"Oh, scuzi, mi scuzi"
-Creepy Italian Guy
Sumarið greinilega komið á fullt hjá manni, lítið að gerast nema vinna, éta, skíta og sofa á virkum dögum nema um helgar þá skiptir maður út 'vinna' fyrir 'sjónvarpsgláp'. Annars lifir maður í algjöri óvissu í vinnunni núna, bílstjórinn farinn í sumarfrí og við af honum tók einn óöruggasti varabílstjóri ever. Honum hefur tekist að brjóta nokkuð margar trjágreinar á háum trjám þegar hann bakkar inn þröngar götur í miðbænum og staðir sem venjulega taka 10 mín taka um 20 mín með honum. Hann er líka svo sniðugur að hann skoðar ekkert það sem bílstjórinn skrifaði niður fyrir hann, þ.e. hvar starfsfólkið er sótt eða hvernig miðbæjarsvæðið er tekið heldur treystir hann algjörlega á okkur. Það er ekkert voðalega sniðugt því við erum 3 sumarkrakkar þarna sem rötum ekkert um miðbæinn og svo bara einn vanur gaur.
Allar þessar þröngu götur og gömlu hús í miðbænum eru pretty much alveg eins fyrir mér. Eiginlega bara ógeðslegt svæði með eldgömlum og niðurnýddum húsum. Það mætti koma með myndarlega ísraelska jarðýtu og rústa stórum hluta hans og endurbyggja svo með almennilega fallegum húsum.
Ég ákvað að breyta flugmiðanum mínum þannig að ég flýg út 21. ágúst í stað 23. ágúst. Þá hef ég 2 daga til að hrista af mér flugþreytuna og færa líkamsklukkuna áfram um 9 klukkutíma. Það eina slæma við þetta er að 22. ágúst er "national holiday" þannig að við verðum ekki sóttir þá heldur verðum að finna okkur hótel í einn dag.
Horfði á 2 myndir um helgina, annars vegar
Better Luck Tomorrow og hinsvegar
Eurotrip.
Þá fyrri hafði ég ekkert heyrt um áður en Kiddi var eitthvað spenntur fyrir henni. Mér fannst hún bara nokkuð góð þótt hún byrjaði mjög hægt. Ég fór eftirá að skoða dóma á imdb.com og ég varð nú bara hræddur um að ég væri að skoða vitlausa mynd því dómarnir voru margir frekar neikvæðir.
Seinni myndina horfði ég á með gjörsamlega engar væntingar en (kannski þökk sé því) var hún alveg skrambi fyndin. Það þýðir náttúrulega ekkert að horfa á svona unglinga-vitleysu-myndir með neikvæðu hugarfari ef maður ætlar að skemmta sér yfir þeim.
Að lokum vill ég benda öllum á að skoða bloggið hans
Jóa en hann er staddur í Tælandi núna þar sem hann er tælandi tælenskar dömur uppúr skónum. En svona í alvöru talað þá er hann þar í gegnum IAESTE (veit ekki hvort þetta er rétt skrifað) þar sem hann "vinnur" í einhverjum háskóla en er mestmegnis bara að skemmta sér með hinum krökkunum þarna. Það er alveg feikinóg að gerast hjá honum og hann sparar sig ekkert við skrifin.
Over and out.
The Matrix
Niðrí bæ er 'Þvottahús A. Smith'. Það finnst mér fyndið.
Ég hef líklega horft of oft á The Matrix.
Skítafix
Frá því ég fyrst keypti mér Cambridge 5.1 hátalarasettið mitt hef ég aldrei fengið 5.1 hljóðið til að virka almennilega. Það voru alltaf einhverjir einkennilegir smellir í center hátalaranum og distortions frá helvíti. Var kominn með þá niðurstöðu að annað hvort væri snúran ónýt eða magnarinn í fokki. Lét bara þar við sitja...þangað til fyrir nokkru að ég komst að því að Gummi úr japönskunni á eins hátalarasett og þessi tenging virkar fínt hjá honum. Prufaði að tengja draslið aftur en þessir smellir voru enn til staðar. Náði mér þá í nýja drivera og prufaði að breyta öllum mögulegum stillingum en alltaf voru þessir smellir og truflanir.
Í dag ákvað ég svo að reyna enn einu sinni að tengja þetta því nú er ég kominn með tölvuna inn í bílskúr og hef hana tengda í sjónvarpið og magnarann. Þegar ég spilaði DVD úr tölvunni fékk ég loksins surround hljóðið til að virka rétt gegnum digital din tengið, ræddi þá við Gumma í síma og komst að því að þetta væri ekki stillingin sem hann notar fyrir venjulegt hljóð úr tölvunni. Stillingin sem hann notar skilaði smellum í center hátalarann minn. Ég lagðist þá í meiri pælingar og fór að leita á netinu. Fann tal um digital din plögginn, að hann væri með 3 rendur í stað þessara venjulegu 2 sem stereo plögg eru með. Skoðaði hann sjálfur hjá mér og jújú, 3 rendur. Mundi þá eftir vandamáli með stereo headphones sem ég lenti einhverntíman í, voru í mono hjá mér nema þegar ég togaði plögginn örlítið út en þá kom stereo. Það virkaði í þessu tilfelli líka. Togaði plögginn út um ca 1mm og þá var hljóðið orðið tært og fínt. Yfir 5 ára baráttu við að koma þessu í lag lokið og ég þurfti ekki annað en toga plögginn örlítið út.
