Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

miðvikudagur, mars 24, 2004

 
I don't think it's nice, you laughin'. You see, my mule don't like people laughing. He gets the crazy idea you're laughin' at him. Now if you apologize, like I know you're going to, I might convince him that you really didn't mean it. Var að horfa á A Fistful Of Dollars í fyrsta skipti (búinn að eiga hana á DVD í langan tíma). Hún er alveg helvíti góð. Endurgerð af Yojimbo og tekst það bara mjög vel, sumt var samt betra í Yojimbo meðan annað var betra í þessari. Man ekki hvernig tónlistin í Yojimbo var en tónlistin í þessari er hreint út sagt frábær. So far besti vestri sem ég hef séð. Þá er að hefjast handa við að greina hana...skilaverkefni fyrir morgundaginn. This will be a fun night.
 
Computerman Einu sinni hafði ég lítið álit á Jack Black en svo áttaði ég mig á að hann er töluverður snillingur. Með hjálp síðunnar hennar Gunnellu rakst ég svo á project sem hann og fleiri gerðu einhvertíman í fortíðinni en það heitir Computerman og er hægt að nálgast hér. Það er alveg helvíti fyndid og alveg dásamlegt hvað allt er cheap hjá þeim. Mæli með þessu. Þetta er á síðu sem kallast Channel 101 og er með alveg gommu af svona cheap þáttum sem einhverjir amatörar hafa gert. Það er ekkert mjög mikið info gefið um þessa "sjónvarpsstöð" but I'm guessing cable. The network is overseen by Executron, an automated creative executive programmed by FOX in the mid-90s and subsequently released to the public. Executron has devised Channel 101's system to achieve his prime directive: The creation of perfect entertainment. Fínt að tapa sér yfir svona síðu þegar maður á að vera að læra sem mest.

sunnudagur, mars 21, 2004

 
"...the short-sightedness of businesspeople..." Á síðunni Scummbar.com rakst ég á viðtal við Chris Purvis en hann vann t.d. að leikjunum The Dig, Curse of Monkey Island og Grim Fandango. Alveg hið ágætasta viðtal og í því er meðal annars spurt spurningarinnar sem ég hef verið að röfla um hérna. What changes have you noticed in the adventure games market since CMI (Curse of Monkey Island) was released? Well, it hasn't gotten much better. Not too many adventure games since Monkey 3 have been all that great. I blame DOOM and Quake for that, really. Or more accurately, the short-sightedness of businesspeople who wanted to get a piece of the 3D shooter craze. Because of those games everything had to suddenly be state of the art and 3D. Just doing a game with a good story and nice 2D art wasn't enough anymore. All the big franchises got caught up trying to expand adventure games into some new frontier where they didn't need to go and most of them ended up focusing way too much on the 3D and not enough on what attracts people to a traditional adventure game. Look at Mask of Eternity or GK3. Those games sucked. I think that the colossal failure of those games really hurt the prospects of adventure games for a couple of years, and games that did it right, like Grim Fandango, got overlooked. Þar hafið þið það. Síðan eru hérna 2 myndir úr CMI :)

laugardagur, mars 20, 2004

 
ScummVM bjargar deginum! Í tilefni af postinu hér fyrir neðan ætla ég að benda á forritið sem bjargar deginum. Eins og flestir vita þá eru þessir gömlu góðu leikir ekki alveg að virka á tölvun nútímans, hljóðið virkar oftast alls ekki og leikurinn sjálfur jafnvel ekki heldur. Ég hafði verið að væflast eitthvað með VDMSound en í kvöld fann ég forritið ScummVM sem bjargar þessu alveg, eða eins og segir á heimasíðu forritsins: ScummVM is a 'virtual machine' for several classic graphical point-and-click adventure games. It is designed to run: Adventure Soft's Simon the Sorcerer 1 and 2; Revolution's Beneath A Steel Sky, Broken Sword 1 and Broken Sword 2; Flight of the Amazon Queen; and games based on LucasArts' SCUMM (Script Creation Utility for Maniac Mansion) system. SCUMM is used for many games, including Monkey Island, Day of the Tentacle, Sam and Max and more. Ég náði aldrei að fá DOTT til að virka alveg með VDMSound, virkaði með engri tónlist en þegar mér tókst loks að koma tónlistinni í gang þá fokkaðist allt annað hljóð og leikurinn stoppaði eftir introið. Með ScummVM einfaldlega virkar hann. Svo er ekki verra að það er hægt að bæta grafíkina. Á heimasíðu forritsins er svo hægt að nálgast leikina Beneath a Steel Sky (CD version), Flight of the Amazon Queen (CD version) og svo Broken Sword 1 & 2. Til að vekja aðeins upp nostalgíufílinginn þá er hér mynd úr DOTT og smá hljóðklippa. Njótið vel.
 
