Júróvisjón kúkur
Enn einu ömurlegu Eurovision lokið. Það eina sem ég horfði á var Austuríska lagið og TATU, Austurríski gaurinn var snillingur en TATU gerðu ekkert merkilegt. Þegar ég sá að þær voru í hvítum bolum bjóst ég nú allavega við að þetta yrði blautbola-eitthvað en svo varð ekki og þetta var bara ómerkilegt hjá þeim og þar að auki illa sungið. Það sem gerði illt verra var að fávitinn og atvinnu-sleikjan Gísli Marteinn var að "lýsa" þessu. Þessi maður ætti nú bara að skjóta sig því hann er svo leiðinlegur.
Í staðin fyrir að horfa á þetta sorp lét ég loks verða af því að horfa á
Spirited Away sem ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með, fín mynd í alla staði. Því minna sem þið vitið um þessa mynd áður en þið horfið á hana, því betra. Látið hana koma ykkur á óvart.
Eitt tekur við af öðru
LOKSINS búinn í prófum! Reyndar fyrir nokkrum dögum. Það sem tók við eftir síðasta prófið voru nokkrir klukkutímar til að gera sig tilbúinn og síðan brunað beint í bústað á Snorrastöðum með
Söru, Höska og Jóa þar sem var tekið á því með 1. árs nemum í Rafmagns- og Tölvuverkfræði. Þessi "bústaður" var nú meira í ætt við félagsheimili, tveggja hæða djöfull með stóru eldhúsi og fullt af kojum. Þetta var alveg frábær ferð og allir sem fóru með sáu ekki eftir því. Jói sá um að keyra enda reynslubolti á ferð því hann hefur keyrt þangað áður og í það skiptið villtist hann. Í þetta skiptið þurfti hann að stoppa og hringja í mömmu sína þar sem samtalið byrjaði svona "Sæl mamma mín þetta er Jói. Heyrðu, mannstu í fyrra þegar ég viltist á leiðinni uppá Snorrastaði....já...ég er aftur villtur þar." Það reddaðist nú allt fyrir rest því Jóinn var á réttri leið eftir allt saman en þetta atvik í bílnum var ótrúlega fyndið.
Þegar fór að líða á fylleríið fóru menn að fá alveg frábærar hugmyndir (frábærar meðan maður er fullur) og þar á meðal var að fá sér sundsprett í ökkladjúpa læknum sem rann hjá bústaðnum. Þetta varð einhverskonar macho-sýning þar sem þrír strippuðu niður á nærbuxurnar og fóru að busla í ísköldu vatninu. Eftir það fóru Höski og Jói í
keppni um hver gæti staðið lengur í læknum sem Jói
tapaði. Þá sagðist höski ætla að vera þarna útí í 10mín í viðbót sem hann stóð við. Eftir það þegar hann var að fara í skóna sagði hann "ég finn ekkert hvað ég er að gera, ég bara treð fótunum í". Þegar við vorum komnir aftur í bústaðinn þá upplýsti hann að öll tilfinning hyrfi um mitt læri. Daginn eftir var hann kominn með heiftarlegt kvef. Góður.
Á laugardaginn var svo afmælispartí hjá Danna. Það var hið fínasta og að sjálfsögðu splæsti strákurinn í vænan kút handa hans heittelskuðu bekkjarfélögum. Það var líka frumsýnt eitthvað nemó-video frá því úr 4.bekk en mér var slétt sama um það enda var ég ekki í þeim bekk, bara fyndið að sjá hvernig sumt fólkið hafði breyst (haha töff klipping Krissa!!).
Í dag byrjaði síðan vinnan af fullum krafti. Ég lenti í alveg fínum hóp í breiðholtinu með bílstjóra sem rífur mest kjaft af öllum bílstjórum. Ef ruslabíll keyrir framhjá ykkur (það les einhver þessa síðu, right?) og bílstjórinn öskrar "djöfull ertu ljót" þá er það hann. Nú í hópnum er einn gaur í einhverjum kristilegum söfnuði og ég gerði þau mistök að segja honum að ég væri trúlaus. Þá byrjar hann að útskýra fyrir mér hvað biblían væri rétt og góð söguleg heimild eftir að ég hafði bent á að biblían væri eins og íslendingasögurnar, kannski byggðar á raunverulegu fólki og einhverjum rauverulegum atburðum en spunnið all hressilega í kringum. Í stuttu máli þá vill þessi strákur meina að þróunarkenningin sé röng og vísindamenn sem hafa rannsakað aldur og þróun jarðarinnar hafi að miklu leyti rangt fyrir sér (þó svo hann viðurkenni að risaeðlur hafi verið til, enda sé minnst á slíkar skepnur í biblíunni). En ef einhver sem les þessa síðu lumar á dóti sem ég get slett framan í hann og beðið um útskýringu á þá væri það vel þegið.
Trúleysinginn kveður í bili
Leti og próf
Jájá, búinn að vera latur hérna enda hef ég engann tíma fyrir þetta blogg rugl meðan ég er í prófum.
Mæli bara með að þið skoðið þetta: http://discuss.futuremark.com/forum/showflat.pl?Board=gaminggeneral&Number=2183593 sleeeeeef