Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

föstudagur, janúar 30, 2004

 
Nú er ég búinn að vera að lesa Shogun soldið mjög lengi (fer nú vonandi að klára bráðum) og hef lært hitt og þetta um japanska menningu frá þeim tíma sem sagan á að gerast(um 1500). Eitt af þeim hugtökum sem ég hef lært er "wa", þ.e. "harmony". Það gerist í bókinni að maður fær gistingu með konunni sinni í húsi einnar persónu sögunnar. Um kvöldið drekka karlarnir mikið sake og um nóttina fer gesturinn svo að berja konuna sína því hún vill ekki "þóknast" honum. Þessi læti trufla gestgjafann og alla sem í húsinu eru og er mjög alvarleg móðgun því þar með truflaði gesturinn wa hússins og þar með wa gestgjafans. Þar með er gesturinn í raun réttdræpur en með því að leggjast niður á hnéin með flata lófana í jörðinni og höfuðið alveg við jörðina (eins og sub-human bóndi) og biðjast innilega afsökunar þá slapp hann. Ég er á því að það eigi að gilda svipað á íslenskum heimilum eða að minnsta kosti á baðherbergjunum. Það er óþolandi að vera truflaður þegar maður er á klósettinu. Maður er kannski búinn að koma sér vel fyrir með bók og orðinn þægilega afslappaður, eða eins og í mínu tilfelli þar sem er útvarp inni á baði þannig að maður getur alltaf verið að hlusta á góða tónlist meðan maður situr í hægðum sínum. Mér finnst ekkert óþægilegra en þegar ég er kannski hálfnaður með "verkin mín" og wa-ið og afslöppunin fullkomin þegar allt í einu er tekið kröftuglega í hurðarhúnin, en þar sem hurðin er læst þá opnast ekki, og síðan bankað hranalega á hurðina. Maður fer algjörlega úr jafnvægi og wa-ið fer út í buskann never to return. Maður þarf allt í einu að drífa sig og verður pirraður á þessum hálfvitum og bölvar því að það sé bara eitt klósett í húsinu. Geta þessir hálfvitar ekki litið á læsinguna og séð að það er rautt og bara beðið. Þetta eru mikilvæg mál sem eiga sér stað á klósettinu, mál sem geta ekki beðið betri tíma og eins og sagt er á ensku: "don't rush things that should not be rushed". Þótt það sé bara eitt klósett á heimilinu þá er það skömminni skárra en að þurfa að deila baðherbergi með mörgum öðrum í leiguhúsnæði. Ekki gott wa þar.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

 
Ánægjulegar fréttir Japönskukennarinn fann villu í yfirferðinni sinni á Ritmál I prófinu þannig að allir hækkuðu. Ég og rökrásin hækkuðum um einn heilan í 0.5 og þar með er meðaleinkunnin mín komin í 8.5 en ef ég tel bara tungumálshlutann er ég með 9. Töluvert betri árangur en var hjá mér í verkfræðinni. Helvítis rökrásarpungurinn er samt með 9.5 í meðaleinkunn... Sleikjuháttur hans við kennarann hefur eflaust hækkað hann eitthvað ;) Nú er bara að bíða eftir niðurstöðum úr Þjóðlíf & menning...það tóku yfir 40 prófið og flestir svöruðu á íslensku en það vill svo skemmtilega til að það eru 2 kennarar, Tinna og Jun en Jun talar ekki íslensku þannig að Tinna þurfti að þýða öll prófin yfir á ensku fyrir hann og þetta voru allt ritgerðarspurningar. Ég hélt það væri eitthvað spes "unit" innan háskólans sem sæi um að þýða próf en nei, Tinna þurfti að gera allt ein.

