Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

 
jikan ga nai Hér með staðfestist það að Wario Ware er mesti tímaþjófur sem ég hef nokkurntíman lent í. Ég ætlaði að vera heví duglegur að læra í gærkvöldi en í staðin fór allur tíminn í wario. Ég einfaldlega gat ekki hætt að spila þessa snilld. Geðveikisstuðull þessa leiks er líka mjög hár og manni líður eins og maður sé á mjög sterkum lyfjum sem valda því að maður verði hyper. Það er ekki til neinn í heiminum með nógu mikið A.D.D. til að geta ekki spilað Wario Ware því hann er bara samansafn af mini-games sem eru í mesta lagi 5 sek. Giska á að meðallengd þeirra sé 1-2 sek. Mini-leikjunum er bara dembt á mann á fullu og því lengra sem maður kemst, því hraðar gengur allt fyrir sig og maður hefur minni tíma til að klára leikina. Tónlistin verður hraðari og hraðari og gerir þetta enn geðveikislegra. Það er ómögulegt að fá leið á þessu og maður er hooked frá byrjun. Í gærkvöldi ætlaði ég rétt að kíkja á hann fyrir svefninn því ég þurfti að vakna kl 7....rúmlega 1 um nóttina ákvað ég að það væri komið nóg og tók hann úr en Final Fantasy Tactics Advance var svo freistandi á náttborðinu að ég ákvað að skella honum í og sjá hvernig byrjunin væri. Big mistake. Byrjunin er u.m.b. 20 mín sem maður verður að fara í gegnum áður en maður getur save-að þannig að kl 1:30 gat ég loksins lagt hann frá mér....í nokkrar sekúndur því ég ákvað að kíkja bara "örlítið" í wario svona rétt fyrir svefninn. Klukkan var farin að ganga 3 þegar ég loksins náði að þvinga mig til að slökkva á tölvunni. Þetta varð til þess að ég var svona líka ótrúlega hress í skólanum í dag og vel lesinn...það kom þó ekki í veg fyrir að ég tæki tölvuna með í skólann og spilaði smá wario þar líka, ónei. Þetta er líka helvíti fín vítamínsprauta þegar maður situr á hlöðunni alveg við það að sofna, spilar wario í 10mín og glaðvaknar við alla geðveikina. Tek nú eftir að klukkan er orðin meira en 12 þannig að blogger flokkar þetta sem post skrifað á miðvikudegi og þar með allar tímatilvísanirnar hér að ofan rangar. Well ég lít ekki á það sem nýjan dag fyrr en ég vakna eftir nætursvefninn so skrúv jú. Hérna eru svo 2 japanskar auglýsingar fyrir meido in wario (right-click og 'save as'): [1] [2]

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

 
Enginn tollur fyrir mig Já þessa ágætu leiki fyrir GBA var ég að fá afhenta af gaur frá póstinum, helvíti þægilegt að fá þetta svona keyrt alveg heim að dyrum. Það er jafnvel enn betra þegar maður þarf ekki að borga neitt við afhendingu eins og þegar maður pantar frá Amazon. Það getur verið mjög hentugt að eiga frænda sem býr í Bretlandi því þá getur maður verslað stöff á netinu og sent beint á hann og hann síðan farið á næsta pósthús og sent manni það í umslagi merktu "gjöf" og verðinnihald undir 7þús því ef maður er heppinn þá sleppur sendingin ósködduð gegnum tollinn, þ.e. maður þarf ekki að borga neinn toll eða virðisaukaskatt. Ef innihald sendingarinnar er meira en 7þús þá verður að borga toll og vsk....sem er einstaklega pirrandi! Lykilorðið hér er samt "gjöf" því það er vegna þess sem það þarf ekki að borga. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að innihald þessarar sendingar hjá mér er ætluð sem gjöf frá Guðjóni frænda sem hann er að senda að eigin frumkvæði. Mér dettur ekki til hugar að reyna að fara framhjá tollheimtulögum á þennan hátt!

