Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

sunnudagur, nóvember 30, 2003

 
Eins og á föstudaginn var laugardagurinn notaður í að spila tölvuleiki...og það meiraðsegja sömu leiki og á föstudaginn. Núna vorum það ég, Eiður, Bjarni og Palli sem spiluðum. As usual þá tók Palli oftast (hann er nú aðeins farinn að skána) síðasta sætið í Mario Kart og í co-op dominate-uðum ég og Eiður, leikar fóru 11-0 fyrir okkur. Þegar staðan var 7-0 ögraði ég þeim með því að segja að við Eiður myndum örugglega ná 10-0. Þegar staðan var 9-0 fórum við í Yoshi Ciricut, Eiður keyrði meðan ég manageaði items. Alveg undir lokin voru Bjarni og Palli á undan, í næst síðustu beygjunni fengum við kassa og meðan hann rúllaði í gegn ýtti ég bara á fullu á skot-takkann í þeirri von að það sem við fengjum væri gott...og við fengum bláa skjaldböku sem flaug af stað og sprengdi þá alveg við endamarkið og við Eiður rétt náðum að vinna :) Það fylgdu þessu mikil öskur og ég var svo heppinn að sitja við hliðina á Bjarna sem sló mig hressilega í öxlina. Þýðir ekkert að vera tapsár, ég og Eiður vorum bara MIKLU BETRI! BWAHAHAHA Rennir stoðum undir kenninguna um að sá sem er með Palla í liði tapar alltaf. Monkey Golf partyleikurinn nýtur aukinna vinsælda hjá okkur og það verður að játast hér með að ég tapaði fyrir Palla í honum. Það var hörð barátta um fyrsta sætið milli Bjarna og Palla meðan ég og Eiður vorum bara að dútlast í neðstu sætunum, yfirleitt 10 höggum á eftir þeim. Ég man nú ekki alveg hver vann golfið en mig minnir að það hafi verið Palli. Hann verður að fá að vinna einhverntíman.

laugardagur, nóvember 29, 2003

 
Það var tekið vel sveitt tölvuleikja-session í gær. Þetta var seinasti sjéns fyrir prófin til að taka feitt kæruleysi, a.m.k. fyrir Jóa og Kidda því þeir þurfa að læra massíft fyrir prófin. Ég á sjálfur eina vísindaferð eftir :) Að sjálfsögðu var notaður 'The Happy Place' sem er bílskúrinn hjá mér. Mættir voru: Ég, Kiddi, Jói og Hjálmar. Spilað var: Mario Kart: Double Dash, SSX 3 og F-Zero GX Frá: 19:30 - 00:30, 5 klukkutímar. Jói kom nú ekki fyrr en um kl 9 en fram að því var hatrömm barátta í Mario Kart. Því meira sem maður spilar þennan leik því meiri snilld finnst manni hann vera. Í þetta skiptið gerði Kiddi sér lítið fyrir og púllaði Pallann með því að einoka síðasta sætið. Kiddi var í þokkabót með player 1 pinnann og krafðist alltaf rematch eftir hvert tap þangað til hann myndi lenda í einhverju öðru en síðasta sæti. Sumar brautirnar voru því spilaðar MJÖG oft í röð :) Við prufðum síðan co-op þar sem Kiddi og Hjámar voru saman á móti mér. Það var mjög jöfn barátta og helvíti skemmtilegt í þokkabót. Loksins þegar Jói kom gátum við tekið 2vs2 í honum þar sem ég og Jói vorum á móti Hjálmari og Kidda. Jói átti í töluverðum byrjunarerfiðleikum með að keyra en um leið og hann komst upp á lagið með það varð baráttan rosaleg. Menn öskruðu og blótuðu hvor öðrum í sand og ösku, Kiddi var alltaf á sætisbrúninni og stundum titraði hann af spenningi. Það er mjög eftirminnilegt þegar við kepptum í Yoshi brautinni (flóknasta brautin) þegar sem ég og Jói höfðum forystuna allan tíman þangað til í blálokin að mannætublóm nartaði í okkur og svo lenti rauð skjaldbaka frá H+K í okkur þannig að þeir rétt skriðu fram úr okkur og unnu. Þegar þeir tóku framúr var Kiddi á sætisbrúninni og kastaði sér aftur í sætið og hló vægast sagt tryllingslega...minnti á vonda norn úr disney mynd. Jói kom með SSX 3 og verður að segjast að það er alveg ótrúlega fallegur og skemmtilegur leikur. Það er samt ekki hægt að fara í 4-player í honum þannig að við urðum að láta 2-player duga. Það er hægt að fara í race og trick-challenge í honum en það skipti engu máli hvað við fórum í, Kiddi eignaði sér jafnan síðasta sætið :) Jói kunni auðvitað temmilega vel á leikinn og vann nokkuð auðveldlega allt sem hann keppti í við okkur hina. SSX 3 er, eins og áður sagði, mjög skemmtilegur og mig langar enn meira í hann núna en áður. Ég var soldið efins með controls en maður var enga stund að venjast þeim. Auðvitað er það ekki eins þægilegt og með PS2 pinnann, enda var fyrsti SSX leikurinn hannaður með hann í huga. Maður fær þennan leik einhverntíman lánaðan hjá Jóanum ;) Nú síðastan spiluðum við F-Zero GX, hraðasta kappakstursleik í heimi. Ein og með Mario Kart tók það Jóa nokkurn tíma að venjast controls en síðan varð hann helvíti öflugur. Kiddi hefur nú temmilega skillz í F-Zero þannig að hann gat ekki einokað síðasta sætið í þetta skiptið. F-Zero er með skemmtilegri 4-Player leikjum sem ég hef spilað, spennan undir lokin getur verið rosaleg og þessar sekúndur frá því menn koma í mark og þar til úrslitin sjást geta verið mjög sveittar. Verst að maður er ekki með widescreen sjónvarp því þá myndi hann njóta sín mun betur, 4-player split screen á venjulegu sjónvarpi er frekar smátt. Maður bíður bara eftir því að Tryggvi komi aftur á klakann með sjónvarpið sitt svo við getum misnotað það. Eftir alla þessa spilun var maður orðinn ótrúlega þreyttur. Það tekur á að spila þetta því maður þarf að einbeita sér 110% og adrenalínið flæðir óspart. Ég var að minnsta kosti frekar þreyttur í hausnum og augun voru farin að mótmæla. Þetta verður endurtekið eftir prófin.

föstudagur, nóvember 28, 2003

 
Búinn að skipta "prettyprettypretty" videoinu út fyrir endurbætta DivX útgáfu. Miklu skýrari mynd í því en QuickTime draslinu. Hægt að nálgast það hér, divx505-FFCC_trailer1.avi.
 