Oldschool adventure leikir eru bestir Ég man eftir því þegar ég var mun yngri og fékk leikinn Day of The Tentacle lánaðan. Ég hafði séð aðeins úr leiknum áður en ég fékk hann og vissi gróflega hvernig hann virkaði en þetta var í fyrsta skipti sem ég spilaði svona point-and-click adventure leik. Ég var ekki svikinn af honum og DOTT lifir í minningunni sem einn fyndnasti leikur sem ég hef spilað, enda er hann með eindæmum original. Ég hef klárað hann þrisvar sinnum, sem gerir hann að þeim leik sem ég hef oftast klárað en Half-Life og Sam & Max kláraði ég tvisvar. Sam & Max er einmitt annar frábær point-and-click adventure-leikur frá Lucasarts. Ótrúlega súr og góður húmor í honum. Ég hef ekki enn spilað jafn fyndna leiki þótt Giants: Citizen Kabuto komi mjög sterkur þar inn enda uppfullur af gæða breskum húmor. Það eru til margir góðir point-and-click adventure-leikir og þeir sem ég hef spilað og mæli hiklaust með eru: Day of The Tentacle Sam & Max Hit the Road Full Throttle The Curse of Monkey Island Grim Fandango The Longest Journey Ég spilaði aldrei fyrstu 2 Monkey Island leikina og snerti ekki þann fjórða, ég á líka eftir að spila The Dig en hann er víst alveg frábær. Fáir vita kannski hver þessi síðasti í listanum er en ég get fullyrt að hann er mjög góður. Binni benti mér á hann á sínum tíma en það var einmitt frá honum sem ég fékk DOTT og Sam & Max lánaða á sínum tíma. Ég skil nú ekki hvað Lucasarts eru að gera þessa dagana því gæðum leikjanna þeirra hefur hrakað alveg rosalega síðustu árin og þeir eru ekki að standa sig við að lífga við þá gömlu góðu. Nú síðast voru þeir að gefa frá sér leikinn Armed & Dangerous, sem er gerður af sömu gaurum og gerðu Giants: Citizen Kabuto, en Lucasarts neyddu þá til að rusha leiknum út fyrir jól sem var einstaklega heimskulegt múv því jólamarkaðurinn var alveg stútfullur af leikjum. Af þessum sökum var Armed & Dangerous ekki eins góður og hann hefði getað orðið eftir svona 2 mánuði til viðbótar af fínpússun. Þeir ákváðu líka að henda framhaldinu af Full Throttle sem er auðvitað slæmt en þeir sem höfðu previewað hann voru víst ekkert alltof jákvæðir þannig að missirinn var væntanlega ekki mikill. Hinsvegar ákváðu þeir að cancela Sam & Max 2 sem mér finnst alveg einstaklega heimskulegt því allir sem höfðu fengið að sjá hann voru mjög jákvæðir og spenntir og ég var einn af þeim. Það eru ekki margir leikir sem ég kaupi mér nú á dögum en Sam & Max 2 hefði ég hiklaust keypt. "After careful evaluation of current market place realities and underlying economic considerations, we've decided that this was not the appropriate time to launch a graphic adventure on the PC" -Mike Nelson, Acting General Manager and VP of Finance and Operations Gera þessir fávitar sér ekki grein fyrir því hversu stórt fanbase gamli leikurinn hafði? Allir þessir "gömlu" spilarar hefðu pottþétt skellt sér á hann! Unga kynslóðin hefði nú örugglega ekki snert hann því miðað við hvernig leikir eru í dag eru þeir hannaðir fyrir fólk með attention span á við gullfisk. Svo er náttúrulega ekki hægt að markaðssetja svona leik fyrir leikjatölvur því maður verður að hafa mús (samt þrjóskast þeir við að setja skotleiki á þær) og leikjatölvumarkaðurinn vs. PC markaðurinn er leikjatölvunum mjög í hag, öfugt við það sem hann var fyrir ekki svo mörgum árum. Ég held það séu nú samt miklu fleiri hús með PC tölvu heldur en leikjatölvu og ég efast um að margir af "þeim gömlu" eigi leikjatölvu en þeir eiga pottþétt PC tölvu og þeir hefðu keypt leikinn. SaveSamAndMax.com eru með baráttu fyrir því að haldið verði áfram með leikinn en ég veit nú ekki hversu mikil áhrif það hefur á Lucasarts. Ég skráði mig allavega á listann :) komnar tæplega 20.000 undirskriftir. Það eina sem Lucasarts virðist geta gert þessa dagana eru endalausir Star Wars leikir. Það er í sjálfu sér ekkert slæmt ef þeir eru allir í sama gæðaflokki og KOTOR en sú hefur bara ekki verið raunin. Þeir virðast líka vera að fela gömlu leikina sína því þegar ég ætlaði að finna eitthvað um þessa gömlu klassísku leiki á síðunni þeirra þá voru þeir ekki listaðir þar. Eru þeir eitthvað til að skammast sín fyrir? Þetta er víst það sem þeir líta á sem gamla klassíska leiki. Mig langar aftur í gömlu góðu adventure leikina.