Refsarinn!
Fór á
The Punisher í kvöld, fínasta ræma. Þrælfín hasarmynd og sem slík var blessunarlega lítið um rómantík þannig að nei, enginn happy hollywood ending. Flest allt úr myndasögunum var í myndinni, sem er ekkert nema gott því myndasögurnar eru mjög góðar.
Ganondorf er búinn að vera!
Já í gær gerðist sá merkisatburður að ég kláraði Wind Waker. Þar með hef ég afrekað að klára 2 Zelda leiki á minni ævi, annarsvegar Ocarina of Time og svo Wind Waker. Báðir leikirnir eru framúrskarandi góðir og góð dæmi um hvernig á að gera leiki sem draga spilandann inn í veröldina og halda honum þar þangað til hann klárar leikinn. Wind Waker er samt engan vegin fullkominn leikur. Það sem ég saknaði mest var að í Ocarina hafði maður allt Hyrule til að leika sér í, allt landið en ekki einhverjar örfáar eyjar og bara 2 bæi sem báðir eru í smærra lagi. Maður var orðinn örlítið þreyttur á að þurfa að sigla um allt, jafnvel þótt maður gæti aðeins stytt sér leið. Ef maður svo lenti í að þurfa að sigla örstutt á móti vindi þá nenti maður engan vegin að stoppa skipið og spila fjandans lagið til að breyta vindáttinni. Give me my land and horse back! Leikurinn hefði getað orðið miklu flottari með víðáttumiklum landsvæðum eins og í Ocarina.
Annað var svo að hann er í raun allt of léttur. Ég dó ekki nema einu sinni í leiknum en þá hoppaði ég skakkt og datt í logandi hraun, annars rústaði ég hverjum einasta óvini...nema einum. Ég lenti í mesta basli með sjálfan Ganondorf og þurfti að nota 2 fairy (restore ten hearts) , granny-potion (restore your hearts and magic completely) sem dugar tvisvar og svo kláraði ég allan magic-meter til að nota magic armor (invulnerable) en þegar ég náði síðasta högginu átti ég einungis eitt hjarta eftir sem Ganondorf hefði þurkað út með einu höggi. Þrælspennandi alveg.
Lenti í nokkuð spaugilegu í vinnunni í dag. Undir lokin þurfti að labba gegnum þröng "göng" gegnum hús til að komast á bakvið það. Fyrst labbar maður niður tröppur en á eftir þeim kemur um 1m af sléttu en svo hækkar gólfið aðeins með skemmtilegum kanti...sem ég hef rekið tána í í hvert einasta skipti sem ég labba þarna í gegn. Í dag var engin undantekning á þessu en með því að baða út höndunum tókst mér að koma í veg fyrir klaufalegt fall. Á bakvið húsið var svo Jói vinnufélagi minn og ég spurði hann hvort hann hefði nokkuð rekið sig í fjandans kantinn. Benti honum á kantinn og bölvaði. Vorum nokkuð sammála um að hann væri hættulegur andskoti. 2 sek eftir að við snúum okkur við heyrist svo óp úr göngunum og hljóð eins og hrísgrjónapoki hafi dottið í gólfið. Þar var þá komin Guðrún en hún flaug á hausinn eftir að hafa rekið tána í fyrrnefndan kant.
EM í knattspyrnu er svo byrjað. Í gær var alveg stórmerkilegur leikur milli Englendina og Frakka. Merkilegur fyrir þá dramatík sem varð á þeim 3 mín sem var bætt við venjulegan leiktíma en þá tókst Frökkum að breyta stöðunni úr 1-0 fyrir Englandi yfir í 1-2. Englendingar áttu sigur skilinn en Frakkar hefðu getað verið mjög ánægðir með jafntefli og þessi sigur var full mikið. Beckham klúðraði líka víti fyrr í leiknum en ef hann hefði skorað úr því hefði leikurinn líklega verið gulltryggður. Í blálokin fengu Frakkar svo aukaspyrnu á "stórhættulegum stað" og Zidane skoraði glæsilegt mark beint úr henni. Sá sem tæklaði og varð til þess að Frakkar fengu þessa spyrnu er fyrrum leikmaður Liverpool. Markvörður Englendinga var svo mjög illa staðsettur í markinu og var refsað illa fyrir það, einnig fyrrum leikmaður Liverpool. Alveg í lokin á svo leikmaður Englands alveg hræðilega sendingu til baka á markvörðinn, Frakki kemst inn í hana og markvörðurinn neyðist til að tækla hann niður => víti. Sendinguna átti núverandi leikmaður Liverpool. Zidane skoraði af miklu öryggi úr vítinu.