Upplestrarfrí! Já nú er ég næstum kominn í upplestrarfrí, þarf bara að mæta í einn tíma á föstudaginn því það féll niður tími í síðustu viku en annars væri ég kominn í frí. Venjulega eru engir tímar á föstudögum sem er mjög sweet :) Fyrsta prófið er svo 3. des...kannski maður geri smá breytingu á lærdómsstrategíu síðustu ára og byrji snemma að læra og eigi í staðin kvöldin frí. Venjulega hefur maður byrjað allt of seint og lært langt fram á kvöld...sem er badsjitt. Svo er vísindaferð í Ölgerðina 5. des en úr henni verður farið í keilu...það verður eitthvað skrautlegt..allir pissfullir.

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

 
Tekið af mbl.is Nokkuð hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu í gær og í dag. Þá nota margir tækifærið og fara í snjókast og það gerðu nemendur Menntaskólans í Reykjavík í dag. Svo óheppilega vildi til að einn þeirra, sem var að flýja undan snjóbolta, hljóp á ljósastaur og rotaðist. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar Segir þetta ekki margt um MR og þá sem ganga í þann skóla? :)
 
Geðveiki Ég hef alveg temmilega gaman af tölvuleikjum og á þá nokkra...þó ekki eins marga og þessi manneskja hérna! Þetta er í þokkabót íslensk stelpa! Sumt fólk á greinilega meira af peningum og tíma en við hin. Verðgildið er líka fáránlegt, $10,524.72 miðað við "available games". Miðað við núgildi dollarans eru þetta litlar 797.563kr...sem er eiginlega of ótrúlegt til að geta verið satt. Það er hægt að gera margt fyrir 800þús, að kaupa tölvuleiki fyrir alla þá upphæð er ekki eitthvað sem ég myndi gera.
 
Hvað er málið!? Byrjað að snjóa á fullu! Var svo ekki í stuði til að MOKA snjónum af bílnum í morgun, helvítis djöfull. Svo var svo skítkalt að maður skalf af kulda mestan hluta leiðarinnar í skólann. Hvetur mann ekki beinlínis til að fara á fætur eldsnemma og út í skítakulda að skafa bílinn og þurfa svo að sitja í traffík dauðans í 20mín. Ég er að hugsa um að stofna samtökin "Ísland snjólaust 2004", who's with me?

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

 
Hægðarleikur Það sem fer hér á eftir er ekki fyrir viðkvæma. Viðkvæmir teljast þeir sem t.d. geta ekki afborið fiskilykt eða þeir sem líta undan þegar varað er við myndum í fréttatímanum. Ég var rosalega duglegur í morgun og mætti snemma á Þjóðarbókhlöðuna og fór að læra. Þegar ég var tilturlega nýkominn þá fann ég til mikils verkjar í kviðnum....annað hvort var ég að verða magaveikur eða einhver feitur skítur var að reyna finna sér leið út. Ég skellti mér því hið snarasta á eitt hinna ótrúlega geðslegu klósetta hlöðunnar og eftir að hafa fullvissað mig um að setan væri fullkomlega sótthreinsuð og lagt klósettpappír haglega á hana settist ég niður og byrjaði sálfræðilegan undirbúning. Að lokum tók ég með annari hendinni í vaskinn en studdi með hinni á vinstra hné og bjó mig undir það versta, enda var magaverkurinn svakalegur. Fyrsta atrenna tók nú ekki langan tíma því strax rann mjúklega út þessi líka rosalegi hlunkur. Því miður var ég ekki með myndavél því þá gæti ég deilt honum með ykkur hérna. Ég gaf þessum hlunki nafnið Jörgen. Jörgen gaf mér soldið annað, mjög svo sterka lykt. Ég get sagt það með nokkurri vissu að verri fnyk hef ég aldrei á ævinni fundið og þó hef ég unnið í ruslinu síðustu 3 sumur þar sem lyktarskynið varð oft fyrir hryðjuverkaárásum úr ruslatunnum. Þetta var verra en allt. Ég fékk mikla köfnunartilfinningu og fannst eins og eitthvað væri að éta sér leið gegnum slímhúðina í nefinu. Tilfinningin sem fylgdi þessu var hreint ekki góð, mér leið eins og ég væri að kafna og það að reyna að anda með munninum gerði ekkert gagn...er ekki frá því að ég hafi bara fundið bragðið af ógeðinu í staðin. Ég reyndi að nota ermina sem filter en það gerði ekkert gagn... Ég spurði Jörgen hvern fjandann ég hefði borðað en hann sagðist fyrr mundi deyja en segja mér það og öskraði svo eitthvað um heilagt stríð og sýklavopn. Ég beitti því water-torture á hann sem virkaði ekki vel en hann fór þó niður við annað sturt. Síðustu orð hans voru "þetta er rétt að byrja..." Og það var alveg greinilegt að baráttan var ekki búin því greinilega vildu garnirar á mér losa sig við meiri viðbjóð, Jörgen junior vildi komast út. Ég gerði ekki miklar tilraunir til að stoppa hann enda var maður varla með rænu þarna inni. Jörgen jr. var töluvert minni en Jörgen eldri en það var greinilegt að þeir geymdu það "besta" þar til síðast því hann lyktaði mun verr en Jörgen eldri. Fyrir var alveg rosaleg fíla inni hjá mér sem mér hafði þó nokkurnvegin tekist að venjast en þarna gaus upp eitthvað enn myrkara og dularfyllra. Ég táraðist og fann að ælan var ekki langt undan. Það var líka greinilegt að lyktin var farin að komast út fyrir klefann því ég heyrði einhvern koma inn í ganginn og gefa frá sér hátt *ÚFF!* og strunsa út aftur. Á þessum tímapunkti ákvað ég að það væri komið nóg enda var ég hræddur um að það færi bráðlega að líða yfir mig. Jörgen jr. vildi ekki gefa neitt upp þannig að hann fór niður. Eftir reglubundna hreinsun handa þá kjagaði ég út eins og mér hefði verið hópnauðgað í endaþarminn og vonaði að enginn myndi koma auga á mig, fara svo á klósettið og leggja saman 2 og 2. Sem betur fer var þetta mjög snemma og því fáir á hlöðunni. Ég finn til með þeim sem fór næst þangað inn því ég lokaði hurðinni til að vera viss um að lyktin myndi haldast sem lengst. Ég er ekki kallaður 'Prince of Darkness' fyrir ekki neitt.