sunnudagur, febrúar 22, 2004

 
12. plánetan? Það er fátt betra þegar maður er þunnur en að leggjast upp í sófa og horfa á Discovery í nokkra klukkutíma. Daginn eftir árshátíð japönskunema þá horfði ég í 3 klukkutíma á þessa snilldarlegu stöð og einn þátturinn sem ég sá fjallaði um fornar siðmenningar. Nú það sem vakti soldinn áhuga hjá mér var ufjöllun um Sumerian (Súmera?) siðmenninguna sem var uppi eitthvað um 6.000 BC. Artefacts frá Sumerians sýna það að þeir þekktu sólkerfið okkar mjög vel. Leirtöflur frá þeim sýna allar pláneturnar í réttum stærðarhlutföllum, sólina í miðjunni og pláneturnar í réttri röð. Ef við lítum á "nútíma" stjörnufræði þá fannst Úranus ekki fyrr en með tilkomu endurbættra sjónauka árið 1781. Neptúnus var svo staðsettur stærðfræðilega 1864. Seinna kom í ljós að eitthvað afl hafði áhrif á Neptúnus og árið 1930 var staðsetning Plútó fundin og plánetan skoðuð með sjónaukum. Hvernig í fjandanum gátu þessir Sumerians vitað af plánetunum? Þeir létu ekki þar við sitja heldur nefna þeir eina plánetu í viðbót, Nibiru, sem þeir segja að liggji enn utar en Plútó. Á síðustu 30 árum hafa komið fram kenningar um að það sé í raun önnur pláneta sem eigi sporbaug mun lengra frá sólinni en Plútó. Vísindamenn hjá NASA hafa tekið eftir undarlegum áhrifum á þessar ystu plánetur í sólkerfinu okkar og hefur tekist að reikna út hugsanlegan sporbaug þessarar óþekktu plánetu en hann ku vera mjög sporöskjulaga og ná langt út fyrir Plútó. Þeir hafa ekkert nafn á hana en kalla hana þess í stað "Planet X". Ég verð nú samt að efast eitthvað um þetta, enda kallaður maður efasemdanna, því ef þeir geta sagt til um sporbaug plánetunnar af hverju geta þeir þá ekki fundið hana með sjónaukum? Ef það væri einhver pláneta þarna þá væru það væntanlega heimsfréttir...en ekki man ég eftir neinu í fréttunum um þetta efni. Skv. Sumerians þá er þessi 10. pláneta líka heimkynni einhverra geimvera sem komu til jarðar og urðu kóngar jarðarbúa og byggðu risa-byggingarnar sem eru víða á jörðinni. Þessar "geimverur" eru víst mjög hávaxnar og miklar. Samkvæmt þeim þá rakst þessi Nibiru á jörðina með þeim afleiðingum að jörðin brotnaði í tvennt og eitthvað blabla. Sporbaugur hennar á s.s. að ná lengst út í geim og svo alveg að jörðinni. Reyndar er soldið sérstakt að víða annarstaðar á jörðinni er sagt frá því í tengslum við þessar risavöxnu byggingar að risar hafi hjálpað til við byggingu þeirra og í sumar þessara bygginga eru notaðar seinblokkir sem eru svo stórar að í dag eru ekki til neinir kranar sem geta lyft þeim. Anywho, ég held áfram að vera maður efasemdanna þangað til einhverjar harðar sannanir koma fram. Skv. þessum textum á plánetan að koma að jörðinni á 3.600 ára fresti og á að sjást mjög vel þannig að þá er bara að bíða og sjá :) Þátturinn var nú samt alveg rosalega áhugaverður í byrjun, verið að fjalla um fornar siðmenningar og risabyggingar sem þær reystu....svo var farið að tala um þessa plánetu og ættbálk risa sem væri kominn af geimverunum þar....þá vantaði mann bara eina góða jónu til að þetta meikaði fullkomið sens. Samt er mjög furðulegt hvernig þeir gátu vitað stærðir plánetanna og staðsetningu....how the hell... Áhugaverðar (albeit a bit sækó) heimasíður um þetta efni og annað er að finna hér: http://xfacts.com/ http://xfacts.com/x.htm http://xfacts.com/x1.htm