föstudagur, mars 19, 2004

 
Svona er lífið Er búinn að vera að hlusta aftur og aftur á eitt flottasta lag sem ég hef heyrt, get einfaldlega ekki fengið leið á því. Lagið er með snillingunum Simon & Garfunkel og kallast The Sounds of Silence. Frábært lag í alla staði. Önnur góð tónlist sem ég hef verið að hlusta á er soundtrackið úr School of Rock sem inniheldur alveg skrambi góð lög. Myndin er víst fjandi góð en ég á eftir að horfa á hana, annað en ákveðnir Kiddar sem hafa horft á hana á stafrænu formi... Gettu Betur var að ljúka áðan og mér til mikillar ánægju sigraði Borgarholtsskóli MR með 3 stiga mun og er MR þar með dottið úr leik en Borgarholtsskóli heldur áfram í úrslitakeppnina þar sem þeir mæta Versló. Þótt ég sé nú gamall verslingur þá held ég með Borgó, frábært lið sem á skilið að vinna. Það var líka soldið fyndið eftir þetta að MRingarnir reyndu að halda haus með því að klappa fyrir Borgó og sá Logi ástæðu til að benda sérstaklega á það. Þá reyndu MR að vera rosa flottir á því og komu með einhverja málshætti og kjaftæði. Aðalmaðurinn í Borgó kom þá með einn góðan, "fall er fararheill" sem mér fannst alveg ótrúlega fyndið. Annað sem vakti mikla kátínu mína var miðjumaðurinn hjá MR en eins og flestir hafa tekið eftir þá er hann með mikið hár sem hann greiðir á fáránlegan hátt þannig að á 3 sekúndna fresti þarf hann að henda höfðinu til svo að hárið fari úr andlitinu á honum. Einstaklega fyndið að fylgjast með honum, a.m.k. myndi ég ekki nenna að hafa þessa hárgreiðslu...eflaust kominn með helvíti öflugan hálsvöðva þarna vinstra megin. Annars bara helvíti gott að MR tapi loksins, vonandi að þeir nýti tækifærið og stígi niður af þessum snobb-palli sem þeir hafa sett sig á í tengslum við þessa spurningakeppni. Sá gamalt og hálf úldið epli á grasbletti um daginn. Það voru 2 smáfuglar að berjast um eignaréttinn á því með því að baða út vængjunum og skrækja eins og þeir gátu. Eplið var eflaust 5x þyngra en þeir báðir til samans þannig að barátta um það fannst mér hálf pointless. Gaman að geta litið niður á svona heimskari verur og hlegið að þeim og afkáralegri baráttu þeirra um risastórt epli sem nóg var af fyrir þá báða. Áttaði mig svo á að þeir eru ekkert ósvipaðir mannfólkinu.

