Stafrænn Kristófer
Ekki pota í mig
mánudagur, mars 31, 2003
free enneagram test
Ég tók þetta test sem er titlað RHETI Enneagram Test og er eitthvað viðurkennt próf til að finna hvernig persónuleiki þú ert. Þetta er að vísu bara test-útgáfa af því en til að taka allt 145 spurninga prófið þarf að borga $10
Aðrir sem eru í sama flokki og ég:
Robert F. Kennedy, Malcolm X, Princess Diana, George H. W. Bush, Tom Hanks, Bruce Springsteen, Candice Bergen, Gilda Radner, Meg Ryan, Helen Hunt, Sigourney Weaver, Mel Gibson, Patrick Swayze, Julia Roberts, Phil Donahue, Jay Leno, John Goodman, Diane Keaton, Woody Allen, David Letterman, Andy Rooney, Jessica Lange, Tom Clancy, J. Edgar Hoover, Richard Nixon, and "George Costanza" (Seinfeld).
Flest allt heiðursfólk nema George H. W. Bush er fáviti og Richard Nixon ekki alveg sá besti.
Democracy is dead!
Smellir
Það vita einhverjir af því að ég fór fyrir aðeins meira en ári síðan í aðgerð þar sem kjálkinn á mér var brotinn, færður fram og skrúfaður saman. Þetta var gert í tengslum við tannréttingar, annað hvort þessi lausn eða ýta við framtönnunum í efrigóm þannig að þær hallist afturábak til að mæta þeim í neðrigóm.
Það eru nokkrar óæskilegar aukaverkanir sem fylgdu þessu. Ég er algjörlega tilfinningalaus í tannholdinu vinstra megin í neðrigóm, nær frá framtönninni vinstra megin og alveg aftur að endajaxli. Síðan er tilfinningin á sama svæði í vörinni og hökunni algjörlega bjöguð þannig að ef ég strýk yfir hökuna þá finnst mér ég vera að strjúka yfir vörina og ég finn ekkert fyrir því ef ég slefa eða ef matur hittir ekki alveg upp í munninn. Líkurnar á þessu áttu, ef ég man rétt, að vera 5%...heppinn djöfull.
Önnur aukaverkun er að í hvert skipti sem ég opna munninn ákveðið mikið þá smellur í einhverjum liðböndum eða hvað sem það er vinstra megin í kjálkanum. Þessi hæfileiki er ekki algjörlega gagnslaus því með honum get ég skemmt mér löngum stundum með tónsmíðum. Ég ákvað af taka upp eitt af þessum lögum og má nálgast það
hér.
Democracy is dead!
sunnudagur, mars 30, 2003
Kaldhæðni örlaganna
Ég var að enda við að lesa mjög áhugaverða
grein sem er bara hægt að lýsa sem kaldhæðni örlaganna. Virkilega þess virði að lesa.
Democracy is dead!
laugardagur, mars 29, 2003
Enn einn sigur
Það bar víst nafn með renntu þetta lag sem MR-ingar fluttu sem skemmtiatriði í úrslitaviðureigninni. Ég óska þeim til hamingju með sigurinn en vona um leið að þeir sigri ekki aftur að ári.
Democracy is dead!
Af heiðursmönnum og valdasjúkum mönnum
Ég var að skoða bloggið hans
Dr. Gunna og rakst þar á nokkuð gott stöff. Eftir óskarsverðlaunaafhendinguna virðist fréttamönnum vera gefinn kostur á að spyrja vinningshafanna spjörunum úr og eins og allir vita væntanlega þá hlaut
Michael Moore óskarsverðlaun fyrir heimildarmyndina Bowling For Columbine og
Hérna er hægt að streama videoi sem var tekið þegar hann svaraði spurningum fréttamanna eftir afhendinguna. Eins og við var að búast er hann ekkert að liggja á sínum skoðunum. Á heimasíðu
óskarsverðlaunanna er síðan hægt að skoða
video frá afhendingu allra verðlauna sem voru veitt.
Annað sem ég kom auga á á (Bóndinn á Á á á á beit) heimasíðu Dr. Gunna var linkur á heimasíðu samtakanna
New American Century. Ef ég á að taka sama markmið þessara samtaka í tveimur orðum þá eru þau "heimsyfirráð Bandaríkjanna". Eða eins og þeir segja sjálfir: "
American world leadership ".
Akkúrat núna stendur yfir úrslitakeppnin í Gettur Betur milli MR og MS. Staðan núna er 27 - 22 fyrir MR....ég held ekki með MR. Þegar ég kveikti var staðan 22 - 21 fyrir MS..síðan þá hefur MS ekki fengið stig...kannski ætti ég að slökkva aftur.
Democracy is dead!