mánudagur, nóvember 24, 2003

 
update: átti víst að bæta því við að Bjarni "ownaði" í monkey-golf. Ég kalla það hinsvegar að slefast í fyrsta sætið. Eins og í öllum öðrum leikjum saug Palli feitan og það tók actually lengri tíma fyrir hann að fatta hvernig ætti að slá boltanum heldur en það tók litla bróður minn. Nú þarf Bjarni bara að kaupa sér ákveðin tennis leik í xboxið og svo links :) Ég gerðist svo grófur að horfa á Lord of The Rings: The Two Towers extended edition á föstudaginn. Ég, Kiddi og Hjálmar komum okkur helvíti vel fyrir í bílskúrnum og horfðum á þessa tæplega 4 klukkutíma löngu mynd. Þetta voru 4 góðir klukkutímar því myndin er alveg helvíti góð og þessar auka 40 mín bæta myndina meira en ég bjóst við. Mæli hiklaust með henni við hvern þann sem hefur þolið í að sitja svona lengi. Við tókum okkur að vísu sjoppu-hlé eftir fyrri diskinn og röltum í 10/11 sem hressti mann vel við. Stólarnir eru samt svo þægilegir og góðir við afturendann á manni að það er ekki hægt að kvarta yfir þeim. Það er nú ekki nóg með að maður hafi bara horft á TTT á föstudaginn, nei heldur betur ekki! Keyptum okkur early jólagjöf í formi Mario Kart: Double Dash!! Ég var fyrst mjög efins um ágæti hans eftir að hafa lesið reviewið hjá IGN en svo las ég fullt af öðrum mjög jákvæðum umfjöllunum um hann og sannfærðist að lokum um að hann hlyti að vera snilld. Ég nennti ekki að panta hann frá Amazon.co.uk og ég hafði heyrt af 20% afsláttarkorti hjá Bræðrunum Ormsson sem eru (því miður) umboðsaðilar Nintendo á Íslandi (fengu umboðið víst með einhverju fyrirtæki sem þeir keyptu). Ég fékk afsláttarkortið og í framhaldi af því MK:DD!! á litlar 4.800kr sem er töluvert ódýrara en í BT þar sem þeir krefjast handleggjar og fótar fyrir. Laugardagskvöldið fór s.s. í maraþonspilun á Mario Kart þar sem ég, Eiður, Bjarni og Palli áttumst við í blóðugum brautunum. Fyrst prufuðum við þetta klassíska, allir á móti öllum kappakstur. Það var helvíti skemmtilegt þótt við kunnum ekki neitt á brautirnar og gluggarnir væru helst til litlir. Við spiluðum þetta alveg helvíti lengi og það varð nokkuð ljóst frá upphafi að Palli ætlaði að halda fast í síðasta sætið því hann náði því í 99% tilvika. Við prufuðum síðan öll battle modes sem reyndust hálfpartinn of chaotic en eftir að hafa prufað þau með báðum bræðrum mínum í dag verð ég að segja að þau eru mikil snilld. Að lokum prufðum við svo co-op race þar sem tveir og tveir spila saman. Þá sér annar um að keyra og slida meðan hinn sér um að kasta items, koma af stað bústi meðan driverinn slidar og svo getur hann sparkað í hinn bílinn ef hann er nógu nálægt. Þetta var það lang skemmtilegasta og varð til þess að við hættum ekki fyrr en 2:40. Plön Bjarna um að vakna snemma og læra voru úr sögunni. Einnig var það officially sannað að í monkey tennis í Super Monkey Ball 2 tapar alltaf sá sem er með Palla í liði. Nú svo fór ég áðan að sjá Finding Nemo með Kidda, ágætis mynd en fyrst og fremst fjölskyldumynd. Alveg hægt að hlægja að sumu en lokaatriðið var of væmið til að orð fái því lýst.

föstudagur, nóvember 21, 2003

 
Ég er orðinn ástfanginn Update: linkur á Penny Arcade comicið um FF:CC hér og meðfylgjandi rant. Ég er orðinn innilega ástfanginn af Final Fantasy: Crystal Chronicles. Þessi leikur er bara svo yndislega fallegur að maður getur ekki annað en elskað hann. Miðað við þau review sem ég hef lesið lofar spilun líka mjög góðu. Sérstaklega fóru Penny Arcade fögrum orðum um multiplayer spilunina sem flestir höfðu fyrirfram afskrifað sem "cheap gimmick" því hver og einn þarf að hafa GBA. Ég sjálfur afskrifaði þennan leik um leið og ég heyrði að maður yrði að eiga GBA/GBA SP en eftir að hafa lesið umfjallanir um multiplayer hlutann, sérstaklega þá frá Penny Arcade, þá er ég mjög líklegur til að kaupa mér GBA SP þegar FF:CC kemur í búðir. Þar með yrði ég að éta ofan í mig allt böggið mitt gegn GBA eigendum í Japönskudeildinni...ég hef gert óspart grín að þeim fyrir að eiga þetta smábarnaleikfang. En án GBA er ekki hægt að njóta leiksins "as it was meant to", þ.e. sem 4-player leiks. Ég er búinn að misnota insiders accountinn minn hjá IGN alveg í tætlur að ná í video og screenshot úr leiknum og ákvað að það væri þessi virði að uploda nokkrum á heimasvæðið mitt. Þau er hægt að nálgast hérna.
 
