætlur. Heppinn var ég að vera ekki svartur.

miðvikudagur, maí 19, 2004

 
Breskir gamanþættir Þökk sé því að við höfum haft fjölvarpið í nokkur ár og þar með BBC þá hefur maður fengið aðeins að kynnast breskum gamanþáttum. Mikið af þessu var reyndar líka sýnt á RÚV, sem betur fer, og maður man eftir þessu þaðan. Seríurnar sem sitja helst eftir eru þessar: Blackadder The Young Ones Allo Allo Keeping Up Appearances Bottom Yes Minister Jeeves and Wooster Man reyndar ekki mikið eftir Yes Minister annað en það að ég hafði gaman af þeim. Hef ekki verið gamall á þeim tíma og enskukunnáttan væntanlega ekkert ofsalega góð en man samt að þeir voru skemmtilegir. Það þýðir væntanlega að ég hef skilið helminginn af bröndurunum og á því von á góðu ef ég finn þættina einhverstaðar. Sama má segja um Jeeves and Wooster. Það sem fær mig til að skrifa þessa færslu er að ég fékk nýlega lánað 'Blackadder: The Complete Box Set' og var að ljúka við að horfa á allar 4 seríurnar. Þetta eru alveg frábærar seríur og ég hef sjaldan hlegið jafn mikið yfir sjónvarpsþáttum. Ég elska kaldhæðinn húmor og þar sem Blackadder gengur að mestu út á kolsvarta kaldhæðni þá skemmti ég mér konunglega yfir þeim. Ég ætla pottþétt að kaupa mér þetta box set ásamt 'Bottom: Not Another Half-Arsed DVD Set'. Eina vandamálið með Bottom er að það er bara til á Region 1 þar sem BBC hafa ekki drullast til að gefa út í Bretlandi nema seríu 1 á DVD og síðan slatta af live upptökum. Mig langar reyndar alveg suddalega mikið í Allo Allo og Jeeves and Wooster. það er ekki til box set fyrir Allo Allo, sem er í sjálfu sér ekkert slæmt, en box settið fyrir Jeeves and Wooster er víst í slæmum myndgæðum og það ameríska virðist miklu vandaðra (enda kostar það meira). Að auki er ekki hægt að setja enskan texta á hvoruga þættina sem getur verið soldið slæmt ef maður skilur ekki 100% einhvern brandarann og ætlar að spóla til baka og setja á texta yfir það atriði til að skilja betur. Var að ljúka við að bera saman aðeins á amazon.co.uk og amazon.com og almennt séð eru amerísku útgáfurnar af þessum bresku seríum miklu betri. Ameríska Blackadder collector's set er með auka dvd disk með eftirfarandi: Who's Who in Blackadder What's What - Interactive Guide to Historical Figures and Events Blackadder's Christmas Carol Blackadder in The Cavalier Years Archival Richard Curtis Interview Blackadder Sing-Along Bottom settið er eins og áður sagði bara fáanlegt gegnum ameríku og Jeeves and Wooster settið miklu veglegra og í betri myndgæðum frá ameríku. Geta bretarnir ekki drullast til að gera almennilegar útgáfur af þessum seríum sínum? Það er ekki nóg að búa til frábærar seríur en gefa svo bara út "half arsed" útgáfur af þeim á DVD. Fjandakornið! ---- Það virðast nú vera margar aðrar góðar seríur á BBC sem ég horfi ekki á en pabbi horfir mikið á. Ég ætla nú að leyfa mér að efast um skemmtanagildi margra þeirra en þær virtust sumar hverjar ekkert ofsalega góðar. Maður hefur þó séð nógu mikið af þeim til að þekkja nöfnin: Dad's Army - Ekki séð mikið en í mesta lagi "skondið" Open All Hours - Helvíti gott stöff :) Porridge - Bara séð smá brot en þau voru nokkuð góð Last of the Summer Wine - Já ég er ekki nógu gamall fyrir þetta The Brittas Empire - Þessir þættir vöndust nú ágætlega Absolutely Fabulous - Komst aldrei inní þessa, byggja víst mikið á einhverju úr fyrri þáttum ---- Svo eru aðrar seríur sem ég hef ekki séð en veit að ég er skyldugur til að horfa á. Sumir myndu líklega slá mig utanundir fyrir að hafa ekki séð eftirtaldar þætti: Fawlty Towers Red Dwarf Monty Python's Flying Circus The Office Setupið inní bílskúr á að fá að standa a.m.k. þangað til ég fer til Japan þannig að sumarið verður notað til að horfa á sem mest af góðu, bresku gamanefni. Sumt mun ég eflaust kaupa en ætla að treysta á Laugarásvideo fyrir annað.

