Nú er ég búinn að vera að lesa Shogun soldið mjög lengi (fer nú vonandi að klára bráðum) og hef lært hitt og þetta um japanska menningu frá þeim tíma sem sagan á að gerast(um 1500). Eitt af þeim hugtökum sem ég hef lært er "wa", þ.e. "harmony". Það gerist í bókinni að maður fær gistingu með konunni sinni í húsi einnar persónu sögunnar. Um kvöldið drekka karlarnir mikið sake og um nóttina fer gesturinn svo að berja konuna sína því hún vill ekki "þóknast" honum. Þessi læti trufla gestgjafann og alla sem í húsinu eru og er mjög alvarleg móðgun því þar með truflaði gesturinn wa hússins og þar með wa gestgjafans. Þar með er gesturinn í raun réttdræpur en með því að leggjast niður á hnéin með flata lófana í jörðinni og höfuðið alveg við jörðina (eins og sub-human bóndi) og biðjast innilega afsökunar þá slapp hann.
Ég er á því að það eigi að gilda svipað á íslenskum heimilum eða að minnsta kosti á baðherbergjunum. Það er óþolandi að vera truflaður þegar maður er á klósettinu. Maður er kannski búinn að koma sér vel fyrir með bók og orðinn þægilega afslappaður, eða eins og í mínu tilfelli þar sem er útvarp inni á baði þannig að maður getur alltaf verið að hlusta á góða tónlist meðan maður situr í hægðum sínum. Mér finnst ekkert óþægilegra en þegar ég er kannski hálfnaður með "verkin mín" og wa-ið og afslöppunin fullkomin þegar allt í einu er tekið kröftuglega í hurðarhúnin, en þar sem hurðin er læst þá opnast ekki, og síðan bankað hranalega á hurðina. Maður fer algjörlega úr jafnvægi og wa-ið fer út í buskann never to return. Maður þarf allt í einu að drífa sig og verður pirraður á þessum hálfvitum og bölvar því að það sé bara eitt klósett í húsinu. Geta þessir hálfvitar ekki litið á læsinguna og séð að það er rautt og bara beðið. Þetta eru mikilvæg mál sem eiga sér stað á klósettinu, mál sem geta ekki beðið betri tíma og eins og sagt er á ensku: "don't rush things that should not be rushed".
Þótt það sé bara eitt klósett á heimilinu þá er það skömminni skárra en að þurfa að deila baðherbergi með mörgum öðrum í leiguhúsnæði. Ekki gott wa þar.
Maður hefur nú séð margan viðbjóðinn um ævina þökk sé internetinu og mörgum mjög svo sjúkum bíómyndum. Eftir öll þessi ár af sífellt ógeðslegri og ógeðslegri bíómyndum þar sem stöðugt er verið að reyna að gera ógeðið og ofbeldið raunverulegra og viðbjóðslegra... væntanlega til að fullnægja kröfum lýðsins um meiri viðbjóð, þá þarf nú orðið töluvert meira til að maður kippi sér eitthvað upp við það. Ég hafði því engar áhyggjur þegar ég fékk Ichi The Killer lánaða hjá Davíð, hélt að þetta yrði bara örlítið disturbing mynd og myndi ekki sitja neitt sérstaklega eftir í minningunni...þótt Darbó hafi haldið öðru fram. Ohhh how I was wrong.
Ég og Kiddi horfðum á myndina í kvöld en ég nýtti tækifærið til að prufa að tengja úr skjákortinu í sjónvarpið og ég er bara hæstánægður með niðurstöðuna. Ekki er verra að það fylgdi fjarstýring með skjákortinu þannig að ég get stjórnað dvd playback eða notað hana sem mús...þó svo ég búist ekki við að nota þann fídus mikið. Nú varðandi myndina þá held ég að það sé best að vita sem minnst um hana áður en maður sér hana svo hún geti nú komið manni eitthvað á óvart. Nafnið gefur nú til kynna að það sé eitthvað um manndráp í þessari mynd og ég get vottað um að svo er. Coverið gefur til kynna að þetta sé eilítið sjúk mynd. Ég get líka vottað um að svo er. Hún er soldið mikið meira en "eilítið sjúk", meira svona...fucked-up-motherfucker-in-the-house-of-pain sjúk. Þegar ég horfði til baka og ryfjaði upp atriði úr myndinni þá áttaði ég mig enn betur á því hversu sjúk hún er. Ég hef enga löngun til að horfa á hana aftur. Einu sinni er meira en nóg. Samt er þetta alveg drullugóð mynd og ég held að allir sem þora ættu að sjá hana enda mun hún seint líða mönnum úr minni.