Tölvuleikir eru verkfæri djöfulsins! And, this is largely what some well-known video games do. Make victims into something much less than human. They are killed. Their heads are cut off and blood spurts from their necks. The dead bodies are kicked and urinated on. The killer laughs at them and makes crude sexual comments. Sex and violence weave into deadly behaviors, over and over. It is worth stating again. Every time a youngster plays one of these games, parents, they are in simulation. They practice self-talk, saying things to dehumanize their victims. They practicing laughing at others' pain and justifying murder. The use words to humiliate others and see how dehumanizing acts feel. Þetta er ótrúlegt! Ég vissi ekki að tölvuleikir væru svona hættulegir! Ég ætla strax að henda öllum tölvuleikjum sem ég á og brenna GameCube tölvuna því þetta eru allt VERKFÆRI DJÖFULSINS!!! Ef ég held áfram að spila F-Zero þá gæti ég bara snappað og farið að drepa fólk! Það skal sko enginn nálægt mér fá að spila neina helvítis tölvuleiki. Þeir sem spila þá eru að þjóna djöflinum af fúsum og frjálsum vilja og plotta eflaust að drepa okkur öll! Hugur minn hefur opnast en ég veit ekki með ykkur lesendur góðir. Mín skoðun sú að alla tölvuleiki skuli banna og það STRAX!

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

 
skemmtunar miðstöð Ég er búinn að koma mér upp temmilegum entertainment center í bílskúrnum (kominn tími til að nota þetta svæði í eitthvað af viti). Þegar ég fékk F-Zero þá ákvað ég að við yrðum að geta tekið 4-player í honum en það hefði ekki verið möguleiki í mínu litla herbergi sem súrefnislega ræður ekki við fleiri en 1 og gólfpláss leyfir ekki fleiri en 3. Möguleikarnir voru því sjónvarpið frammi eða bílskúrinn. Það hefði aldrei verið möguleiki á að fá sjónvarpið frammi þannig að ég fór með sjónvarpið mitt inn í bílskúr og tengdi GameCube vélina þar. Mér leist nú ekkert á hátalarana í sjónvarpinu þannig að ég náði í Creative dolby 5.1 hljóðkerfið mitt og flutti í bílskúrinn. Þarna var ég kominn með hið príðilegasta setup til að leika mér í tölvuleikjum. Því miður supportar GameCube ekki almennilega 5.1 audio (er bara með RCA tengi þannig að maður var að nota Stereo Surround) en það gera hinsvegar DVD myndir þannig að ég fékk spilarann lánaðan inn í bílskúr. Ég var samt bara með RCA Left/Right audio úr spilaranum þegar ég horfði á Lord of The Rings og ég sé mjög eftir því núna því ég keypti mér Coaxial snúru til að flytja dolby merkið yfir í magnarann og munurinn á hljómgæðum er ótrúlegur. Þarna eyðir maður kvöldunum í spilun góðra leikja eða góðar dvd myndir. Aðallega Viewtiful Joe og F-Zero. Ég er líka búinn að kaupa mér WaveBird sem er þráðlaus stýripinni fyrir GameCube og ég verð að segja að hann er snilld. Ótrúlega léttur og batteríið í honum endist mjög lengi (Jói er ekki enn búinn að skipta um hjá sér). Það eina sem vantar í hann er ruble featureið. Hérna er svo mynd af allri snilldinni. Svo á föstudaginn munum ég og Kiddi horfa á LOTR:TTT extended edition á föstudaginn, þá verður kerfið formlega vígt.

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

 
Nýtt comment-kerfi Ég gafst endanlega upp á þessu enetation draslið eða hvað það nú hét. Það var endanlega hætt að virka. Fékk mér nýtt frá BlogSpeak og það actually virkar. Vei. Ætli hitt hafi ekki hrunið vegna gífurlegrar aðsóknar í þessa síðu...ég held það.
 
loksins loksins loksins Loksins er ég laus við helvítis teinana! Ég veit ekki hvað ég er búinn að vera lengi með þá, a.m.k. lengur en allir sem ég þekki og lengur en allir sem ég þekki þekkja. Ég losnaði reyndar við þá af efri framtönnunum í mars á þessu ári en loks núna var restin tekin. Aðferðin sem þessir sadistar, a.k.a. tannlæknar, nota er að taka kubbana af með töng og síðan slípa límið af tönnunum af með einhverskonar slípi-bor-thingy. Þetta orsakaði hjá mér alveg ógeðslegan hroll og þar sem tannholdið hafði vaxið yfir suma partana af líminu þá var það bara "slípað" burt. Það var nú ekkert slæmt en þegar hann var að vinna í tannholdinu sem tengist í fucked-up taugina í kjaftinum á mér þá var tilfinningin eins og hann væri að nudda sandpappír yfir alla neðri vörina og hökuna...gríðarlega hressandi. En þetta er loksins farið, w00t w00t!
 
Eitthvað rugl í gangi með commentakerfið, það telur alveg bandvitlaust commentin og er almennt bara böggað. Mælir einhver með öðru kommentakerfi?