fimmtudagur, mars 11, 2004

 
Þegi þú, vindur! þú kunnir aldregi hófs á hvurs manns hag, langar ro nætur þars þú inn leiðsvali þýtur í þakstráum. -Jónas Hallgrímsson Eins og venjulega þegar það er vont veður (að því er virðist annan hvern dag) þá er aðalinngangur Aðalbyggingar Háskóla Íslands lokaður þannig að maður þarf að fara inn um hliðardyrnar. Það er í sjálfu sér ekkert slæmt en það er alveg með eindæmum sniðugt fólkið sem kemur labbandi að aðalinnganginum og sér alveg fullt af fólki á undan sér sem labbar að hurðinni, les á miðann og labbar svo burt...það virðist ekki fatta að hurðin er læst heldur sér þörf á að labba sjálft að hurðinni og jafnvel taka hressilega í hana áður en það les á miðann og snautar burt. Það stoppar samt ekki fólkið sem kemur rétt á eftir því í að reyna líka að grípa í hurðina. Maður er nú farinn að gera sér grein fyrir því að ef það er miði á hurðinni þá fer maður í hliðarinngangana. Annars hafa þeir verið nokkuð sniðugir þessir gaurar sem ákváðu að snúa skólanum svona því helvítið tekur allan vindinn á sig og ýtir honum til hliðar þannig að þeir sem koma að byggingunni frá hlið í miklum vindi þurfa að halla sér í 45° til að komast áfram. Þetta er víst líka þekkt vandamál í New York þar sem háhýsin taka á sig vindinn lengst uppi og þrýsta honum niður eftir veggjunum og verður til þess að við botninn er alltaf svakalegt rok. Sá þátt um það á Discovery þar sem kom fram ef vindáttin í háloftunum væri rétt þá nálgaðist vindurinn við jörðina stundum lítinn fellibyl að krafti og fólk gæti ekki komist leiðar sinnar ef það væri svo óheppið að þurfa að labba þarna um. Því verður samt ekki neitað að það er helvíti hressandi að fara út í svona veður. Eftir að hafa gengið frá Háskólabíó að bílastæðunum fyrir framan Aðalbygginguna þá var ég búinn að lenda í vindi úr öllum áttum og var rennandi blautur. Síðasta spölinn var líka svo mikill mótvindur að þegar ég komst inn í bílinn var eins og ég hefði tekið mér smjör í aðra og greiðu í hina og greitt hárið eins flatt aftur og mögulegt var. Helvíti hressandi.

þriðjudagur, mars 09, 2004

 
Cosplay Cosplay kallast það víst þegar anime aðdáendur klæða sig upp eins og persónur úr anime þáttum. Fólkið er nógu miklir aðdáendur til að kaupa sér efni, setjast við saumavél og búa til búninga eins og þá sem þeir sjá í teiknimyndunum. Ég hef fram að þessu kallað þetta athæfi með eindæmum sorglegt enda geta niðurstöðurnar verið með eindæmum slæmar (auka stig ef þið skoðuðuð alla linkana). Ég veit ekki hvað fær fólk til að gera þetta en það er alveg ljóst að nóg er til af viljugu fólki sem lætur hendur standa fram úr ermum og gerir sér drauma (?) búninginn. Svo hittist þetta lið í hrönnum á þar til gerðum conventions sem eru venjulega líka anime-conventions. Er fólk að reyna að flýja sinn eigin ömurlega raunveruleika og reyna að komast nær rauveruleika anime þáttanna með því að klæða sig upp eins og persónurnar og jafnvel haga sér eins og þær? Er þetta hópþrýstingur sem fólkið lætur undan því það eru svo margir aðrir sem gera þetta? Verður maður svona ef maður hemur ekki í sér nördann? Hámark nördismans? Ég sé allavega fyrir mér hóp fólks sem hefur misst alla stjórn á nördismanum í sér og gjörsamlega sleppir sér og kemst þannig á æðra stig nördismans, fær level-up. Ef þið spottið mig einhverntíman í anime-búning þá megið þið drepa mig á staðnum. Nú eins og með næstum allt annað í heiminum þá má finna undantekningar hér eins og annarstaðar. Ágætt anime-freak sem ég þekki benti mér á þennan link en ef þið fylgið honum þá munuð þið sjá myndir af alveg hreint ágætlega útlítandi ungum stúlkum sem eru að klæða sig upp í búningum. Búningarnir þeirra virðast alveg helvíti vel gerðir og fara þeim bara merkilega vel en maður hefur þó alveg séð fríðara kvenfólk... Ég kemst því að þeirri skoðun að þegar ljótt kvenfólk er að klæða sig svona upp í anime-búningum þá er það nördalegt og ljótt og heimskulegt og whatnot. Hinsvegar þegar sætar stelpur gera það þá eru þær bara töff nördar. Djöfulsins hræsnari er ég.