laugardagur, janúar 24, 2004

 
Totemo omoshiroi desu ne Þetta er soldið áhugaverð frétt en þó sérstaklega síðasti hluti hennar. Bæði Bandaríkjamenn og Bretar hafa breytt yfirlýsingum sínum frá því fyrir innrásina í Írak og segja nú að verið sé að leita að sönnunargögnum um áætlanir Íraka um framleiðslu gjöreyðingarvopna, ekki að vopnunum sjálfum. Þannig að hvað? Voru aldrei nein vopn? Fyrst var sú staðreynd að Írakar ættu gjöreyðingarvopn og gætu beitt þeim innan 45mín aðal ástæða innrásarinnar. Svo var það allt í einu orðið bara að Saddam væri vondur maður og það þyrfti að frelsa Írösku þjóðina með því að handtaka hann. Svo núna er það bara að finna plön um hugsanlegar áætlanir um framleiðslu gereyðingarvopna. Líka áhugaverður framburður Paul O'Neill sem sagði að ákveðið hefði verið að ráðast í Íraq um leið og Bush tók við embætti, þá hefði strax hafist ferli við að finna einhverja mögulega ástæðu til innrásarinnar. Svo vill ég benda á hina frábæru heimasíðu New American Century. Góð síða. Skoðið hverjir eru aðilar að samtökunum. Allt saman mætir menn. Enda þetta svo á tveimur málsháttum. Taka þeir sem völdin hafa, og halda þeir sem geta. Vandstillt er voldugra sinni.

föstudagur, janúar 23, 2004

 
Ichi The Killer Maður hefur nú séð margan viðbjóðinn um ævina þökk sé internetinu og mörgum mjög svo sjúkum bíómyndum. Eftir öll þessi ár af sífellt ógeðslegri og ógeðslegri bíómyndum þar sem stöðugt er verið að reyna að gera ógeðið og ofbeldið raunverulegra og viðbjóðslegra... væntanlega til að fullnægja kröfum lýðsins um meiri viðbjóð, þá þarf nú orðið töluvert meira til að maður kippi sér eitthvað upp við það. Ég hafði því engar áhyggjur þegar ég fékk Ichi The Killer lánaða hjá Davíð, hélt að þetta yrði bara örlítið disturbing mynd og myndi ekki sitja neitt sérstaklega eftir í minningunni...þótt Darbó hafi haldið öðru fram. Ohhh how I was wrong. Ég og Kiddi horfðum á myndina í kvöld en ég nýtti tækifærið til að prufa að tengja úr skjákortinu í sjónvarpið og ég er bara hæstánægður með niðurstöðuna. Ekki er verra að það fylgdi fjarstýring með skjákortinu þannig að ég get stjórnað dvd playback eða notað hana sem mús...þó svo ég búist ekki við að nota þann fídus mikið. Nú varðandi myndina þá held ég að það sé best að vita sem minnst um hana áður en maður sér hana svo hún geti nú komið manni eitthvað á óvart. Nafnið gefur nú til kynna að það sé eitthvað um manndráp í þessari mynd og ég get vottað um að svo er. Coverið gefur til kynna að þetta sé eilítið sjúk mynd. Ég get líka vottað um að svo er. Hún er soldið mikið meira en "eilítið sjúk", meira svona...fucked-up-motherfucker-in-the-house-of-pain sjúk. Þegar ég horfði til baka og ryfjaði upp atriði úr myndinni þá áttaði ég mig enn betur á því hversu sjúk hún er. Ég hef enga löngun til að horfa á hana aftur. Einu sinni er meira en nóg. Samt er þetta alveg drullugóð mynd og ég held að allir sem þora ættu að sjá hana enda mun hún seint líða mönnum úr minni. Það er allavega ljóst að minn "ógeðs"-þröskuldur hefur hækkað töluvert þannig að það er eins gott að handritshöfundar og leikstjórar fari á næsta level ef eitthvað á að geta látið mér líða illa eftir Ichi The Killer. Jafnvel að maður kíki á aðrar myndir Takashi Miike. Held ég byrji samt á því að horfa einhver meistaraverka Akira Kurosawa. Fyrsta myndin sem við horfðum á í kvikmyndaáfanganum var Yojimbo og eftir allar þessar hollywood þvælu-myndir sem maður hefur horft á undanfarið þá virkaði hún alveg stórkostlega á mig. Það fer ekkert á milli mála hvaðan Fistful of Dollars sækir innblásturinn en hún kemst ekki í hálfkvist á við Yojimbo. Kvikmyndataka, lýsing, leikmynd, leikur, saga...allt er fullkomið eða því sem næst. Hún hrífur mann frá upphafi og skilur mikið eftir sig...annað en þessar hollywood ræmur. Þótt hún sé svarthvít þá hefur það alls ekki neikvæð áhrif, gerir bara samspil ljóss og skugga enn betra ef eitthvað er. Næst á dagskrá hjá mér er að horfa á Seven Samurai en ég er búinn að hafa hana í höndunum í nokkur ár án þess að gera nokkurntíman alvöru úr því að horfa á hana. Ég veit lítið sem ekkert um hana og vona að hún komi mér skemmtilega á óvart.
 
