Stafrænn Kristófer

Ekki pota í mig

þriðjudagur, maí 28, 2002

 
Ég varð stúdent á laugardaginn og var það einstaklega ánægjulegt. Þessum merka atburði var að sjálfsögðu fagnað á viðeigandi hátt og voru veigar þambaðar í miklum mæli og djammað. Fyrst var mætt í partí til Höska sem var í sal Flugvirkjafélags Íslands. Við deildum salnum með T-bekknum (að því er ég best veit) og það var bara mjög gaman. Höski missir þó prik fyrir að reka okkur út kl 01:00. Þaðan var ferðinni heitið í partí til Gills þar sem ég sá sjónvarp drauma minna. Kostar tæpar 1.5millur hér heima....ef einhver vill gefa mér þá má viðkomandi hafa samband við mig. Það eina sem varpaði skugga á þetta partí var að einhver miður gáfaður einstaklingur ældi útum allt inná klósetti og stakk af án þess að taka það á sig. Hverskonar fæðingarhálfviti gerir það? þetta er snilld dauðans.

föstudagur, maí 24, 2002

 
Ég gerðist svo djarfur að fara á "mangabíó" með Tryggva. Hann fékk lánaða myndina Spriggan hjá frænda sínum og verður að segjast að þetta er með súrastu myndum sem ég hef séð, troðfull af heimspeki, pælingum og hreinu rugli. Þetta var samt ótrúlega vel teiknað og mörg bardagaatriðin voru mjög töff. Ég mæli með að fólk fái sér aðeins í haus áður en það horfir á þessa. Margir kalla anime myndir einfaldlega "barnalegar teiknimyndir" og ákveða því fyrirfram að þær séu allar hundleiðinlegar. Það er að vísu hægt að segja að 98% af þessu manga og anime dóti sé bölvað rugl og vitleysa en inn á milli leynast mjög góðar myndir. Þær sem ég ætla að mæla með hérna eru Ghost In The Shell, Akira og Princess Mononoke. Þetta eru allt mjög góðar myndir en eins og áður mæli ég með að fólk fái sér aðeins í haus áður en það horfir á þær.

fimmtudagur, maí 23, 2002

 
Jóhann skrifaði á þriðjudaginn: "Athlon standi sig betur en P4 örgjörvar í einhverjum þrívíddarbenchmörkum? Hverjum er ekki NÁKVÆMLEGA sama! Þegar kemur að almennri gagnavinnslu á tölvu; ræsa forrit, defraga diskinn, að keyra upp windowsið for crying out loud, þá koma einhverjir fjárans leikjafítusar sem búið er að troða í örgjörvana" Hann virðist ekki hafa lesið greinina af tomshardware.com nógu vel því öll benchmarks eftir þessi sem ég taldi upp taka á almennri vinnslu eins og hljóð- og vídeóvinnslu, minnisvinnslu, "office/internet performance" og skráarþjöppun. Lestu áður en þú ferð að tjá þig Jói.