mánudagur, mars 08, 2004

 
Sumt fólk... Í gær sátum við 3 sveittir nördarnir og horfðum á tvær kvikmyndir. Bjarni ber ábyrgð á fyrri myndinn sem heitir því sérstaka nafni The Refrigerator en hún var bara til á VHS þannig að Eiður kom með eitt mest dúbíus video sem ég hef nokkurntíman séð. Nú svo tjáði Bjarni mér að þá vantaði scart tengi fyrir videoið og bað mig um að koma með eitt slíkt sem ég og gerði. Þegar ég kom á staðinn þá kom í ljós að hann átti við RCA snúrur og ég var bara vitlaus fyrir að sjá ekki í gegnum...blekkinguna hans. The Refrigerator gerð 1991 skv. IMDB en ég einhvernvegin efast um að það sé satt því klæðaburður fólksins minnir meira á eitthvað um 1985 og að auki bregður fyir alveg eldgamalli tölvu með 7" skjá eða eitthvað álíka. Myndin vann á sínum tíma verðlaun fyrir besta handrit. Ég væri til í að sjá myndirnar sem kepptu við hana um þann titil því handritið er verra en að pissa á sig í miðjum fyrirlestri í beinni útsendingu á RÚV meðan alþjóð horfir á. Plottið er basically það að ískápur í íbúð í New York hefur secret idendity. Annarsvegar er hann venjulegur ísskápur sem heldur mat köldum en hinsvegar er hann portal til helvítis. Hann ræðst á fólk og borðar það og sendir beint til skrattans. Það eina góða við myndina er Juan the Plumber sem er líka flamenco dansari. Mynd tvö var svo Shogun Assassin og ég tek alla ábyrgð á henni. Við sáum það nú þegar leið á myndina að hún er líklega byggð á Lone Wolf & Cub bókunum. Myndin var á DVD en valmöguleikarnir sem maður hafði voru ekkert sérlega margir. Auðvitað vildum við horfa á myndina á sínu upprunalega tungumáli en það var ekki hægt heldur varð að hlusta á enska döbbið en ég giska á að 2 gaurar hafi séð um að tala fyrir alla í myndinni því raddirnar voru alveg fáránlegar. Það lítur út fyrir að þeir hafi þurft að döbba öll hljóð í myndinni líka og tekist með eindæmum illa upp. Ég óska liðinu sem sá um "localization" á þessari mynd alls hins versta og megi þeir deyja hræðilegum dauðdaga. Ég veit ekki hvort myndin er eitthvað betri með original hljóðrásinni en ég var allaveg ekki sáttur við að hafa eytt tíma í að horfa á hana. Reyndar á það sama við um The Refrigerator því hún var með eindæmum slæm. Ég legg hér með til að hvorki ég né Bjarni fáum að velja myndir í framtíðinni.