Harry Potter rugl Það er ekki nóg með að þessar barnabækur hafi gert höfundinn að einni ríkustu konu Bretlands heldur á fjórða myndin að vera dýrasta kvikmynd sögunnar! Hvaða rugl er nú það? Dæla peningum í einhverja asnalega barnamynd...að mínu mati voru hinar 2 ekki góðar. Eða eru þær 2? Það situr svo lítið eftir af þeim að ég man ekki hvort það var ein mynd eða tvær. Maður skilur að það sé spreðað peningum í LOTR enda mikilfengleg saga með rosalegum stríðsatriðum sem kostar morð-fjár að búa til...en lítil barnamynd! Er þetta einhver keppni um hver getur gert dýrustu myndina? Á þetta að sýna fram á að Harry Potter séu betri bækur en LOTR? Djöfull vona ég að þessi mynd verði ömurleg.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

 
Ekki dvín eftir hinn dauða Hann Sigurgeir virðist hafa ákveðið að rísa frá dauðum og er byrjaður að skrifa aftur. Virðist það vera tilkomið vegna hvatningar frá Binna og Stínu, kærustu Binna. Þá er bara að vona að hann hætti ekki aftur að skrifa því hann er hinn fínasti penni og ritaði t.d. grein sem lýsir mér mjög vel og eflaust fleirum. Annars var Binni að koma heim frá Amsterdam þar sem hann var sem nörda-fulltrúi Íslands í heims-nörda-keppni í spilinu Magic: The Gathering. Honum gekk ágætlega og vann 2 af 6 "bardögum" sínum og annar þeirra sigruðu var Svíi og stóð hann sig þar með betur en landslið íslands í handbolta. Til hamingju með það.
 
Point Taken Ég sé það núna að notkun mín á orðinu "gallvaskur" var kolröng og er þetta orð ekki til í íslensku. Það næsta sem kemst því er: gallverskur í eða frá Gallíu Orðið sem ég hefði betur notað er: galvaskur ótrauður, ókvíðinn, albúinn og hvergi smeykur Í orðabókinni rakst ég svo á orðið getnaður en það þýðir: 1. það að minnzt er á e-ð. 2. getning, það að barn er getið. 3. þokki: e-m er g. að e-u. Enda ég nú þessa færlsu á góðum málshætti sem túlka má á marga vegu Vera má hnoss, þó ei sé kraginn hans Odds

miðvikudagur, janúar 21, 2004

 
Mörgæsarhelvítið.... úúúúújjeeeeeee
 
Eitthvað syfjaður Áramótaheitið mitt um að mæta í hvern einasta tíma og sofa aldrei yfir mig hef ég nú brotið. Ég var reyndar alveg fökkt up í hausnum í gær, var handviss um að það væri þriðjudagur og í dag hefur mér fundist vera miðvikudagur. Ég afrekaði það a.m.k. að sofa hressilega yfir mig í morgun og missti af báðum málnotkunartímunum. Útvarpsvekjarinn fór pottþétt í gang því mig dreymdi Sigurjón Kjartansson, Dr. Gunna og geimverur í þokkabót. Þeir hafa bara ekki talað nógu hátt til að vekja mig því eftir hálftíma þá slekkur vekjarinn sjálfkrafa á sér. Maður var nú líka svo vitlaus að vaka fram eftir öllu í gær við að spila Metroid Fusion og lesa Shogun. Notaði líka sem afsökun að batteríið í leikjastráknum var alveg að verða búið og ég yrði nú að klára það...tæki varla langan tíma. Tók klukkutíma og ég komst í þokkabót ekkert áfram í Fusion, alveg fastur. Svo ætlaði ég rétt að kíkja í Shogun...yeah...kláraði bara heilan kafla. Maður mætti nú gallvaskur (vaskur sem gall?) í ritunartímann þar sem mér tókst að klúðra kanji fyrir "hundrað" á alveg kostulegan hátt. Gerði tvær línur inni í kassanum eins og í tákninu fyrir horfa/sjá/sýna. Veit nú ekki hvað útkoman mín þýðir, vonandi ekkert dónalegt. Annars er nóg að gera í náminu núna, hvort sem þið trúið því eða ekki. Aðal workloadið er útaf bókmenntaáfanganum en maður þarf basically að lesa eina bók á viku, starting next week. Svo þarf maður líka að kaupa fjandans bækurnar. Held það væri ekkert vitlaust að rotta sig nokkur saman og panta frá USA meðan dollarinn er svona lágur. Er annars að lesa úr Tale of Genji núna sem er btw fyrsta skáldsaga heimsins. Okkur en hent inn í miðja bókina og eigum að lesa þar 10 kafla. Ég er búinn með einn kafla og so far er þetta ekkert sérstaklega skemmtileg bók, það eina sem ég hef gaman að er að lesa um hvernig lifnaðarhættirnir voru á þessum tíma, töluvert siðmenntaðri en Evrópubúar á sama tíma. Hundleiðinleg saga samt, allavega so far. Kannski eiga augu mín eftir að opnast fyrir snilld hennar þegar ég kemst lengra en ég efast um það.