þriðjudagur, maí 21, 2002

 
Þetta post er ekki fyrir þá sem þola ekki tækniraus og mæli ég með að þeir hinir sömu fari hingað. Hann Jói er með einhvern derring á síðunni sinni varðandi kommentið mitt á Intel örgjörvann hans Antons. Jói er greinilega ennþá í sárum eftir K6-2 örrann sinn, en þeir voru einmitt afskaplega lélegir. Með tilkomu Athlon rétti AMD heldur betur úr kútnum. Þá gat fólk valið milli þess að borga fúlgur fjár fyrir Intel örgjörva eða að punga út einungis helmingi þess verðs fyrir sambærilegan Athlon örra sem stóð sig aðeins örlítið verr á flestum prófum en afrekaði að mala Itel örrann í öðrum. Í dag er staðan mjög svipuð því ef við berum saman sambærilega Athlon XP og Intel P4 örra þá er munurinn á þeim mjög lítill en samt kostar Intel örrin mun meira. P4 2000mhz kostar $379 meðan XP 2000+ kostar $222. Mismunurinn er $157 eða 14.413kr!!. Ég lít á Tomshardware.com sem frekar trausta síðu og þar er einmitt samanburður á þessum örgjörvum í þessari grein. Og hvað sjáum við þar. Þegar þeir testa OpenGL þá tekst XP 1800+ að ná betra skori en P4 2000mhz og ef við berum saman verðin þá gætir þú keypt tvo (reyndar 2.3) XP 1800+ á móti einum P4 2000. Í 3DMark 2000 nær óldskúl Athlon 1400mhz hærra skori en P4 2000mhz og sömu sögu er að segja um 3DMark 2001 þar sem XP 1700+ nær betra skori en P4 2000mhz. Í mp3 maker og mpeg-4 encoding er þetta öllu jafnara, intel er betri í mp3 en Athlon í mpeg. Til að gera langa sögu stutta þá fer restin af testunum svona: XP = 8 stig P4 = 2 stig. Þessi útkoma réttlætir enganvegin þann verðmun sem er á þessum örgjörvum. Ég viðurkenni þó alveg að í MHz kapphlaupinu eru Intel komnir frekar langt á undan en maður þarf líka að vaða í seðlum til að geta keypt sér top of the line P4 örra. Þar að auki kostar minnið heilan helling fyrir þessa P4 örra (allavega þau móbó sem styðja ekki SDRAM) og það er fyrst núna með tilkomu 533 MHz RDRAM sem P4 er farinn að síga nokkuð langt framúr en það eru bara ekkert alltof mörg móðurborð sem styðja það. Ef við skoðum price vs. performance þá er augljóst að Athlon XP hefur sigurinn. Hvað varðar compatibility þá hafa Athlon notendur ekki lent í neinum vandræðum, það var bara á tímum gömlu K6 örranna sem einhver þannig vandræði voru. Nú á dögum eru einu vandræðin sem einhver getur lent í að Athlon örgjörvarnir geta hitnað frekar mikið og það skiptir þess vegna máli að vera með góða kælingu og gott loftflæði um tölvuna. Viðbótarkostnaður við nýja viftu er miklu lægri en mismunurinn á verði XP og P4 örranna þannig verðlagning viftnanna ætti ekki að skipta nokkru máli. Þeir sem vita eitthvað í sinn haus varðandi örgjörva segja fólki að kaupa Athlon. Það eina sem fólk græðir á Intel örgjörvum er merkið. Lifi AMD!

mánudagur, maí 20, 2002

 
Djöfull hata ég það þegar bloggerinn klikkar og allt sem maður var búinn að skrifa bara hverfur. Síðustu dagar eru búnir að vera afskaplega slakandi, ég er ekki búinn að gera neitt nema sofa og dútlast í tölvunni. Uplink er búinn að taka mest af mínum tíma síðustu tvo daga en ég komst í fulla útgáfu af leiknum. Þetta er einhver mesti snilldar tölvuleikur sem ég hef spilað. Þarna fá 1337 h4x0r draumar manns að rætast því maður er að hakka sig inní fyrirtæki o.fl. Maður hefur alveg svitnað af spennu meðan trace-ið á mann var alveg að klárast og maður átti eftir að eyða út log files. Tryggvi nöldrari er eitthvað að skamma mig fyrir að hafa ekki nennt á djamm með sér. Ég gerði nú bara miklu skemmtilegri hlut og fór á power sýningu í Laugarásbíó á Star Wars episode II eða hvað sem þessi ræma nú heitir. Það var sko miklu skemmtilegra en nokkurntíman að fá frían bjór. Eða ekki. Ég er nú ekki mesti aðdáandi Star Wars en vonaði að þessi mynd gæti breytt því. Henni tókst það nú ekkert alltof vel en það sem bjargaði henni var að hin undurfagra Natalie Portman var stóran part af myndinni í mjög þröngum fötum. Eitthvað skyldist mér þó að tæknigúrúarnir hjá Lucasfilm hafi stækkað brjóstin á henni og bætt við smá vöðvum með tæknibrellum...sel það ekki dýrara en ég keypti það. Þetta er nú samt mjög flott mynd og ef maður vill njóta þess þá verður maður að sjá hana í bíó eða í allsvakalegu heimabíó. Anton var að verzla sér nýja tölvu og það er ekkert smáræðist tæki þar á ferð. Það eina verulega slæma við þennan grip er þessi hræðilegi Intel örgjörvi. Skja´rinn hans er stórglæsilegur enda sama týpa og ég á nema hvað minn er einungis 17" en hann er með 21" skrýmsli. Ef þessi skjár reynist of stór þá er ég alveg til í að skipta.