Það er allavega ljóst að minn "ógeðs"-þröskuldur hefur hækkað töluvert þannig að það er eins gott að handritshöfundar og leikstjórar fari á næsta level ef eitthvað á að geta látið mér líða illa eftir Ichi The Killer. Jafnvel að maður kíki á aðrar myndir Takashi Miike.
Held ég byrji samt á því að horfa einhver meistaraverka Akira Kurosawa. Fyrsta myndin sem við horfðum á í kvikmyndaáfanganum var Yojimbo og eftir allar þessar hollywood þvælu-myndir sem maður hefur horft á undanfarið þá virkaði hún alveg stórkostlega á mig. Það fer ekkert á milli mála hvaðan Fistful of Dollars sækir innblásturinn en hún kemst ekki í hálfkvist á við Yojimbo. Kvikmyndataka, lýsing, leikmynd, leikur, saga...allt er fullkomið eða því sem næst. Hún hrífur mann frá upphafi og skilur mikið eftir sig...annað en þessar hollywood ræmur. Þótt hún sé svarthvít þá hefur það alls ekki neikvæð áhrif, gerir bara samspil ljóss og skugga enn betra ef eitthvað er.
Næst á dagskrá hjá mér er að horfa á Seven Samurai en ég er búinn að hafa hana í höndunum í nokkur ár án þess að gera nokkurntíman alvöru úr því að horfa á hana. Ég veit lítið sem ekkert um hana og vona að hún komi mér skemmtilega á óvart.
Áramótaheitið mitt um að mæta í hvern einasta tíma og sofa aldrei yfir mig hef ég nú brotið. Ég var reyndar alveg fökkt up í hausnum í gær, var handviss um að það væri þriðjudagur og í dag hefur mér fundist vera miðvikudagur. Ég afrekaði það a.m.k. að sofa hressilega yfir mig í morgun og missti af báðum málnotkunartímunum. Útvarpsvekjarinn fór pottþétt í gang því mig dreymdi Sigurjón Kjartansson, Dr. Gunna og geimverur í þokkabót. Þeir hafa bara ekki talað nógu hátt til að vekja mig því eftir hálftíma þá slekkur vekjarinn sjálfkrafa á sér. Maður var nú líka svo vitlaus að vaka fram eftir öllu í gær við að spila Metroid Fusion og lesa Shogun. Notaði líka sem afsökun að batteríið í leikjastráknum var alveg að verða búið og ég yrði nú að klára það...tæki varla langan tíma. Tók klukkutíma og ég komst í þokkabót ekkert áfram í Fusion, alveg fastur. Svo ætlaði ég rétt að kíkja í Shogun...yeah...kláraði bara heilan kafla.
Maður mætti nú gallvaskur (vaskur sem gall?) í ritunartímann þar sem mér tókst að klúðra kanji fyrir "hundrað" á alveg kostulegan hátt. Gerði tvær línur inni í kassanum eins og í tákninu fyrir horfa/sjá/sýna. Veit nú ekki hvað útkoman mín þýðir, vonandi ekkert dónalegt.
Annars er nóg að gera í náminu núna, hvort sem þið trúið því eða ekki. Aðal workloadið er útaf bókmenntaáfanganum en maður þarf basically að lesa eina bók á viku, starting next week. Svo þarf maður líka að kaupa fjandans bækurnar. Held það væri ekkert vitlaust að rotta sig nokkur saman og panta frá USA meðan dollarinn er svona lágur. Er annars að lesa úr Tale of Genji núna sem er btw fyrsta skáldsaga heimsins. Okkur en hent inn í miðja bókina og eigum að lesa þar 10 kafla. Ég er búinn með einn kafla og so far er þetta ekkert sérstaklega skemmtileg bók, það eina sem ég hef gaman að er að lesa um hvernig lifnaðarhættirnir voru á þessum tíma, töluvert siðmenntaðri en Evrópubúar á sama tíma. Hundleiðinleg saga samt, allavega so far. Kannski eiga augu mín eftir að opnast fyrir snilld hennar þegar ég kemst lengra en ég efast um það.