sunnudagur, maí 16, 2004

 
supiichikontesuto Þá er keppnin búin. 7 manns tjáðu sig, 5 í byrjendaflokki og 2 í advanced. Þetta var nú skemmtilegra en ég bjóst við og þokkalegur áhorfendaskari. Ég var í byrjendaflokki og fékk viðurkenningu "For Excellent Achievement in the Beginner Category of the Japanese Speech Contest 2004" Jeeee sláið þessu við! Fékk líka kvittun uppá 20 pund af hrísgrjónum sem ég get sótt hjá Sælkeradreyfingu ehf og svo lítinn pakka sem í var "magic box". Lítill kassi sem er varla að sjáist nein samskeyti á og tekur alveg 4 skref að opna. Sniðugt apparat. Svo er Eurovision í kvöld, jeeeeiiiii. Plebbahátíð dauðans. Stærsta samansafn af slæmri tónlist sem fyrirfinnst.

föstudagur, maí 14, 2004

 
erm...já...ok Lét plata mig til að taka þátt í ræðukeppni um helgina. Í sjálfu sér ekkert merkilegt við það nema hvað ræðan á að vera á Japönsku. Ég sem ætlað að leggja öllum lærdómi í nokkrar vikur (þarf að bæta við japönskukunnáttuna í sumar, áður en ég fer út) þarf því að setjast niður og skrifa ræðu. Hún má að vísu vera um hvað sem er, innan vissra velsæmismarka. Ræðan sjálf þarf að vera í ca 5mín en núna er ég búinn að skrifa hellings en það samsvarar rétt svo um 2mín af tali þannig að ég þarf að bulla eitthvað hressilegt í viðbót. Það bætir svo ekki úr skák að málfræðin sem við kunnum er óttalega takmörkuð þannig að þegar manni dettur í hug eitthvað sniðugt að skrifa þá verður maður að hætta við það er oftast of flókið. Það sem við getum skrifað er eitthvað í likingu við þetta: Í ár lærði ég japönsku. Það var mjög gaman. Það voru margir nemendur að læra japönsku og ég eignaðist marga nýja vini. Þegar ég fór í skólann á morgnana þá fór ég með bíl. Bíllinn minn er grænn. Á næsta ári fer ég til Japan. Þar mun ég læra Japönsku. Mig langar að ferðast mikið í Japan. Eins og sjá má jafnast kunnáttan á við það sem 6 ára barn myndi skrifa í heimavinnuverkefni.