sunnudagur, mars 07, 2004

 
Mikið djöfull ógeðslega varð ég fullur í gær. Þetta gerist alltaf þegar maður ætlar að vera bara að vera léttur og taka því "rólega", óskrifuð lög að þá verður maður á sneplunum. Upphaflegt plan var ein kippa af Tuborg í gleri en þessu plani var fljótlega skippt út fyrir eitthvað allt annað. Ég vill nú meina að það hafi ekki verið mér að kenna heldur ófétunum sem löbbuðu um með öfga-sterkt áfengi í flöskum og slepptu fólki ekki fyrr en það fékk sér sopa. Ég finn ennþá eftirbragðið af einhverju 50% ógeði sem ég drakk þrisvar og bara tilhugsunin um það fær magann á mér til að láta hressilega vita af sér. Meðan þetta ógeð rann niður þá gat maður kortlagt meltingarveginn í sér. Engu að síður þrælfínt tvöfalt ammlisboð. Varð svo fínt að sumir enduðu á eintali við eldhúsvaskinn þar sem sagt var frá kvöldmatnum á mjög hjartnæman hátt. Nú einn kom með ferðatölvu á svæðið og var Paris Hilton kynlífsmyndbandið látið rúlla og voru nokkuð margar stelpur sem höfðu áhuga á að skoða það enda virðast allar stelpur elska að hata Paris Hilton. Ælti það sé ekki bara endalaus öfund í garð hennar? Eða sú staðreynd að hún er heims dækja. Heims dækja með endalaust af pening og gjörsamlega oblivious gagnvart veröldinni utan við litla hausinn hennar. Hef nú horft á nokkra The Simple Life og ég trúi því varla að þessar stelpur séu svona. Hversu miklir tillitslausir asnar er hægt að vera? Ég tolli varla yfir þáttunum því hlutirnir sem þær gera...ég fæ mig varla að horfa á þá til enda, maður grípur um höfuð sér og lítur undan og hugsar "neeeeiiiii þær gerðu þetta EKKI!". Ef það kemur í ljós að þessir þættir séu fake og stelpurnar séu ekki svona miklir ansar þá verður mér mjög létt. Annars sýnir þetta bara að málshátturinn "margur verður að aurum api" er 100% réttur. Nú ég var að horfa á fréttirnar í kvöld og sá brot af frétt um einhverja sýningu sem var í dag þar sem svokallaðir "listamenn" voru að sýna "listir" sýnar. Ég viðurkenni margt sem list. Falleg málverk og höggmyndir eru list, fögur tónlist er list, góð bíómynd er list. Einhver kelling í fáránlegum rauðum fötum að hlaupa um eitthvað rými, hoppandi, baðandi út höndunum, sparkandi í veggi og gólandi eitthvað....það er ekki list heldur vitleysisháttur. Einhver hálfviti sem hefur engan hæfileika og reynir því að þykjast betri en við hin með því að láta eins og fífl og kalla það listræna tjáningu á ástandi heimsins í dag (ég veit ekki hvað kellingin var að reyna að tjá með dansinum sínum). Auðvitað hefur hún fullt frelsi til að láta eins og fífl en ég er ekki sáttur ef mínir skattpeningar eru notaðir til að styrkja svona starfsemi sem er víst kölluð "nútímalist". Nútímalistamenn er bara samansafn af fíflum sem hafa enga hæfileika og þykjast vera eitthvað merkileg með því að gera fáránlega hluti og ef maður sérð ekki einhverja greater-than-the-universe merkingu á bakvið það sem þau gera þá er maður bara heimskur! Það er verið að hrúga peningum í þetta lið og byggja listagallerí þar sem "listamennirnir" geta komið fyrir sínum absúrd listaverkum og plebbar þjóðarinnar komið og dáðst að listaverki í formi mannaskíts sem myndar stafinn 'A'. Það verður að koma í veg fyrir að svona fólk komist áfram í þjóðfélaginu, það verður að stöðva þessa listsköpun áður en hún fæðist, það verður að loka MH. En hver veit, kannski eru þessir listamenn bara snillingar sem hafa gaman að því að fífla plebbana. Ef svo er þá klappa ég fyrir þeim.

mánudagur, mars 01, 2004

 
Parteh Það að stunda nám við Háskóla íslands gefur manni tækifæri til að læra marga nýja og nothæfa hluti en gefur manni líka oft tækifæri til að vera svívirðilega fullur. Það var fyllerí hjá okkur í japönskudeildinni bæði á fimmtudaginn og föstudaginn og það var bara fjandi vel mætt á báða atburði. Á fimmtudaginn héldum við til á Kapital þar sem DJ Árni spilaði fyrir okkur japanska hip-hop tónlist allt kvöldið. Maggi formaður spilaði síðan lög með hljómsveitinni sinni sem ég man ekkert hvað heitir en á eftir honum tók Árni nokkur lög með sinni tveggja manna hljómsveit. Bjarni öðlingur sótti mig svo á ofurbílnum sínum og skutlaði mér heim, þar með skulda ég honum skutl næst þegar hann ákveður að fá sér í hnéskelina. Japönskunemar láta smá þynnku ekki stoppa sig og mættu gallvaskir í partí til Darbó á föstudaginn. Það var kannski ekki mjög fjölmennt en það var vissulega góðmennt. Nokkrir nördar sáu sér leik á borði og mættu snemma og spiluðu Mario Kart ásamt því að teiga bjór áður en restin af liðinu mætti. Tókum líka SSBM og svo einhverja fríkí slagsmálaleiki á PS2. Svo blablabla og hitt og þetta enduðum í bænum og síðast á Kapital sem er greinilega hundleiðinlegur e-pillu staður þegar japönskunemar eiga hann ekki eins og á fimmtudaginn. Það var nú farið að síast úr hópnum á þessum tíma en ég og Ester beiluðum af Kapital. Svenni vinur hennar pikkaði okkur upp og endaði á að skutla mér heim og á miklar þakkir skilið fyrir það enda hefði leigubíll líklega kostað mig aðra löppina. En ég segi bara eins og ákveðinn nemandi við Háskólann: "ef maður verður ekki bytta í þessum skóla þá veit ég ekki hvar"

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?