Mikjáll Jakkason
Ég horfði á þáttinn Michael Jackson Take 2 í ríkiskassanum í gær. Ég hafði nú ekki séð heimildarþáttinn eftir þennan Bashir sem þessi þáttur átti að sýna fram á að hefði verið algjört rugl en eftir að hafa horft á þennan þátt þá gjörbreyttist mín skoðun á Jackson. Ég hafði haft þá skoðun á manninum að hann væri eitthvert mesta frík á jörðinni, barnaperri og snargeðveikur. Ég er núna á þeirri skoðun að hann sé barn í líkama fullorðins manns. Enda átti maðurinn frekar bágborna æsku miðað við það sem maður hefði kallað eðlilegt, endalaust að vinna og enginn tími til að leika sér.
Enginn getur heldur neitað því að hann er mikill snillingur og var óneitanlega kóngur poppsins á sínum tíma. Í dag er nú ekki sjón að sjá manninn enda hefur hann greinilega farið í margar aðgerðir á andlitinu, það lýgur því enginn að mér að hann hafi bara farið í 2 aðgerðir á nefi og ekkert meira. Hann er með alveg þykkt lag af farða á andlitinu á sér eins og sást á því að förðunarkonan hans var alltaf að bæta á hann farða þegar myndavélin stoppaði.
Það er nú fallegt af honum að bjóða krökkum úr fátækrahverfunum, og öðrum sem eiga erfitt, í skemmtigarðinn sinn en ég veit ekki hvort hann geri það af hjartagæsku eða til þess að reyna að bæta álitið sem fólk hefur á honum. Ég held ég geti ekki heldur tjáð mig um það að krakkar sofi í rúminu hans... Hitt er þó víst að hann hefur mátt þola alveg fáránlega mikla athygli frá fjölmiðlum, ég væri örugglega löngu búinn að skjóta mig ef ég hefði þurft að þola allt þetta áreiti meirihluta míns lífs eins og hann hefur þurft að gera. Hann má ekki skeina sig, þá er það komið á forsíður blaðanna.
Mitt álit á Michael Jackson batnaði a.m.k. heilmikið eftir að ég horfði á þennan þátt og ég vona bara að komi enn betur í ljós að í framtíðinni að hann sé fínn kall.
föstudagur, mars 28, 2003
Ólögleg vopn?
Þetta stríð sem geisar í dag virðist skv. Bretum og Bandaríkjum vera háð því Saddam sé vondur kall og eigi ólögleg vopn. Eins og flestir vita þá hafa Bandaríkjamenn og Bretar
sjálfir selt manninum þessi ólöglegu vopn og efni en þegar það gerðist var Saddam góður kall og vinur Bandaríkjanna. Síðan varð hann vondur og mátti þá ekki lengur eiga þessi vopn. Auvitað hefur hann ekki bara keypt vopn frá könum og bretum og hann er ekki beint rétti maðurinn til að eiga þessi vopn en það breytir því ekki að þessi "Coalition Of The Willing" voru viljugir (haha leikur að orðum) til að selja honum þessi vopn meðan þeir græddu á honum. En hvað sem því líður þá eru ákveðin vopn sem samvæmt lögum um stríð er bannað að nota. Það eru t.d. cluster bombs (klasasprengjur) og napalm. Engu að síður virðast þessir "verndarar friðar" nota þessi vopn Þeir hafa líka hafnað því að eyða efnavopnunum sínum og hætta þróun á nýjum og jafnvel þótt allur heimurinn fordæmi notkun kjarnorkuvopna og viti hversu hræðilegar afleiðingar þeirra eru þá hafa þeir farið fram á að þróa "miniature" útgáfur sem hægt sé að nota í hernaði. Þeir munu náttúrulega hunsa þessi bönn því þeir gera það sem þeir vilja sama hvað alþjóðasamfélagið segir.
Ég held að Bandaríkin ættu að líta í eigin barm áður en þeir fara að benda á aðra.
On another note þá er þetta helvíti athyglisvert blogg sem afrekaði það að verða mest linkaða síða í heiminum, Íraki sem bloggar úr Baghdad.
miðvikudagur, mars 26, 2003
Eitthvað mis
Þessar breytingar koma ekkert fram á templateinu...fucked up template. Nenni ekki að pæla í því núna því ég ætla bráðlega að breyta útlitinu á síðunni í eitthað alveg nýtt.
Björgun Strumpsins
Klukkan rúmlega 00:45 í gærkvöldi, 45mín eftir að ég ætlaði að vera farinn að sofa, var ég að búa mig undir að slökkva á tölvunni. Þá kemur Anton allt í einu online og fer að spjalla við mig, spyr hvort ég geti bjargað litlum strumpi
. Mig grunaði strax að strumpabjáninn þyrfti að redda sér fari heim og sá grunur reyndist á rökum reistur því strumpurinn var í sjálfheldu hjá Antoni. Það atvikaðist víst þannig að Anton hringdi í Þóri um miðjan daginn og spurði hvort hann nennti í bíltúr og strumpurinn játti því.