mánudagur, maí 10, 2004

 
Ágætis spölur Próflokadjamm japönskunema var í gær og má segja að það hafi verið mjög suddalegt. Við enduðum flest á Kapital þar sem ég fékk mér sæti við borð ásamt nokkrum fleirum í staðin fyrir að stökkva beint á dansgólfið. Stuttu eftir að ég settist niður sveif all svakalega á mig þannig að ég einbeitti mér pretty much bara að því að sitja og gera sem minnst. Eitthvað virðist það samt hafa verið augljóst að ég var nær dauða en lífi þarna því Saga spurði mig hvort mig langaði ekki að fá vatn "þetta hverfur strax ef þú færð þér vatn". Well það hvarf nú ekki heldur sveif enn meira á mig og mér var alveg hætt að lítast á blikuna. Stóð upp, labbaði út og á bakvið eitthvað hús þar sem ég sýndi gangstéttinni hvað ég hafði verið að drekka. Tvisvar. Fyrsta skipti, síðan í Quake-fylleríinu góða hjá Eiði, sem ég æli á fyllerí. Á þessum tímapunkti fór ég að hugsa um að það væri nú best að koma sér heim núna, hugsaði líka um hvað ég yrði ógeðslega þunnur daginn eftir og að mér liði engan vegin nógu vel núna til að taka leigubíl. Ég tók því þá ákvörðun að labba heim. Í byrjun var ég svo óstöðugur að ég gat varla haldið mér á gangstéttinni heldur svigaði stöðugt til hægri og vinstri. Hjá Laugardalshöllinni var ég síðan orðinn soldið skárri og við Bryggjuhverfið var ég kominn með nokkuð beina línu. Það sem kannski hélt soldið í mér lífinu á leiðinni var tilhugsunin um að koma við í sjoppunni við Olís og kaupa mér stóran skammt af frönskum. Auðvitað var sjoppan svo lokuð en sem betur fer er 10/11 í Hamrahverfinu opin allan sólarhringinn þannig að ég kom við þar og keypti mér samloku, kók og snickers. Ég var enn svo fullur þá að ég gat varla með nokkru móti haldið á pennanum til að kvitta fyrir kaupin. Náði með herkjum að skrifa 'K' og gafst svo upp og krotaði eitthvað. Fór svo inn í bílskúr og horfði á 2 þætti af Blackadder meðan ég gæddi mér á þessu. Þá var klukkan 06:40 en ég held ég hafi lagt af stað heim eitthvað um kl 03:40 þannig að það voru komnir góðir 3 klukkutímar. Meðan ég var að horfa á Blackadder og éta opnaði mamma inn í bílskúr en hún hafði vaknað og athugað hvort ég væri kominn heim...enginn Kristófer inní herbergi þannig að hún hélt ég væri kannski sofandi inní bílskúr og krossbrá alveg þegar hún opnaði inn og sá að það var kveikt á sjónvarpinu og ég í rólegheitunum að éta. Þegar ég vaknaði svo kl 12:30 var ég blessunarlega ekki með neinn hausverk en maginn á mér var ekki hress. Núna tæplega hálf 6 er ég ennþá mjög slappur, sljór og alveg handónýtur bara. Allt saman merki um mjög gott fyllerí. Rissaði upp með rauðu leiðina sem ég labbaði, alveg ágætis spölur.

laugardagur, maí 08, 2004

 
Jeee stelum þessum kagga! Bílnum hans Bjarna var stolið í fyrrinótt. Hvers vegna einhverjir hafa séð ástæðu til að stela honum veit ég ekki enda er þetta ekki beint glæsilegur bíll en ég þekki glæsilega bíla mjög vel enda keyri ég einn vægast sagt glæsilegan, codename: 'Græna Eldingin'. Bílinn hans Bjarna væri kannski hægt að kalla 'Hvíta Stöðurafmagnið'. Nú tilkynnt var um bílinn í stæði í húsahverfinu þar sem hann hafði verið í merktu stæði í tæpa 2 daga. Pabbi Bjarna upplýsti okkur um að hann minnti að bíllinn væri staðsettur í Veghúsum þannig að við rúntuðum þar um allt í nokkuð langan tíma en enginn Nissan....fórum í götuna fyrir neðan...enginn Nissan. Þá var þetta víst í allt annari götu sem mér er gjörsamlega ómögulegt að muna nafnið á, G-eitthvað-hús. Tók nokkrar myndir af endurfundunumen þá kom í ljós að stuðarinn var orðinn eitthvað soldið laus og ágætlega rispaður á einu horninu. Þjófarnir höfðu líka skilið eftir ágætis reipi og rauðan brúsa í bílnum. Það var nú ekki allt því þeir höfðu greinilega reykt í bílnum en voru nú nógu sætir til að skilja eftir lyktar-drasl sem þeir hengdu í baksýnisspegilinn þannig að ilmurinn í bílnum var góður. Biðum í drúgan tíma eftir að löggan kæmi að kíkja eitthvað á þetta. Niðustaða þeirra var "meh". Ég spurði þá hvort þetta væri stærsta mál dagsins en þeir sögðust nú láta það vera.

