Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

laugardagur, nóvember 30, 2002

 

laugardagur, nóvember 09, 2002

 
Í dag var haldið uppá "fertugsafmæli" Krissu og Helgu og var það alveg mjög fínt, maður hitti loksins aftur gamla krúið úr 6-Y. Partíið var haldið í íbúðinnni sem Helga og Siggi, kærastinn hennar, búa í og það verður að segjast að þau búa bara mjög vel....allavega hefði ég innilega ekki efni á svona íbúð. En allavega þá var þetta mjög fint. Ég asnaðist til að borga í einhverju bölvuðu jelly sem Árni, a.k.a. pawz, bjó til. Ég veit ekkert hvað varí þessu jelly en það var allavega heill vodka peli...þetta leit mjög saklaust út en leyndi heldur betur á sér. Ef maður hafði þetta lengur en 3 sek uppí sér þá varð þetta viðbjóðslegt á bragðið en maður lét sig hafa það. Þessi ljósbláa bolla var líka ALLT of sterk en það var svosem í fínu lagi, fínt að verða fullur án þess að borga neitt. En talandi um það þá fór ég líklegast í leiðinlegustu vísindaferð ævi minnar í í kvöld. Ferðinni var heitið í Flugmálastjórn en við vorum alltof seinir. Visindaferðinar eru náttúrulega á óheppilegasta tíma á föstudögum, það þarf að keyra alveg massa langt í heví umferð þannig að það er varla sjéns að meika það á minna en 20 mín héðan úr rassgati Reykjavíkur. Jói kom hingað með gjafirnar handa Krissu og þaðan ætluðum við að sækja Árna og Krissu en það fór ekki eins og við vonuðum. Við vorum alltof seinir fyrir og Höski svaf yfir sig í þokkabót þannig að við þurftum líka að sækja Höska. Við komum ca. 20 mín of seint í vísindaferðina en það skipti engu máli því þegar við mættum var fyrsti gaurinn svona rétt hálfnaður. Við sátum þarna yfir alveg mest leiðinlegum fyrirlestrum hjá 3 gaurum.Þetta var örugglega voðalega áugavert en maður hafði lítinn áhuga á þessu tali þeirra, maður beið bara eftir bjórnum sem var hvergi sjáanlegur. kl 7 lauk loksins fyrirlestum og við pilluðumst útí bíl alveg bjórlaus...ekki sátt. Við eltum samt rútuna og það borgaði sig því hún fór beinustu leið í Nauthólsvík þar sem við fórum í eitthvað flugskýli og fengum HEILAN bjór, gríðarlegt magn það sem svo sannarlega fullnægði ekki áfengisþörfum okkar...eða ekki. Á þessum tímapunkti voru menn orðnir ferkar pirraðir og svangir enda sumir (ég og höski) ekkert búnir að éta síðan í hádeginu. Við beiluðum því á þetta "partí" og fengum okkur pítsu á Eldsmiðjunni og brunuðum þaðan alltof sein í afmælið með annað afmælisbarnið, sem einmitt keyrði því við vorum allir orðnir við glas. Við vorum með nokkrar gjafir sem við afmælisbörnin vissu ekkert af og var laumast að ná í þær eftir að við komum í afmælið. Helgu gáfum við glæsilegan gólflampa ásamt ferlega töff kerta"stand" sem höndlar alveg fleir kerti en ég hef putta. Krissu gáfum við líka flottan kertastand ásamt aðal költinu í dag, () með Sigur-Rós. Við gáfum henni líka gjöf sem Höski ákvað að kaupa í einhverju flippi...ógeðslega ljótan og ósmekklegan klósettbursta sem ég skal ábyrgjast að passar ekki inná eitt einasta baðherbergi á landinu. Ég var nú samt svo góðhjartaður að bæta við þessa veglegu gjöf okkar tvem skrifuðum diskum. Þetta eru nú hvorki meira né minna en Oh, Inverted World með The Shins ásamt In the Aeroplane Over the Sea með Neutral Milk Hotel. Verð samt að segja að Oh, Inverted World er besti diskur sem ég hef hlustað á í lengri tíma, mæli hiklaust með honum.