fimmtudagur, maí 16, 2002

 
Þá er þetta LOKSINS búið!! Síðastu svefnlausu nóttinni er lokið og þar með síðasta stúdentsprófinu og er ég því kominn í sumarfrí. Nú er sko gott að hafa ekki púllað Pallann eins og sumir og eiga sjúkrapróf eftir. Ég er svo endalaust feginn að þetta skuli vera búið. Við þá sem eiga eftir einhver próf hef ég bara eitt að segja, fhheiiit skita. Dagurinn í dag verður feitur og góður. Farið í bolta kl 4 og eftir það horft á leikinn og bjór sötraður með en eftir leikinn tekur maður góða rimmu í counter og kannski soldið meiri bjór.

þriðjudagur, maí 14, 2002

 
Jói frændi er búinn að koma á legg pulsuvagninum sínum þar sem ég fæ þann heiður að vera sinnep. Þetta er mjög glæsileg síða hjá drengnum en eitt vantar þó, hvar er lukkudýrið? Og varðandi þessa reynslu af leigubílstjórum þá er þetta ekkert nýtt undir sólinni. Í dag sá ég brjálaðan leigubílstjóra með kúlubumbu og drullu í vörinni lemja í bíl sem hleypti honum ekki yfir gangbraut. Ég var við stjórnvölinn á bílnum á eftir og stoppaði fyrir þessum ágæta manni sem þakkaði fyrir sig með því að steyta hnefana í áttina að mér. Til að koma því á hreint þá er Jói ekkert skyldur mér þó ég kalli hann frænda....það bara kalla hann allir Jóa frænda.
 
Það er gaman hvað skemmtilegar minningar koma upp í hugann þegar maður er að læra eðlisfræði. Ég var að klára kafla um hringhreyfingu og í dæmunum í þeim kafla var minnst á skemmtilegt tæki sem samanstendur af sívalningslaga tromlu sem snýst um lóðréttan ás. Fólk stendur síðan upp við vegg tromlurnar og þegar hún hefur náð ákveðnum snúningshraða þá sígur gólfið niður og fólk liggur alveg fast við veginn (ef hraði og núningsstuðull er nægur). Ég gerðist á mínum alræmdu grunnskólaárum svo frægur að fara í svona tæki í eitt af þeim skiptum sem tívolí var niðri við höfn. Við félagi minn vorum þarna á þeim tíma þegar flott þótti að vera með buxurnar aðeins hangandi niðrum sig líkt og maður væri búinn að kúka í sig og hugsuðum nú með okkur að það væri best að gyrða sig vel og rækilega áður en við færum í tækið. Við toguðum því buxurnar vel og rækilega upp og hertum beltin vel að áður en við fórum inn. Því er skemmst að minnast að gólfið fór niður þegar tromlan var ekki komin á alveg nógu mikinn hraða þannig að við sigum slatta niður með þeim afleiðingum að við hlutum ógurlegustu og sársaukafyllstu brókun lífs okkar. Ég hef aldrei á ævinni upplifað þvílíkan sársauka á klofsvæðinu. Við vorum þó ekki þeir einu sem þjáðumst þarna því andspænis okkur lá strákur sem hélt bara um klofið á sér og var farinn að fölna af sársauka. Ég mæli því ekki með því að nokkur heilvita karlmaður fari í þetta tæki því það er sannarlega tæki djöfulsins.

mánudagur, maí 13, 2002

 
Ég varð fyrir mestu niðurlægingu lífs míns í dag. Ég var að keyra Sæbrautina í góðum fíling með sólgleraugu og þungarokkið í botni þegar gamall kall með hatt tók framúr mér...það var mjög slæmt móment.
 