fimmtudagur, maí 06, 2004

 
Kraftwerk Kraftwerk í gær. Ég vissi varla við hverju var að búast þegar ég kom inn í íþróttahúsið, slatti af furðulegu og temmilega gömlu fólki mætt á svæðið. Tvö búnt af hátölurum héngu uppi við hliðina á sviðinu,fyrir framan tjaldið voru 3 skjávarpar og svo einhver slatti af ljósum. Á meðal gamalmennanna í salnum kom ég auga á Sigurjón Kjartansson, Óttarr Proppé og svo einn annan úr HAM, þessi sem er enn í dag með axlarsítt hár. Dr Gunni og einhver fúlskeggjaður vinur hans voru líka á svæðinu. Doktorinn er búinn að skrifa um tónleikana og ég verð bara að vera mjög sammála honum. Þetta var vel virði hverrar einustu af þeim fjögurþúsundogfimmhundruð krónum sem ég borgaði fyrir miðann og ég vorkenni sáran þeim sem slepptu því að kaupa miða á þessa tónleika til að spara fyrir einhverjum öðrum. Þetta er tvímælalaust merkilegast tónlistarviðburður Íslands í mörg mörg ár. Burtséð frá öllum pælingum um merkilegheit og annað þá voru tónleikarnir líka frábærir! Stórkostlegir! Þrælmagnaðir! Upplifun! Ég ábyrgist að engir aðrir tónleikar í ár eiga eftir að gefa fólki sömu tilfinningu og þessir. Þetta byrjaði ósköp rólega, eitthvað furðulegt lag byrjaði en tjöldin voru ekki dregin frá sviðinu. Eftir góðar 10mín af þessu furðulega lagi er kveikt á rauðu ljósi inná sviðinu og á tjaldið varpast risastór rauð mynd sem meðlimir Kraftwerk koma fram á sem svartir skuggar standandi við hljómborðin sín. Gjörsamlega ólýsanlegt. Það fór um mann ánægjutilfinning og allir byrjuðu að klappa sem óðir. Það sem við tók er erfitt að skrifa um, you just had to be there. Tjöldin voru dregin frá og við blöstu þeir fjórir í svörtum jakkafötum, rauðum skyrtum, með svört bindi og eldrautt ljós á bakvið þá. Skjávarparnir þrír voru samtengdir og vörpuðu videoum á tjaldið á bakvið Kraftwerk meðan þeir spiluðu. Fjögur ljós í loftinu lýstu meðlimi Kraftwerk svo með ýmsustu litum og virkaði alveg bara skrambi vel. Videoin á bakvið pössuðu alveg helvíti vel við lögin en mörg þeirra sem voru editaðar upptökur virtust vera frá því eitthvað um 1950 eða svo, svarthvítt og oldschool. Það var líka áberandi mikið um hjólreiðamyndbönd enda eru allir meðlimirnir forfallnir hljólreiðamenn. Ekkert heyrst frá þeim síðustu 20 árin því þeir hafa verið uppteknir við að hjóla. Veita engin viðtöl við neina fjölmiðla eða fréttamenn nema um sé að ræða hjólreiðablöð. Nú tónleikarnir voru í 2 klukkutíma og 15 mínótur og á þeim tíma voru spiluð gömul lög í bland við nýtt efni. Ég er mjög sáttur við lögin sem voru spiluð og mér finnst ekki hafa vantað neitt lag inní, flest þessi bestu voru spiluð. Eitt sem fór samt í taugarnar á mér á tónleikunum og gerir það reyndar á öllum tónleikum á Ísland og það er þegar fólk fer að klappa með lögum. Mér finnst það einstaklega heimskulegt athæfi. Það á ekki að vera að yfirgnæfa eða trufla lagið með einhveru skrambans klappi! Aðrir vilja meina að þetta hafi "lífgað uppá þetta" en mér finnst það ekki. Eftir að tónleikarnir byrjuðu voru tjöldin dregin fyrir þrisvar sinnum. Eftir fyrsta skiptið komu þeir aftur á svið en þá voru þeir búnir að skipta um bindi og komnir með bindi sem líktust frekar einhverskonar ljósaskiltum, leit út eins og einn rauður punktur sem færi niður bindið. Eftir annað skiptið tóku á móti okkur fjögur vélmenni sem stóðu við hljómborðin þeirra. Þau voru öll með höfuð sem voru greinilega afsteypur af höfðum meðlimanna. Þau hreyfðu sig ívið meira en meðlimirnir sjálfir og sýndu miklu meira lífsmark. Reyndar mega þeir nú eiga það að þrír af þeim dilluðu sér eitthvað allan tímann meðan þeir spiluðu en gaurinn lengst til hægri dillaði ekki svo mikið sem litlu tá. Ég hélt í eitt skiptið að hann væri að dilla hausnum en þá var hann bara að skipta um stellingu. Eftir þriðja skiptið kom breyting sem hefði verið mun skemmtilegri ef ég hefði ekki verið búinn að sjá mynd af því í Fréttablaðinu. Þegar tjöldin voru dregin frá voru þeir búnir að skipta um föt og komnir í svarta búninga sem voru þaktir grænum ljósleiðurum og mynduðu ferhyrnt munstur. Mjög tilkomumikið og það þarf varla að segja frá því en lýðurinn trylltist.Svona tóku þeir nokkur lög en í síðasta laginu fóru þeir einn á fætur öðrum með ca 1mín millibili af sviðinu þannig að maður heyrði hvað það munaði um hvern þeirra. Þannig sönnuðu þeir að þeir eru nú að spila helvíti mikið af þessu alveg live þótt einhver hluti laganna sé að sjálfsögðu bara "ýta á play". Einn þeirra var líka með microphone og sá um sönginn. Allt í allt tónleikar sem ég er mjög sáttur við að hafa farið á og ég geri ráð fyrir að muna eftir þessari upplifun þangað til ég fer í gröfina. Aumingja þeir sem fóru ekki á þessa tónleika því um hádegið í gær voru um 100 miðar eftir. Shame on you.