mánudagur, nóvember 17, 2003

 
Besta kvöld ævi minnar Það var vísindaferð hjá Japönskudeildinni á föstudaginn. Þetta var ein sú allra besta vísindaferð sem ég hef nokkurntíman mætt í. Þetta byrjaði nógu sakleysislega, við mættum í Ámuna kl 18:30 þar sem tók á móti okkur nokkuð hress gaur, við skulum kalla hann Sigga, sem var að hella víni í glös fyrir okkur. Ég veit ekkert hvaða tegundir af víni þetta voru enda skiptir það engu máli, þetta var rauðleitt sull sem bragðaðist sæmilega ef maður drakk það nógu fjandi hratt og svo annað gult sem var hræðilega súrt. Ég hafði nú heyrt frá Bjarna að Ámu-menn létu fólkið heldur betur drekka nóg þannig að ég bjóst við hinu versta en á þessum tímapunkti var ég kominn á þá skoðun að Bjarni væri ekki í lagi. Hvar var bjórinn!!? Siggi leiddi okkur svo eins og kindur yfir í búðina þar sem hann fræddi okkur um hvað maður þyrfti til að brugga vín og hvað það tæki langan tíma o.s.frv. Fræddi okkur líka um hvernig maður bruggaði bjór...efast um að ég muni nokkurntíman nenna því though. Meðan Siggi talaði læddust inn 2 starfsmenn, köllum þau Binna og Beggu, með bakka af því sem sumir kalla hart áfengi sem var í öllum regnbogans litum. Ég, Dóri og Gummi vorum inni í horninu þar sem Binni og Begga mættust með bakkana sína og við urðum því að taka tvöfalt fleiri staup en hinir, nokkuð góður fyrirboði um hvernig restin af kvöldinu yrði. Dóri var nú ekkert að hika við þetta og tók 4 eða 5 á innan við 20 sek. Ég djókaði þá með að seinna í kvöld yrði Dóri pissfullur og buxnalaus uppá þaki að öskra...slæm tímasetning því fyrir aftan mig var Gummi akkúrat að taka staup sem honum tókst ekki að kyngja heldur frussaði út af krafti. Með staupglasinu og hendinni tókst honum samt að stoppa það allt frá því að fara yfir alla. Þá var kynningin búin og ég fór sem betur fer að smella af myndum eins og óður maður því rétt rúmlega klukkutíma seinna dó batteríið (ekki rafhlaða heldur BATTERÍ!) í vélinni. Á þessum klukkutíma gerðist svo sem ekki margt merkilegt, menn voru orðnir léttir og spjölluðu um hitt og þetta. Ég man samt ekkert hvað var spjallað um, eina sem ég man var að Pétur Guðmundur, a.k.a. Klingon bekkjarins, gerði mig mjög efins um geðræna heilsu sína. Þegar klukkan var orðin 20:15 var komin helvíti góð stemmning í hópinn og þá þurfti ég líka mjög að pissa. Ég var svo vitlaus að halda að það væri enginn aðgangur fyrir okkur að klósetti og var því búinn að halda helvíti lengi í mér og ég er nú ekki þekktur fyrir að vera með partí-blöðru. Mér var þá bent á að það væri klósett á efri hæðinni og þar er líka einhver annar partur af búðinni þar sem Siggi Ámu-gaur var að ná í meira af áfengi. Þarna var Gummi líka svo "heppinn" að hitta mig. Á þessum tímapunkti átti ég í nokkrum erfiðleikum með að stjórna tungunni og sjónin var farin að versna til muna en það stöðvaði mig ekki í að segja við Sigga að hópurinn væri engan vegin nógu fullur. Maður hefði nú heyrt suddalegar sögur af Ámunni og hversu drukknir allir yrðu þar og þeir væru sko engan vegin að standa undir nafni. Gummi tók undir þetta en hann var jafnvel enn fyllri en ég og hefði betur haldið sér saman því Siggi tók okkur á orðinu og gerði okkur að offical skotmörkum kvöldsins. Stuttu seinna komu hann og Binni með heilan bakka af marglitum staupum og skipuðu okkur "stórkörlunum" að taka 4 skot hver, öll mismunandi á litin. Maður gerði sér nú upp einhvern trega með þetta enda er ég örugglega helmingi léttari en Gummi en tók engu að síður þessi 4 staup á því sem ég kýs að kalla "of stuttur tími" meðan Gummi skellti þessu öllu í sig strax og bætti við 2 til að "sanna karlmennsku mína fram yfir Kristófer". Um leið og hann sagði "karlmennsku" tók hann stórt hliðarskref því hann missti jafnvægið. Ég staupa aldrei. Ég staupaði síðast fyrir meira en 18 mánuðum síðan. Ég veit ekki einu sinni hvað ég var að drekka í Ámunni en ég drakk það samt og greinilega of mikið af því, blandaði þarna saman í maganum einhverju sem hefði aldrei átt að blanda saman og þessi efnablöndun átti eftir að hefna sín á mér daginn eftir. 20:45. Gummi var orðinn pissfullur. Ég var farinn að sjá tvöfalt. Nú var ákveðið að leggja af stað á Ölver þar sem öskra átti úr sér lungun í karaoke og almennt að gera sig að fífli. Það kom mér soldið á óvart að verðið á bjór var "bara" 450kr sem er töluvert ódýrara en á flestum skemmtistöðum miðbæjarins. Þarna var líka hið margrómaða karaoke. Það voru sjónvörp um allt sem sýndu textann við lagið sem þá var verið að syngja og eitthvað glettið tónlistarmyndband með, rauður og vel uppljómaður pallur stóð við einn vegginn og mic-standur við hliðina á honum. Á þessum palli áttu margir eftir að skemmta sér og öðrum þetta kvöld. Nú man ég ekki neitt rosalega vel hvað gerðist á Ölveri en ég fór að ég held þrisvar upp á pallinn í góðum félagsskap þar sem við gerðum okkur að fíflum því enginn okkar kann að syngja. Það fóru allir úr hópnum (a.m.k. þeim hluta hans sem kom á Ölver) upp á svið einhverntíman um kvöldið, greinilegt að áfengi losar um allar hömlur. Þetta var algjör snilld og bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert í mörg ár, ég hef aldrei skemmt mér eins vel og í þessari vísindaferð og ég hef nú farið í þær nokkrar góðar í verkfræðinni. Uppúr miðnætti var svo ákveðið að fara í Þjóðleikhúskjallarann þar sem eitthvað heimspeki-djamm var í gangi. Það var gott og blessað, maður gerðist jafnvel svo grófur að skella sér á dansgólfið til að reyna að hrista úr sér áfengisvímuna sem var við það að buga mig. Staðurinn var nú orðinn helvíti troðinn um 1:30 þannig að ég skellti mér bara út að pissa og settist svo á litla vegginn á móti kjallaranum. Stuttu seinna skoppaði stelpa úr Frönskudeildinni út af staðnum og tillti sér hjá mér. Við áttum gott spjall um mikilvægi vísindaferða og vorum sammála um að þær væru einn mikilvægasti þáttur í háskólagöngu hvers nemanda. Hún skoppaði svo inn í þvöguna aftur en ég röllti upp Laugarveginn og tók leigubíl heim. Það tók mig u.þ.b. 5 mín að ná veskinu úr vasanum þegar ég þurfti að borga bílstjóranum og enn legri tíma tók það fyrir mig að koma lyklinum í skrána á útidyrahurðinni. Þegar ég loks kom honum í áttaði ég mig á að það væri miklu sniðugra ef ég færi inn um dyrnar á bílskúrnum því þá myndi ég ekki vekja neinn. Skráin á bílskúrnum er helmingi minni en á útidyrahurðinni og lykillinn líka. Ég var kominn á þá skoðun að það væri nú ekkert svo kalt úti og ég gæti alveg sofnað við bílskúrshurðina þegar ég loksins kom lyklinum inn. Inni í bílskúr var GameCube tölvan tengd við surround hljóðkerfi og ég ákvað að taka nú einn leik í F-Zero. Ég ældi næstum því við að spila hann og komst að því að ég myndi aldrei keyra fullur. Morguninn eftir var ég þunnur. Ég hef aldrei nokkurntíman upplifað þvílíka þynnku. Það var eins og höfuðkúpan væri að reyna að snúa sér út og ég þakkaði fyrir að heilinn sjálfur hefur enga sársaukanema. Maginn var ekki heldur sáttur við þetta ógeð sem fór í hann kvöldið áður og ég þurfti virkilega að einbeita mér til að æla ekki. Ég drullaðist fram og tók verkjarpillu og drakk helling af vatni. Ég þóttist vera nokkuð hress og sagði mömmu að ég ætlaði að leggja mig aðeins lengur þegar mér leið í raun eins og ég væri í sjöunda helvíti þar sem djöfullinn sjálfur væri að pína mig. Þetta var allt þess virði því kvöldið á undan var eitt besta kvöld ævi minnar. Hvað er þynnka? Ég nennti ekki að lesa yfir það sem ég skrifaði í leit að stafsetningarvillum eða innsláttarvillum. Einnig er atburðarásin er krydduð á vissum stöðum Takk fyrir mig.
 