Dóp
Það er ekki nóg með að wind waker sé stórskemmtilegur heldur er hann líka ótrúlega vanabindandi! Ég hef varla getað hætt að spila hann. Söguþráðurinn er orðinn mjög interesting og ég á enn eftir að skoða góðan hluta af sjónum í leit að nýjum eyjum. Besta er að miðað við þau items sem ég er kominn með þá er ég ekki enn hálfnaður með söguþráðinn.
Þegar ég kem heim úr vinnunni fer ég beint í leikinn og spila þangað til ég fer að sofa. Meðan ég er að vinna hlakka ég til að komast heim og spila meira. Maður er orðinn eins og versti fíkill....and I'm loving it!
Ég er hálfpartinn farinn að kvíða fyrir því þegar ég klára wind waker því ég veit ekki hvað getur fyllt í það stóra skarð sem mun myndast. Ég vorkenni þeim leik sem tekur við hjá mér, ekki sjéns að hann geti toppað zelda.
Tekinn í sátt
Fyrstu tveir leikirnir sem ég keypti mér fyrir GameCube vor '
Super Smash Bros. Melee' og '
Legend of Zelda: The Wind Waker'. Með Wind Waker fylgdi svo '
The Legend of Zelda: Ocarina of Time' sem af mörgum er sagður besti leikur sem gerður hefur verið.
Ég byrjaði á að spila Ocarina of Time. Grafíkin í honum er ekkert sérstök en ég komst fljótt yfir það. Í byrjun hafði ég mínar efasemdir um ágæti þessa leiks en um leið og ég var kominn úr byrjunarþorpinu þá hurfu þær. Við tók einhver eftirminnilegasta leikja-upplifun mín. Maður spilaði leikinn hvern einasta dag og oft langt fram á nótt því mann langaði að sjá hvað gerðist næst í þessu magnaða ævintýri. Fáránlega mikið sem maður gat gert í þessu undri.
Um leið og ég kláraði Ocarina of Time byrjaði ég á Wind Waker. Ég var fyrir nokkrum vonbrigðum með hann. Grafíkin fannst mér einum of kjánaleg og barnaleg og náði bara ekki að heilla mig. Nú tæplega ári seinna byrjaði ég aftur á honum og ég skil bara ekki hvað var að mér í fyrra skiptið. Þetta er alveg frábær leikur! Ég hef tekið grafíkina algjörlega í sátt og er bara mjög ánægður með hana og allt art-direction í leiknum. Að vísu er söguþráðurinn so far ekkert rosalega merkilegur og það getur tekið óþarflega langan tíma að sigla yfir sjóinn....en það er aðallega bara því það eru svo margar litlar eyjar þar, fjársjóðsreitir og óvinir þannig að maður getur verið endalaust að leika sér í staðin fyrir að halda áfram að næsta plot-stað.
Það eina sem er í raun að leiknum er að hann er of auðveldur. Eina skiptið sem ég hef dáið var þegar ég misreiknaði stökk og lenti í lava. Ocarina of Time var mun "hættulegri" leikur.
Hvað sem því líður þá er Wind Waker alveg stórskemmtilegur leikur og í þetta skiptið ætla ég að halda út og klára hann.
Smellið á myndirnar fyrir stærri útgáfur
Porsche 911 Turbo
Í gær tókst mér að bjarga gamla 120gb harða disknum sem hvarf þegar aðal harði diskurinn minn crashaði. Frekar dularfullt mál. Reyndar hefði ég getað farið mjög einfalda leið við að fá hann aftur í gang og það án þess að missa neitt af honum en þökk sé vitlausum leiðbeiningum sem ég fékk gegnum dc þá var það besta sem ég gat gert að recovera það sem ég vildi af honum og svo formatta djöbbann. Skildi mig eftir með óhemju mikið af plássi en þegar þetta allt var búið var klukkan nálægt því 2 um nótt. Maður var því ekki sá hressasti í morgun eða seinni part dagsins.
Eitt stóð þó vel uppúr deginum í dag en það er Porsche sem ég sá í stæði við Laufásveg. Hann er víst eign forstjóra Vífilfells en um er að ræða svartan Porsche 911 Turbo. Nokkuð fallegur bíll verð ég að segja en ég skil ekki hvernig hann þorir að skilja hann eftir þarna úti. Nógu mikið af vitleysingum í bænum sem myndu tæplega hika við að skemma hann eitthvað.
Annars er þessi vika óttalegt rugl, 3 daga helgi og þar með alveg drullu mikið í tunnunum. Svo mikið að undir lokin var komið það mikið í bílinn að pressan var ekki að höndla það. Ef löggan sat fyrir bílstjóranum á leiðinni í losun hefur hann fengið dágóða sekt. Reykjavíkurborg að rukka sjálfa sig, frekar heimskulegt. Svo er svo skemmtilegt að þegar við fáum svona frídag þá riðlast allt kerfið og við þurfum að vinna fullan fimmtudag og föstudag. Annars væri maður búinn kl svona 13:00 á fimmtudeginum og 10:00 á föstudeginum. Ég hata frídaga í miðri viku.