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

 
Já já Republicans bara búnir að vinna allt í USA, en hvað það var nú heppilegt fyrir Bush. Núna þarf ekki að semja um neitt þanngi að Bush & co. geta gert hvað sem þeir vilja. Þá er það orðið 110% öruggt að þeir gera innrás í Írak með þeim afleiðingum að þúsundir Íraka munu deyja. Dauði óbreyttra borgara skiptir náttúrulega engu máli því USA fær yfirráð yfir olíunni í Írak sem er algjör must fyrir þá til að efnahag USA verði bjargað. Það verður örugglega byrjað á alveg heví loftárásum þar sem allt verður gjörsamlega jafnað við jörðu og allt eyðilagt. Síðan kemur landherinn inn og hreinsar burt þá sem eftir lifðu. Þeir þurfa samt örugglega að standa í miklum bardögum í borgum því Íraskir hermenn hörfa örugglega þangað. Þá er alveg bókað að fullt af óbreyttum borgurum mun deyja...en það verður náttúrulega ekkert sagt frá því (fyrr en kannski eftir 50 ár). Þegar árásinni er lokið munu væntanlega verktakar frá Bretlandi koma inn og byggja allt upp (Bretland styður jú USA í þessu) en síðan taka bandarísk olíufyrirtæki olíuna. Fyrst um sinn verður örugglega herforingi frá Bandaríkjunum við stjórn í Írak en mögulegt er að einhverri stjórn verði síðan komið á. Það eru samt svo mörg menningarbrot í Írak að það verður illmögulegt og líklega ómögulegt þannig að allt verður logandi í borgarastyrjöldum í fjölda ára. En það skiptir ekki máli því Bandaríkin fá olíuna.

miðvikudagur, nóvember 06, 2002

 
Ég hef verið að heyra ýmsar sögur sem gera mér nokkuð órótt því ég fer að hugsa um hvað hefði getað gerst, en gerðist (vonandi) ekki, í hótelherberginu á Costa.... að minnsta kosti fékk ég aldrei pot í punginn.
 
Kiddi og Hjálmar ætluðu að koma í heimsókn til mín á laugardagskvöldið síðasta, það er ekki fréttnæmt nema fyrir það að ekkert varð af tjáðri heimsókn því ég þurfti að berjast hatrammri baráttu við trojans og vírusa á tölvunni. Barátta sem ég að sjálfsögðu sigraði. Það sem kannski er athyglisvert við þetta er að Kiddi var að drepast í maganum laugardagskvöldið, sunnudaginn og mánudaginn (en mætti samt í eðlisfræði verklegt á mánudeginum). Síðan þegar ég sendi kauða sms seinni partinn í gær þá fékk ég svarið "er hjá lækni", ég sendi eitthvað til baka en fékk ekkert svar....fyrr en í morgun. Þá sendir Kiddi mér sms "magakveisan reyndist vera sprunginn botnlangi". Drengurinn var búinn að vera með sprunginn botnlanga, sem btw er mjög sársaukafullt, í 3 daga og mætti samt í eðlisfræði verklegt. Þetta kallar maður hörku. Hann var náttúrulega bara skorinn upp strax í gærkvöldi enda getur þetta verið stórhættulegt. Miðað við að hann mætti í skólann eftir 3 daga með hann sprunginn ætti ekki að líða á löngu þar til hann mætir aftur í skólann :) Hvað meinar annars Rósa Erlingsdóttir jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands með ummælum sínum um "jafnrétti" (lesist "minnimáttarkennd"). Eins og þeir vita sem hafa kynnt sér málið eru konur í meirihluta í öllum deildum háskólans nema einni, þ.e. verkfræðideild. Þá vill þessi kellingarbelja auka fjölda stelpna í því námi með því að minnka vægi stærðfræði á fyrstu árunum. Á semsagt auðveldara nám að laða að stelpur? Er hún með þessu að setja að stelpur séu of lélegar í stærðfræði til að ráða við þetta nám? Ég túlka þessi orð hennar allavega þannig að stelpur séu heimskari en strákar. Svo ég verði ekki barinn í buff þá vill ég taka fram að þetta er ekki mín skoðun (je ræt) heldur skil ég orð Rósu svona. Helvíti góður jafnréttisfulltrúi sem segir að stelpur séu heimskari en strákar og þess vegna verði að auðvelda námið svo fleiri af þeim fari í það.