Við fengum Lord of The Rings: The Fellowship of The Ring extended edition í jólagjöf um síðustu jól en fram að deginum í gær hafði ég ekki gert alvöru úr því að horfa á hana. Bjarni (takk google) lýsti yfir efasemdum um gæði þessarar lengri gerðar myndarinnar og bauð mér veðmál um að ég myndi sofna yfir henni. Ég bauð Eiði að horfa á hana með mér en hann afþakkaði sökum þreytu, sagðist eflaust myndi sofna yfir henni. Bjarni hefði frekar átt að veðja við hann því ég fann ekki til þreytu meðan ég horfði á alla 3 klukkutímna og 17 mínóturnar sem þessi mynd er. Ætli þú sért ekki soldið hissa Bjarni? Anyway, myndin er mikil snilld og gerist ég svo grófur að gefa henni 9.8 í einkunn. Hún fær ekki 10 því það voru nokkur hálf vandræðaleg/misheppnuð atriði í henni. Mér fannst t.d. Gandalf ekki virka nógu kraftmikill þegar hann stóð á móti Balrogginum á brúnni í Moríu. Eins var atriðið þegar Faramir deyr frekar vandræðalegt og væmið eitthvað...sérstaklega þegar Aragorn kyssir hausinn á honum eftir að hann er dauður. Restin af myndinni er algjör snilld. Ég las hobbitann og lordarann á sínum tíma og fannst mikið til koma og mér finnst nú bara fjandi vel unnið úr fyrstu bókinni í þessari mynd. Auðvitað var ekki hægt að ná öllu úr bókinni enda hefði myndin þá eflaust orðið tvöfallt lengri. Kiddi fær svo extended útgáfuna af Lord of The Rings: The Two Towers í þessari viku og ég treysti á að hann kíki með hana hingað þar sem maður er jú búinn að tengja dvd spilarann inni í bílskúr og tengja hann í 5.1 surround kerfið.

föstudagur, nóvember 14, 2003

 
Snillingar á internetinu Það eru margir snillingar með heimasíður á internetinu (nei þú ert ekki einn af þeim Palli. Fyrir utan The Best Page in the Universe þá les ég oft The Tucker Max Stories. Ég veit ekki hvort þessar sögur hans eru sannar eða ekki en þær eru a.m.k. mjög vel skrifaðar og sjúklega fyndnar. Ein af þeim betri sem ég hef lesið er hérna en hún er bara það fáránleg að hún gæti vel verið sönn. Hann hefur líka gefið út bók með þessum sögum sínum og hún er að fá alveg fínustu dóma. Ég mæli a.m.k. með lestri þessarar síðu því þarna er óneitanlega á ferðinni snillingur. 2:44: I make it to the toilet. I can feel the vomit coming. 2:45: My intestines, without subtlety, tell me that I have a higher priority. I nearly pass out on the toilet from my own version of Shock and Awe. 2:47: As I am crapping out my soul, Mr. Absinthe teams with Ms. Poetic Justice to eject everything in my stomach right out of my face. 2:48: As I lean to my left to prevent vomit from getting on my clothes, my shift moves my ass off the side of the toilet seat and causes me to shit watery diarrhea all over the toilet seat and floor. 2:49: I look over at the shit, catch a whiff of it, and start vomiting again. On top of the shit. 2:53: I stand up, clean myself, and survey the damage. It looks like a tapioca abortion. 2:58: I come out of the bathroom and inform the line that “I am Shiva, Destroyer of Worlds.”
 
Fylkið 3 endurskoðað Ég verð nú bara að segja að eftir því sem dagarnir líða þá finnst mér Matrix 3 sífellt vera verri og verri mynd. Ég er núna kominn á þá skoðun að hún sé einfaldlega slæm mynd og alls ekki þess virði að borga 800kr fyrir (aumingja þeir sem sáu hana í lúxus sal). Það er bara of margt að henni. Eitt sem mér finnst mjög undarlegt er klæðnaður fólksins í Zion, þau eru öll í einhverjum ljótum og slitnum fötum...en samt hafa þau tækniþekkinguna til að búa til þessi rosalegu skip sín og tölvur. Geta greinilega ekki búið til almennileg föt eða hús. Ég ætla nú ekki að fara að skemma myndina fyrir neinum sem eiga eftir að sjá hana en plot holes í myndinni eru bara of margar. Það er alveg greinilegt að þetta var aldrei hugsað sem þríleikur. Þeir gerðu fyrstu myndina af mikilli alúð og verður að segja að hún heppnaðist einstaklega vel, lang besta myndin af þeim öllum. Hinar 2 eru mjög slappar. Þeir hafa bara séð hvað þeir voru með í höndunum eftir fyrstu myndina og ákveðið þá að þetta yrðu 3 myndir til að reyna að græða sem mest. Þótt það sé fáránlegt að gera þetta svona eftirá þá lækka ég hér með einkunnina mína úr F9 niður í F4 og fær hún þá einkunn fyrir flott útlit og eina mjög flotta orrustu. Þá er bara að bíða eftir Lord of The Rings: The Return of The King sem verður vonandi frábær. Fyrri 2 voru a.m.k. mjög góðar þannig að ég bíð spenntur. Verst að hún verður örugglega frumsýnd í miðju prófatímabilinu :(

