Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

föstudagur, september 12, 2003

 
Í gær keyrði ég framhjá dauðum mávi á leiðinni að gullinbrú....ég held allavega að það hafi verið mávur en gæti alveg hafa verið köttur. Skemmtilegt hvað svona roadkill verða ótrúlega flöt, þetta var örugglega ekki þykkara en 1cm.

þriðjudagur, september 09, 2003

 
Eins og fleiri nemendur í japönsku þá hef ég hamast í kvöld við að læra katakana. Nú er svo komið að ég "kann" það allt saman og finnst um leið eins og þrýstingur í höfðinu á mér hafi aukist...farinn að bólgna út af þekkingu býst ég við. Ég gerðist nú svo grófur um helgina að læra hiragana líka þannig að ég er nokkuð vel settur í dag. Ætti a.m.k. að geta lesið eitthvað í blessaðri kennslubókinni. Maður er nú ekki orðinn neitt rosalegur samt, lestrarhraðinn er svipaður og hjá litlu barni sem er að læra að lesa í fyrsta skipti...enda er maður þannig. Á 3 dögum hefur mér tekist að læra að lesa uppá nýtt og það kalla ég helvíti gott. Þegar ég opnaði kennslubókina í byrjun námskeiðsins skildi ég ekkert í hrafnasparkinu á síðunum og var viss um að mér tækist aldrei að læra þetta, í dag get ég stoltur opnað bókina og á ca. klukkutíma stamað mig í gegnum heila síðu (^_^) update: Hörður Mar a.k.a. keeeeeaaaallinn lánaði mér fyrir helgina bókina Remembering The Hiragana og verður að segjast að sú bók er snilld (ánægður núna Hörður?). Blöðin sem Umezawa-sensei gaf okkur eru nú alveg jafn góð og nota svipaðar aðferðir, þ.e. að koma með einhverja absúrd myndlíkingu og sögu fyrir hvern staf...því fáránlegra sem það er því auðveldara virðist vera að muna stafinn.

föstudagur, september 05, 2003

 
Ég er ekki dauður... ....en ég er byrjaður að læra japönsku. Stay tuned!

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?