Það var tekið vel sveitt tölvuleikja-session í gær. Þetta var seinasti sjéns fyrir prófin til að taka feitt kæruleysi, a.m.k. fyrir Jóa og Kidda því þeir þurfa að læra massíft fyrir prófin. Ég á sjálfur eina vísindaferð eftir :)
Að sjálfsögðu var notaður 'The Happy Place' sem er bílskúrinn hjá mér.
Mættir voru: Ég, Kiddi, Jói og Hjálmar.
Spilað var: Mario Kart: Double Dash, SSX 3 og F-Zero GX
Frá: 19:30 - 00:30, 5 klukkutímar.
Jói kom nú ekki fyrr en um kl 9 en fram að því var hatrömm barátta í Mario Kart. Því meira sem maður spilar þennan leik því meiri snilld finnst manni hann vera. Í þetta skiptið gerði Kiddi sér lítið fyrir og púllaði Pallann með því að einoka síðasta sætið. Kiddi var í þokkabót með player 1 pinnann og krafðist alltaf rematch eftir hvert tap þangað til hann myndi lenda í einhverju öðru en síðasta sæti. Sumar brautirnar voru því spilaðar MJÖG oft í röð :)
Við prufðum síðan co-op þar sem Kiddi og Hjámar voru saman á móti mér. Það var mjög jöfn barátta og helvíti skemmtilegt í þokkabót.
Loksins þegar Jói kom gátum við tekið 2vs2 í honum þar sem ég og Jói vorum á móti Hjálmari og Kidda. Jói átti í töluverðum byrjunarerfiðleikum með að keyra en um leið og hann komst upp á lagið með það varð baráttan rosaleg. Menn öskruðu og blótuðu hvor öðrum í sand og ösku, Kiddi var alltaf á sætisbrúninni og stundum titraði hann af spenningi. Það er mjög eftirminnilegt þegar við kepptum í Yoshi brautinni (flóknasta brautin) þegar sem ég og Jói höfðum forystuna allan tíman þangað til í blálokin að mannætublóm nartaði í okkur og svo lenti rauð skjaldbaka frá H+K í okkur þannig að þeir rétt skriðu fram úr okkur og unnu. Þegar þeir tóku framúr var Kiddi á sætisbrúninni og kastaði sér aftur í sætið og hló vægast sagt tryllingslega...minnti á vonda norn úr disney mynd.
Jói kom með SSX 3 og verður að segjast að það er alveg ótrúlega fallegur og skemmtilegur leikur. Það er samt ekki hægt að fara í 4-player í honum þannig að við urðum að láta 2-player duga. Það er hægt að fara í race og trick-challenge í honum en það skipti engu máli hvað við fórum í, Kiddi eignaði sér jafnan síðasta sætið :) Jói kunni auðvitað temmilega vel á leikinn og vann nokkuð auðveldlega allt sem hann keppti í við okkur hina. SSX 3 er, eins og áður sagði, mjög skemmtilegur og mig langar enn meira í hann núna en áður. Ég var soldið efins með controls en maður var enga stund að venjast þeim. Auðvitað er það ekki eins þægilegt og með PS2 pinnann, enda var fyrsti SSX leikurinn hannaður með hann í huga. Maður fær þennan leik einhverntíman lánaðan hjá Jóanum ;)
Nú síðastan spiluðum við F-Zero GX, hraðasta kappakstursleik í heimi. Ein og með Mario Kart tók það Jóa nokkurn tíma að venjast controls en síðan varð hann helvíti öflugur. Kiddi hefur nú temmilega skillz í F-Zero þannig að hann gat ekki einokað síðasta sætið í þetta skiptið. F-Zero er með skemmtilegri 4-Player leikjum sem ég hef spilað, spennan undir lokin getur verið rosaleg og þessar sekúndur frá því menn koma í mark og þar til úrslitin sjást geta verið mjög sveittar. Verst að maður er ekki með widescreen sjónvarp því þá myndi hann njóta sín mun betur, 4-player split screen á venjulegu sjónvarpi er frekar smátt. Maður bíður bara eftir því að Tryggvi komi aftur á klakann með sjónvarpið sitt svo við getum misnotað það.