Þegar Anton síðan kemur þá segir hann frá því afreki sínu að honum tókst að læsa sig úti þannig að þeir fóru til einhverjs lásasmiðs sem fór heim til Antons og tókst eftir langan tíma að opna hurðina inn til hans. Anton fann hvergi lyklana sína og í þokkabót átti hann auðvitað engan pening til að borga gaurnum...leysti það með því að leigja spólu og láta taka yfir af kortinu.
Strumpurinn bjóst ekkert við því en neyddist þá til að horfa á spóluna með tona. Hann spurði nú áður hvernig hann ætti að komast heim og var svarið alveg dæmigert fyrir tona: "seinni tíma vandamál", og seint og um síðir þegar spólan var búin og strætó hættur að ganga þá kom í ljós að toni gat ekki keyrt strumpinn heim. Hann gat ekki skilið eftir ólæsta útidyrahurðina því þá væri hann að opna inná nágranna sína.
Ég bjargaði strumpinum gjörsamlega með því að sækja hann og gremst mér að hann hafi ekki einu orði minnst á þennan greiða á
síðunni sinni því þetta orsakaði heldur betur rask á mínum áætlunum. Kom ekki heim fyrr en 01:30 og þar með voru mín plön um að mæta kl 8 á bókasafnið í VRII orðin að engu. Hann lofaði mér samt að bjóða mér að borða við tækifæri, ég sagðist vilja fara á Argentína Steikhús en hann sagði að það væri ómögulegt...pifff
Untill next time,
peace out
mánudagur, mars 24, 2003
Breytingar
Nokkrar breytingar hafa orðið á síðunni, ég er búinn að breyta linkalistanum hér til vinstri í ljósi þess að flestir á honum eru óvirkir þessa dagana. Tveir nýjir voru að bætast við en það er annars vegar Halldór, a.k.a.
Gemsalausi Maðurinn, og hinsvegar
Sigurgeir með Töfraleikhúsið sitt.
Halldór var með mér í bekk síðasta árið mitt í
Versló og er nokkuð aktífur í sínu bloggi en síðasta færsla hjá honum er ljóðabálkur þar sem hann mótmælir stríðinu í Írak. Helvíti flott hjá honum.
Sigurgeir hitti ég fyrst þegar hann keyrði með mér og Binna kunningja mínum á Autechre tónleika fyrir nokkrum árum síðan. Seinna um sumarið fór ég að vinna í Osta og Smjörsölunni en þar vann Sigurgeir líka...ég gleymi því aldrei hvað hann var sveittur í lófanum þegar ég heilsaði honum þá. Seinna fór ég að vinna sem sorphreinsimaður ,eða ruslakall eins og það er kallað, og þar var Sigurgeir líka að vinna. Það má því segja að ég stalki hann hvert sem hann fer. En hvað sem því líður þá er hann fjandi orðheppinn í sínu bloggi og kemur oftar en ekki með skemmtilegar greinar.
Risinn upp frá dauðum
Já nú er ég risinn upp frá blogg-dauða mínum og ætla að reyna að halda uppi virku bloggi...og líka að reyna að taka mig á í lærdómnum! Gengur ekkert annað, fjandinn hafi það!
Þessa stundina er ég að hella mér yfir bókina
The Principles of Computer Hardware sem er alveg þokkalegt bara. Mjög áhugavert efni en bókin er alveg hræðilega seinlesin enda held ég að hún sé skrifuð með einfaldleika kanans í huga. Þessi bók verður lesin í kvöld og á morgun en það vill svo skemmtilega til að á mánudögum er ég búinn í skólanum kl 12:15 þannig að það er nægur tími til að læra...enda veitir ekki af, þarf að gera heimaverkefnið sem á að skila á morgun í gattinu og líka þau sem átti að skila í síðustu 2 tímum.
Ég er síðan búinn að kaupa mér digital myndavél og skellti mér á Canon Powershot S45 sem Höski gerðist svo góðhjartaður að kaupa fyrir mig í fríhöfninni þegar hann skrapp í drykkjuferð til London. Þessi myndavél er algjör snilld og má búast við því að hingað á síðuna fari að flæða einhverjar fleiri myndir. Sú eina sem er komin er þessi frekar súra mynd af auganu mínu. Ég fiffaði hana aðeins til í photoshop þannig að það eina sem er í fókus er lithimnan...skemmtilegt það...já.
Það er síðan helst í fréttum að
Garðar er kominn aftur á klakann og hann er víst bara helvíti ánægður með að vera kominn aftur eftir langa veru og mikið fyllerí í Frakklandi. Litlir fuglar hafa síðan hvíslað að mér að hann ætli að gerast svo grófur að halda partí á næstunni og ef af því verður þá efast ég ekki að hann muni miðla af sinni reynslu sem drykkjubolti í neitunarvaldslandinu.
miðvikudagur, mars 19, 2003
Archives
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
nóvember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
september 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
nóvember 2005
janúar 2006