þriðjudagur, maí 04, 2004

 
Hvað svo? Próflok nálgast óðfluga en síðasta prófið mitt ber upp á föstudaginn. Það er munnlegt próf sem skiptist niður á fimmtudag, föstudag og laugardag þannig að prófloka-flipp japönskunema verður ekki fyrr en á laugardaginn. Þangað til þá þarf maður að finna sér eitthvað að gera. Þar sem Bjarni (sannkallað kodak moment þessi mynd) er búinn í prófum sama dag hefur mér tekist að nokkurnvegin gabba hann í video gláp. Nú er bara spurningin hvað skal horft á. Í fljótu bragði dettur mér í hug Family Guy eða Blackadder, veit samt ekki hvar væri hægt að taka þá á DVD. Úúúú þá man ég eftir Bottom, frábærir þættir. Hmmm what else is there... Ég var að fá þær upplýsingar frá ónefndri konu, en nafn hennar byrjar á 'G' og endar á 'unnella', að ákveðinn Halldór Haukur lumi á Blackadder: The Complete Blackadder. Næstu daga mun ég setja á mig +3 charm hanskana og reyna að tala hann til. Annars er Guðjón frændi í landi Elísabetar en hann kemur ekki heim fyrr en í Júní. Vel hugsanlegt að maður panti þetta box og láti senda á hann. Allt til að sleppa við satans tollinn og virðisaukaskattinn. Þá er bara að sjá hvort Bjarnið sé til í Blackadder gláp og hvort Halldór Haukur sé í raun tilbúinn til að láta af hendi eins og 1-2 dvd diska úr boxinu....*puts on boxing gloves*....*realises Halldór has practiced Kung-Fu for a long time*....*picks up gun* tími til að fara að semja...the George W. Bush jr. style!