Eftir alla þessa spilun var maður orðinn ótrúlega þreyttur. Það tekur á að spila þetta því maður þarf að einbeita sér 110% og adrenalínið flæðir óspart. Ég var að minnsta kosti frekar þreyttur í hausnum og augun voru farin að mótmæla.
Þetta verður endurtekið eftir prófin.
Það er nú ekki nóg með að maður hafi bara horft á TTT á föstudaginn, nei heldur betur ekki! Keyptum okkur early jólagjöf í formi Mario Kart: Double Dash!! Ég var fyrst mjög efins um ágæti hans eftir að hafa lesið reviewið hjá IGN en svo las ég fullt af öðrum mjög jákvæðum umfjöllunum um hann og sannfærðist að lokum um að hann hlyti að vera snilld. Ég nennti ekki að panta hann frá Amazon.co.uk og ég hafði heyrt af 20% afsláttarkorti hjá Bræðrunum Ormsson sem eru (því miður) umboðsaðilar Nintendo á Íslandi (fengu umboðið víst með einhverju fyrirtæki sem þeir keyptu). Ég fékk afsláttarkortið og í framhaldi af því MK:DD!! á litlar 4.800kr sem er töluvert ódýrara en í BT þar sem þeir krefjast handleggjar og fótar fyrir.
Laugardagskvöldið fór s.s. í maraþonspilun á Mario Kart þar sem ég, Eiður, Bjarni og Palli áttumst við í blóðugum brautunum. Fyrst prufuðum við þetta klassíska, allir á móti öllum kappakstur. Það var helvíti skemmtilegt þótt við kunnum ekki neitt á brautirnar og gluggarnir væru helst til litlir. Við spiluðum þetta alveg helvíti lengi og það varð nokkuð ljóst frá upphafi að Palli ætlaði að halda fast í síðasta sætið því hann náði því í 99% tilvika.
Við prufuðum síðan öll battle modes sem reyndust hálfpartinn of chaotic en eftir að hafa prufað þau með báðum bræðrum mínum í dag verð ég að segja að þau eru mikil snilld.
Að lokum prufðum við svo co-op race þar sem tveir og tveir spila saman. Þá sér annar um að keyra og slida meðan hinn sér um að kasta items, koma af stað bústi meðan driverinn slidar og svo getur hann sparkað í hinn bílinn ef hann er nógu nálægt. Þetta var það lang skemmtilegasta og varð til þess að við hættum ekki fyrr en 2:40. Plön Bjarna um að vakna snemma og læra voru úr sögunni.
Einnig var það officially sannað að í monkey tennis í Super Monkey Ball 2 tapar alltaf sá sem er með Palla í liði.
Nú svo fór ég áðan að sjá Finding Nemo með Kidda, ágætis mynd en fyrst og fremst fjölskyldumynd. Alveg hægt að hlægja að sumu en lokaatriðið var of væmið til að orð fái því lýst.
Ég er orðinn innilega ástfanginn af Final Fantasy: Crystal Chronicles. Þessi leikur er bara svo yndislega fallegur að maður getur ekki annað en elskað hann. Miðað við þau review sem ég hef lesið lofar spilun líka mjög góðu. Sérstaklega fóru Penny Arcade fögrum orðum um multiplayer spilunina sem flestir höfðu fyrirfram afskrifað sem "cheap gimmick" því hver og einn þarf að hafa GBA. Ég sjálfur afskrifaði þennan leik um leið og ég heyrði að maður yrði að eiga GBA/GBA SP en eftir að hafa lesið umfjallanir um multiplayer hlutann, sérstaklega þá frá Penny Arcade, þá er ég mjög líklegur til að kaupa mér GBA SP þegar FF:CC kemur í búðir. Þar með yrði ég að éta ofan í mig allt böggið mitt gegn GBA eigendum í Japönskudeildinni...ég hef gert óspart grín að þeim fyrir að eiga þetta smábarnaleikfang. En án GBA er ekki hægt að njóta leiksins "as it was meant to", þ.e. sem 4-player leiks.