laugardagur, febrúar 21, 2004

 
Góðir 13 tímar Gærkvöldið var alveg einstaklega spennandi, svo spennandi að ég lagðist upp í rúm til að horfa á Disney mynd á RÚV. Hún fjallaði um einhverja krakka sem voru að leita að pabba sínum sem var skipstjóri á skipi sem hvarf á leið til..Ástralíu? Well með þeim í hóp voru einhverjir kallar og þau lentu nú heldur betur í ævintýrum! Já, þessar Disney myndir eru svo ofsalega skemmtilegar! Ég sofnaði yfir henni eftir um 20mín gláp en þá var klukkan um 21:30. 13 klukkutímum seinna vaknaði ég alveg eitur hress. Ég verð að taka upp næstu Disney mynd sem RÚV til að hjálpa mér að sofna næst þegar ég verð andvaka, þær eru alveg killer. Nú í tilefni af þessu bæti ég enn einu quizi við. Í þetta skiptið er það hið æsispennandi bókapróf.


You're Loosely Based!
by Storey Clayton
While most people haven't heard of you, you're a really good and interesting person. Rather clever and witty, you crack a lot of jokes about the world around you. You do have a serious side, however, where your interest covers the homeless and the inequalities of society. You're good at bringing people together, but they keep asking you what your name means.
Take the Book Quiz at the Blue Pyramid.

Ég veit ekkert hvaða bók þetta er sem þýðir líklega að ég sé rosalega menningarlegur og vel lesinn.
 
Kristófer hinn víðförli Ég rakst á þetta á einhverri bloggsíðunni, síða sem gerir manni kleift að sýna hversu víðförull og merkilegur maður er. Hér gefur að líta, í rauðu, þau lönd heimsins sem ég hef heimsótt. Eins og sjá má er ég með eindæmum víðförull og efast ég um að nokkur hafi ferðast jafn mikið og ég. Ég hef þó komið til Grænlands sem hlýtur að teljast nokkuð merkilegt, enda Grænland eitt af mest töff löndum í heimi.
create your own visited country map or write about it on the open travel guide edit: Gleymdi að við kíktum til Morocco þegar við vorum á Spáni, það hefur hér með verið leiðrétt.

föstudagur, febrúar 20, 2004

 
Nýjir hlekkir Ég bætti Jóanum inná listann hjá mér fyrir stuttu en fattaði ekki að enn vantaði bloggið hans Sæla, þó svo það sé löngu komið í blogg-hringinn minn í Opera. Hann er nú kominn með sinn löngu verðskuldaða link hér til vinstri. Bætti líka inn um daginn "Aðrir góðir" þar sem eru nokkrir fínir linkar. Go look.
 