mánudagur, maí 03, 2004

 
Fífl Fjandans böggið sem ég skrifaði um hér að neðan var vírus að nafni W32.Sasser og má sá sem hannaði hann gjarnan brenna í helvíti. Þetta fólk sem skrifar vírusa sem valda öðrum alveg endalausum vandræðum og böggi...ég það ætti að vera réttdræpt. Það er gjörsamlega óþolandi þegar maður lendir í einhverju svona. Ég hef verið heppinn og hef bara tvisvar fengið vírus í tölvuna, sá fyrri var skaðlaus en þessi olli mér miklum vandræðum. Líka það að hann kom ekki fram fyrr en, að því er virðist, þegar ég var að keyra Windows Update þannig að í lengri tíma hélt ég að Windows hefði bara fuckast upp útaf því að Windows Update fraus. Þessir vírusar eru líka svo hrikalega skemmtilegir að þeir blocka á aðgang að flestum vírusvarnar heimasíðum þannig að maður lendir í mesta basli við að fá lausn sinna mála. Margir þeirra disabla líka vírusvarnir í tölvunni þannig að maður getur ekki uppfært þær. Ég náði að keyra update á McAfee og hann stöðvaði orminn, svo gat ég náð í plástur af þessari síðu. Einhverjir tóku sig svo til og skrifuðu ágætis hálpargrein hérna á huga.is. Legg til að allir sem verða uppvísir af því að skrifa vírus verði hengdir. Þessir fávitar reyna kannski að réttlæta þetta með því að setja fyrir sig hatur á Windows/Microsoft/Bill Gates. Hef bara eitt við þá að setja, HÆTTIÐ ÞESSARI HELVÍTIS ÖFUND! Mikill meirihluti tölvunotenda notar Windows en ekki Linux/Mac/whatever og það er góð ástæða fyrir því. Það er þægilegra að nota Windows því allt er hannað til að virka á Windows og í flestum tilfellum VIRKAR ÞAÐ! Hvað hefur maður ekki heyrt margar hrakfallasögur af fólki sem setur inn Linux og lendir í endalausum vandræðum við að fá allt til að virka. Þið verðið bara að sætta ykkur við þetta, Microsoft vann ykkur hina helvítis aumingjana. Svo er vælt um að Bill Gates og Microsoft séu svo rík og talað um að þetta sé ósanngjarnt gagnvart öðrum fyrirtækjum. Ég hefði nú haldið að Microsoft væri einmitt draumabarn lýðræðisins og kapítalismans. Fyrirtækið hefur komist á þann stað þar sem það er í dag með því að svífast einskis, traðka á öllum sem eru fyrir þeim og þröngva sínum hugmyndum og lausnum inná flest öll heimili í hinum tölvuvædda heimi. Microsoft er þar sem það er í dag því þetta er snilldar fyrirtæki og mennirnir á bakvið það eru snillingar. Ef fólkið vill eitthvað annað þá velur það eitthvað annað en sannleikurinn er bara sá að flestir vilja Microsoft. Ég nota Windows því mér finnst það þægilegt, ég nota ekki Internet Explorer því mér finnst Opera betri. Ég nota ekki Microsoft Paint heldur Photoshop því mér finnst Photoshop betra. Microsoft á bara eftir að stækka í framtíðinni og hasla sér völl á fleiri sviðum. Þeir eru á leiðinni að taka yfir sjónvarpið hjá fólki, þeir eru komnir í leikjatölvu bransann, þeir eru við það að koma sinni video-tækni í dvd spilara framtíðarinnar og þeir eru eflaust að gera margt fleira sem ég man ekki eftir í augnablikinu. They do it because they can! Ef það væri ekki fyrir Bill Gates og Microsoft þá væru tölvur eflaust ekki þar sem þær eru í dag. ps. Geri mér fullkomlega grein fyrir því að Windows er gallað á margan hátt og veldur manni oft höfuðverkjum en kostirnir eru margfalt fleiri en gallarnir og með tilkomu XP eru gallarnir orðnir ansi hreint fáir.
 