Ég er búinn að misnota insiders accountinn minn hjá IGN alveg í tætlur að ná í video og screenshot úr leiknum og ákvað að það væri þessi virði að uploda nokkrum á heimasvæðið mitt. Þau er hægt að nálgast hérna.
Ég er búinn að koma mér upp temmilegum entertainment center í bílskúrnum (kominn tími til að nota þetta svæði í eitthvað af viti). Þegar ég fékk F-Zero þá ákvað ég að við yrðum að geta tekið 4-player í honum en það hefði ekki verið möguleiki í mínu litla herbergi sem súrefnislega ræður ekki við fleiri en 1 og gólfpláss leyfir ekki fleiri en 3. Möguleikarnir voru því sjónvarpið frammi eða bílskúrinn. Það hefði aldrei verið möguleiki á að fá sjónvarpið frammi þannig að ég fór með sjónvarpið mitt inn í bílskúr og tengdi GameCube vélina þar.
Mér leist nú ekkert á hátalarana í sjónvarpinu þannig að ég náði í Creative dolby 5.1 hljóðkerfið mitt og flutti í bílskúrinn. Þarna var ég kominn með hið príðilegasta setup til að leika mér í tölvuleikjum.
Því miður supportar GameCube ekki almennilega 5.1 audio (er bara með RCA tengi þannig að maður var að nota Stereo Surround) en það gera hinsvegar DVD myndir þannig að ég fékk spilarann lánaðan inn í bílskúr. Ég var samt bara með RCA Left/Right audio úr spilaranum þegar ég horfði á Lord of The Rings og ég sé mjög eftir því núna því ég keypti mér Coaxial snúru til að flytja dolby merkið yfir í magnarann og munurinn á hljómgæðum er ótrúlegur.
Þarna eyðir maður kvöldunum í spilun góðra leikja eða góðar dvd myndir. Aðallega Viewtiful Joe og F-Zero. Ég er líka búinn að kaupa mér WaveBird sem er þráðlaus stýripinni fyrir GameCube og ég verð að segja að hann er snilld. Ótrúlega léttur og batteríið í honum endist mjög lengi (Jói er ekki enn búinn að skipta um hjá sér). Það eina sem vantar í hann er ruble featureið. Hérna er svo mynd af allri snilldinni.
Svo á föstudaginn munum ég og Kiddi horfa á LOTR:TTT extended edition á föstudaginn, þá verður kerfið formlega vígt.
Loksins er ég laus við helvítis teinana! Ég veit ekki hvað ég er búinn að vera lengi með þá, a.m.k. lengur en allir sem ég þekki og lengur en allir sem ég þekki þekkja. Ég losnaði reyndar við þá af efri framtönnunum í mars á þessu ári en loks núna var restin tekin.
Aðferðin sem þessir sadistar, a.k.a. tannlæknar, nota er að taka kubbana af með töng og síðan slípa límið af tönnunum af með einhverskonar slípi-bor-thingy. Þetta orsakaði hjá mér alveg ógeðslegan hroll og þar sem tannholdið hafði vaxið yfir suma partana af líminu þá var það bara "slípað" burt. Það var nú ekkert slæmt en þegar hann var að vinna í tannholdinu sem tengist í fucked-up taugina í kjaftinum á mér þá var tilfinningin eins og hann væri að nudda sandpappír yfir alla neðri vörina og hökuna...gríðarlega hressandi.
En þetta er loksins farið, w00t w00t!
