Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

sunnudagur, júní 30, 2002

 
Núna rétt áðan fór ég í heimsókn til Antons að kíkja á tölvuna hans með nokkra diska. Það vildi ekki betur til en svo að ég gleymdi öllum CD-keys heima þannig að hann gat ekki installað neinu af þessu og í þokkabót gengur hann svo langt að vera ekki með DVD drif. Hvaða maður er ekki með DVD drif í dag!?! Ég hef það orðspor á mér að þegar ég kem í heimsókn einhvert þar sem er tölva þá undantekningarlaust bilar viðkomandi tölva. Þetta skipti var engin undantekning því tölvan hans Antons fór að láta vægast sagt undarlega og gekk það svo langt að það kom dll error þegar hann reyndi að komast í Device Manager (...is not a valid Win32 application) og fannst mér það ákaflega fyndið. Mikið ótrúlega var annars gaman að vera búinn í vinnunni kl 09:15 á föstudaginn. Þetta var léttasti vinnudagur sem ég hef upplifað og var það ekki síst vegna þess að ég var lánaður í miðbæinn en þar er lang léttast að vinna. Ég var kominn heim rétt rúmlega 10 um morguninn. Það var yyyyyndislegt.

miðvikudagur, júní 26, 2002

 
Jæja þá er maður byrjaður að blogga aftur eftir langt hlé. Ég nennti ekkert að blogga úti og fór bara tvisvar á netkaffihús. Merkilegt að á netkaffihúsi á túristastað skuli ekki vera töluð enska. Annars er nú fátt hægt að segja um þessa ferð nema að hún var argasta snilld og sérstaklega þá hvað bjórinn var ótrúlega ódýr. Jafn mikið magn og í kyppu hér heima kostaði 300kr úti og á þeim börum þar sem var okrað all-hressilega á manni borgaði maður 215kr....váááá. Hvers vegna getur bjór ekki verið jafn ódýr hérna á fróni. Svo get ég glaður sagt frá því að gloríhólið mitt er enn í heilu lagi þótt ég hafi deilt herbergi með Palla í 2 vikur. Reyndar svaf maður ekki mjög fast því maður lifði í stöðugum ótta. Það voru þó margir sem hughreystu mig með orðum eins og "þú ert líklega eini maðurinn sem þorir að sofa í sama herbergi og Palli" og "Hvernig í andskotanum geturu þetta? Ertu kannski í skírlífisbelti?". Í þessari ferð kom líka í ljós undarlegt fetish Garðars því í rútunni á leiðinni til Granada notaði hann hvert tækifæri til að taka myndir af sofandi fólki. Verður þessi hegðun að teljast mjög grunsamleg. Kiddi lenti í því skemmtilega atviki að vera kýldur í andlitið og rændur. Annað hvort það eða hann borgaði 10 evrur fyrir glóðarauga. Ég man nú ekki eftir mikið meiru úr þessari snilldarferð en það sem stendur soldið uppúr er að síðasta daginn keyptum ég, Tryggvi, Palli, Sæli og Logi allir okkur sverð. Þau voru öll massakúl og mitt mun sóma sér vel uppi á vegg þegar ég nenni að festa festingarnar fyrir það. Maður er núna byrjaður að vinna aftur og gegni ég hinu virðulega starfi Sorptæknir. Eða einfaldlega ruslakall. Ég vakna kl 05:45 á nóttunni en þetta starf er samt mesta snilld sem ég hef upplifað því ruglið sem gengur á þarna er ótrúlegt. Þetta sumarið verð ég að vísu á blokkastykki dauðans þar sem allir verða að taka 2 tunnur í einu uppúr skemmtilegu tunnugeymslunum. Ég fann einmitt blokkina sem Runólfur eðlisfræðikennari og systir hans eiga heima í og vill ég biðja hann að vinsamlegast hætta að kúka í tunnurnar því það var versta kúkafíla í heimi í tunnugeymslunni þar. Svo vill ég líka biðja þá sem eiga ketti að sturta ekki helvítis kattasandinum í tunnuna, það er einhver versta lykt sem ég hef fundið en slær samt ekki út helvítis smábarnableyjurnar. Fólkið sem hendir þeim bara opnum í tunnuna ætti að vera réttdræpt. En þrátt fyrir þessa galla þá eru nú ekki allir sem fá að umgangast þrítugan gaur með vatnshöfuð og svakalega kúlubumbu. Það er hann Halli sem okkur tókst næstum að sannfæra um að hefði verið gaurinn sem hrindi inn sprengjuhótunina við danska sendiráðið.

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?