Alveg bíó Við vorum nokkrir japönskunemarnir sem rottuðum okkur saman í kvöld og fórum á Lost in Translation. Það átti nú alveg ágætlega við því myndin gerist jú í Japan þannig að maður soldið extra gaman að henni. Skemmtilegt líka að maður er farinn að geta pikkað alveg fjandi mikið út í japönskunni og skildi jafnvel heilar setningar, sem gerði þetta enn ánægjulegra. Ég held nú að flestir viti um hvað þessi mynd er, Bill Murray leikur útbrunna kvikmyndastjörnu frá Bandaríkjunum sem kemur til Japan til að leika í viskíauglýsingum. Honum líður náttúrulega alveg fáránlega þarna því hann passar enganvegin í samfélagið og allt er mjög svo ólíkt því sem hann á að venjast. Hann hittir nú þarna miklu yngri konu sem er í svipuðum sporum, kærastinn hennar vinnur þarna sem ljósmyndari meðan hún hefur ekkert að gera. Auðvitað er svo gert stólpagrín að "R vs L" löstinum sem háir Japönum öllum (þeir gera engan greinarmun á t.d. rice og lice, sounds the same to them). Allt í allt er ég bara helvíti ánægður með þessa mynd og ég held ég geti alveg hiklaust mælt með henni. Hún fær mann nú engan vegin til að hugsa neitt en þetta er samt hin fínasta ræma. Nú ég þurfti að sækja Ester en hún býr þar sem ég vill kalla "útí rassgati" en miðað við hver er að segja þetta þá hlýtur það að vera nokkuð feitt skot. Rassgatið heitir víst Kópavogur og eftir um klukkutíma setu yfir kortum af svæðinu tókst mér að keyra klakklaust á staðinn...eða svona næstum, keyrði fyrst framhjá og fattaði það nema hvað það var bíll á eftir mér þannig að ég gat ekki snúið við á miðri götunni. Ákvað að beyja inn næstu götu og gaurinn fyrir aftan mig ákvað að það væri alveg fjandi góð hugmynd að elta mig. Well næstu gatnamót og ég beygji aftur...og gaurinn fyrir aftan mig líka. Ég keyrði þá bara beint inná næstu innkeyrslu sem ég sá og áttaði mig þá á að ég væri kominn fjandi langt af leið og örugglega búinn að villast. Mér tókst samt með smá heppni að finna leiðina til baka. Þegar bíóið var búið tók á móti manni nýfallinn snjór og það alveg slatta mikill snjór í þokkabót. Ester bauðst til að skafa af bílnum en þar sem ég er svo mikill herramaður þá sagði ég ekki nei við því og sat bara inní bíl meðan hún fjarlægði allan snjó af bílnum. Good job. Þegar ég var svo að keyra heim eftir Stekkjabakka þá er ég soldið utanvið mig og tekst að beygja upp í Breiðholt. "Frábært" hugsaði ég með mér meðan ég keyrði upp brekkuna. Það voru 2 bílar á undan mér en ég sá ekki betur en annar þeirra væri stopp...þegar ég kom nær sá ég að viðkomandi bíll var á sumardekkjum og spólandi á fullu...rétt mjakaðist áfram. Þetta þótti mér nokkuð spaugilegt. Bíllinn fyrir framan mig slidaði svo alveg hressilega í kröppu beygjunni áður en maður kemst alveg upp og eftir það hægðist frekar mikið á honum. Þetta gáfnaljós var líka á sumardekkjum og byrjaði að spóla alveg á fullu þegar ég dansaði framúr honum á nagladekkjunum mínum. Ég sneri við þegar ég var kominn upp og sá þá að gaurinn var rétt hálfnaður upp litlu brekkuna og bíllinn svo gott sem stopp. Þegar ég keyrði framhjá á leiðinni niður sendi ég honum "thumbs up" merki og sá ekki betur en hann sendi mér löngutöng til baka. Ekki alveg nógu hress gaur. Gaurnum sem var þarna neðar að skríða upp brekkuna tókst að komast að afleggjaranum niður í Bakkana en það var rétt með herkjum. Það að sjá þessa gáfumenn spóla og skemta sér í snjónum var eins og gamla fólkið segir stundum, alveg bíó.
 
Þeir koma alltaf aftur Já fólk reynir að hætta með sínar bloggsíður en á endanum kemur það alltaf aftur. Jói er gott dæmi um það því eftir að hafa eytt heilli nótt og gott betur í að gera pulsusíðuna sína þá hætti hann eftir örfáa daga. Núna er hann kominn aftur með nýja síðu og þá er bara að sjá hvað hann tollir lengi með hana. Ég hef af þessu tilefni endurlífgað Jói "frændi" linkinn hér til hliðar. Ástæðan fyrir "frænda" viðbótinni er flókin og ég held það sé best að spyrja hann sjálfan um hvernig hún er til komin. Allavega, Jóhann, vertu velkominn aftur í plebba-heiminn sem kenndur er við blogg.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