Það var vísindaferð hjá Japönskudeildinni á föstudaginn. Þetta var ein sú allra besta vísindaferð sem ég hef nokkurntíman mætt í. Þetta byrjaði nógu sakleysislega, við mættum í Ámuna kl 18:30 þar sem tók á móti okkur nokkuð hress gaur, við skulum kalla hann Sigga, sem var að hella víni í glös fyrir okkur. Ég veit ekkert hvaða tegundir af víni þetta voru enda skiptir það engu máli, þetta var rauðleitt sull sem bragðaðist sæmilega ef maður drakk það nógu fjandi hratt og svo annað gult sem var hræðilega súrt. Ég hafði nú heyrt frá Bjarna að Ámu-menn létu fólkið heldur betur drekka nóg þannig að ég bjóst við hinu versta en á þessum tímapunkti var ég kominn á þá skoðun að Bjarni væri ekki í lagi. Hvar var bjórinn!!?
Siggi leiddi okkur svo eins og kindur yfir í búðina þar sem hann fræddi okkur um hvað maður þyrfti til að brugga vín og hvað það tæki langan tíma o.s.frv. Fræddi okkur líka um hvernig maður bruggaði bjór...efast um að ég muni nokkurntíman nenna því though.
Meðan Siggi talaði læddust inn 2 starfsmenn, köllum þau Binna og Beggu, með bakka af því sem sumir kalla hart áfengi sem var í öllum regnbogans litum. Ég, Dóri og Gummi vorum inni í horninu þar sem Binni og Begga mættust með bakkana sína og við urðum því að taka tvöfalt fleiri staup en hinir, nokkuð góður fyrirboði um hvernig restin af kvöldinu yrði. Dóri var nú ekkert að hika við þetta og tók 4 eða 5 á innan við 20 sek. Ég djókaði þá með að seinna í kvöld yrði Dóri pissfullur og buxnalaus uppá þaki að öskra...slæm tímasetning því fyrir aftan mig var Gummi akkúrat að taka staup sem honum tókst ekki að kyngja heldur frussaði út af krafti. Með staupglasinu og hendinni tókst honum samt að stoppa það allt frá því að fara yfir alla.
Þá var kynningin búin og ég fór sem betur fer að smella af myndum eins og óður maður því rétt rúmlega klukkutíma seinna dó batteríið (ekki rafhlaða heldur BATTERÍ!) í vélinni. Á þessum klukkutíma gerðist svo sem ekki margt merkilegt, menn voru orðnir léttir og spjölluðu um hitt og þetta. Ég man samt ekkert hvað var spjallað um, eina sem ég man var að Pétur Guðmundur, a.k.a. Klingon bekkjarins, gerði mig mjög efins um geðræna heilsu sína.
Þegar klukkan var orðin 20:15 var komin helvíti góð stemmning í hópinn og þá þurfti ég líka mjög að pissa. Ég var svo vitlaus að halda að það væri enginn aðgangur fyrir okkur að klósetti og var því búinn að halda helvíti lengi í mér og ég er nú ekki þekktur fyrir að vera með partí-blöðru. Mér var þá bent á að það væri klósett á efri hæðinni og þar er líka einhver annar partur af búðinni þar sem Siggi Ámu-gaur var að ná í meira af áfengi. Þarna var Gummi líka svo "heppinn" að hitta mig. Á þessum tímapunkti átti ég í nokkrum erfiðleikum með að stjórna tungunni og sjónin var farin að versna til muna en það stöðvaði mig ekki í að segja við Sigga að hópurinn væri engan vegin nógu fullur. Maður hefði nú heyrt suddalegar sögur af Ámunni og hversu drukknir allir yrðu þar og þeir væru sko engan vegin að standa undir nafni. Gummi tók undir þetta en hann var jafnvel enn fyllri en ég og hefði betur haldið sér saman því Siggi tók okkur á orðinu og gerði okkur að offical skotmörkum kvöldsins.
Stuttu seinna komu hann og Binni með heilan bakka af marglitum staupum og skipuðu okkur "stórkörlunum" að taka 4 skot hver, öll mismunandi á litin. Maður gerði sér nú upp einhvern trega með þetta enda er ég örugglega helmingi léttari en Gummi en tók engu að síður þessi 4 staup á því sem ég kýs að kalla "of stuttur tími" meðan Gummi skellti þessu öllu í sig strax og bætti við 2 til að "sanna karlmennsku mína fram yfir Kristófer". Um leið og hann sagði "karlmennsku" tók hann stórt hliðarskref því hann missti jafnvægið.