þriðjudagur, janúar 20, 2004

 
Vanabindandi djöfull Ég náði 320.5m, hverju náið þið :D

mánudagur, janúar 19, 2004

 
Tilvitnanir Fór á eitthvað síðuhopp og endaði á síðu þar sem eru tilvitnanir í stærðfræðikennara og nemendur úr University College Cork. Sumar af þeim nokkuð skondnar. "It's very simple up to the point where it gets complicated." Mike O'Sullivan "There are always problems since we're dealing with engineers and not mathematicians." Mike O'Sullivan Skond
 
Wow...BURN!! Stal þessu frá Gunnellu japönskunema, sem er líka búin að fá link hér til hliðar. Dr. Laura Schlessinger is a US radio personality who dispenses advice to people who call in to her Radio show. On her radio show recently, she said that, as an observant Orthodox Jew, homosexuality is an abomination according to Leviticus 18:22, and cannot be condoned under any circumstance. The following response is an open letter to Dr. Laura, penned by a US resident, which was posted on the Internet. It's funny, as well as thought provoking. ****************************************** Dear Dr. Laura: Thank you for doing so much to educate people regarding God's Law. I have learned a great deal from your show, and try to share that knowledge with as many people as I can. When someone tries to defend the homosexual lifestyle, for example, I simply remind them that Leviticus 18:22 clearly states it to be an abomination... End of debate. I do need some advice from you, however, regarding some other elements of God's Laws and how to follow them. 1. Leviticus 25:44 states that I may possess slaves, both male and female, provided they are purchased from neighboring nations. A friend of mine claims that this applies to Mexicans, but not Canadians. Can you clarify? Why can't I own Canadians? 2. I would like to sell my daughter into slavery, as sanctioned in Exodus 21:7. In this day and age,what do you think would be a fair price for her? 3. When I burn a bull on the altar as a sacrifice, I know it creates a pleasing odor for the Lord - Lev.1:9. The problem is my neighbors. They claim the odor is not pleasing to them. Should I smite them? 4. I have a neighbor who insists on working on the Sabbath. Exodus 35:2.The passage clearly states he should be put to death. Am I morally obligated to kill him myself? 5. A friend of mine feels that even though eating shellfish is an abomination - Lev. 11:10, it is a lesser abomination than homosexuality. I don't agree. Can you settle this? Are there 'degrees' of abomination? 6. Lev. 21:20 states that I may not approach the altar of God if I have a defect in my sight. I have to admit that I wear reading glasses. Does my vision have to be 20/20, or is there some wiggle room here? 7. Most of my male friends get their hair trimmed, including the hair around their temples, even though this is expressly forbidden by Lev. 19:27. How should they die? 8. I know from Lev. 11:6-8 that touching the skin of a dead pig makes meunclean, but may I still play football if I wear gloves? 9. My uncle has a farm. He violates Lev. 19:19 by planting two different crops in the same field, as does his wife by wearing garments made of two ifferent kinds of thread (cotton/polyester blend). He also tends to curse and blaspheme a lot. Is it really necessary that we go to all the trouble of getting the whole town together to stone them? - Lev.24:10-16. Couldn't we just burn them to death at a private family affair like we do with people who sleep with their in-laws? (Lev. 20:14) I know you have studied these things extensively and thus enjoy considerable expertise in such matters, so I am confident you can help. Thank you again for reminding us that God's word is eternal and unchanging.