 
Tvennt Mig langar að benda á tvær siður sem ég hef haft nokkuð gaman að. Fyrri síðan er titluð Press Briefing by Scott McClellan þar sem þessi McCellan svarar, fyrir hönd Bush bandaríkjaforseta, á faglegan og upplýsandi hátt spurningum fréttamanna. Ég hefði viljað sjá útkomuna ef Bush hefði sjálfur svarað.... "...there's time for politics...and...there's time for politics..." Nú hin síðan inniheldur ögn léttvæagara efni eða samansafn verkfræðibrandara. Þetta er kannski ekki fyrir alla en ég hló a.m.k. að mörgum þeirra.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

 
Þetta test hlýtur að vera með lengstu svör ever... DragonWings
Your wings are DRAGON wings. Massive and
covered in scales, they shimmer with strength
and magic. They are the most obvious display of
your power - though it runs equally throughout
your heart and mind. You are uncompromising and
grave, with a profound sense of justice. You
have firm ideas about what is right and what is
wrong and set out to fix what problems you can.
You realize that you are more capable of
dealing with life and evil than most, and as
such you see it as your responsibility to
protect those who cannot defend themselves. You
have existed since antiquity and as such you
are wise far beyond your years in this
lifetime. While you strive for fairness and
peace, if someone should steal from your cave
of treasure (though not all that glitters is
gold) or compromise the happiness of you or one
who is close to you - they have signed their
death warrant. You have a mighty vengeance and
will unleash it upon such people immediately
and mercilessly. Arguing with you is
useless...you rarely back down and are known
for holding firm in your beliefs. Sometimes you
feel intensely burdened with the troubles of
others...acting as a Guardian can get so
wearisome. But you never give up...you see it
as your life's mission. Often very introverted,
you can be so smart...it's scary. Such a
combination of intelligence, creativity, power,
beauty, and magic is often intimidating to
those around you - who are also unlikely to
understand you. Arrogant, proud, overserious,
and sometimes a bit greedy or obsessed with
whatever treasure you choose to pursue...you
have enchanted people for centuries, and will
continue to do so.

*~*~*Claim Your Wings - Pics and Long Answers*~*~*
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

 
Stupid people Ég er inní tölvustofu á 3. hæð hlöðunnar og á einu tölvuborðinu er skjár, lyklaborð og mús....en engin tölva. Frá því ég settist hingað inn eru 6 manns búin að setjast við tölvuna og hreyfa músina eða ýta á takka á lyklaborðinu til að losna við það sem það heldur að sé screensaver. Að meðaltali hefur það tekið fólkið um 10 sek að fatta hvað var að. Nema ein stelpan, hún sat þarna alveg heillengi að ýta á músartakkann á fullu og takka á lyklaborðinu þangað til hún loks sneri sér að stelpunni sem sat við hliðina á henni og spyr hvort tölvan sé eitthvað biluð. Sú stelpa vissi ekkert um málið og þær áttu nokkur orðaskipti um málið þangað til ég gat ekki setið á mér og benti þeim á að það væri engin tölva þarna. Þær skildu mig ekki alveg þannig að ég þurfti að endurtaka að það væri engin tölva þarna og benti svona máli mínu til stuðnings á borðið. Þá kom eitt gott "Óóó" frá þeim og svo urðu þær mjög svo sauðslegar á svipinn.

mánudagur, febrúar 16, 2004

 
Tilraun vikunnar Ég hef tekið eftir því að þegar maður er að tala við einhvern þá er maður mjög sjaldan í augnsambandi við viðkomandi, a.m.k. ekki lengur en 1-2 sekúndur í einu en þá lítur maður sjálfur, eða aðilinn sem maður er að tala við, undan. Það er eins og það sé eitthvað voðalega óþægilegt að horfa í augun á fólki sem maður talar við en samt er þetta staðurinn sem maður horfir alltaf á þegar maður lítur á einhvern....nema viðkomandi sé gella með mjög sýnileg og fagurlega mótuð brjóst en þá vilja augun leita niður að þeim seeeeem getur valdið vandræðalegum augnablikum. ÆM ÓNLÍ HJÚMAN FOR KRÆIN ÁT LÁD! Anyway. Ég er að spá í að nota þessa viku í tilraun sem felst í því að horfa alltaf beint í augun á fólki sem ég er að tala við eða sem er að tala, líta aldrei undan nema samtalið sé búið. Þetta er ótrúlega spennandi. Finnið þið spennuna? Loftið er svo rafmagnað að þótt ég ýti á slökkvarann þá logar peran samt áfram! Annað hvort það eða þá að slökkvarinn við hurðina er bilaður. Sem hann er. Allavega þá ætti þetta að verða æðisgengilega viðburðarík vika.