Er ég sá eini sem hefur tekið eftir því hvað Lara Flynn Boyle og Michael Jackson eru grunsamlega lík? Gætu eflaust skipt á hlutverkum og enginn myndi taka eftir því.
Annars athyglisvert að Jackson segist bara hafa farið í eina (eða áttu þær að vera 2) aðgerðir á nefi og hún átti að vera til að hjálpa honum að anda. Ég sé ekki betur en nasirnar á honum séu 2 pínulitlir þríhyrningar og í viðtölum við hann þá hljómar röddin eins og hann sé kelling sem getur ómögulega andað í gegnum nefið. Hrikalegt að sjá kallinn. Svo held ég líka að hann hafi farið í örlítið fleiri aðgerðir en þetta. Hann hefur jú breyst úr ungum svörtum karlmanni í hvíta, miðaldra, ljóta, half-alien kellingu. Gott múv hjá honum.
Nú er orðið langt síðan ég skrifaði eitthvað hérna. Býst nú ekki við að það skipti nokkru máli. Hætti að skrifa þegar þetta helvítis commentakerfi fór í fokk. Það var nú ekkert eðlilegt rugl, ef ég fór á síðuna mína crashaði IE bara...bölvað rugl. Reyndar gerist það sama þegar ég fer á síðuna hans Palla...veit ekki af hverju en veit að það gerist líka hjá Bjarna. Nú ástæðan fyrir myndinni þarna er að þegar ég var í "nestisaðstöðunni" í hlöðunni að borða nestið mitt (takk mamma) þá voru þar 2 gaurar og ein stelpa að tala saman og annar gaurinn var bara stuttklippt útgáfa af gaurnum í miðjunni á myndinni. Leit alveg eins út og hljómaði eins. Minnti mig bara á hvað Lock Stock er mikil snilld. Persónulega fannst mér þessir hass-gaurar einna bestir í myndinni, með alveg skóg af hassplöntum inni hjá sér og samræðurnar þeirra alveg einstaklega djúpar. Þessi mynd spannaði svo Snatch sem er engu minni snilld.
Mér hefur gengið helvíti vel að lesa Shogun síðustu daga og er loksins meira en hálfnaður með hana, er á bls 654 og þar með búinn með 58% af henni. Ég flokka hana sem mjög hættulega því þegar maður byrjar að lesa þá getur maður einfaldlega ekki hætt. Mörg kvöldin sem ég hef bara rétt ætlað að glugga í hana en svo 2 tímum seinna þá átta ég mig á því að ég muni verða mjög syfjaður í skólanum...og les svo í klukkutíma í viðbót. Ég er að reyna að vinna eitthvað í bókabunkanum á náttborðinu en þar bíða, fyrir utan Shogun, 6 bækur þess að vera lesnar. Í þeirri röð sem þær verða lesnar:
Shogun
Memoris Of A Geisha
The World of The Shining Prince: Court Life In Ancient Japan
Hagakure: The Book Of The Samurai
Underground: The Tokyo Gas Attack And The Japanese Psyche
Norwegian Wood
The Art of War
Samfara þessu þarf ég að klára:
PC: Knights Of The Old Republic, Baldur's Gate II og Homeworld 2
GameCube: The Legend of Zelda: The Wind Waker, Viewtiful Joe (erfiður djöfull) og F-Zero GX (jafnvel erfiðari djöfull).
GBA SP: Metroid Fusion. Wario Ware mun bráðlega bætast í hópinn.
Svo er maður víst í háskóla líka. Held ég láti hann ganga fyrir :)
Sendi samúðarkveðjur til Davíðs en honum tókst að týna PS2 minniskortinu sínu og þar með saves úr öllum PS2 leikjunum sínum. Tough luck.
Eiga Bandaríkin ekki að vera "land hinna frjálsu" og fyrirmynd allra annara landa? Greinilega ekki. Ef þetta á að heita frjálsasta land í heimi þá skal ég hundur heita. Frá því Bush jr. tók við forsetaembættinu höfum við orðið vitni að ótrúlegri þróun niður á við. Annað hvort er fólk með Bandaríkjunum eða á móti, þegnar sem dirfast að efast um stefnu stjórnarinnar er stimplað sem "unpatriotic" og jafnvel sem "potential terrorists".