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

 
Funny sá þetta á celebritysexnews.com Britney Spears is reportedly no longer on speaking terms with Colin Farrell after the actor sent her a T-shirt that proclaimed: "I slept with Colin Farrell and all I got was this lousy T-shirt." The shirt was accompanied by a bumper sticker that read: "Honk if you've slept with Colin Farrell." A close pal of Colin said "He thought it would be a great gag to send her the gifts." Colin Farrell er greinilega snillingur

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

 
Hvers vegna... ...er svona ótrúlega erfitt að byrja að læra? Oft er alveg ómögulegt að fá sig til að byrja að læra og maður leitar að öllum mögulegum afsökunum til að réttlæta það fyrir sjálfum sér að fresta lærdómnum. Maður horfir á þætti í sjónvarpinu sem maður horfir venjulega aldrei á eða reynir að finna sér eitthvað annað að gera, hvað sem er annað en að læra. Það er alveg sérstaklega hættulegt að vera með tölvu nálægt lærdóms-svæðinu því hún er feitasta freisting sögunnar og á það sérstaklega við um MSN Messenger. Messenger er officially mesti tímaþjófur ever. Svo er það nú oftast þannig að þegar maður loksins drullast til að byrja að læra þá finnst manni það bara fjandi skemmtilegt...samt er alltaf jafn erfitt að byrja.
 
Hagakure Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að birta kaflana úr Hagakure sem fjalla um "homosexuality". ***      This was Nakano Shikibu's opinion.      When one is young, he can often bring on shame for a lifetime by homosexual acts. To have no understanding of this is dangerous. As there is no one to inform young men of this matter, I can give its general outline.      One should understand that a woman is faithful to only one husband. Our feelings go to one person for one lifetime. If this is not so, it is the same as sodomy or prostitution. This is shame for a warrior. Ihara Saikaku has written a famous line that goes, "An adolescent without an older lover is the same as a woman with no husband." But this sort of person is ridiculous.      A young man should test an older man for at least five years, and if he is assured of that person's intentions, then he too should request the relationship. A fickle person will not enter deeply into a relationship and later will abandon his lover.      If they can assist and devote their lives to each other, then their nature can be ascertained. But if one partner is crooked, the other should say that there are hindrances to the relationship and sever it with firmness. If the first should ask what those hindrances are, then one should respond that he will never in his life say. If he should continue to push the matter, one should get angry ; if he continues to push even further, cut him down.      Furthermore, the older man should ascertain the younger's real motives in the aforementioned way. If the younger man can devote himself and pet into the situation for five or six years, then it will not be unsuitable. Above all, one should not divide one's way into two. One should strive in the Way of the Samurai. ***      Hoshino Ryotetsu was the progenitor of homosexuality in our province, and although it can be said that his disciples were many, he instructed each one individually. Edayoshi Saburozaemon was a man who understood the foundation of homosexuality. Once, when accompanying his master to ado, Ryotetsu asked Saburozaemon, "What have you understood of homosexuality?"      Saburozaemon replied, "It is something both pleasant and unpleasant.''      Ryotetsu was pleased and said, "You have taken great pains for some time to be able to say such a thing.'' Some years later there was a person who asked Saburozaemen the meaning of the above. He replied, "To lay down one's life for another is the basic principle of homosexuality. If it is not so, it becomes a matter of shame. However, then you have nothing left to lay down for your master. It is therefore understood to be something both pleasant and unpleasant.'' þar hafið þið það.

mánudagur, nóvember 10, 2003

 
Þótt ótrúlegt megi virðast þá er ég sammála þessari grein af CNN. Merkilegt að þeir skuli actually setja eitthvað svona anti-Bush efni á síðuna.
 
Owned Í gær spiluðum ég, Palli, Eiður og Bjarni F-Zero GX í 4-Player. Palli spilaði eins og berserkur og varði síðasta sætið af mikilli hörku og tókst að halda því svo gott sem allan tímann. Baráttan um fyrsta sætið stóð svo á milli mín, Bjarna og Eiðs og varð hún oft mjög tæp. Yfirleitt munaði 1 sekúndu á 1. og 3. sæti meðan Palli kom í 4. sæti ca 3-4 sekúndum á eftir. Eitthvað var spilað af Soul Calibur II líka en vissir aðilar urðu eitthvað sárir yfir sigurgöngu minni þannig að við skiptum yfir í Super Monkey Ball II þar sem spilaður var money tennis. Því miður lenti ég í liði með Palla þannig að þetta var dauðadæmt frá upphafi. Eftir þetta var spjallað um utanríkisstefnu USA og Ísrael. Skemmtilegt umræðuefni sem, ótrúlegt en satt, allir voru sammála um.

laugardagur, nóvember 08, 2003

 
Vimes!
Discworld: Which Ankh-Morpork City Watch Character are YOU?

brought to you by Quizilla Djöfull verð ég að fara að lesa meira eftir Terry Pratchett...strax og ég er búinn að klára Shogun, Hagakure, Norwegian Wood, Underground, Memoirs of a Geisha og The Art of War...not very soon.
 
Fylkið 3 Já ég fór á Matrix 3 í kvöld og hafði svosem ágætlega gaman að henni. Ég bjóst nú satt að segja við meiru en þetta, full mikið ástar-rugl...en hún fær samt F9 hjá mér. Hún var nú samt alveg 800kr virði, maður verður að sjá hana í bíó til að hún njóti sín til fullnustu. Matrix 1 og 2 sá ég báðar í litlum sal og var nú alveg öruggur um að þá þriðju myndi ég sjá í eðal sal en mér skjátlaðist. Það hvílir greinilega bölvun á mér hvað varðar Matrix myndirnar því hún var sýnd í sal 2 í Kringlubíó! Dregur ekki 10 sýningin fleiri en 8 sýningin!?!? Skil ekki lógíkina á bakvið þetta hjá þeim. Áður en við fórum á myndina spiluðum við Kiddi, Eiður og Palli 4-player í F-Zero sem heppnaðist alveg með ágætum. Eina slæma er að þegar leikurinn er í 4-player split-screen þá sér maður eiginlega of lítið. Þetta er alveg vangefið hraður leikur og maður þarf eiginlega að sjá betur hvað er að gerast í brautinni. Palli og Eiður splittuðu svo í Bíóhöllina meðan ég og Kiddi fórum í Kringlubíó. Eftir að hafa spilað F-Zero þetta lengi fannst manni Kiddi keyra fáránlega hægt og við rétt sniglast áfram jafnvel þótt Kiddinn hafi verið að keyra talsvert yfir löglegum hraða... Nú er bara að bíða eftir Lord of The Rings: Return of The King. Ætli hún verði ekki sýnd í miðjum prófatímanum eins og hinar...damn them!! Viðbót: Verð bara að bæta við að Hugo Weaving stóð sig frábærlega sem Agent Smith, án efa besti character allra myndanna. I'm not such a bad guy, once you get to know me. -Agent Smith