sunnudagur, febrúar 15, 2004

 
Endalaus lestur Ég hef aldrei sjálfviljugur lesið jafn mikið og síðustu vikur. 10 kaflar í Tale of Genji, Memoirs of a Geisha, Kokoro og svo loks að verða búinn með Shogun sem fær samt lítinn tíma því ég þarf að lesa eitthvað smásögusafn fyrir fimmtudaginn. Get nú sagt að af þessum bókum er Tale of Genji lang leiðinlegust og Kressið sagði l´ka að venjulega væru fyrstu kaflarnir lesnir því þar væri eitthvað að gerast en hún hefði ákveðið að láta okkur lesa þessa ákveðnu kafla....en þar væri ekkert að gerast. Hún hefur pottþétt valið þessa ákveðnu kafla því þar kemur voðalega mikið fram sem tengist kvenfólki, kven- þetta og hitt og endalaust og óendanlegt og fokking hundleiðinlegt. Ég ætla nú ekki að fara mörgum orðum um fyrirlestrana hennar en fjöldi orða sem innihalda "kven-" stefnir á óendanlegt. Í síðasta tíma var gestakennari sem heitir Jun Morikawa en hann kenndi okkur einmitt Þjóðfélag & Menning fyrir áramót. Það var þvílíkur munur að fá hann í staðin fyrir Kressið, hann var búinn að búa til PowerPoint glærur og sendi okkur 12 spurningar fyrir tímann sem við áttum að velta fyrir okkur og voru síðan ræddar í tímanum. Hann tók líka mark á skoðunum annara og viðurkenndi þær...annað en sumir kennarar...ahemm. Memoirs of a Geishavar nú bara alveg fínasta lesning. Reyndar fannst mér fyrri helmingurinn betri en sá seinni og undir lokin var hann orðinn frekar dull...kannski bara sálfræðilegt því ég neyddist til að klára hana á frekar stuttum tíma. Það hafa verið einhverjir eftirmálar að þessari bók því fyrrum geisha sem veitti Arthur Golden aðstoð við gerð bókarinnar kærði hann en ég veit ekki hvernig það mál endaði eða hvort það er enn í gangi. Miðað við hraða réttarkerfisins í bandaríkjunum er það eflaust enn í gangi. Það eru margir sem halda að þetta sé sannsöguleg saga en það er bara rugl, þetta er skáldsaga frá upphafi til enda en hún er mjög vel gerð. Hann var í mörg ár að vinna að rannsóknum áður en hann byrjaði formlega að skrifa bókina og naut aðstoðar fyrrum geishu en áður en hún byrjaði að hjálpa honum þótti handritið víst frekar leiðinlegt. Hann ákvað svo að byrja frá grunni eftir að hann kynntist geishunni og skrifaði þá í fyrstu persónu og úr varð þessi mjög svo fína saga. Fyrir áhugamenn um góðar bækur er þessi allavega vel þess virði að kíkja á. Kokoro er frekar stutt saga sem skiptist í 3 kafla. Mér fannst nú eins og kaflar 1 og 2 hefðu verið skrifaðir meira eins og "afterthought" því aðal efnið er í 3. kafla. Bókin er ákaflega vel þýtt og eins og original útgáfan er málfarið haft sem einfaldast og það virkar bara helvíti vel. Hún kom fyrst út 1914 og þýdd um 195X en þá er orðið "gay" einmitt notað í annari merkingu en það er þekkt fyrir í dag, gaman að því. Bókin fjallar um samband ungs háskólanema og fræðimanns sem hefur megna óbeit á mannkyninu öllu saman. Síðasti hluti bókarinnar er einstaklega vel skrifaður og maður nær mjög góðum tengslum við sögupersónurnar. Fínasta bók og fyrirlesturinn hans Jun um hana var sá besti hingað til í þessu námskeiði. Shogun hef ég oft nefnt áður....markmiðið að klára hana í þessum mánuði...hopefully... edit: Skrifaði að Kokoro hefði komið út 1920 en hið rétta er 1914

