Ég lagði ekki í Homeworld strax heldur skellti mér bara í Max Payne 2 sem reyndist vera hin ágætasta skemmtun. Hann er nákvæmlega eins og fyrri leikurinn nema núna er komið bullet-time v2 eða eitthvað álíka. Ég veit ekkert hvað það er því ég tók ekki eftir neinum mun fyrir utan einhver rosa "töff" atriði þegar maður hleður skotvopnin í slow motion með svaka sveiflu meðan myndavélin fer hring í kringum mann.
Hann er að sjálfsögðu miklu flottari en fyrirrennarinn þó ég viti nú ekki hversu mikinn mun ég er að sjá með mínu ástkæra GF2 korti. Engu að síður er hann mjög fallegur. Nýjung er svo að maður fær að stjórna konu í smá tíma...munurinn á að stjórna henni og Payne er nákvæmlega enginn. Samt...skemmtilegt.
Nú sagan er alveg jafn corny og í fyrri leiknum en heldur manni samt við efnið. Ég held þeir séu alveg að gera sér grein fyrir því hvað samtölin í comic-book-cutscenunum eru hallærisleg og geri í raun út á að hafa þau sem fáránlegust. Mér fannst þau a.m.k. nokk fyndin á köflum. Þetta virkar nú samt alveg stórvel og ég hefði ekkert verið sáttari þótt í stað þeirra hefðu verið video.
Allavega þá er þessi leikur fullur af hasar, slow motion, bullet-dodging og ljótu málfari, allt gert á hinn smekklegasta máta. Að mínu mati bráðskemmtilegur leikur þótt hann hafi nú verið full stuttur. Það virðist vera tískubóla í dag að hafa leikina stutta. Ég giska á að það fari allt of mikill tími í að gera flotta grafík á kostnað lengdar og dýptar leikja. Gerir mann ekkert óðan í að kaupa þá.
Fyrsti leikurinn sem ég tek mér fyrir hendur að klára eftir að hafa uppfært tölvuna er Call of Duty. Ég kláraði hann á 2 dögum og var nú ekkert að spila alveg rosalega mikið þannig að hann er temmilega stuttur. Hann er nú samt fjandi góður en maður er nú farinn að fá nóg af öllum þessum WW2 leikjum. Það koma reyndar fullt af Vietnam leikjum á næsta ári sem er kannski ákveðið skref fram á við. Samt spurning um hversu sick þessir leikir eru, verið að gera dauða og kvöld milljóna manna og einhvern stærsta atburð í sögu mannkyns að litlum leik sem fólk krakka-vitleysingar skemmta sér svo við að spila. Ég spila þessa leiki nú samt og hef bara gaman að. Ég mæli a.m.k. með því að allir sem hafa hardwareið í hann spili hann....mæli þá sérstaklega með að menn hafi eitthvað betra en GeForce 2 því mitt var ekki alveg að standa sig. Leikurinn fraus einu sinni að því er virðist af því skjákortið ofhitnaði. Venjulega þegar maður deyr þá kemur blurry slow motion jiggy en það hættir að koma hjá mér eftir langa spilun og í staðin verður allt sjúklega choppy. Stuttu eftir að þetta gerðist fyrst þá fraus leikurinn og windows með, gat ekkert gert en það kom skemmtileg lína af svörtum punktum á skjáinn. Ég varð ákaflega glaður. Svo fannst mér leikurinn ekki líta neitt betur út en Return To Castle Wolfenstein en sá leikur kom út fyrir þó nokkru síðan...gott merki um að ég þurfi að uppfæra skjákortið.
Nú anyway, stórskemmtilegur leikur í single player og eftir að hafa spilað hann í 8-manna multiplayer þá get ég vitnað um að hann er líka snilld í mp. Það er líka mjög skemmtilegur fídus þar því eftir að maður er drepinn þá sér maður síðustu 20 sekúndurnar frá sjónarhorni þess sem drap mann þannig að maður getur séð hvernig bastarðurinn fór að því að hitta mann. Getur vakið kátínu og reiði, sérstaklega ef maður er drepinn fyrir einskæra heppni. Ég mæli allavega með þessum leik.
Nú er bara spurningin hvaða leik maður spilar næst...mér líst helvíti vel á Homeworld 2...held ég láti KOTOR bíða aðeins.