sunnudagur, janúar 18, 2004

 
Eitthvað mis... Ég fór að skoða síðuna frjálshyggja.is og rakst þar á soldið skemmtilegan texta á forsíðunni. Undir "Spurt og svarað" sá ég svar sem er eitt mesta bull sem ég hef nokkurntíman lesið. Þeir mega eiga það þessir frjálshyggjumenn að þeir geta verið mjög fyndnir.

föstudagur, janúar 16, 2004

 

I'm your clonebaby

Er ég sá eini sem hefur tekið eftir því hvað Lara Flynn Boyle og Michael Jackson eru grunsamlega lík? Gætu eflaust skipt á hlutverkum og enginn myndi taka eftir því. Annars athyglisvert að Jackson segist bara hafa farið í eina (eða áttu þær að vera 2) aðgerðir á nefi og hún átti að vera til að hjálpa honum að anda. Ég sé ekki betur en nasirnar á honum séu 2 pínulitlir þríhyrningar og í viðtölum við hann þá hljómar röddin eins og hann sé kelling sem getur ómögulega andað í gegnum nefið. Hrikalegt að sjá kallinn. Svo held ég líka að hann hafi farið í örlítið fleiri aðgerðir en þetta. Hann hefur jú breyst úr ungum svörtum karlmanni í hvíta, miðaldra, ljóta, half-alien kellingu. Gott múv hjá honum.

fimmtudagur, janúar 15, 2004

 
Djöfulsins snilld er þetta hjá Brasilíu! Svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt :) Af hverju eru kanarnir eitthvað fúlir yfir því að láta taka myndir af sér og fingraför? Brasilíumenn þurfa að láta þetta yfir sig ganga þegar þeir fara til Bandaríkjanna. Helvítis hroki bara. Minnir mig af einhverjum ástæðum á færslu hjá Svan þar sem hann sagði frá fyrirlestri og glærushow sem hann þurfti að flytja um ferðamálaðinaðinn (eða whatever) í heiminum. Held ég komi bara með tilvitnun í færsluna: Með mér í fyrirlestrinum voru Kristen og Jared (bæði fædd '83) og voru þau að hylla Bandaríkin allan tímann sem var dáldið fyndið. Jared bað mig meira að segja um að sameina "U.S. mainland", "Hawaii" og "Guam" í listanum mínum yfir most travelled destinations svo að "the states are on the top where they belong".
 
Kill Bill inspirations Stal þessum link frá Vitleysingunum þar sem Davíð úr færslunni hér að neðan bloggar. Þarna er búið að þýða viðtal sem var tekið við Tarantino í Japan þar sem hann talar um hvaða myndir voru inspirations við gerð Kill Bill. Helvíti áhugaverð lesning þó svo maður kannist ekki við margar myndir í upptalningunni. Greinilega myndir sem maður verður að fara að tjékka á. Veit allavega að Ichi the Killer á að vera mjög...spes.
 
[write some shit here] Nú er orðið langt síðan ég skrifaði eitthvað hérna. Býst nú ekki við að það skipti nokkru máli. Hætti að skrifa þegar þetta helvítis commentakerfi fór í fokk. Það var nú ekkert eðlilegt rugl, ef ég fór á síðuna mína crashaði IE bara...bölvað rugl. Reyndar gerist það sama þegar ég fer á síðuna hans Palla...veit ekki af hverju en veit að það gerist líka hjá Bjarna. Nú ástæðan fyrir myndinni þarna er að þegar ég var í "nestisaðstöðunni" í hlöðunni að borða nestið mitt (takk mamma) þá voru þar 2 gaurar og ein stelpa að tala saman og annar gaurinn var bara stuttklippt útgáfa af gaurnum í miðjunni á myndinni. Leit alveg eins út og hljómaði eins. Minnti mig bara á hvað Lock Stock er mikil snilld. Persónulega fannst mér þessir hass-gaurar einna bestir í myndinni, með alveg skóg af hassplöntum inni hjá sér og samræðurnar þeirra alveg einstaklega djúpar. Þessi mynd spannaði svo Snatch sem er engu minni snilld. Mér hefur gengið helvíti vel að lesa Shogun síðustu daga og er loksins meira en hálfnaður með hana, er á bls 654 og þar með búinn með 58% af henni. Ég flokka hana sem mjög hættulega því þegar maður byrjar að lesa þá getur maður einfaldlega ekki hætt. Mörg kvöldin sem ég hef bara rétt ætlað að glugga í hana en svo 2 tímum seinna þá átta ég mig á því að ég muni verða mjög syfjaður í skólanum...og les svo í klukkutíma í viðbót. Ég er að reyna að vinna eitthvað í bókabunkanum á náttborðinu en þar bíða, fyrir utan Shogun, 6 bækur þess að vera lesnar. Í þeirri röð sem þær verða lesnar: Shogun Memoris Of A Geisha The World of The Shining Prince: Court Life In Ancient Japan Hagakure: The Book Of The Samurai Underground: The Tokyo Gas Attack And The Japanese Psyche Norwegian Wood The Art of War Samfara þessu þarf ég að klára: PC: Knights Of The Old Republic, Baldur's Gate II og Homeworld 2 GameCube: The Legend of Zelda: The Wind Waker, Viewtiful Joe (erfiður djöfull) og F-Zero GX (jafnvel erfiðari djöfull). GBA SP: Metroid Fusion. Wario Ware mun bráðlega bætast í hópinn. Svo er maður víst í háskóla líka. Held ég láti hann ganga fyrir :) Sendi samúðarkveðjur til Davíðs en honum tókst að týna PS2 minniskortinu sínu og þar með saves úr öllum PS2 leikjunum sínum. Tough luck.
 