föstudagur, febrúar 13, 2004

 
Maaaaaarioooooo Fékk mömmu og pabba til að spila Mario Kart í gær og þeim fannst bara nokkuð gaman að honum. Pabbi kom mér á óvart með því að vera helvíti góður meðan mamma átti í erfiðleikum með að stjórna til að byrja með. Það endaði með því að Hjalti og mamma voru saman í liði á móti pabba og það varð bara helvíti jöfn barátta. Ég hefði getað tekið þátt ef ákveðinn Jóhann hefði ekki verið með einn pinna í láni frá mér... Ég er allavega sannfærður um að Nintendo hefur með Mario Kart tekist að búa til leik sem allir geta spilað. Fyrst mamma gat spilað hann þá geta ALLIR spilað hann.

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

 
Úff Vá komst í tölvu í dag í fyrsta skipti síðan ég skrifaði síðasta blogg. Það má segja að líf án tölvunnar hafi verið svolítið erfitt. Maður vissi ekkert hvað maður ætti af sér að gera en ég afrekaði þó að lesa slatta og unlocka 5 nýjum brautum í F-Zero GX, sem ég held að sé alveg uppskrift fyrir console-kvöld. Manni tókst nú að læra eitthvað líka sem er mjög gott því eitt stærsta vocabulary próf frá upphafi var í dag. Það var að sjálfsögðu massað enda hafði ég lítið annað að gera í gærkvöldi en læra þessi 70 orð. Maður er farinn að geta tjáð sig alveg merkilega mikið á þessu blessaða tungumáli. Það er a.m.k. ljóst að ég gæti ekki þraukað viku án þess að komast í tölvu, maður er bara gjörsamlega tómur að innan þegar maður veit ekki af henni í gangi við hliðina á sér. Not to mention að laugardagurinn var einn mest dull laugardagur frá upphafi, eina sem maður hafði að gera var að horfa á The Fugitive í 5. skipti or sumthin. Ágætis mynd en ég hefði frekar viljað halda áfram í Prince of Persia. Reyndar var föstudagurinn mjög fínn, árshátíð japönskunema þar sem var borðað með frumstæðum áhöldum á veitingastaðnum Maru og síðan haldið á Kaffi Victor þar sem maður varð subbulega fullur og talaði við vafasamt fólk sem maður hafði ekki hitt í langan tíma. Mæli ekki með því að rekast á blidfulla fyrrverandi grunnskólafélaga sem vilja draga mann á trúnó... edit: Til að taka af allan vafa þá rakst ég á fyrrverandi skólafélaga þarna og þessi fyrrverandi skólafélagi var að reyna að draga mig á trúnó. Sem ég að sjálfsögðu nennti ekki og kom mér burt.