Ég staupa aldrei. Ég staupaði síðast fyrir meira en 18 mánuðum síðan. Ég veit ekki einu sinni hvað ég var að drekka í Ámunni en ég drakk það samt og greinilega of mikið af því, blandaði þarna saman í maganum einhverju sem hefði aldrei átt að blanda saman og þessi efnablöndun átti eftir að hefna sín á mér daginn eftir.
20:45. Gummi var orðinn pissfullur. Ég var farinn að sjá tvöfalt.
Nú var ákveðið að leggja af stað á Ölver þar sem öskra átti úr sér lungun í karaoke og almennt að gera sig að fífli.
Það kom mér soldið á óvart að verðið á bjór var "bara" 450kr sem er töluvert ódýrara en á flestum skemmtistöðum miðbæjarins. Þarna var líka hið margrómaða karaoke. Það voru sjónvörp um allt sem sýndu textann við lagið sem þá var verið að syngja og eitthvað glettið tónlistarmyndband með, rauður og vel uppljómaður pallur stóð við einn vegginn og mic-standur við hliðina á honum. Á þessum palli áttu margir eftir að skemmta sér og öðrum þetta kvöld. Nú man ég ekki neitt rosalega vel hvað gerðist á Ölveri en ég fór að ég held þrisvar upp á pallinn í góðum félagsskap þar sem við gerðum okkur að fíflum því enginn okkar kann að syngja. Það fóru allir úr hópnum (a.m.k. þeim hluta hans sem kom á Ölver) upp á svið einhverntíman um kvöldið, greinilegt að áfengi losar um allar hömlur. Þetta var algjör snilld og bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert í mörg ár, ég hef aldrei skemmt mér eins vel og í þessari vísindaferð og ég hef nú farið í þær nokkrar góðar í verkfræðinni.
Uppúr miðnætti var svo ákveðið að fara í Þjóðleikhúskjallarann þar sem eitthvað heimspeki-djamm var í gangi. Það var gott og blessað, maður gerðist jafnvel svo grófur að skella sér á dansgólfið til að reyna að hrista úr sér áfengisvímuna sem var við það að buga mig.
Staðurinn var nú orðinn helvíti troðinn um 1:30 þannig að ég skellti mér bara út að pissa og settist svo á litla vegginn á móti kjallaranum. Stuttu seinna skoppaði stelpa úr Frönskudeildinni út af staðnum og tillti sér hjá mér. Við áttum gott spjall um mikilvægi vísindaferða og vorum sammála um að þær væru einn mikilvægasti þáttur í háskólagöngu hvers nemanda. Hún skoppaði svo inn í þvöguna aftur en ég röllti upp Laugarveginn og tók leigubíl heim.
Það tók mig u.þ.b. 5 mín að ná veskinu úr vasanum þegar ég þurfti að borga bílstjóranum og enn legri tíma tók það fyrir mig að koma lyklinum í skrána á útidyrahurðinni. Þegar ég loks kom honum í áttaði ég mig á að það væri miklu sniðugra ef ég færi inn um dyrnar á bílskúrnum því þá myndi ég ekki vekja neinn. Skráin á bílskúrnum er helmingi minni en á útidyrahurðinni og lykillinn líka. Ég var kominn á þá skoðun að það væri nú ekkert svo kalt úti og ég gæti alveg sofnað við bílskúrshurðina þegar ég loksins kom lyklinum inn. Inni í bílskúr var GameCube tölvan tengd við surround hljóðkerfi og ég ákvað að taka nú einn leik í F-Zero. Ég ældi næstum því við að spila hann og komst að því að ég myndi aldrei keyra fullur.