Jæja þetta kæruleysi gengur ekki lengur, búinn að slóra alltof mikið í þessari bévítans eðlisfræði. Núna gengur ekkert nema harkan sex og þess vegna verður dagurinn tekinn snemma á morgun eða klukkan 06:00. Sumir kalla mig væntanlega geðveikan en þar sem ég mun hvort sem er vakna kl 6 alla virka daga í sumar útaf vinnunni þá get ég alveg byrjað að venjast því. Maður verður nú samt að passa að glósa ekki yfir sig því vægast sagt hræðileg slys (varúð, ekki fyrir vesælar sálir) geta hlotist af of miklu glósi. Menn geta farið að bíða spenntir eftir að Jói relaunche-i síðunni sinni því hún verður vægast sagt glæsileg og ekki skemmir fyrir að hann er með lukkudýr, engan annan en Dolla sem getur brugðið sér í allra kvikinda líki.

sunnudagur, maí 12, 2002

 
Í öllum þessum eðlisfræðilestri er aðeins eitt sem kemur í hugann og það er útskriftarferðin. Það var mjög tæpt að ég kæmist í þessa blessuðu ferð vegna atvinnuörðugleika en það bjargaðist sem betur fer. Við förum á hinn svakalega djammstað Costa del sol og það er alveg pottþétt að þá verða veigar þambaðar í miklum mæli og ekki óvíst að einhverjir skandalar verði. Alltaf gaman að góðum sköndulum. Menn eins og Palli koma í upp í hugann en hann er einmitt eini maðurinn í heiminum sem hefur tekist að rúlla dauðadrukkinn upp stiga. Eftir samskipti hans við stigann þurfti að gera lagfæringar á honum (stiganum) því boltar höfðu losnað eitthvað dót undir honum skekkst. Þess má geta að þetta var hinn sterklegasti tréstigi, styrktur með járnbútum og boltaður í vegginn. Við getum því átt von á góðum sköndulum frá Palla í ferðinni. Bekkurinn skiptist í tvo parta hópurinn sem ég er í verður á hótelinu Bajondillo en þar mun ég verða þess vafasama heiðurs aðnjótandi að deila herbergi með títtnefndum Palla. Um tíma leit út fyrir að Tryggvi myndi deila herberginu með okkur en hann sveikst undan og stakk af á annað hótel. Ég verð þá að taka það einn á mig að halda Palla fullum 24/7. Ég er samt kominn með masterplanið. Ég byrja á því að hözzla einhverjar suddalegar latino chicks og fer með þær uppá hótel, hendi Palla út og helt villt og blaut partí dag og nótt.
 
Já ávallt er skemmtilegt að sökkva sér í lestur þykkra eðlisfræðibóka eins og ég er að gera þessa dagana. Maður áttar sig á því hve lífið getur verið skemmtilegt og hvað maður á eftir að gera mikið í sínu lífi þegar maður les eðlisfræði. Ég tók t.d. eftir því að tölvan var farin að láta undarlega og eyddi því dágóðum tíma í að laga hana áður en eðlisfræðilesturinn gat hafist. Að því búnu tók ég eftir því hvað það var gott veður úti og ákvað að maður yrði nú að njóta þess og skella sér út í göngutúr. Fyrir þá sem ekki þekkja mig þá fer ég aldrei út að labba. En það þýðir víst ekki að drolla lengur, eðlisfræðin kallar.
 
Oh. þetta er svo kúl!
 
Djöfull er ég mikill töffari núna. Bara orðinn bloggari eins og mestu mikilmennin á internetinu. Loksins getur heimur fengið að heyra það sem hann hefur alltaf verið að bíða eftir. Mína margfrægu pistla um AMD örgjörva og íðilfagrar ungmeyjar frá suðrænuml löndum. Íha.

Archives

maí 2002   júní 2002   júlí 2002   nóvember 2002   janúar 2003   febrúar 2003   mars 2003   apríl 2003   maí 2003   júní 2003   júlí 2003   september 2003   nóvember 2003   desember 2003   janúar 2004   febrúar 2004   mars 2004   apríl 2004   maí 2004   júní 2004   júlí 2004   ágúst 2004   september 2004   október 2004   nóvember 2004   desember 2004   janúar 2005   febrúar 2005   mars 2005   apríl 2005   maí 2005   júní 2005   júlí 2005   ágúst 2005   nóvember 2005   janúar 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?