Oh happy day! Ég áttaði mig á því í dag að það var liðinn frekar langur tími síðan ég keyrði síðast Windows Update þannig að ég ákvað að vera svo sniðugur að gera það. Það voru einhver 5 updates sem forritið vildi ná í og ég var bara nokkuð sáttur við það og setti download & install ferlið í gang og fékk mér að borða á meðan. Þegar ég kem til baka um hálftíma seinna var install progress stopp. Ég fór þá fram aftur að glápa á sjónvarpið og kom til baka korteri seinna...allt stopp. Ég gerði þá tilraun til að loka install glugganum en fékk aðvörun um að þá gæti allt farið til fjandans...well það var lítið annað sem ég gat gert. Svo restartaði ég tölvunni, loggaði mig inn.... BLAM! eitthvað process terminated og error report gluggi BLAM! eitthvað voða mikilvægt hafði frosið og ég fékk upp glugga sem sagði mér að útaf því myndi windows restartast eftir 60 sek. Eftir 60 sek gerðist ekkert. Öll usernames og passwords hjá mér voru horfin og þegar ég reyndi að tengjast internetinu fékk ég einhver RCP error en náði samt að tengjast...messenger virkaði ekki. Ég var loggaður inn sem Administrator en þegar ég reyndi að restarta fékk ég þau skilaboð að ég hefði ekki næg "permissions" til að gera það, átti að hafa samband við Administrator. Ég talaði því við sjálfan mig í smá stund og komst að því að allt væri fucked. Mundi þá eftir System Restore fídusnum en mundi líka að ég hafði slökkt á honum einhverntíman þegar ég keyrði forrit til að losna við blaster vírusinn eða eitthvað slíkt. Mundi ekki hvort ég kveikti aftur á því. Ég vissi nú samt hvar ég gæti skoðað System Restore...eða svo hélt ég. Hægrismellti á My Computer -> Properties....enginn System Restore flipi. Hann var horfinn. Þarna gaf ég upp alla von. Sá fram á internet- og messengerlausa daga þangað til prófum væri lokið og eftir það blasti við manni hryllingurinn sem fylgir því að setja inn "ferskt" install af Windows XP. Tekur alveg heilan dag að setja inn alla drivers og forrit sem maður þarf að nota dags daglega og svo að configura allt. Hugsaði með mér að það væri best að halda áfram að læra en fékk þá hugljómun, Safe Mode. Þetta reyndist bjargvætturinn minn því í gegnum Safe Mode komst ég í System Restore og gat restorað rétt áður en ég keyrði þetta satans Windows Update. Það hefði nú verið dæmigert fyrir mína heppni ef þetta hefði ekki virkað en sem betur fer virkaði allt fullkomlega. Djöfull var ég endalaust feginn! Það er fátt leiðinlegra en að installa Windows og öllu sem því fylgir. FFTA = 25 tímar edit: Eftir ca 2 tíma af "allt í gúddí" þá fékk ég upp þetta sama error report og þegar ég restartaði var allt komið í sama horfið aftur! Gerði System Restore lengra aftur í tímann...þá er bara að sjá hvort ruglið heldur áfram.

laugardagur, maí 01, 2004

 
Sit hér í tölvustofu í Odda og bíð eftir að komast í viðtal varðandi kvikmyndaverkefnið mitt. Gaurinn á að vera við frá 15 - 18 en þegar ég kom að stofunni kl 16:11 var hann ekki við, fuss. Þetta lyklaborð fær annars ekki feitan plús því maður þarf krafta í kögglum til að þrýsta niður space og right-shift tökkunum. Próf 2 var í gær, Málnotkun II. Það væri ekki orðum ofaukið að kalla það próf "erfitt", býst samt fastlega við að fá yfir 8 í því. Kennarinn þurfti að fara til Japan rétt áður en páskafríið byrjaði og þegar hún kom loks heim á föstudeginum eftir að páskafríinu lauk þurfti hún að búa til öll prófin samdægurs því það eru reglur varðandi hvenær á að vera búið að skila inn prófunum. Eitthvað varðandi það að það sé hægt að fara yfir þau og garantera að það sé ekki verið að prófa úr einhverju sem ekki er búið að fara í í námskeiðinu....jeah, eins og það hafi gerst með þessi próf. Hún er nú soldið hrædd um að þetta próf og næsta próf séu soldið mikið í erfiðari kantinum og sagðist óttast að næsta próf væri mjög erfitt. Á Málnotkun II prófinu komu a.m.k. 2 atriði sem eru ekkert í bókinni og því ekki líklegt að allir hafi getað svarað þeim og verð ég að taka það á mig að hafa gert þau vitlaust. Næsta próf er Ritmál II á miðvikudaginn og ég sé fram á að læra all-hressilega mikið fyrir það miðað við hversu málnotkunarprófið var nasty. FFTA: 20 tímar

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?