Það er góð tilfinning að vera með þetta tæki í höndunum. Fyrst fékk ég starter pakkann og hulstrin sem ég gat...horft á. Svo fékk ég tölvuna sjálfa í gær en var ekki með neinn leik þannig að ég gat bara handleikið hana og kveikt og slökkt, mjög skemmtilegt en samt ekki til lengdar. Svo í dag var Gummi svo vænn að lána mér Metroid Fusion sem ég er búinn að spila aðeins of mikið í dag. Tími sem hefði betur farið í lærdóm fyrir síðasta prófið sem er jú á föstudaginn.
Það viðurkennist alveg að skjárinn á þessu kvikindi er soldið lítill en það merkilega er að maður hættir strax að taka eftir því. Myndin er ótrúlega skýr og merkilegt nokk þá eru leikirnir í 32bit color. Hátalarinn er samt ekkert að gera neitt rosalega hluti en skilar sínu, miklu betra að vera með headphones. Þeir hafa líklega búist við því og séð fram á ótrúlegan gróða því maður þarf að kaupa sér adapter til að geta tengt headphones við.
Ég bjóst við hrikalegri midi-tónlist í Fusion og jú það er midi dauðans en það er alveg merkilega vel gert. Ekkert sem háir leiknum og minnir frekar mikið á tónlistina í Metroid Prime sem er einmitt einn besti leikur sem ég hef spilað. Hann og The Legend of Zelda: Ocarina of Time sitja á toppnum hjá mér. Þegar ég loksins klára að spila Baldur's Gate 2 þá verður hann eflaust þar með þeim.
Jæja þá er að halda áfram að læra...eða spila Metroid Fusion. Svo er að tjékka hvort Ormsson selji FFTA og/eða WarioWare.
Fékk sendingu í dag með stöffi fyrir GBA SP sem Guðjón frændi ætlar að vera svo vænn að kaupa fyrir mig í fríhöfninni. Þetta var annarsvegar GBA SP Starter Pack og hinvegar kassar undir leiki. Amazon var svo sniðugt að senda þetta Í SITTHVORU LAGI! Þeir gera þetta alltaf...eitthvað til að maður fái hlutina sem fyrst...well ég vill fá þetta Í EINUM PAKKA fjandinn hafi það. Þetta kostar mig auka tollskýrslugjald og svo er þetta í huges kössum. Ég hefði getað komið 2 stórum möppum fyrir í hvorum kassanum.
Nú í Starter Pack er fullt af misgóðum hlutum (sjá mynd):
Nú þessir kassar eru nú bara...kassar. Hver þeirra hefur pláss fyrir 2 leiki og það er hægt að raða þeim hverjum ofan á annan þökk sé litlum holum á toppnum sem fæturnir á þeim fyrir ofan passa í. Það er ekki eins og í gamla daga þegar box fylgdu með hverjum GameBoy leik...nú þarf að nauðga viðskiptavinunum aðeins meira með því að láta þá kaupa sér kassa fyrir dýrmætu leikina sína.
Nú þarf ég bara að bíða eftir að fá sjálfa tölvuna í hendurnar. Það átti að gerast í kvöld en flugvélinni hans Guðjóns seinkaði um klukkutíma þannig að ég fæ hana ekki fyrr en á morgun. Skiptir svo sem ekki miklu máli því ég á enga leiki í þetta undratæki. Efstur á lista er þó Wario Ware.
Loksins er búið að sparka Palla af hinet svæðinu sínu þannig að hann varð að finna annað aðsetur fyrir sínar...ehh...skoðanir. Í tilefni af því hefur hlekknum verið breytt þannig að hann vísar nú á paulkepler.blogspot.com og nafni hlekksins einnig breytt úr Palli Skápahommi í "Palli Iðjuleysingi". Ætlaði fyrst að hafa það "Palli helvítis aumingi sem nennir ekki að læra eða vinna heldur er bara latt gimp og leikur sér í tölvunni allan daginn" en það var heldur langt.
Hann byrjar nú skemmtilega með því að setja inn nýtt commentakerfi og þessa líka glæsilegu mynd af Eiði sem Eiður man ekkert eftir að hafi verið tekin enda var hann fullur mjög. Hann fór þó upp um mörg level þetta kvöld og var orðinn helvíti vígalegur barbarian undir lokin.