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

 
US exerting pressure on inspector says Scott Ritter. Ritter also expressed a fear that Washington would try to trigger a war with Baghdad by interfering in new arms inspections. "The US will be doing whatever it can to provoke a confrontation," the American told journalists at the start of a two-day peace conference in Berlin. "There is a big group of people in the United States that want war." Heimurinn er að fara til fjandans með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar.
 
Hvað er málið með að internetið sé í ólagi á bókasafninu í VR-II? Síðustu 2 vikurnar hef ég ekki getað komist á þráðlausa netið þar því tölvan fær ekki úthlutað ip tölu...bölvað rusl. Virkar hinsvegar allstaðar annarstaðar. Maður ætlaði að taka því rólega meðan ég og Eiður skiptumst á að gera eðlisfræðiskýrslu dauðans. Ég vill nota tækifærið og þakka Höskuldi fyrir góða hjálp.

Fyrir þá sem ekki vita hver dansandi hundurinn hér fyrir neðan er þá er þetta GIR í dulargerfi. GIR er einn af karakterunum í Invader Zim sem er bara einhver snilldarlegasta teiknimyndasería sem gerð hefur verið. Skapari hennar er enginn annar er Jhonen Vasquez höfundur JTHM (Johnny The Homicidal Maniac), Squee, I Feel Sick, Filler Bunny og Bad Art Collection (það er víst komið eitthvað meira eftir hann í nördabúðina Nexus en ég á eftir að tjékka á því. Mæli allavega með að allir skoði Invader Zim eða eitthvað af því sem Vasquez hefur gert, sérstaklega ef þið hafið gaman af sjúkum húmor.

mánudagur, nóvember 04, 2002

 

There is really nothing more to say than that
 
Eftir langt hlé hef ég ákveðið að byrja á þessari bölvuðu blogg-vitleysu aftur. Hver hefur þörf fyrir enn eitt tilgangslaust bloggið? Þetta er náttúrulega bara geðveiki, allir og amma þeirra blogga í dag. Það er margt búið að gerast síðan maður skrifaði síðast, löngu hættur að vinna og byrjaður í skólanum aftur. Maður hálf saknar þess að vera ekki að vinna lengur, þessir geðsjúklingar voru helvíti skemmtilegir. Samt var nú skemmtilegast í hópnum hjá Stulla þar sem einn flokksmaðurinn segist hafa gert ekki minni hlut en að raka pjötluna á Betu Rokk. Auk þess heldur einn meðlimurinn uppi heimasíðu sem er tileinkuð rusli og okkar undursamlega heimi. Skólinn er jú byrjaður líka....þetta er nú meiri vitleysan. Það er bara alltof mikið að gera í skólanum þessa dagana og maður verður að drullast til að vinna upp það sem maður var kominn á eftir í námsefninu...ekki gaman það, sérstaklega ekki þegar maður nennir því ekki. Svo var maður að komast að því að eitthvað af frændfólki mans er í þessari bloggvitleysu líka, það eru þau Þóra og Guðjón sem eru einmitt systkin. Þess má svo geta að Krissa "buggering buggers" rafmagnsverkfræðigella er með bloggsíðu þar sem hún er ötul við að skrifa. Það að endurvekja bloggsíðuna mína var síðasta skrefið í að fresta náminu...ætli maður verði ekki að drullast til að læra.

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?