Wheee komið nýtt kommentakerfi. Miðað við mína heppni þá verður það dautt á innan við mánuði.

þriðjudagur, janúar 13, 2004

 
Kommentakerfið virðist vera endanlega grillað BlogSpeak is currently down because the bastards that host it decided to suspend my account. I do not know as of yet when this situation will be resolved. If you don't want any JavaScript errors on your pages, take the code off for the time being. Thanks for your patience. Þetta er þá í annað skiptið á innan við ári sem ég missi kommentakerfið í eitthvað rugl. FUN!

laugardagur, janúar 10, 2004

 
Nýr linkur Bætti inn link á Binna kallinn. Hann útskrifaðist úr MH á sínum tíma þannig að þið getið búist við miklum skrifum um hljómsveitir sem enginn hefur heyrt um áður nema kannski Kieron Gillen eða álíka sérvitringar. Hljómsveitir eins og Calexico og Mars Volta fá sinn sess hjá honum en ég efast um að margir hafi heyrt um þær. Binni er nú orðinn 26 ára (gamall) en barnið í honum lifir enn því hann spilar tölvuleiki þótt hann sé í sambandi og orðinn pabbi! Ég ætla nú ekkert að fullyrða um hvað hann hefur mikinn tíma fyrir það en konan virðist skilningsrík því ef mér skjátlast ekki þá gaf hún honum GBA SP í afmælisgjöf. Sjálfur á hann svo fínustu PC vél og GameCube að auki þannig að hér er á ferðinni góður maður :) Ef hann les þetta þá má hann fara að skila mér Baldur's Gate 2. Ef fleiri eru að lesa þetta þá megið þið gefa mér pening. Takk.
 
Free Speech? Eiga Bandaríkin ekki að vera "land hinna frjálsu" og fyrirmynd allra annara landa? Greinilega ekki. Ef þetta á að heita frjálsasta land í heimi þá skal ég hundur heita. Frá því Bush jr. tók við forsetaembættinu höfum við orðið vitni að ótrúlegri þróun niður á við. Annað hvort er fólk með Bandaríkjunum eða á móti, þegnar sem dirfast að efast um stefnu stjórnarinnar er stimplað sem "unpatriotic" og jafnvel sem "potential terrorists". Attempts to suppress protesters become more disturbing in light of the Homeland Security Department?s recommendation that local police departments view critics of the war on terrorism as potential terrorists. In a May 2003 terrorist advisory, the Homeland Security Department warned local law enforcement agencies to keep an eye on anyone who ?expressed dislike of attitudes and decisions of the U.S. government.? Svo er þessu landið haldið í stöðugum ótta, endalaust verið að hækka og lækka hryðjuverkaógnina og loka svæðum vegna "information regarding a possible terrorist threat". Þungvopnaðir sérsveitarmenn á hverju strái þar sem fólk safnast saman. Það er verið að reyna að gera fólkið háð stjórninni, sannfæra það um að það sé stöðugt í lífshættu og engir nema stjórnvöld geti verndað þau. Þegar vinsældir bush minnka þá er dregið nýtt spil úr hattinum, eins og að finna loksins Saddam. Ég spái því að rétt fyrir kosningar muni Osama Bin Laden allt í einu finnast og vinsældir Bush í kjölfarið rjúka upp úr öllu valdi og fólkið kjósa yfir sig stjórn ofstækismanna í 4 ár í viðbót. Það verður fróðlegt að sjá hvernig ástandið í USA verður þá. Það er systematískt verið að brjóta niður þá sem dirfast að mótmæla, ríkisvaldið hefur núna fullkomið vald til að njósna um alla (það voru sett lög gegn því 1976 en þau afnumin nú 2002) og þeir allra hörðustu flokka alla sem mótmæla ríkisstjórninni sem hryðjuverkamenn. Með þessu áframhaldi mun enginn þora að mótmæla af ótta við aðgerðir stjórnvalda. Miðað við það sem þessi grein sem ég linka að ofan segir þá myndi ég a.m.k. ekki þora að mótmæla neinu, frekar myndi ég vilja lifa mínu lífi óáreittur...sérstaklega ef ég ætti fjölskyldu. Land hinna frjálsu my ass.