Í dag þurfti ég að nota Honduna í fyrsta skipti í 2 daga. Eins og glöggir hafa eflaust tekið eftir þá er búið að vera talsvert frost síðustu 2 dagana og á þriðjudaginn var líklegast sett met í frosið-vatn-sem-þarf-að-skafa-af-rúðum-bíla. Kiddi sótti mig einmitt á þriðjudagsmorguninn en þá ætlaði hann vera kominn kl hálf 8 en kom ekki fyrr en 8:05 vegna erfiðrar baráttu við frosnar rúðurnar á bílnum.
Nú, Hondan var eins frosin og hægt er. Hún leit út eins og eftirlíking úr klaka. Til marks um það hversu frosin framrúðan var er hér soldið skemmtileg mynd. Frosnu handaförin voru gerð í gær en hitt einhverntíman rétt áður en ég tók myndina. Það var eins og klaki væri að vaxa á bílnum, það stóðu litlir klaka-stönglar upp af honum allstaðar.
Allar hurðirnar voru frosnar fastar og það tók mig dágóðan tíma að þjösnast á annari afturhurðinni áður en hún loksins opnaðist. Skellti bílnum í gang og fór að skafa....sem tók góðar 10 mín :) Gríðarlega hressandi og upplífgandi, bíllinn var orðinn vel heitur þegar ég var búinn, sem hressti enn meira. Ég tók svo smá rúnt á honum og ætlaði svo að taka rosalega handbremsu beyju þegar ég kom að innkeyrslunni, enda undir miklum áhrifum úr Need For Speed: Underground. Það heppnaðist eitthvað ekki, handbremsan orðin svo slöpp að hjólin náðu ekki að læsast heldur rann ég bara áfram þar til bíllinn stoppaði. Ótrúlega impressive.
Talandi um bíla þá var ég að dloda videoum úr Gran Turismo 4 Prologue og gott ef hann er ekki fallegasti bílaleikur sem ég hef séð. Ótrúlegt að það sé hægt að ná þessari grafík úr hinni aldurhnignu PS2.
Já heldur betur. Ég ætla að reyna að sletta sem minnst úr ensku út þessa viku...það verður spennandi að sjá hvernig það gengur því ég sletti frekar mikið. Að minnsta kosti 30% þess sem ég læt út úr mér á hverjum degi er á ensku, sem er mikil vanvirðing við okkar ástkæra móðurmál. Íslenskan býr yfir miklum fjölda góðra orða sem er hægt að nota miklu meira, því miður er samfélagið orðið svo gegnsýrt af ensku að sumt virðist einfaldlega ekki "virka" nema það sé sagt á ensku. Næstum allt sjónvarpsefni er á ensku og allar bíómyndir líka þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert undarleg þróun. Maður verður bara að grafa upp gömul og fáheyrð íslensk orð og fara að skella þeim fram í samræðum. Sumir vilja kannski meina að íslenskan sé úrelt tungumál sem leggja ætti niður og í staðin taka upp ensku sem móðurmál okkar. Ég er mjög ósammála þeirri skoðun. Við höfum tórað þetta lengi hérna á þessu dauðans skeri og tekist að viðhalda tungumálinu því sem næst óbreyttu í aldanna rás. Á bara að gefast upp eftir alla þessa baráttu? Ég held nú ekki.
Mér tókst líka að plata einn með mér í þetta átak. Engin annar en Bjarni félst á þessa áskorun en hann er nú ekki þekktur fyrir annað en sletta mikið. Man eftir svipuðu átaki milli hans og Bjarna í Versló en þá ætluðu þeir að sjá hversu langt þeir kæmust án þess að sletta...þeir entust báðir í minna en 10mín.
Við leyfum okkur þó undantekningar því Bjarni er að læra java og það er gjörsamlega ómögulegt að nota þessi íslensku nýyrði því þau eru einstaklega óþjál í munni, sérstaklega ef maður hefur notað ensku útgáfurnar í mörg ár. Svo verð ég sjálfur að tala á ensku við kennarann minn þannig að þetta jafnast út.
Ef einhverjir aðrir vilja taka þátt í þessu átaki þá er þeim það velkomið.
Þetta hefur gengið ágætlega í kvöld en betur má ef duga skal!
maí 2002 júní 2002 júlí 2002 nóvember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 september 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 nóvember 2005 janúar 2006