Morguninn eftir var ég þunnur. Ég hef aldrei nokkurntíman upplifað þvílíka þynnku. Það var eins og höfuðkúpan væri að reyna að snúa sér út og ég þakkaði fyrir að heilinn sjálfur hefur enga sársaukanema. Maginn var ekki heldur sáttur við þetta ógeð sem fór í hann kvöldið áður og ég þurfti virkilega að einbeita mér til að æla ekki. Ég drullaðist fram og tók verkjarpillu og drakk helling af vatni. Ég þóttist vera nokkuð hress og sagði mömmu að ég ætlaði að leggja mig aðeins lengur þegar mér leið í raun eins og ég væri í sjöunda helvíti þar sem djöfullinn sjálfur væri að pína mig.
Þetta var allt þess virði því kvöldið á undan var eitt besta kvöld ævi minnar.
Hvað er þynnka?
Ég nennti ekki að lesa yfir það sem ég skrifaði í leit að stafsetningarvillum eða innsláttarvillum.
Einnig er atburðarásin er krydduð á vissum stöðum
Takk fyrir mig.
Við fengum Lord of The Rings: The Fellowship of The Ring extended edition í jólagjöf um síðustu jól en fram að deginum í gær hafði ég ekki gert alvöru úr því að horfa á hana. Bjarni (takk google) lýsti yfir efasemdum um gæði þessarar lengri gerðar myndarinnar og bauð mér veðmál um að ég myndi sofna yfir henni. Ég bauð Eiði að horfa á hana með mér en hann afþakkaði sökum þreytu, sagðist eflaust myndi sofna yfir henni. Bjarni hefði frekar átt að veðja við hann því ég fann ekki til þreytu meðan ég horfði á alla 3 klukkutímna og 17 mínóturnar sem þessi mynd er. Ætli þú sért ekki soldið hissa Bjarni?
Anyway, myndin er mikil snilld og gerist ég svo grófur að gefa henni 9.8 í einkunn. Hún fær ekki 10 því það voru nokkur hálf vandræðaleg/misheppnuð atriði í henni. Mér fannst t.d. Gandalf ekki virka nógu kraftmikill þegar hann stóð á móti Balrogginum á brúnni í Moríu. Eins var atriðið þegar Faramir deyr frekar vandræðalegt og væmið eitthvað...sérstaklega þegar Aragorn kyssir hausinn á honum eftir að hann er dauður.
Restin af myndinni er algjör snilld. Ég las hobbitann og lordarann á sínum tíma og fannst mikið til koma og mér finnst nú bara fjandi vel unnið úr fyrstu bókinni í þessari mynd. Auðvitað var ekki hægt að ná öllu úr bókinni enda hefði myndin þá eflaust orðið tvöfallt lengri.
Kiddi fær svo extended útgáfuna af Lord of The Rings: The Two Towers í þessari viku og ég treysti á að hann kíki með hana hingað þar sem maður er jú búinn að tengja dvd spilarann inni í bílskúr og tengja hann í 5.1 surround kerfið.
Ég verð nú bara að segja að eftir því sem dagarnir líða þá finnst mér Matrix 3 sífellt vera verri og verri mynd. Ég er núna kominn á þá skoðun að hún sé einfaldlega slæm mynd og alls ekki þess virði að borga 800kr fyrir (aumingja þeir sem sáu hana í lúxus sal). Það er bara of margt að henni. Eitt sem mér finnst mjög undarlegt er klæðnaður fólksins í Zion, þau eru öll í einhverjum ljótum og slitnum fötum...en samt hafa þau tækniþekkinguna til að búa til þessi rosalegu skip sín og tölvur. Geta greinilega ekki búið til almennileg föt eða hús.
Ég ætla nú ekki að fara að skemma myndina fyrir neinum sem eiga eftir að sjá hana en plot holes í myndinni eru bara of margar. Það er alveg greinilegt að þetta var aldrei hugsað sem þríleikur. Þeir gerðu fyrstu myndina af mikilli alúð og verður að segja að hún heppnaðist einstaklega vel, lang besta myndin af þeim öllum. Hinar 2 eru mjög slappar. Þeir hafa bara séð hvað þeir voru með í höndunum eftir fyrstu myndina og ákveðið þá að þetta yrðu 3 myndir til að reyna að græða sem mest.