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

 
Eins og við var að búast... ...fékk ég lítinn svefn í nótt því bæði Viewtiful Joe og F-Zero GX komu í hús. Ég og Bjarni tókum 2-player í F-Zero GX sem í fyrstu virtist ekki vera skemmtilegur en þegar Bjarna tókst að ná einhverri stjórn á tækinu og hætti að detta 5x af brautinni á einum hring þá varð þetta snilld. Þegar minnstu munaði skildu aðeins 2/100 af sekúndu okkur að. Bjarni þurfti svo að fara heim að gera heimavinnu meðan ég hélt áfram að spila Viewtiful Joe....fór að sofa um 3:30...gríðarlegur hressleiki í morgun. Ég sé a.m.k. fram á mikil öskur frá Palla þegar (vonandi) verður farið í 4-player F-Zero um helgina.
 
fyndið...eða ekki Fyndið hvað maður er alltaf stressaður þegar löggan keyrir fyrir aftan mann. Tók bensín í Spönginni og alla leiðina þaðan var ég með risa lögreglubíl alveg í rassgatinu. Ég tók eftir honum rétt áður en ég ætlaði að hringja úr gsm símanum...án handfrjáls búnaðar. Ég passaði mig über mikið að keyra á löglegum hraða og gaf samviskusamlega stefnuljós alla leiðina heim en allt kom fyrir ekki, þeir neituðu að fara. En mér tókst að leika á lögguna með því að beygja inn í Hamrahverfið, þá orðinn vel sveittur af stressi.

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

 
My precious games.. Ég er eins og lítill ofvirkur krakki þessa dagana því á morgun eða fimmtudaginn fæ ég 2 snilldar leiki í pósti frá hinni snilldarlegu síðu amazon.co.uk. Leikirir sem um ræðir eru Viewtiful Joe og F-Zero GX. Fyrir þá fáfróðu fylgir hér smá lýsing á leikjunum:      Viewtiful Joe er ótrúlega töff leikur sem ég er búinn að bíða mjööööög lengi eftir. Þetta er side-scrolling quasi-3D leikur þar sem maður stjórnar Joe sem getur breyst í súperhetjuna Viewtiful Joe. Hann er með kærustunni í bíó á einni af uppáhalds bíómyndinni sinni sem skartar engum öðrum en Captain Blue í aðalhlutverki. Illmennunum tekst í þetta skiptið að sigra Blue og seilast eftir það í gegnum bíótjaldið og ræna kærustu Joe. Captain Blue nær þá í Joe og flytur hann yfir í "The Movie World" þar sem hann verður að takast á við hin illu öfl til að bjarga kærustunni sinni og heiminum öllum því Blue sjálfur hefur verið sigraður og getur ekki haldið baráttunni áfram. Joe verður hin magnaða ofurhetja Viewtiful Joe.      Þessi leikur hefur alveg einstakt útlit, hann er cel-shaded og það tekst svo snilldarlega að hvert screenshot lítur út eins og síða úr comic book. Sem Viewtiful Joe hefur maður líka 'Special Powers' en þau helstu eru:
SLOW - slow down the action to reduce Joe's opponents to a gang of slow moving targets, allowing them to be battered with ease. MACH SPEED - if fast action is more your thing then this is the superpower for you. When Joe attacks in this mode his punches and kicks are so vicious that his enemies ignite as they fly across the screen. ZOOM - the last of the superpowers. When used you get a magnified view of the action that accentuates all of Joe's attacks. In fact, Joe is so tough in this mode that he is able to smash his way through walls, floors and ceilings. Hægt er að skoða review af leiknum á t.d. ign eða gamerankings.com (linkar á fullt af reviews)      F-Zero GX er einfaldlega hraðasti racer sem nokkurntíman hefur verið gerður. Það er ekkert flóknara en það. Brautirnar í leiknum eru ótrúlega flottar(!) og maður þýtur í gegnum þær ásamt 29 öðrum racers. Það er enginn eðlilegur hraði sem maður er á því 1200 km/klst kallast "eðlilegur" hraði en þá mætti maður þó reyna að gefa aðeins meira í. Maður getur líka "boostað" en með því eykur maður hraðann sinn töluvert en þó bara í nokkrar sekúndur og við það skemmist skipið mans aðeins. Skaðann er svo hægt að bæta með því að hitta á 'boost zones' í brautinni. Það eru víst nokkrir fylgikvillar við að spila þennan leik, þar á meðal sársauki í augum og hausverkur því hraðinn er svo mikill að maður þorir ekki að blikka og maður þarf að einbeita sér 100% meðan maður spilar. Það er farið betur í þetta á gamansaman hátt hérna. Svo er líka hægt að spila hann í 4-player split-screen sem getur ekki verið annað en snilld. Review af leiknum er svo hægt að skoða á ign og á gamerankings.com Eftir að ég fæ þessa blessuðu leiki í hendurnar mun ég eflaust skrifa meira um þá því þeir verða stór hluti af mínu lífi.

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

 
Jæja ég var hættur þessu bölvaða röfli á þessari síðu en eftir þrýsting frá Ester hef ég ákveðið að halda áfram ausa úr skálum fáfræði minnar hér. Spurning hvað maður endist lengi í þetta skiptið. Það hafa orðið nokkrar breytingar á linka-listanum hjá mér, margir fengu að fjúka en nokkrir nýjir komu í staðin. Palli skápahommi og áðurnefnd Ester Sif púnktur com bættust við meðan Jói, Tryggvi, Krissa og Halldór hurfu burt. Urlið hans Guðjóns breyttist líka því nú bloggar hann sem Íslendingur í Englandi undir www.islendinguruk.blogspot.com Now give me pie!

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?