Attempts to suppress protesters become more disturbing in light of the Homeland Security Department?s recommendation that local police departments view critics of the war on terrorism as potential terrorists. In a May 2003 terrorist advisory, the Homeland Security Department warned local law enforcement agencies to keep an eye on anyone who ?expressed dislike of attitudes and decisions of the U.S. government.?
Svo er þessu landið haldið í stöðugum ótta, endalaust verið að hækka og lækka hryðjuverkaógnina og loka svæðum vegna "information regarding a possible terrorist threat". Þungvopnaðir sérsveitarmenn á hverju strái þar sem fólk safnast saman. Það er verið að reyna að gera fólkið háð stjórninni, sannfæra það um að það sé stöðugt í lífshættu og engir nema stjórnvöld geti verndað þau. Þegar vinsældir bush minnka þá er dregið nýtt spil úr hattinum, eins og að finna loksins Saddam. Ég spái því að rétt fyrir kosningar muni Osama Bin Laden allt í einu finnast og vinsældir Bush í kjölfarið rjúka upp úr öllu valdi og fólkið kjósa yfir sig stjórn ofstækismanna í 4 ár í viðbót. Það verður fróðlegt að sjá hvernig ástandið í USA verður þá.
Það er systematískt verið að brjóta niður þá sem dirfast að mótmæla, ríkisvaldið hefur núna fullkomið vald til að njósna um alla (það voru sett lög gegn því 1976 en þau afnumin nú 2002) og þeir allra hörðustu flokka alla sem mótmæla ríkisstjórninni sem hryðjuverkamenn. Með þessu áframhaldi mun enginn þora að mótmæla af ótta við aðgerðir stjórnvalda. Miðað við það sem þessi grein sem ég linka að ofan segir þá myndi ég a.m.k. ekki þora að mótmæla neinu, frekar myndi ég vilja lifa mínu lífi óáreittur...sérstaklega ef ég ætti fjölskyldu.
Land hinna frjálsu my ass.
Flestir (allavega af þeim sem lesa þetta...sem eru fáir) þekkja Rockstar Games sem fyrirtækið á bakvið Grand Theft Auto leikina eða jafnvel Manhunt...sem er víst einn sjúkasti tölvuleikurinn í dag og mun eflaust afla þeim enn meiri vinsælda. Ég þekkti R* ekki sem neitt annað en fyrirtækið á bakvið GTA en í dag komst ég að því að þeir hafa haldið árlega samkeppni sem nefnist Rockstar Games Upload og 2003 var þriðja árið. Þetta er samkeppni um bestu stuttmyndina, besta DJ mixið, bestu smásöguna og best...ehh..."multimedia". Þar sem maður er jú tengdur í gegnum hinet og þarf ekkert að borga fyrir download þá ákvað ég að tjékka á stuttmyndinni sem vann (30mb) og hún kom mér bara nokkuð á óvart. Greinilega bara einhverjir félagar að fíflast þarna en þetta var bara helvíti vel gert og nokk fyndið á köflum. Stuttmyndin nefnist Skid Marks og þar sem ég er svo góðhjartaður þá henti ég henni upp á heimasvæðið mitt svo þið plebbarnir sem eruð ekki með frítt utanlands gætuð tjékkað á henni.
Ég fór nú að forvitnast um hverjir þetta eru sem gerðu stuttmyndina því þeir gefa link á heimasíðu í lok myndbandsins: www.sevenohfive.com. Þessir gaurar eru búnir að vera að gera stuttmyndir í frekar langan tíma, sú fyrsta 1993. Sumar myndirnar þeirra eru alveg helvíti fyndnar og alveg þokkalega vel gerðar, alveg "special effects" og læti. Ef þið eruð með frítt utanlands þá mæli ég a.m.k. með Cop Block og Cop Block 2. Ég á eftir að skoða mikið meira en elsta stöffið þeirra er ekkert spes. Þessir gaurar eru að gera mjög góða hluti í dag og ég er allavega búinn að síðunni þeirra í favourites hjá mér og ætla að fylgjast með henni í framtíðinni :)


maí 2002 júní 2002 júlí 2002 nóvember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 september 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 nóvember 2005 janúar 2006