Þótt það sé fáránlegt að gera þetta svona eftirá þá lækka ég hér með einkunnina mína úr F9 niður í F4 og fær hún þá einkunn fyrir flott útlit og eina mjög flotta orrustu.
Þá er bara að bíða eftir Lord of The Rings: The Return of The King sem verður vonandi frábær. Fyrri 2 voru a.m.k. mjög góðar þannig að ég bíð spenntur. Verst að hún verður örugglega frumsýnd í miðju prófatímabilinu :(

Fyndið hvað maður er alltaf stressaður þegar löggan keyrir fyrir aftan mann. Tók bensín í Spönginni og alla leiðina þaðan var ég með risa lögreglubíl alveg í rassgatinu. Ég tók eftir honum rétt áður en ég ætlaði að hringja úr gsm símanum...án handfrjáls búnaðar. Ég passaði mig über mikið að keyra á löglegum hraða og gaf samviskusamlega stefnuljós alla leiðina heim en allt kom fyrir ekki, þeir neituðu að fara. En mér tókst að leika á lögguna með því að beygja inn í Hamrahverfið, þá orðinn vel sveittur af stressi.
Viewtiful Joe er ótrúlega töff leikur sem ég er búinn að bíða mjööööög lengi eftir. Þetta er side-scrolling quasi-3D leikur þar sem maður stjórnar Joe sem getur breyst í súperhetjuna Viewtiful Joe. Hann er með kærustunni í bíó á einni af uppáhalds bíómyndinni sinni sem skartar engum öðrum en Captain Blue í aðalhlutverki. Illmennunum tekst í þetta skiptið að sigra Blue og seilast eftir það í gegnum bíótjaldið og ræna kærustu Joe. Captain Blue nær þá í Joe og flytur hann yfir í "The Movie World" þar sem hann verður að takast á við hin illu öfl til að bjarga kærustunni sinni og heiminum öllum því Blue sjálfur hefur verið sigraður og getur ekki haldið baráttunni áfram. Joe verður hin magnaða ofurhetja Viewtiful Joe.
Þessi leikur hefur alveg einstakt útlit, hann er cel-shaded og það tekst svo snilldarlega að hvert screenshot lítur út eins og síða úr comic book. Sem Viewtiful Joe hefur maður líka 'Special Powers' en þau helstu eru:
F-Zero GX er einfaldlega hraðasti racer sem nokkurntíman hefur verið gerður. Það er ekkert flóknara en það. Brautirnar í leiknum eru ótrúlega flottar(!) og maður þýtur í gegnum þær ásamt 29 öðrum racers. Það er enginn eðlilegur hraði sem maður er á því 1200 km/klst kallast "eðlilegur" hraði en þá mætti maður þó reyna að gefa aðeins meira í. Maður getur líka "boostað" en með því eykur maður hraðann sinn töluvert en þó bara í nokkrar sekúndur og við það skemmist skipið mans aðeins. Skaðann er svo hægt að bæta með því að hitta á 'boost zones' í brautinni.
Það eru víst nokkrir fylgikvillar við að spila þennan leik, þar á meðal sársauki í augum og hausverkur því hraðinn er svo mikill að maður þorir ekki að blikka og maður þarf að einbeita sér 100% meðan maður spilar. Það er farið betur í þetta á gamansaman hátt hérna.
Svo er líka hægt að spila hann í 4-player split-screen sem getur ekki verið annað en snilld.
Review af leiknum er svo hægt að skoða á ign og á gamerankings.com
Eftir að ég fæ þessa blessuðu leiki í hendurnar mun ég eflaust skrifa meira um þá því þeir verða stór hluti af mínu lífi.
maí 2002 júní 2002 júlí 2002 nóvember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 september 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 nóvember 2005 janúar 2006