föstudagur, febrúar 06, 2004

 
Harði diskurinn sem hýsti Windows hjá mér tók þá ákvörðun að deyja í gærmorgun. Hann var nú búinn að láta soldið illa fram að því, reglulega small í honum og um leið stoppaði öll vinnsla í tölvunni þangað til smellurinn kom. Hann var búinn að láta svona í meira en ár og var farið að aukast til muna síðustu vikur þannig að þetta kom manni ekkert á óvart. Hins vegar er það kaldhæðni örlaganna að þetta skuli hafa verið Windows diskurinn því þangað til ég fæ nýjan disk get ég ekkert notað tölvuna and let me tell you, fyrir mann sem hefur setið við tölvuna eins mikið og ég þá er eins og það vanti risa stóran part í mitt líf meðan ég get ekki notað hana. Eftir matinn í gær þá fór ég inn í herbergið og vissi ekki hvern andskotann ég ætti að gera. Það er kannski eitthvað gott við þetta og ég ætla ekki að fá mér nýjan disk fyrr en á mánudaginn. Maður kemur þá kannski einhverju í verk þangað til þá, get farið að vinna í bókabunkanum mínum, horft á þær dvd myndir sem ég á eftir að horfa á og svo er jú böns að læra fyrir mánudaginn. Jafnvel að maður setji GameCube tölvuna í samband aftur og fari að klára leikina sem maður á eftir að klára.... F-Zero, Viewtiful Joe og Zelda: Wind Waker. Held ég þyrfti að vera tölvulaus í nokkrar vikur til þess að koma öllu í verk. Það verður samt að viðurkennast að maður er orðinn endalaust háður tölvunni og þá sérstaklega internetinu. Tímaþjófur dauðans þessar tölvur.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

 
Pleh Lítið bloggað undanfarið, ekki nent því. Líka búið að vera temmilega mikið að gera tengt skólanum. Maður þarf að rífa í sig heilu bækurnar í hverri viku fyrir bókmenntaáfangann og erfiðleikastig japönskunámsins virðist vera að taka á sig mynd fallsins y = e^x. Við erum líka nokkrir að rotta okkur saman og ætlum að auka hraðann og taka einn kafla á viku í stað eins kafla á tveimur vikum eins og gert er í dag. Það er líka alveg ótrúlegt hvað sumt fólkið er að læra lítið sjálft. Það virðist mæta gjörsamlega ólært í tíma og þar sem megnið af tímunum fer í að tala saman og nota nýja málfræði þá er þetta lið bara að tefja kennsluna og skemma fyrir þeim sem eru búnir að læra. Hélt þetta fólk kannski að það yrði bara auðvelt í japönsku? Isss bara 2 ný stafróf og svo billjón kanji og málfræði dauðans...létt chill bara. Þegar fólk er að stama yfir auðveldustu hlutunum þá þarf það nú fara að hugsa sinn gang. Úhh annars vorum ég og Jói að nördast í GameCube móti bræðranna ormsson á laugardaginn. Kepptum þar í SSBM og Mario Kart: Double Dash!! (upphrópunarmerkin eru hluti af nafninu) Nú ég stóð mig frábærlega og datt úr í fyrstu umferð SSBM meðan Jói komst áfram í aðra umferð (efsti úr hverjum riðli komst áfram). Þar notaði Jói leynivopnið sitt, spilaði sem Princess Peach en það virkaði ekki betur en svo að hann tapaði. Hann var samt nógu mikill klaufi til að detta sjálfur útaf í tvígang en það var spilað með takmörkuðum fjölda lífa, 3 á mann. Hann átti því bara 1 líf þegar hinir tveir áttu 2 hvor en tókst samt að berjast hetjulega og senda hina út af skjánum í þrígang og endaði með 1vs1 þar sem Jói rétt tapaði. Svekkjandi fyrir hann. Í Mario Kart sá ég um að stýra meðan Jói var tíkin með itemin. Við komumst léttilega áfram í 2. umferð en vorum slegnir út þar af gaurunum sem enduðu á að þurfa að keppa við hvorn annan um hver væri sigurvegari keppninnar. Ég vill því meina að við höfum lent í öðru sæti (eða 3. - 4., eftir því hvernig litið er á það). Ormsson voru svo góðir að splæsa í gos og pítsur handa okkur í hálfleik. Þeim leist líka svo helvíti vel á þetta að það verður pottþétt haldið annað mót á þessu ári. Gefur manni tíma til að æfa SSBM skillz.

sunnudagur, febrúar 01, 2004

 


What Famous Leader Are You?
Fyrst misskildi ég testið og fékk Hitler...skemmtilegar andstæður.

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?