föstudagur, janúar 09, 2004

 
Allir saman nú! Anton er með könnun um "Hver er mest kúl?" og er ég þar ásamt mörgum góðum. Hvet ég nú alla sem vetlingi geta valdið að fara á síðuna og kjósa mig því ég er jú mest kúl!

fimmtudagur, janúar 08, 2004

 
Fólk með of mikinn frítíma Flestir (allavega af þeim sem lesa þetta...sem eru fáir) þekkja Rockstar Games sem fyrirtækið á bakvið Grand Theft Auto leikina eða jafnvel Manhunt...sem er víst einn sjúkasti tölvuleikurinn í dag og mun eflaust afla þeim enn meiri vinsælda. Ég þekkti R* ekki sem neitt annað en fyrirtækið á bakvið GTA en í dag komst ég að því að þeir hafa haldið árlega samkeppni sem nefnist Rockstar Games Upload og 2003 var þriðja árið. Þetta er samkeppni um bestu stuttmyndina, besta DJ mixið, bestu smásöguna og best...ehh..."multimedia". Þar sem maður er jú tengdur í gegnum hinet og þarf ekkert að borga fyrir download þá ákvað ég að tjékka á stuttmyndinni sem vann (30mb) og hún kom mér bara nokkuð á óvart. Greinilega bara einhverjir félagar að fíflast þarna en þetta var bara helvíti vel gert og nokk fyndið á köflum. Stuttmyndin nefnist Skid Marks og þar sem ég er svo góðhjartaður þá henti ég henni upp á heimasvæðið mitt svo þið plebbarnir sem eruð ekki með frítt utanlands gætuð tjékkað á henni. Ég fór nú að forvitnast um hverjir þetta eru sem gerðu stuttmyndina því þeir gefa link á heimasíðu í lok myndbandsins: www.sevenohfive.com. Þessir gaurar eru búnir að vera að gera stuttmyndir í frekar langan tíma, sú fyrsta 1993. Sumar myndirnar þeirra eru alveg helvíti fyndnar og alveg þokkalega vel gerðar, alveg "special effects" og læti. Ef þið eruð með frítt utanlands þá mæli ég a.m.k. með Cop Block og Cop Block 2. Ég á eftir að skoða mikið meira en elsta stöffið þeirra er ekkert spes. Þessir gaurar eru að gera mjög góða hluti í dag og ég er allavega búinn að síðunni þeirra í favourites hjá mér og ætla að fylgjast með henni í framtíðinni :)

miðvikudagur, janúar 07, 2004

 
Yahoo! News - World Photos - Reuters Hehehe þetta er ein besta vírusvörn sem ég hef séð :)

þriðjudagur, janúar 06, 2004

 
Yup, you know it.

föstudagur, janúar 02, 2004

 

fimmtudagur, janúar 01, 2004

 
Þið elskið mig öll Ég er búinn að bæta inn link hér til vinstri á Amazon.co.uk óskalistann minn því ég veit hvað ykkur þykir öllum vænt um mig og eruð stöðugt að leita að einhverju til að gera fyrir mig. Nú þurfið þið ekki lengur að tapa svefni vegna þessara heilabrota heldur getið vaðið beint í óskalistann og keypt handa mér allt sem er á honum! Handhægt, ekki satt?
 

How evil are you?
Jahá..þar hafið þið það.

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?